Tíminn - 21.06.1980, Qupperneq 11

Tíminn - 21.06.1980, Qupperneq 11
Laugardagur 21. júnl 1980 15 400 manns á fundi hjá Albert í Eyjum Um þaö bil 400 manns hylltu Albert Guömundsson forseta- frambjóöanda og Brynhildi Jóhannesdóttur konu hans á fundi i Vestmannaeyjum á miö- vikudagskvöld. Þau hjón Albert og Brynhild- ur höföu þá veriö i tveggja daga héimsókn i Vestmannaeyjum, til þess aö ræöa viö stuönings- menn, heimsækja vinnustaöi og stofnanir i Eyjum. A miövikudagskvöld var siö- an haldinn fundur i samkomu- húsinu. Fundarstjóri var Ólafur Granz. Eftirtaldir tóku til máls á fundinum: Indriöi G. Þorsteinsson, rith., Kristjana Þorfinnsdóttir, Sigur- geir Ólafsson, skipstjóri, Stefán Runólfsson, forstjóri og Bryn- hildur Jóhannsdóttir. Þá tóku til máls Albert Guö- mundsson, alþingismaöur og forsetaframbjóöandi, svaraöi fyrirspurnum og flutti lokaorö, og viö fundarslit hylltu fundar- gestir þau Albert og Brynhildi. Stuðmngsmenn í Hafnarfírði Stuðningsmenn Péturs Thor- steinssonar i Hafnarfirði hafa nú opnað skrifstofu. Hún er á Sjónarhóli viö Reykjavikurveg og siminn þar er 52311. Þá hefur verið skipuö sérstök fram- kvæmdanefnd og i henni eru: Kristján Loftsson, Stefán Jóns- son, Eirikur Pálsson, Ragnheiö- ur Sveínbjörnsdóttir, Guð- mundur Arnason, Tryggvi Har- aldsson, Gunnlaugur Guö- mundsson, Hallgrímur Stein- grimsson, Þorsteinn Ingólfsson, Péturs Kári Valvesson, Siguröur Her- lufsson, Hulda Runólfsdóttir, Steingrimur Atlason og Guðrún Egilson. Pétur er þegar búinn að halda almennan fund i Hafnarfiröi og s.óttu hann á þriðja hundrað manns. Þaö er fjölmennasti kosningafundurinn, sem hald- inn hefur veriö i Hafnarfiröi til þessa. Guölaugur ræöir viö nokkra fundarmenn I Mjólkursamsölunni. Fundur Guðlaugs í Mjólkursamsölunni Fjölmennl á hjá Vigdísi fundi 1 tilefni af forsetakosningum hefur Guölaugur Þorvaldsson undanfarna daga heimsótt nokkra vinnustaði I Reykjavik. Hann heimsótti Bæiarútgerð Reykjavikur, Rafmagnsveitur rikisins og Mjólkursamsöluna. Auk þess heimsótti hann Elli- heimiliö Grund. Stuðningsmenn Vigdisar Finnbogadóttur á Höfn i Horna- firöi héldu almennan fund með Vigdisi i Heppuskóla að kvöldi 11. mai. Mikill fjöldi sótti fund- inn eöa um 170 manns og þurfti aö flytja hann I stærri stofu. Ey- steinn Jónsson framkvæmda- stjóri var fundarstjóri en ávarp flutti Torfi Þorsteinsson bóndi. Þá talaði Vigdis og svaraöi fyrirspurnum. Var geröur góöur rómur aö máli hennar. Er hlé varö á fyrirspurnum varö for- setaframbjóöandanum aö oröi, hvort fundarmenn ætluöu ekki að spyrja hvernig hún ætlaöi aö gera þetta einhleyp. Og svariö kom úr fundarsal: „Mér finnst ekki ástæöa til að spyrja um þetta eftir aö hafa hlustaö á frúna”. Kosningaskrifstof- ur Vigdísar Kosningaskrifstofa Péturs — á Egilsstöðum Stuöningsmenn Péturs J Thorsteinssonar hafa opnað skrifstofu á Egilsstööum. Er hún til húsa ao tiiáskógum 2. Siminn er 97-1587. Frá f orsetafram- bjóðendunum Hverfaskrifstofa I Breiðholti. Stuöningsmenn Vigdisar Finn- bogdóttur i Reykjavik hafa opn- aö hverfaskrifstofu i Breiðholti aö Vesturbergi 199. Siminn er 76899. Skrifstofan er opin kl. 17-21 alla daga. Borgarnes. Stuöningsmenn Vigdisar Finn- bogadóttur i Borgarnesi hafa opnaö skrifstofu i Snorrabúö Gunnlaugsgötu 1. Simi er 93-7437. Opið er kl. 15-18 og 20-22 virka daga og 14-17 um helgar. Egilsstaðir. Stuöningsmenn Vigdisar Finn- bogadóttur á Egilsstööum hafa opnaö skrifstofu að Laugavelli 10. Simi er 97-1585. Opið er 20.30-22 mánudaga og föstudaga og kl. 13-15 laugardaga. Vikuna fyrir kosningar veröur opið alla daga. Kosninganefnd Alberts á Austfjörðum Stuðningsmenn Alberts Guö- mundssonar á Egilsstööum og á Fljótdalshéraði hafa skipaö kosninganefnd. Hana skipa eftirtaldir menn: Ragnar Haraldsson Jónas Pétursson (slmi 97-1212) Einar Þórarinsson Steinar Þóröarson Asgrimur Asgrímsson Ólafur Magnússon Magnús Þóröarson og Geir Stefánsson. Albert Guömundsson var nýveriö á ferö á Héraöi og Aust- fjöröum og hélt þá m.a. fund i