Tíminn - 25.06.1980, Page 1

Tíminn - 25.06.1980, Page 1
Miðvikudagur 25. júní 1980 136. tölublað 64. árgangur EFLIÐ TlMANN Síðumúla 15 • Pósthólf 370 • Reykjavík ■■ Ritstjórn 86300 • Auglýsingar 18300 • Afgreiðsla og áskrift 86300 • Kvöldsímar 86387 & 86392 Kjarnfóðurgjaldið orðið að lögum: 1,2 mílljóna skattur á hvem bónda í ár? — Kemur ekki fram i hækkuðu búvöruverði HEI — Gefin hafa verið lít bráöa- birgðalög um að leggja allt að 200': % gjald á innkaupsverö alls innflutts kjarnfóðurs. Þetta veld- ur um 120 og allt að 140% hækkun á Utsöluverði erlends kjamfóðurs en um 70% hækkun á verði kjarn- fóðurs sem blandað er hér innan- lands. Miðað við 25% samdrátt i fóðurbætisinnflutningi frá þvi er veriö hefur mánuðina júli—desember s.l. 3 ár, sem hef- ur verið um 38 þús. tonn aö með- altali, mundi kjarnfóðurgjaldið gefa um 5 milljarða króna til næstu áramóta. Verði sU raunin á, þýðir þetta 1.2 milljóna króna skatt á hvern bónda til jafnaðar, auk þess sem minni kjarnfóðurgjöf hlýtur aö draga Ur framleiðslu og þar með tekjum bænda. Skatturinn mun ekki koma fram i hækkuðu bU- vöruverði. Astæðurnar til þess, aö grip.ið var til þessa ráðs, sagði Pálmi Jónsson, landbúnaðarráðherra margþættar. Verulegir markaðs- erfiðleikar varðandi mjólkuraf- urðir sýndu aö ekki væri um ann- að að ræða en að minnka mjólkurframleiðsluna um 10-15% þannig að hún nálgaðist aö vera það sem neytt væri innanlands. Aðal vandinn skapaðist þó vegna sumarframleiðslunnar og væri þvl ákaflega óheppilegt aö inn- flutt kjarnfóður væri notað til að auka framleiðsluna, sem eðlilegt væri þó að bændur hafi freistast til að gera, þar sem kjarnfóður- verð hafi aldrei verið tiltölulega jafn ódýrt og nú. Lengi hafi þaö verið svo, aö verð á kjarnfóður- og mjólkurkilói hafi verið svipaö. NU væri grundvallarverð mjólkur um 306 kr. en meöalverð fóöur- bætis um 136 krónur. Kæmi þetta m.a. til af um 50kr. niöurgreiðslu EBE á hvert kiló kjarnfóðurs. Auk þess sem þetta lága verð væri hvati til að nota fóðurbæti umfram það sem hagkvæmt mætti telja.drægi það Ur viöleitn- inni til innlendrar fóöuröflunar, og kippti fótunum undan gras- kögglaverksmiðjunum. Þaö hvorutveggja væri þýðingarmikið að bæta eftir mætti. Ef ekki hefði Tel gott vor heppilegasta timann til að leggja á kjarnfóöurgjald, sagði Pálmi Jónsson, landbúnað- arráðherra. Einnig taldi hann bráðabirgðalög bestu leiðina, þar eð þau kæmu i veg fyrir að best stæðu bændurnir gætu birgt sig upp af fóðurbæti meðan málið væri á umræðustigi og I undirbún- ingi. Timamynd Róbert. verið gripið til kjarnfóöurgjalds- ins, mætti segja, að EBE væri farið að stjóma Islenskri búvöru- Framhald á 15. slðu. Fóðurbætíssala stöðvuð í gær HEI — Náðu einhverjir að hamstra fóðurbæti áöur en hinn hái fóðurbætisskattur kemur á? „Nei það slapp allt. Salan var stöðvuð um allt land I morgun þegar menn áttuðu sig á að þetta væri komið I gegn”, svaraði forstöðumaður fóðurvörudeildar Sambandsins I gær. Og þótt eitt dagblaðanna hafi verið með getgátur um þetta strax deginum áður, þá hefði það borist bændum svo seint að enginn timi hefði gefist til að hamstra. 