Tíminn - 14.06.1980, Side 3
Laugardagur 14. júnl 1980
3
„Vonandi næst samkomu-
lag um Stórmarkaðinn”
— segir Valur Arnþórsson formaöur Sambandsstjórnar
FRI — A nýafstöönum aðalfundi
Sambands Islenskra samvinnu-
félaga flutti Valur Arnþórsson
formaður stjórnar Sambandsins
skýrslu stjórnar. Timinn hitti
Val aö máli eftir fundinn og var
hann fyrst spurður um fram-
kvæmdir Sambandsins sem
hann gat um I skýrslu sinni og
þá fyrst um málefni Stórmark-
aðar i Holtagörðum.
— Málið er á könnunarstigi
en það er stefnt að því aö niður-
staða liggi fyrir fljótlega von-
andiá þá leiðað samstaða náist
um málið og hægt verði aö
stofna rekstrarfélag um rekstur
Stórmarkaðarins, sagði Valur.
— Gert var ráð fyrir stór-
markaði KRON i Holtagöröum
er svæöið var hannað. Fyrrver-
andi borgarstjórnarmeirihluti
féllst hins vegar ekki á að veita
okkur leyfi fyrir rekstri hans.
Við teljum nú góðar vonir til
þess að viðhorfin séu breytt og
að okkur takist að koma þessu
máli i höfn, neytendum á höfuð-
borgarsvæðinu til góös.
— Stórmarkaðurinn mundi
m.a. koma þar sem starfs-
mannaafgreiöslan nú er, en slð-
an samið yrði við starfsfólkið
um hvernighagsmuna þess yrði
gætt.
— Stjórn starfsmannafélags-
ins hefur þegar lýst yfir stuön-
ingi við rekstur Stórmarkaðar-
ins enda verði gengið út frá þvi
að Sambandið eigi eignaraðild
aö honum.
— Það kom einnig fram i
skýrslu minni að Reykjavikur-
borg hefur snúið sér til Sam-
bandsins um atvinnuuppbygg-
ingu á höfuðborgarsvæðinu og
þá hugsanlega með byggingu
álsteypu. Við höfum tekið já-
kvætt I þá umleitan borgarinnar
og viljum eiga þátt i athugun
málsins, en þetta mál mun
verða skoðað nánar á næstunni.
Hið nýja verslunarhús Kaup-
félags Hafnfirðinga er byggt I
samvinnu nokkurra aðila innan
Samvinnuhreyfingarinnar, hef-
ur þetta verið gert áður?
— Stórverslun Kaupfélags
Hafnfirðinga aö Miðvangi I
Hafnarfirði mun verða opnuð i
sumar. Hún er byggð I sam-
vinnu nokkurra aðila innan
hreyfingarinnar en út I þessa
samvinnubraut veröur einnig
fariö i rekstri Stórmarkaðarins
þvi aö honum standa auk KRON
sem mun eiga meirihluta i
rekstri félagsins, Sambandið og
nærliggjandi kaupfélög.
— Það má þvi segja að meö
þessum framkvæmdum sé brot-
ið það blað að fara inn á þá
braut að sameinast um ýmis
viöfangsefni sem eru einstökum
félögum ofviöa, þannig að félög
innan hreyfingarinnar standa
saman að fjárfrekum fram-
kvæmdum.
Er orðin brýn nauðsyn á að fá
nýtt frystiskip i stað Jökulfells-
ins,
— Já. Gamla Jökulfellið er
oröið ófullnægjandi þvi útflutn-
ingur á frystum afurðum hefur
aukist mikið hjá Sambandinu á
undanfömum árum. Þess vegna
er það nú á dagskrá að láta
smiða eða kaupa nýtt frystiskip
enda vona ég að vinnsla
sjávarafurða á vegum Sam-
bandsins komi til með að aukast
jafn mikið i framtiðinni og hún
hefur gert á undanförnum ár-
um.
— Sambandið hefur byggt
upp öflugt sölufyrirtæki I
Bandarikjunum og stefnir nú að
þvi aö byggja upp sölufyrirtæki
I Bretlandi sem mundi þjóna
Bretlandi og Evrópu, þvi þrátt
fyrir að Bandarikjamarkaður
sé sterkur þá ber okkur einnig
að leita á önnur mið I markaðs-
öfluninni, og ef allt fer sem horf-
ir þá er ljóst aö þörfin fyrir nýtt
frystiskip mun fara vaxandi á
næstu árum.
Er stækkun afurðasölunnar á
Kirkjusandi gerð með innlendan
markað i huga?
— Já. Sambandið hefur til
sölu- og vinnslumeöferðar mik-
inn hluta af framleiðslu land-
búnaöarins en við höfum þurft
að flytja mikið magn af fram-
leiðslunni á erlenda markaði.
Með stadckun afuröasölunnar
gefst góð undirstaða til þess að
efla vinnslu og sölu á þessum
afurðum hér innanlands og þá
sérstaklega meö tilliti til smá-
söludreifingarinnar en þetta er
brýnt áhugamál Sambandsins
og stækkun afurðasölunnar er
þáttur I að koma þvi áleiöis.
Að lokum hvað hefur öðru
fremur sett svip sinn á þennan
78. aðalfund Sambandsins?
— Það sem segja má að setji
einkum svip sinn á þennan aðal-
fund er að nú er veriö að hefja
umræður um skilgreiningu á
markmiðum hreyfingarinnar,
en fyrirhugað er að gefa út
stefnuskrá Sambandsins á árinu
1982 en þá eru liðin 100 ár frá að
hreyfingin tók til starfa með
stofnun kaupfélags Þingeyj-
inga. Jafnframt þessu veröur
tekin til endurskoðunar skipu-
Valur Arnþórsson
lagning Sambandsins og lög,x
auk þess sem samþykktir kaup-
félaganna og Sambandsins
verða endurskoðaðar, en um
þetta fjallaði Erlendur Einars-
son forstjóri Sambandsins ýtar-
lega I framsöguræðu sinni á
fundinum.
