Tíminn - 21.06.1980, Blaðsíða 2

Tíminn - 21.06.1980, Blaðsíða 2
2 Laugardagur 21. júni 1980 ListamaHurinn viö eitt verkanna á sýningunni Sýningu Sigurjóns lýkur á morgun Sýningin á Ólafssonar, sem verkum Sigurjóns haldin er i tengslum viö Listahátiö, veröur opin i dag, laugardag, frá kl. 2 til kl. 10 og á sama tima á morgun, sunnudag, en þá lýkur henni. Sýn- ingin er aö heimili listamannsins á Laugarnestanga og i FIM-saln- um aö Laugarnesvegi 112. Nýr aðstoðarframkvæmda- stjóri Arnarflugs Frá og meö 15. júni 1980 var Gunnar Þorvaldsson ráöinn aö- stoöarframkvæmdastjóri Arnar- flugs hf. Verksviö Gunnars veröur almennt eftirlit meö dag- legum rekstri allra deilda Arnar- flugs og starfa sem fulltrúi fram- kvæmdastjóra i fjarveru hans. Gunnar mun samhliða þessu gegna áfram starfi flugrekstrar- stjóra Arnarflugs. Gunnar Þorvaldsson varö stúd- ent frá Menntaskólanum á Akur- eyri 1968 og hefur starfaö aö flug- málum siöan. Hann réöst til Arn- arflugs sem flugmaður viö stofn- un félagsins, varö flugstjóri áriö 1977 og tók viö flugrekstrarstjóra- starfi félagsins i febrúar 1978. Eiginkona Gunnars er Katrin Pálsdóttir hjúkrunarfræöingur og eiga þau tvær dætur. Rafmagnsveita Reykjavíkur: Staða fjármála- stjóra Kás — A fundi borgarráðs i gær var samþykkt tillaga frá stjórn Veitustofnana Reykjavikur um aö auglýsa stööu fjármálastjóra hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur lausa til umsóknar. En eins og menn muna, þá var núverandi fjármálastjóri Rafmagnsveitu Reykjavikur, Ingvar Asmunds- son, ráöinn skólastjóri Iðnskólans i Reykjavik. Aðalfundur Samtaka dýraverndunar- félaga: Danskur lækn- ir á Watsons- spítala Aöalfundur samtaka dýra- verndunarfélaga á Islandi var nýlega haldinn. Á fundinum var skýrt frá þvl aö danskur dýra-i læknir væri kominn til landsins til starfa viö Dýraspitala Watsons i Víöidal, og væri landbúnaöarráö- herra aö ganga frá nauösynlegum leyfum fyrir hann. Lýstu fundar- menn ánægju sinni meö aö dýra- læknisleysi spitalans væri nú loks á enda. I skýrslu sem formaður sam- takanna flutti á aöalfundinum lét hún þess getiö, aö erfiölega gengi aö fá löggæslu og yfirvöld til þess aö sinna brotum á dýraverndun- arlögum og öörum reglugeröum sem varöa dýr. Á fundinum var samþykkt áskorun til mennta- málaráöherra um að hann skip- aöi sérstaka nefnd til aö endur- skoöa dýraverndunarlögin. Stjórn Samtaka dýraverndun- arfélaga skipa nú: Jórunn Sören- sen, formaður, Gunnar Steinsson, Ólafur Jónsson, Hilmar Norð- fjörö, Gauti Hannesson, Paula S. Sörensen og Haukur Arnason. Samband byggingarmanna: Atvinnurekendur gangi þegar til samninga við verkalýðssamtökin Sameiginlegur fundur Fram- kvæmdastjórnar, samninga- nefndar og baknefndar Sambands byggingamanna, haldinn 18. júni 1980, átelur harölega þann mikla seinagang, sem oröinn er I yfir- standandi samningaviöræöum og gerir þá kröfu til atvinnurekenda, aö þeir gangi þegar til samninga við verkalýðssamtökin um meginmál kjaradeilunnar. Fundurinn minnir á aö