Tíminn - 09.07.1980, Blaðsíða 1

Tíminn - 09.07.1980, Blaðsíða 1
„Urö og grjót, upp I mót.....” gæti hann sagt meö Tómasi, sá litli. En hann á vafalaust eftir aö glima viö hærri tinda en þennan á lifsleiöinni og hver veit hve háan tind hann á eftir aö sigra. Fékk brot úr hnífi sláttuþyrlu i brjóstiö AM — Nærri lá aö stórslys yröi i gær á bænum Þrastarhóli i Arnarneshreppi, sem er skammt norðan Akureyrar. 14 ára gamall piltur, sem var að vinna viö sláttuþyrlu varö fyrir broti úr hnifi sem brotnaöi i tækinu og gekk brotið inn i brjóst honum. Sem betur fór gekk brotið þó ekki lengra en svo að meiðslin eru ekki talin: vera alvarleg, en pilturinn var þó þegar fluttur á sjúkrahúsið á Akureyri til aðgerðar. Vinnumáladeild Félagsmálaráðuneytísins: Aukin bjartsýni um álramhaldandi rekst- ur frystihúsanna HEI — Skráð atvinnuleysi er stórum minna fyrri helming þessa árs, en var á sama tima i fyrra, að þvi er kemur fram i yfirliti frá Vinnumáladeild félagsmálaráðuneytisins. Skráð atvinnuleysi er nú 0,4% envar 0,7% ásama tima i fyrra. Atvinnulausir voru 1214 færri, sem er 31% munur. Skráðir at- vinnuleysisdagar eru sagðir 37% færri fyrri helming yfir- standandi árs en i fyrra á sama tima. Nú aftur á móti rfkir nokkur óvissa um næstu framtið, sér- staklega vegna þeirra erfiðleika er steðja að frystiiðnaðinum i landinu. Bent er á hve lokun fyrstihúsa og uppsagnir starfs- fólks hafi alvarlegar afleiðingar á atvinnuöryggið i landinu, þar sem talið sé aö 9-10 þúsund manns.eða um 10% af starfandi fólki vinni við frystiiðnaðinn. Þar fyrir utan mundi stöðvun fiskvinnslunnar valda viðtæku atvinnuleysi á skömmum tima, á ýmsum stöðum. Nú hafi rikisstjórnin hins- vegar ákveðið margháttaðar aðgerðir til stuðnings frysti- iðnaðinum. Þótt ekkert verði fullyrt um hver þróunin verði á einstökum stöðum vegna mis- munandi aðstæðna, er talið að nú þegar megi lita með aukinni bjartsýni á áframhaldandi rekstur þeirra frystihúsa er ekki hafi boðaö stöðvun og að hún muni stytta þann tima sem vinnsla verður stöðvuð. Bent er á að nú hafi verið heimilaö að hefja vinnslu upp i viðbótar- samninga við Ráöstjórnarrikin, sem gerðir voru nýlega. Hinsvegar er litið svo á, að á nokkrum stöðum, þar á meðal Vestmannaeyjum, séu vanda- málin þess eðlis að vafalaust verði að gripa til sérstakra að- geröa ef þar eigi aö tryggja á- framhaldandi framleiöslustarf- semi. En á heildina litiö er sagt ao þess verði að vænta að aðgerðir rikisstjórnarinnar komi i veg fyrir það fjöldaatvinnuleysi, sem vofað hafi yfir siðustu vik- ur. Um atvinnuhorfur i öðrum starfsgreinum er ekki talin á- stæða til að ætla annaö en að starfsemin næstu mánuði verði jafnvel enn meiri en á sama tima i fyrra. Framleiðnin i þorskframleiðslu frystihúsanna: Jókst um 20,5% á tíu árum JSG — A slðustu tiu árum hef- ur framleiönin i þorskfram- leiöslu I frystihúsum landsins aukist aö meöaltali um 20,5%. Framleiöniaukningin I ýsu- framleiöslunni hefur hins veg- ar^aöeins veriö um 5%, en I heild hefur framleiöni frysti- húsanna aukist um 17%. Þess- ar tölur er aö finna I yfiriiti sem samtök sambandsfrysti- húsanna hafa gert. Hugtakiö