— Þaö er þvi ljóst að með
þessum aðalfundi hefst gifur-
lega mikiö starf og fundurinn
ber mark sitt af þvi að hann er
upphaf starfsins. — Að öðru
leyti setti það svip á fundinn að
afkoma siðasta árs var viðun-
andisem sést á þvi að við gátum
látiö 125 millj. kr. renna I stofn-
sjóði kaupfélaganna og þessu
ber að fagna. Ég vil vona að
þessi þróun haldi áfram þannig
að Sambandið geti haldið áfram
þvi þýðingarmikla uppbygging-
arhlutverki sem það hefur stað-
ið i frá upphafi, sagði Valur.
Oflugt félags- og tóm-
stundastarf í Kópavogí
JSG — Vinnuskólinn i Kópavogi
' hefur nú tekið til starfa, en I
kringum hann mun allt iða af llfi I
• sumar. t skólanum eru 12-15 ára
unglingar og eru á fimmta hundr-
að skráðir I hann I sumar, en
starfstíminn er um átta vikur.
Kópavogsskólinn hefur um nokk-
urra ára skeið haft sérstöðu með-
ai vinnuskóla, þvi hann hefur boð-
iðupp á „vandasöm verkefni sem
höfða tii unglinganna og góð
laun” að sögn Einars Bollasonar,
sem veitir skólanum forstöðu.
Hver eru svo þessi verkefni?
Hreinsun bæjarins er árvisst
verkefni, en bænum er skipt I 17
hreinsunarsvæði, i umsjá jafn-
margra vinnuflokka, sem siðan
hirða svæðin allt sumarið. Þá má
nefna ræktun nýrra svæða og
gerð gangstiga. Starfssemi
vinnuskólans er einnig tengd
starfsfræðslu, og vinna ungling-
arnir i iðnfyrirtækjum, á sveita-
bæj'um, sem I sumar verða i
neðri sveitum Arnessýslu, og I
fiskvinnslustöðvum. Og kaupið?
Tveir eldri árgangarnir hafa iaun
sem nema 90% af taxta Dags-
brúnar, en hinir yngri 80% og
60%. Hæstu laun nú eru milli 16 og
1700 krónur fyrir vinnustundina.
Forsvarsmenn vinnuskólans
lögðu áherslu á það á fundi með
fréttamönnum, að þó launin i
skólanum væru gildur þáttur i þvi
að móta afstöðu unglingana til
vinnunnar, og fá þá til aö taka
verkefni sin alvarlega, þá væri
öðrum aöíeröum einnig beitt,
þ.á.m. giltu strangar reglur um
mætingar I vinnuskólanum. Upp-
eldislega hlutverk vinnuskólans
væri siðan undirstrikaö með
ýmiss konar fræðslustarfi, t.d.
yrði farið I skógræktarferöir og
helgar og kvöldferðir á staöi I ná-
grenni Kópavogs, og einnig yrðu
haldnir umræðufundir um ýmis
málefni þar sem kvaddir væru til
svara forustumenn úr bænum.
Þó vinnuskólinn sé stærsta
verkefni I unglingastarfi i Kópa-
vogi i sumar, þá verður fleira um
að vera I bænum I þessum mái-
um, sem öll eru undir yfirstjórn
Félagsmálastofnunar Kópavogs.
Má þar nefna að siglingaklúbbur
heldur 5 námskeiö I sumar, og
reiðskóli heldur jafnmörg nám-
skeið, skólagarðar verða starf-
ræktir, og iþrótta- og útilifsnám-
skeið sem forstöðumaður Félags-
málastofnunarinnar, Kristján
Guömundsson nefndi, „sumar-
búöir I þéttbýli”, stendur allan
júnfmánuö. Formaöur Tóm-
stundaráðs Kópavogs er Skúli
Sigurgrimsson, en formaður fé-
lagsmálaráðs Snorri Konráðsson.
Hörkulíð á hljóm-
leikum Bylgjunnar
Talstöðvaklúbburinn Bylgjan
stendur fyrir hljómleikum I
Kópavogsbiói, laugardaginn 14.
júni kl. 14.00 og verða þeir opnir
öllum almenningi. Á hljómleik-
unum koma fram fjórar ungar
og framsæknar hljómsveitir,
Utangarðsmenn, Fræbblarnir,
Swingbræður og Stifgrim-
combóið.
Eins og sjá má á dagskránni
verður tónlistin á hljómleikun-
um hin fjölbreyttasta, en hljóm-
sveitir þessar eru allar fulltrúar
fyrir sitthverja tónlistartegund-
ina.
Verð aögöngumiða, sem seld-
ir verða I Kópavogsbiói frá kl.
13.00 á laugardag, er kr. 2500
fyrir utanfélagsmenn en kr. 2000
fyrir meðlimi klúbbsins.
Eigum nokkra International traktora
45-72 Hö til afgreiöslu strax. Kynniö
ykkur okkar sérstöku greidslukjör.
VÉWDEIlD^w
SAMBANDSINS
’M'
Ármúla 3 Reykjavik Simi 38900
SÍÐASTA SENDING AF OKKAR VINSÆLU
ÁVINNSLUHERFUM
TIL AFGREIÐSLU STRAX
10X7,5 feta
KAUPFÉLÖGIN ^^Véladeild
UMAIITIAND ^ Ármúla 3 Reykjavik Sirni 38900