kröfur S.B.M. lágu fyrir timanlega. Ef samningar dragast enn á langinn eru verkalýössamtökin neydd til aö gripa til þeirra aögeröa, sem knýja á um lausn, sem launafólk getur sætt sig viö. Þá vill fundurinn hvetja þau aö- ildarfélög S.B.M., sem ekki hafa enn aflað heimildar til vinnu- stöövunar, aö gera þaö hiö fyrsta. GRJÓTHLÍFAR fyrir alla bíla SILSALISTAR úr krómstáli BIIKKVER Skeljabrekka 4 - 200 Kópavogur - Sími: 44040. BLIKKVER SELFOSSI Hrísmýri 2A - 802 Selfoss - Sími: 99-2040. * í mSÆJÆSÆ/Æ/ÆSÆ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/^ 0/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/a 1 é__BREIÐHOLT KÓPAVOGUR ,] h ________________________________; í ^t/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/J ^/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ L Látið kunnáttumennina smyrja bílinn á smur- stððinni vkkar SMURSTÖÐ ESSO Stórahjalla 2, Kópavogi Sojótfur Fanndal Húsgögn sem Trésmiöjan Meiöur sýndi á sýningunni. Skandinavíska húsgagnasýningin Fyrir skömmu var haldin i Kaupmannahöfn 32. Skandi- naviska hdsgagnasýningin. Aö þessu sinni sýndu fjögur islensk fyrirtæki: Gamla Kompaniið, Kristján Siggeirsson hf., Stáliöj- an og Trésmiðjan Meiður. Gamla Kompaniiö sýndi skrif- stofuhúsgögn, svonefnda TABELLA-linu, sem átt hefur vaxandi vinsældum aö fagna hér innanlands og verið framleidd undir framleiösluleyfi i Dan- mörku, aöallega til sölu I Araba- löndum. Kristján Siggeirsson hf. kynnti sófaborö, sem Gunnar Magnússon arkitekt hefur hann- aö. Trésmiðjan Meiöur tók þátt i sýningunni i fyrsta skipti og kynnti tvær nýjar geröir hús- gagna, annars vegar hæginda- stóla og borö, hannað af Pétri B. Lútherssyni og hins vegar stofn- anahúsgögn, sem Emil Hjartar- son eigandi Meiös hefur þróað. Umboösmenn Ullarverksmiöj- unnar Gefjunar sýndu islensk á- klæði. Sala áklæöanna hefur gengið vel, einkum i Danmörku og Sviþjóð. Þessi útflutningur hefur vaxið mjög undanfarin ár eða úr 50 millj. króna 1977 i 197 millj. króna 1979,. • I tengslum viö sýninguna fór fram Norræna húsgagnasam- keppnin (Nordisk Möbel Konkur- rarce). Island tók þátt i sam- kep^ni þessari i fyrsta sinn, og þó viö hrepptum engin verðlaun, þá er augljóst aö islenskir hönnuöir standa jafnfætis norrænum starfsbræörum sinum. Af nitján tillögum i samkeppninni áttu Is- lendingar þrjár. Húsgögn islensku framleiöend- anna vöktu athygli og var vin- samlega getiö i blaöagreinum um sýninguna. Standa vonir til, að á næsta ári veröi kynntar fleiri nýj- ar geröir húsgagna, sem þróaðar verða i samræmi viö markaðsá- tak i húsgagnaiönaöi, sem nú er nýhafiö. Takmarkiö er aö auka samkeppnishæfni Islenskra hús- gagnaframleiðenda á innlendum markaöi og stefna aö útflutningi. Nefnd skipuö aöilum frá Sam- starfsnefnd um iönþróun, F.I.I., Landssambandi iönaðarmanna, Iöntæknistofnun Islands og Ot- flutningsmiöstöö iðnaöarins stendur aö markaðsátakinu, For- maöur nefndarinnar er Vilhjálm- ur Lúðviksson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.