Tíminn - 14.06.1980, Qupperneq 7
Laugardagur 14. júnl 1980
7
Myndir og texti:
Friðrik Indriðason
Hiö nýja verslunarhús kaupfélagsins.
Fjölbreytt matvöruúrval er i versluninni. Verslunarstjórinn Þóra
Sigurðardóttir er á miöri myndinni.
FRI — Kaupfélag Skaftfellinga á
Höfn I Hornafiröi er 60 ára á
þessu ári.nánar tiltekiö 1. júnl sl.
og var þessara merku tjmamóta
minnst meö tvennum hætti um
siöustu helgi. Annars vegar var
opnaö byggöasafn Austur-Skafta-
fellssýslu i fyrsta versiunarhúsi
félagsins á Höfn.Gömlu Búö og
hins vegar opnaöi kaupfélagiö
'nýja verslun á staönum.
— Starfsemi félagsins hófst
þannig aö þaö keypti verslun-
arhús Þórhalls Danielssonar
kaupmanns hér áriö 1920 en það
hús er nú þekkt undir nafninu
Gamla búö og hýsir nú byggöa-
safn sýslunnar, sagði Hermann
Hansson kaupfélagsstjóri Höfn I
Hornafirði i samtali viö Tim-
ann. — Jónas Jónsson frá
Hriflu segir eitthvað á þessa leiö i
riti sinu islenskir Samvinnumenn
um þennan atburð: „Dag einn ár-
iö 1920 versluöu allir viö eina
kaupmanninn i sýslunni en næsta
dag viö eina kaupfélagiö i sýsl-
unni”.
— Starfsemi kaupfélagsins hef-
ur ávallt tekiö miö af þvi aö Höfn
er Utgerðarstaöur. Þaö er hins
vegar ekki fyrr en upp Ur 1953 er
Asgrimur Halldórsson var kaup-
félagsstjóri aö þróttur komst i
fiskvinnslu á vegum félagsins.
Fiskverkunarhús haföi verið
byggt á árunum 1940-50 en siöan
óx þessi starfsemi félagsins stig
af stigi.
— Um 1960 var siöan aðeins
byrjaö á humarveiöum ner en a
þeim tima fóru allir stærri bát-
arnir héðan á sumarsildveiöar
fyrir Noröurlandi og þá var litiö
um atvinnu I plássinu. Á næstu
árum sneru æ fleiri bátar sér aö
humarveiðunum og slöan hefur
veriö nóg atvinna hér á sumrum.
Ný verslun
— Viö lögöum mikla áherslu á
aö geta opnaö nýja verslunarhús-
næðiö um þær mundir sem félagið
átti 60 ára afmæli. Nýja húsiö er
aðallega matvöruverslun en þar á
einnig aö koma bakari á næst-
unni. Bakari okkar hefur verið til
húsa I gömlu húsnæöi byggöu 1906
þannig aö full ástæöa er til aö
flytja þaö. — Auk þess að þjóna
þeim hluta bæjarins sem nýja
verslunarhúsiö stendur i þá mun
þar vera opiö söluop á kvöldin en
þaö er hugsaö sem þjónusta viö
þá sem vinna hér langan
vinnudag en þeir eru ekki fáir.
Nú hefur aö undanförnu nokkuö
veriö rætt um aö valdið innan
Samvinnuhreyfingarinnar sé i
höndum of fárra manna og aö
virkni félagsmanna sé oröin of llt-
il, hvert er þitt álit á þessu?
— Ég er ekki viss um að i raun
séhægtaö benda á meiri þátttöku
félagsmanna i öörum fjölda-
hreyfingum, en einmitt
Samvinnuhreyfingunni hér á
landi. Sem nærtækt dæmi get ég
nefnt aö á deildarfundi hjá okkur
koma yfirleitt 20-25% félags-
manna. Rétt er samt og skylt aö
geta þess, aö þátttaka i félags-
starfinu er minni I þéttbýli en
strjálbýli.
Aðalfundir félaganna kjósa siö-
an fulltrúa, stjórnir og aöra trún-
aðarmenn, sem fara með umboð
hins almenna félagsmanns milli
aöalfunda.
— „Þaö mætti hugsa sér að
Samvinnuhreyfingin sé uppbyggð
eins og tré og ef rétt er aö staöiö
og allar greinar þess eru lifandi
þá veröur gréö gróskumikiö og ég
er sannfærður um þaö aö slikt tré
getur aldrei fremur en önnur tré
vaxiö út frá • toppnum”, sagöi
Hermann.
Kaupfélag Austur-Skaftfellinga
60 ára:
Ný
Humarinn veitir okk
ur sérstöðu
— þannig að ástandið hjá okkur
er ekki eins slæmt og annars
staðar, segir Hermann Hansson
kaupfélagsstjóri á Höfn
i Hornafirði
verslun tekin
í notkun
Þaö er ljóst, aö landsmenn allir
veröa aö taka höndum saman til
aö kveöa niöur veröbólgudraug-
inn en þaö er jafnframt ljóst aö ef
allir heimta jafnan fullan
skammt af þjóðarkökunni þá
dugir kakan hvergi nærri til.
