Fréttablaðið - 16.05.2007, Side 46

Fréttablaðið - 16.05.2007, Side 46
1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 „Þetta er æðislega flott lúkk, „eighties“ út í gegn. Hárið er blásið og svona. Þarna er strákurinn alveg kornungur að byrja í bransanum. Jakkafötin voru keypt í London svo þetta er ekkert slor.“ Sjaldan er ein báran stök segir máltækið og því hefur Unnur Guðjónsdóttir, formaður Kína- klúbbsins, fengið að kynnast. Nýverið greindi Fréttablaðið frá því að forláta Kínadúskum hefði verið rænt utan af húsinu hennar og höfðu þjófarnir þá haft tölu- vert fyrir því að taka þá niður. Ólánið virðist ætla að elta Unni á ári svínsins sem runnið er upp í Kína því óprúttnir skemmd- arvargar léku sumarbústaðinn hennar grátt á meðan hún var í Kína. „Ég var nýkominn heim og ætlaði að fara upp í bústað til að athuga hvort ekki væri allt í lagi,“ segir Unnur en bústaður- inn stendur við Elliðavatn. Þegar Unnur kom á staðinn blasti við henni heldur ófögur sjón; búið var að brjóta flestalla glugga og rífa upp hluta af grindverk- inu. „Það hafði ekki verið reynt að brjótast inn og stela neinu heldur virðist bara um einskæra skemmdarfýsn að ræða.“ Skemmdirnar eru töluverðar og má telja næsta víst að tjón- ið nemi tugum þúsunda. Rúður voru brotnar og bendir allt til þess að annað hvort hafi litl- um steinum eða jafnvel byssu verið beitt til þessa. Unnur fór síðan daginn eftir með lögregl- unni, sem tók af henni skýrslu. „Þeir sögðu við mig að ég gæti lítið annað gert en að fari með skýrsluna til tryggingafélagsins míns og fá tjónið bætt,“ útskýr- ir Unnur en í stað þess að fá nýja glugga héldu hrakfarir Unnar áfram. „Í ljós kom að ég hafði ekki lesið smáa letrið hjá þeim nægjanlega vel,“ segir Unnur en hún er tryggð hjá Tryggingamið- stöðinni. „Þar kemur nefnilega fram að ég er tryggð fyrir inn- brotum en ekki fyrir skemmdar- verkum.“ Unnur hyggst þó ekki leggja árar í bát heldur reiknaði með að fara sjálf með nýja glugga og setja þá sjálf í. Þá hefur hún jafn- framt fest kaup á nýjum kína- dúskum sem koma í staðinn fyrir þá stolnu og vonandi fá þeir að prýða húsið hennar á Njálsgötu í allt sumar. Ólánið eltir Unni á ári svínsins „Þarna er að koma upp vandamál sem tengist því að menningarmun- ur er á milli landa. Hér eru vötn og ár í einkaeigu meðan sumstaðar erlendis eru veiðiár og veiðivötn í eigu almennings og getur þá hver sem er gengið þar til veiða,“ segir Haraldur Eiríksson hjá Stang- veiðifélagi Reykjavíkur. Í sumar hefur borið nokkuð á veiðiþjófum í Elliðaánum en að sögn Haraldar fór veiðiþjófnað- ur þar fyrst að verða vandamál að einhverju marki í fyrra. „Þeir sem hafa verið staðnir að verki núna eru eingöngu útlend- ingar. Flestir sem teknir voru síð- asta sumar og svo nú eru af pólsk- um uppruna. Fjórir voru tekn- ir í síðustu viku og stangir þeirra gerðar upptækar. Síðasta sumar var þetta viðloðandi um helgar og náðist þá bara í brot af þeim sem sást til. Lögreglan mátti elta menn upp í hverfin á hlaupum.