Valaskjálf. Var fundurinn vel sóttur. Húnavaka í skrúð- klæðum Húnvetningar hafa um tuttugu ára skeið gefiöút ársrit, sem þeir nefna Húnavöku. Upphaflega var fariö á flot með Húnavöku fjöl- ritaða, en meö árum hefur þetta orðið skrautbúið rit, vænt að vexti og vandaö að efnisvali. Er nú svo komiðeftir tuttugu ár, að þetta er hið eiguiegasta ritsafn, fullt af fjölbreytilegu efni um Húnaþing og Húnvetninga. Hefur mikill fjöldi fólks, bæði heima i héraði og vlöar, lagt sitt að mörkum til þess, að það yrði sem allra myndarlegast. En öll vinna við þessa útgáfu, sem hlýtur að vera mikil, hefur hvflt á heima- mönnum, og meginhluti efnis er einnig frá þeim runnin. Og allt heur þetta veriö sjálfboöavinna og ekki eyrir greiddur i ritlaun. Þetta voriö skrýddist Húnavaka litklæöum, svo aö hún kom skartbúin fram fyrir lesend- ur. En meö þvi aö ytri búnaöur er ekki einhlitur, ef rýrö er innan undir roöinu, hafa ritstjórar og útgefendur ekki slöur lagt kapp á hitt, aö efniö væri samboöiö vönd- uöum frágangi. Þetta siöasta bindi hefst á viö- tali viö Klemens Guömundsson I Bólstaöarhliö — mann, sem fariö hefur sinar götur I lifinu og ferö- aðist meöal annars um landiö fyrr á árum til þess aö kynna viö- horf kvekara. Annað viötal er Forsiöa Húnavöku i ár — og þó ekki nema svipur hjá sjón, þvl að á ritinu er myndin I litum. viö Jón Guömundsson á Söiva- bakka og hiö þriöja viö Bjarna Einarsson um örnefni á Blöndu- ósi. Meöal fræöigreina og frásagna er aö geta greinar eftir Magniis Ólafssoná Sveinsstöðum um lax- veiöar i Vatnsdalsa', frásagnar um göngur eftir Torfa Jónsson á Torfalæk og eftirleit eftir Guö- mund Jósafatsson frá Brands- stööum. Jón Benediktsson frá Höfnum spjallar um æöarfugl og æöardún, Bjarni Jónsson I Haga lýsir harösóttu heybandi, Jakob Sigurjónsson flutningaleiöum og kaupstaöaferöum, Guöbergur Stefánsson réttarferð og Jóna Vilhjálmsdóttir I Lundi lifsháska á sjó. Minnzt er tiu ára starfs Húnvetningafélags Suöurlands og aldarafmælis kvennaskóla Hún- vetninga, Bjarni Jónsson frá Blöndudalshólum skrifar um Svinavatnshrepp og Björn Berg- maiin rýnir i gömlu rit. Ljóö eru i þessu bindi eftir Ólaf Sigfússon i Forsæludal, Þórö Þor- steinsson á Grund, Halldór Jónssoná Leysingjastööum, Ingi- björgu Sigfúsdóttur og Auöbjörgu Albertsdóttur. Loks eru svo fréttir ýmis konar úr héraöi, stuttar dánarminning- ar og sitthvaö fleira. Þetta er auövitaö nakin upptalning, og veröa þeir, sem beturvilja kynnast Húnavöku, aö hafa ritiö sjálft handa á milli. Otgáfa þessa myndarlega árs- rits talar sinu máli. En þetta er ekki eina ársritið, sem Húnvetn- ingargefa út. Húnvetningafélagið I Reykjavfk gefur einnig út snoturt ársrit, þar sem saman er dregið margvislegt efni, og hér á árunum gáfu Húnvetningar á Akureyri út ársrit um nokkurt árabil. Gfsli Magnússon, Eyhildarholtí: Eftirhreytur Ritstjórar hafa ávallt siðasta orðið, ef þeim býður svo við að horfa. Jón Sigurðsson ritstjóri hnýtir nokkrum orðum aftan i smá- grein mina um Skálholt og Hóla („Tveir, ekki einn”), er til varö vegna forystugreinar hans um „Menningarmiðstöö Islands”. Hann keöst hafa gleymt þvi viljandi að geta Hólastaðar i þvi sambandi („og ekki hafði ég gleymt Hólum, þegar ég kallaði Skálholt menningarlegan höfuö- stað Islendinga um aldir”). Látum svo vera. Hitt er stórum verra, aö ritstjórinn gerir mikið úr „rig okkar sunnan og vestan og hinna að norðan” og tekur jafnvel munninn svo fullan að „Langt verður liðið að efsta degi þegar fullar sættir komast á um þetta mál..” Það munar ekki um það! Nú er það sannast mála, að á 87 ára æviferli hef ég aldrei oröið var viö þennan „rig” hér um slóöir.semog betur fer. Hélt þvi aö sá draugur, ef einhvern tima var til, heföi verið kveöinn niður fyrir óralöngu likt og Skinnpilsa foröum. Nú er sýnt að ég hef farið villur vegar. Ummæli Jóns Sigurðssonar sýna og’ sanna, að enn veröa menn fyrir ásókn þessa óheilla- draugs. Ég vorkenni beim

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.