Ein eins og nú er þá virðist ekki
vera neinn almennur vilji til
þessa, sagöi Hermann.
60 tonn af humri
— Humaraflinn var oröinn um
siöustu helgi tæp 60 tonn en þá
voru tvær vikur liönar af vertíö-
inni, sagöi Hermann. Ef miöaö er
viö undanfarin ár, aö siöasta ári
undanskildu, þá er þetta mjög
eölilegur afli. Vertlöin i fyrra
sker sig hins vegar úr.þvi þá var
aflinn óvenju lélegur og komu að-
eins 74 tonn á land alla vertiöina.
Humarinn nú er i frekar smærra
lagi.
Humarframleiösla okkar hefur
á undanförnum árum verið seld
til Bandarlkjanna og Evrópu,
mest til Bandarikjanna. Mark-
aöshorfur þar eru nú heldur lak-
ari en fyrri ár þannig að ekki er
ljóst hvort eins mikiö veröur flutt
þangaö og áöur.
Humarnum skipaö upp á
Hornafiröi.
Séö yfir humarvinnsiusalinn I frystihúsi KASK.
Frystihús KASK á Hornafiröi.
FRI — Viö höfum þá sérstööu aö
núna vinnum viö mest úr humar-
afla en lltiö úr bolfiskafla þannig
aö ástandið er ekki eins slæmt hjá
okkur og annars staöar, og þvi
býst ég viö aö viö munum hinkra
viö og biöa átekta, sagöi Her-
mann Hansson kaupfélagsstjóri á
Höfn I Hornafiröi er Timinn
spuröi hann um horfurnar hjá
frystihúsi kaupfélagsins, en mikl-
ir erfiðleikar eru nú i frystihúsa-
iönaöinum.
— 1 aögeröum- stjórnvalda að
undanförnu til aö ná niöur verö-
bólgunni hefur veriö litiö sam-
ræmi og hvaö vanda frystihús-
anna varðar þá hefur ekkert tillit
veriö tekiö til markaösaöstæöna
erlendis nú. Eftir að hráefnisverö
hér var hækkaö þá iækkaöi sölu-
verö á nokkrum fisktegundum á
Bandarikjamarkaöi. Nokkur
sölutregöa á fyrrgreindum mark-
aöi samfara miklum afla fyrri-
hluta ársins hefur valdiö gifur-
legri birgöasöfnun hjá frystihús-
unum, en þetta er stór hluti vand-
ans nú. Stærsta vandamálið er þó
veröbólgan.
Eg hef trú á þvi aö fiskvinnslu-
menn vilji ekki síöur en aörir taka
þátt I þvi að ná verðbólgunni
niður ef þeir finna aö stjórnvöld
hafi raunverulegan vilja til þess
aö koma til móts viö þá og aöra
þegna þjóöfélagsins meö raun-
hæfum aögerðum.
Hermann Hansson kaupfélagsstjóri (fyrir miöju) meö sovéska
sendiherranum Spreitsov t.v. og viöskiptafulltrúa frá Sovétrikj-
unum Vlasov t.h., en sendiherrann hefur á undanförnum dögum
fariö um landiö og skoöaö frystihús og fiskvinnslustöðvar.
Bolfiskaflinn á árinu er oröinn
tæp 10.000 tonn sem er svipað og
var sl. ár en nú vinna um 170
manns hjá frystihúsinu.
Frystihús kaupfélagsins er i
nýlegu húsnæöi sem byrjaö var
að byggja 1970. Fyrri hluti húss-
ins var tekinn i notkun 1972 en allt
húsið var tekið i notkun á árinu
1977. Aöur haföi starfsemin veriö
i gömlu húsi en þaö haföi dugaö
okkur vel.
Viö höfum átt i erfiðleikum á
undanförnum árum vegna þeirr-
ar miklu byröi sem viö höfðum af
fjárfestingunni i nýja húsinu en
við vonum aö þeir erfiöleikar séu
nú aö baki og á síðasta ári varö
nokkur tekjuafgangur hjá frysti-
húsinu, og i eðlilegu árferöi eig-
um við aö hafa sömu skilyröi til
aö koma ekki verr út en aðrir I
þessum atvinnuvegi.
Stærsta nýbyggingin á þessu
ári, sem viö erum aöilar aö, er á
vegum Fiskimjölsverksmiðju
Hornaf jaröar en viö eigum stóran
hlut i henni. A hennar vegum er
nú verið aö byggja nýtt sildarsölt-
unarhús viö höfnina þar sem
vinnsla verður öll vélvæddari en
áöur.