“ Haraldur segir að svo virðist sem veiðiþjófarnir skiptist í tvö horn. Þeir sem halda til veiða fyrir misskilning, kaupa sér kannski veiðikortið og halda að þeim séu þá allar dyr opnar og svo þeir sem stunda veiðiþjófnað vísvitandi. Úthlutun veiðileyfa í Elliðaárn- ar er á hendi Stangveiðifélagsins en eigandi veiðiréttinda í ánni er Orkuveita Reykjavíkur. Á snærum Orkuveitunnar eru svo tveir veiði- verðir við Elliðaár: Jón Þ. Einars- son og Magnús Sigurðsson. Þeir standa í ströngu við að gæta svæð- isins. „Jújú, þessu geta fylgt hlaup og læti. Þetta er að aukast eftir því sem fleiri íbúar koma þarna inn,” segir Jón veiðivörður og vísar til aukinnar byggðar á þessu svæði. Magnús, sem hefur verið veiði- vörður þar í tæp þrjátíu ár, segir alltaf hafa borið á veiðiþjófnaði í Elliðaám en það hafi þá verið krakkar og stöku menn sem hafa viljað prófa nýju flugustöngina sína. Málið er viðkvæmt. „Þeir sem núna hafa verið gripnir leyfislausir við veiðar eru kannski að brjóta upp daginn hjá sér og vita ekki betur. Flagga kannski veiðikortinu. En auðvit- að leiðir að líkum, það búa 30 til 40 þúsund manns þarna á bakkan- um, við hverju búast menn? En við reynum að halda uppi lögum og reglu.“ Hildur Dungal, forstjóri Útlend- ingastofnunar, telur afar hæpið að brot sem þetta hafi áhrif á dvalar- leyfi Pólverja því þeir eru, eftir 1. maí 2006, fullgildir EES borgarar og njóta þeirra réttinda. EES borg- urum hefur verið vísað af landi brott en það er þá oftast á grund- velli þungra dóma sem varða lík- amsárásir, kynferðisbrota og fíkni- efna. „Ég efast um að þetta falli þar undir en skoða verður hvert mál fyrir sig,“ segir Hildur. „Til að fyrirbyggja allan misskiln- ing er rétt að fram komi að SÍA – samband íslenskra auglýsinga- stofa – kemur aldrei að starfsemi auglýsingastofa. Og blessar ekki auglýsingar,“ segir Ingólfur Hjör- leifsson, framkvæmdastjóri SÍA. Auglýsing Öryggismiðstöðvar- innar með Lalla Johns í aðalhlut- verki er umdeild – að margra mati á mörkum hins siðlega – en höfð- að er til þess að menn séu ekki ör- uggir þegar menn eins og Lalli eru annars vegar. Í frétt Fréttablaðs- ins um hana í gær kom fram í máli Eiríks Aðalsteinssonar, fram- kvæmdastjóra auglýsingastofunn- ar Himins og hafs, að SÍA auk að- standenda Lalla hefði lagt blessun sína yfir auglýsingarnar. Eiríkur segist hafa rætt málið við Ingólf og óheppilegt sé að orða þetta með þeim hætti. Eiríkur segir að verið sé að höfða til forvarnagildis og segir viðbrögð flestra jákvæð. „Neinei, Ingólfur blessar ekki auglýsingar. En við sýndum honum hvernig við vorum að vinna þetta til að athuga hvort auglýsingarn- ar væru ekki innan þeirrar stefnu sem SÍA markar. Þar eru ákveðn- ar siðareglur sem við viljum alls ekki brjóta,“ segir Eiríkur. En tekur fram að ekki sé svo að SÍA ritskoði auglýsing- ar, hvorki sinnar stofu né annarra, og því ekki um að ræða, í þeim skilningi að auglýsingarnar hafi verið bornar undir Ingólf í þeim tilgangi að fá blessun hans. Ingólfur segir enda samtök- in ekki hafa neitt slíkt umboð. En hjá þeim sé hins vegar að finna siðanefnd en þangað má kvarta undan auglýsingum sem mönn- um þykir orka tvímælis. Sú siðanefnd er skipuð tveim- ur frá auglýsingastofum innan sambandsins, einum frá Neytendastofu, einum frá Viðskiptaráði Íslands og einum frá samtökum aug- lýsenda. „Nei, okkur hefur ekki borist kvört- un vegna þessarar auglýsingar,“ segir Ingólfur. Lalla-auglýsingar enn í deiglunni Gó› rá› og gagnlegar uppl‡singar um heita vatni› www.stillumhitann.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.