1 gær fór siðan fram talning á birgðum á vegum tollyfirvalda, þvi skatturinn verður lagður á allt erlent kjarnfóður sem til er óselt I landinu. • Lengi munu skátar I Reykjavlk hafa dreymt um að reisa skátamiðstöð á lóð sinni við Snorrabrautina eftir að braggarnir þeirra voru rifnir á sinum tfma. t gærkveidi byrjaði draumurinn að rætast, þegar tekin var fvrsta, eða réttara að segja fyrstu skóflustungurnar, að nýju skátamiðstöðinni. Söfnuöust skátarnir saman á Lækjartorgi og gengu fyiktu liði upp á Snorrabraut, allir vopnaðir skóflum þar sem þeir hjálpuðust að, þá hver fyrir sig, um að taka fyrstu skófiustunguna. Viðstaddur var, auk skátanna, Egill Skúli Ingibergsson, borgarstjóri, sem flutti stutt ávarp. — Timamynd: Tryggvi. Rikisstjórnin um bensinhækkunina: Ákvörðun frestað Kás — A fundi rikisstjórn- arinnar I gær var iögð fram samþykkt Verðlagsráðs um hækkun á verði hvers bensinlit- ra úr 430 kr. I 470 kr., eða um 9,3% hækkun á hverjum gas- oliulitra úr 155.2 kr. I 196.4 kr. eða um 26.5%. Ekki var tekin ákvöröun á fundi rlkisstjórnarinnar I gær um að leyfa þessar hækkanir, heldur var ákvörðun frestað meöan beðið er eftir Itarlegri upplýsingum. Þrátt r fyrir þessa írestun, liggur ljost fyrir að rlkisstjórnin muni á einhverjum næstu funda sinna heimila fyrrgreinda hækkun á bensini og gasollu. Aðalorsök, nauðsynjar þessarar hækkunar, er gengissig islensku krónunnar undanfarnar vikur, svo og geymdur vandi, þar sem ekki hafði verið oröið við beiðn- um ollufélaganna um hækkanir fyrr á þessu ári og jafnvel á siöasta ári. Ríkisstjórnarfundur í gær: Vandi frystíhúsanna leystur með gengissigi Allir möguleikar kannaðir áviðbótarmörkuðum fyririslenska fiskafurðir Kás —Rlkisstjórnin samþykkti á fundi sinum I gær, að tillögu Seðlabankans, að láta gengi is lenskrar krónu siga eins og undanfarið, til aö koma til móts við vanda frystihúsanna vegna fiskverðsákvörðunarinnar 4. júnl sl. A fundinum lögðu þrír ráð- herrar, Gunnar Thoroddsen, Steingrlmur Hermannsson og Svavar Gestsson, fram tillögur til lausnar þeim mikla vanda frysti- iðnaðarins sem skapast hefur vegna söluerfiðleika á frystum fiski I Bandarikjunum, m.a. með tilheyrandi birgðasöfnun hér innanlands. í tillögum þeirra felast eftir- farandi aðgerðir: „Allt geymslurými fyrir fryst- an fisk hérlendis verður skráö nákvæmlega. Ráðstafanir verði gerðar til að flytja fisk á milli geymsla eftir þvl sem nauðsyn kerfur og fært er. Geymslurými erlendis verður athugað ræki- lega. Gerð verði Uttekt á birgða- haldskostnaöi. Gerðar veröi þegar I stað ráð- stafanir til þess aö kanna alla möguleika á viðbótarmörkuöum, sem strax gætu tekið víð fiski. Jafnframt fari I gang nákvæm Ut- tekt á markaðsmálum okkar I heild. A grundvelli tillagna frá nefnd á vegum sjávarútvegsráðherra framkvæmi viðskiptabankarnir, sjóðir og Seðlabankinn skuld- breytingaraðgerðir, m.a. til að mæta birgöahaldskostnaði sér- staklega. Nauðsynlegt er að skuldbreytingar eigi sér stað hið allra fyrsta og vandamál Útvegs- banka Islands tekin sérstaklega til meðferðar Unniö verði markvisst að fram- leiðniaðgerðum I fiskiönaði, sbr. yfirlýsingu I stjórnarsáttmála, og athugun á vegum sjávarútvegs- ráöherra.” Framvegis verði við ákvörðun fiskveiðistefnu meira tillit tekið til samhæfingar veiða, vinnslu og markaðsmöguleika. ’ ’ Tíminn hafði samband við Tómas Arnason, viöskiptaráð- herra, um þessi vandamál fisk- vinnslunnar. Hann taldi sam- þykkt rikisstjórnaTinnar þýðingarmikla svo langt sem hún næði, en lagöi höfuðáherslu á að aöalvandamál fiskiðnaöarins,eins og annars atvinnureksturs, væri hin mikla verðbólga og sihækk- andi tilkostnaður sem leiddi beint af sér lækkað gengi krónunnar. Rlkisstjórnin hefði ákveðiö að fylgja áfram svipaðri stefnu I gengismálum og verið hefði til að tryggja Utflutningsatvinnuveg- unum viöunandi rekstrargrund- völl. Ráðherrann bætti þvl við, að ekki mætti dragast að takast á við hinn almenna efnahagsvanda.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.