Tíminn - 25.06.1980, Qupperneq 8
8
Miövikudagur 25. júni 1980.
Stuðningsmenn f orsetaframbj óðendanna teknir tali
JSS— Nú líður að lokum langrar og strangrar kosningabaráttu til
forsetakjörs. Mikil starfsemi hefur verið í gangi, frambjóðendur
hafa feröast um landið þvert og endilangt og haldið fundi á öllum
þeim stöðum, þar sem hægt hefur verið að koma slíku við.
Stuðningsmenn hafa ekki setið auðum höndum, en unnið geysi-
mikið starf í þágu frambjóðenda sinna. Tíminn sló á þráðinn á
aðalskrifstofurnar i gær og ræddi við fjóra starfsmenn um gang
kosningabaráttunnar, kosningaundirbúning og fleira viðkomandi
væntanlegum kosningum. En fyrst voru þeir, er urðu fyrir svörum
spurðir álits á nýjustu skoðanakönnuninni, sem leit dagsins Ijós í
dagblaðinu Vísi i gær.
Ásgeir Hannes Eiríksson:
Þaö var mikiö i um aö vera á kosningaskrifstofu Alberts Guömundssonar, þegar ljósmyndari Timans
leit þar inn i gær.
„Ef skoöanakönnun er ekki
framkvæmd 100% rétt, þá er
spurning um, hvort eigi aö birta
niöurstööur hennar”, sagöi
Asgeir Hannes Eiriksson starfs-
maöur á kosningaskrifstofu
Alberts Guömundssonar.
„Þarna er veriö að taka sama
fólkiö i annaö sinn, sem kemur
m.a. fram i þvi, aö það eru fleiri,
sem neita aö svara. Fólk óttast
einhvers konar persónunjósnir,
að þaö sé komiö á skrá. Ég veit
ekki, hvort þetta er heppileg að-
ferö. Þarna koma einnig afföll of-
an á afföll fyrri könnunar, svo aö
þessi aöferð er vafasöm að minu
viti”.
Asgeir sagöi ennfremur, aö
vissulega heföu slikar kannanir
áhrif, en þaö væri mikill mis-
skilningur aö halda, að þær sýndu
endanleg úrslit.
Aöspuröur um gang kosninga-
baráttunnar.sagöi Asgeir, aö hún
heföi verið geysilega hörð og i
anda Alberts. „Það hefur veriö
keyrt áfram á veröleikum Alberts
Guömundssonar, en ekki á brot-
um hinna. Ég er hrifnastur af, að
þaö skuli hafa veriö svo allan tim-
ann. Ég tel, aö þetta hafi verið
heiðarleg barátta frá okkar
bæjardyrum séð. Viö höfum ekki
lagt hlustir við bæjarslúöri um
aöra frambjóðendur, og sé út-
varpsþátturinn tekinn sem dæmi,
þá var harla mikill munur á þvi
sem kom frá okkur og þvi sem aö
Alberti var beint. Ég er hræddur
um, að það heföi einhverjum
frambjóöendum vafist tunga um
tönn, ef gengið hefði verið eins
persónulega á þá og gert var við
Albert”.
Aðspurður um kostnaö við kosn-
ingabaráttuna, sagöi Asgeir
Hannes, að fjáröflunarnefnd sæi
um að útvega peninga og heföi
hún allar upplýsingar i sinum
höndum. Margar upphæöir sæju
aldrei dagsins ljós, þvi þær væru
gefnar, auk þess sem mikið kæmi
af fólki, af götunni, ef svo mætti
segja, færandi hendi.
„Ég held, aö allir frambjóöend-
ur verði aö vera með svipaða
baráttu”, sagði Asgeir enn frem-
ur. „Ef einn myndi hætta er ég
hræddur um, að þess myndi fljótt
gæta og eins ef aöeins einn ræki
kosningabaráttu. Ef menn fara á
annaö borö út i þetta, verða allir
aö vera meö.
En þaö er rétt aö eitt komi fram
varðandi fylgi Alberts Guö-
mundssonar. Þaö hafa 680 utan-
bæjarmenn kosið i Reykjavik.
Okkur telst til aö skrifstofan hér
hafi komið röskum fjóröungi
þeirra atkvæöa til skila I viökom-
andi kjörstöð. Þetta bendir ótvi-
rætt til meira fylgis við Albert
Guðmundsson, en fram kemur i
umræddri skoðanakönnun”.
Aöspurður um starfsemi á kjör-
dag, sagði Ásgeir, að stuðnings-
menn yrðu með upplýsingaþjón-
ustu og myndu aðstoða fólk á
margvislegan hátt. Þá yrðu bilar
til reiðu, þar sem þess þyrfti með,
boöiö yrði upp á kaffisopa, auk
þess sem haldin yröi kosninga-
vaka fyrir stuöningsmenn. Asgeir
kvaðst vilja taka þaö sérstaklega
fram, að fólk yrði ekki elt uppi á
kjördag. Frambjóöandinn myndi
ferðast milli stuöningsmanna.