framleiöniaukning merkir hér hagstæöa þróun milli framleiöslumagns og heildarrekstrarkostnaöar, en sé litiö á framleiösluna eina sér þá hefur framleiöni i henni aukist um 30,5%, frá 1970 til 1980. A móti kemur aö vinnu- magn i frystihúsum hefur á þessu timabiii aukist um 28%, en einnig hefur vaxtakostnaö- ur þyngst og sömuleiöis um- búöakostnaöur. (Reiknaö er á stööugu verölagi). Séu þessir þættir reiknaöir inn i heildar- rekstrarkostnaö hefur hann vaxiö um 10%, og aö teknu til- liti tii þess stendur eftir aö nettó-framleiöniaukningin hefur veriö 20,5% á áratugn- um. Framleiðnisaukninguna má fyrst og fremst rekja til tvenns, annars vegar betri nýtingar hráefnis á frystihús- unum, en bestu frystihúsin hafa á timabilinu aukið nýt- ingu sina úr 36% i 42%, en hins vegar til framleiðslubreyt- inga, frá verðminni vörum til verömeiri vöru, sem meöal annars hefur orðiö möguleg með betri meöferð hráefnis og betri vélakosti við vinnsluna. Þá má ætla að jafnari vinna árið um kring, og afkasta- hvetjandi launakerfi, eigi þátt i framleiðniaukningunni. Miðvikudagur 9. júlí 1980/ 148. tölublað 64. árgangur -------------------------r— Síðumúla 15 • Pósthólf 370 • .Reykjavík • Ritstjórn 86300 • Auglýsingar 18300 • Afgreiðsla og áskrift 86300 - Kvöldsímar 86387 & 86392 . . Krafla: Landrisið aidrei hærra en nú Biðum og búumst við hverju sem er, segir Eysteinn Tryggvason jarðfræðingur á skjálftavaktinni FRI — Landrisið við Kröflu hefur aldrei verið hærra en nú og að sögn Eysteins Tryggvasonar jarðfræðings á skjálftavaktinni i Reynihlið þá hefur aflestur af hallamælinum ekki áður komist yfir 20 mm en i gær komst hann aðeinsyfirþaðmark. I vetur áður en siðasta gos hófst þá hékk hann lengi rétt fyrir neðan 20 mm. — Við bíðum hér og búumst við hverju sem er, sagði Eysteinn, en þeir svartsýnustu segja að þetta muni dragast fram • að réttum eða jafnvel lengur. Mikill ferðamannastraumur liggur nú i Mývatnssveitina og sem dæmi um fjölda ferðamanna þar má nefna að i gær rétt fyrir hádegiö voru 6 stórar rútur samankomnar fyrir utan hótelið i Reynihlið. SáttafundurmeöfulItrúumASÍogVSÍ á föstudag Tilraun til að koma viðræð- unum áfram JSS— „Þetta er a.m.k. tilraun til að koma viðræðum áfram, en að öðru leyti er litið hægt að segja um málin á þessu stigi”, sagði Guðmundur Vignir Jósefsson varasáttasemjari i viðtaii við Timann I gær. Næstkomandi föstudag hafa fulltrúar vinnuveitenda og Al- þýðusambandsins verið boðaðir á sáttafund, en viðræður þeirra i milli hafa nú legið niðri um nokk- urt skeið vegna ágreinings um fyrirkomulag verðbótakerfis. Timinn spuröi Guðmund Vigni hvort boðun þessa sáttafundar þýddi að afstaða annars hvors deiluaðila hefði breyst frá þvi að slitnaði upp úr viðræðum. Sagði hann að ekkert væri hægt að segja um þaö á þessu stigi. Fundurinn væri ekki boðaður að beiðni deilu- aðila, heldur væri hann boðaður af sáttanefndinni til, að kanna viðbrögðin eins og þau kynnu að vera á föstudag. Sáttafundurinn hefst kl. 2 og verður i upphafi rætt við deiluaðila sitt I hvoru lagi, og e.t.v. saman siðar, ef ástæða þyk- ir til.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.