„Já, biddu fyrir þér. Lif Alberts
Guömundssonar er búiö að vera
barátta frá upphafi. Hann hefur
oft séö þaö miklu svartara en
þetta og komið standandi niöur”,
svaraöi Ásgeir lokaspurningu
blaöamanns um, hvort menn
væru bjartsýnir.
Óskar Friðriksson kosningastjóri Péturs Thorsteinssonar:
„Sannfærður um, hver verður
næsti forseti íslands”
„Ég var aö fá úrslitin á boröiö
hjá mér núna, svo ég hef ekki get-
aö skoöaö þau gaumgæfilega”,
sagði Óskar Friöriksson kosn-
ingastjóri Péturs J. Thorsteins-
sonar. „Þetta er sama úrtakiö og
i siðustu skoöanakönnun, en mér
finnast niðurstöður mjög ánægju-
legar fyrir okkur.
Pétur hefur bætt þarna viö sig
yfir 50% frá siöustu könnun, inn-
an sama hópsins. Ég er þvi mjög
ánægöur og bjartsýnn á framtið-
ina, þviaöbreytingin, sem veröur
þarna, er öll Pétri i hag”.
Aöspuröur um kosningabarátt-
una, sem nú er að ljúka, sagöi
óskar, aö hún heföi verið sérstak-
lega drengileg i alla staöi. Kvaöst
hann ekki hafa orðiö var viö neitt
slúöur, og ekki hefði veriö ráöist á
einstaka frambjóöendur, þannig
aöfullyröa mætti að þessi barátta
hefði fariö heiöarlega fram i alla
staöi. A hinn bóginn mætti segja,
að kosningabaráttan hefði veriö
nokkuö hörö« Mikið heföi veriö
skrifaö og mikiö komið frá öllum
frambjóöendum. Menn heföu lagt
sig fram um aö miöla sem bestum
upplýsingum af sinum frambjóö-
anda.
„Hjá mér snýst starfiö einkum
um aö undirbúa og skipuleggja
fundahöld um landiö, koma upp
umboðsmönnum og kosninga-
skrifstofum, — sem sagt aö ná
sambandi viö fólkiö hringinn i
kringum landiö", sagöi Óskar.
„Þaö hefur veriö, trúi ég, lang-
erfiöast og mesta verkið aö kynna
Pétur. Hann er óþekktastur af öll-
um og hefur unnið sin störf i
kyrrþey t.d. ekki verið i fjölmiðl-
um áöur, þannig að fólkið þekkti
manninn ekkert þegar við byrjuö-
um. Við byrjuöum fljótlega meö
vinnustaöaíundi. Pétur þurfti að
fara tvisvar á hvern stað, fyrst aö
kynnast fólkinu og siöan að halda
almenna fundi.
Ég tel aö feikilega vel hafi tek-
ist til meö þessar kynningar og
það hafa oröiö hreinustu bylting-
ar á mörgum stööum. A þeim
þekkti enginn Pétur i upphafi, en
aö heimsóknum loknum skildi
hann eftir stóran hóp áhuga-
samra manna”.
Abspuröur um fjölda sjálfboöa-
liöa, sagöi Óskar, aö enginn horg-
Kosningastjórinn, Óskar Friöriksson, og aðrir stuöningsmenn Péturs Thorsteinssonar bera saman bæk-
ur sinar.
ull væri á þeim. Hverfaskrifstofur
væru allar mannaöar með sjálf-
boðaliðum, auk þess sem þeir
hefðu séð um þá dreifingu, sem
fariö heföi fram. Þaö hefði þó
ekki veriö fyrr en nú siðustu vik-
una fyrir kosningar, sem veruleg
þörf hefði veriö fyrir mikinn
fjölda.
Varöandi kostnaöarhliðina,
sagði hann aö varla væri hægt aö
nefna marktækar tölur. Upphæð-
in breyttist frá degi til dags, og
allir hlutir kostuöu mikið. Það
væri þó ljóst aö kostnaður yrði
mjög mikill.
„Á kjördag veröur aðalskrif-
stofan aö Vesturgötu 17 opin og
þar veröur eins konar stjórnunar-
skrifstofa. Siðan veröum við með
hverfaskrifstofur á ýmsum stöð-
um i bænum. Þá veröum við með
þjónustumiöstöö fyrir bila auk
þess sem viö verðum tilbúnir til
að veita allar upplýsingar t.d.
varðandi kjörskrá o.fl. og þetta
veröur i Sigtúni. Þar verður
sömuleiöis opið hús fyrir velunn-
ara og stuðningsmenn, þar sem
veröur boðið upp á kaffi og meö-
læti. Þá mun frambjóðandinn
feröast milli skrifstofa og ræða
viö fólk.
Ég vil aö lokum segja, að það
kom nokkuö á óvart sú hræðslu-
pólitik, sem rekin er i þessari
baráttu, þ.e. að til aö fella einn
frambjóðanda veröi að kjósa ann-
an, en aðrir komi ekki til greina.
En ég er feikibjartsýnn og ánægö-
ur meö allan framgang mála, og
ég er jafnframt sannfærður um
hver verður næsti forseti Is-
lands”, sagði Óskar að lokum.