Tíminn - 09.07.1980, Blaðsíða 3

Tíminn - 09.07.1980, Blaðsíða 3
Miövikudagur 9. júli 1980. 3 Nýtt deiliskipulag Grjótaþorpsins: Fær Þorkell að rífa Fjalaköttinn? Kás — A fundi borgarráös I gær varlögöfram ný tillaga Borgar- skipulags Reykjavikur aö deili- skipulagi á svoköiluöu Grjóta- þorpssvæöi. 1 henni felst, aö þau hús sem fyrir eru á þessu svæöi koma til meö aö fá aö standa óbreytt, og leyft veröur aö byggja hús I skörö þeirra húsa sem rifin hafa verið á undan- förnum árum. í tillögunni kemur einnig fram, aö ef leyfi Bygginga- nefndar fæst, þá er þvi ekkert til fyrirstööu af skipulagsástæöum aö hús á svæöinu veröi rifin, ef byggö veröa i þeirra staö hús af svipaöri stærö aö rúmmetra- tölu. Samkvæmt þessu, er möguleiki aö Þorkeli Valdi- marssyni, eiganda Fjalakattar- ins, veröi veitt heimild til aö rifa húsiö, gegn þvi aö hann byggi i þess staö nýtt hús af svipaöri stærö, hvort sem er úr tré eöa steinsteypu, en hann hefur sem kunnugt taliö húsiö ónýtt til alls brúks og m.a. boöiö borginni þaö aö gjöf, ef hún aðeins vilji fjarlægja þaö af lóö sinni, elleg- ar kaupa hana. Stutt I samkomulag um starfsaldurslista og kjarasamning flugmanna? Viðhorfin gjörbreyst — segir Gunnar G. Schram, sáttasemjari I flugmannadeilunni Kás — Allar likur benda til þess, aö það samkomulag sem varð á milli flugmanna i Félagi Loftleiðaflugmanna og Félagi isl. atvinnuflugmanna við Flugleiðir aðfaranótt sl. sunnudags, um verkadreifingu og forgangsröð þeirra, skipti sköpum um aðra samninga á milli þessara aðila, þ.e. um sameiginlegan starfsald- urslista flugmanna og kjara- samninga þeirra almennt. Vel getur svo farið, að ekki þurfi að liða á löngu þar til alls- herjarsamkomulag næst á milli flugmanna og Flugleiða,um þessi efni. Sagði Gunnar G. Schram, sáttasemjari i flugmannadeil- N orður-Þingeyj arsýsla: unni, i samtali við Timann, að samkomulagið aðfaranótt sunnu- dagsins, hefði gjörbreytt viðhorf- um deiluaðila til hins sameigin- lega starfsaldurslista svo og kjarasamninga almennt, og rutt úr vegi erfiðustu hindruninni gegn þvi að samkomulag næðist milli aðila um þessi atriði. í gær hélt sáttasemjari fund með vinnunefnd flugmanna og Flugleiða, þar sem rædd voru at- riði varðandi hinn sameiginlega starfsaldurslista. Vegna sumar- leyfa samningamanna verður ekki boðað til formlegs sáttafund- ar i þessari deilu næstu daga, en undirnefndir munu plægja akur- inn á meðan. Sláttur að hefjast Heyskaparhorfur i meðallagi JSS— „Yfirleitt eru menn rétt I þann veginn að hefja slátt, en einstaka bóndi er þó kominn vel af stað og á einum bæ er búið að hirða verulega”, sagði Óli Halldórsson bóndi á Gunnars- stööum I Svalbarðshreppi Noröur-Þingeyjarsýslu er Tfminn spuröi hann frétta af heyskap. Sagði Óli að ekki væri hægt að segja aö spretta væri mikil, en þokkaleg. Tún væru skemmd á einstaka bæjum. Bæði væri um kalskemmdir að ræða en einnig þaö, að heyiö hefði legið lengi á túnum i fyrra sökum ótiðar. Þó mætti segja að heyskaparhorfur væru i meðallagi, og hefði sláttur hafist með fyrra móti, þar sem venjulega byrjaði hann ekki fyrr en 10.-20. júli. Ef tiðin leyföi væri allt útlit fyrir að heyskap lyki nokkru fyrr en venjulega. „Sennilega þurfa menn að farga einhverju i haust vegna kvótans”, sagði Óli enn fremur. „Það er nú svo með kvótann að hann kemur afskaplega misjafn- lega við. Þeir sem hafa verið með allstór bú og töluvert mikla fram- leiðslu, koma ekki svo mjög illa út. Þeir sem hafa verið að byggja uppog stækka, einkanlega núna á viðmiðunarárunum, þeir fara heldur illa og sumir raunar mjög illa út úr þessu.” Sagði Óli, aö vitanlega væru menn nokkuð ráðvilltir. Eitthvað hefði þó orðið að gera og koma stjórnun á þessi mál. Allar höml- ur hlytu þó að koma misjafnlega við menn, þar sem aðstæður þeirra væru misjafnar. Þyrfti þetta fyrirkomulag sinn aðlög- unartima, meðan væri verið að sniða af þvi mestu vankantana og væri mjög óráðið hvernig það kæmi út að lokum. „Flestir gera sér grein fyrir þvi, að eitthvað yrði að gera. Það er þýðingarlaust að flytja inn erlendan fóðurbæti og framleiða vöru sem ekki fæst einu sinni fóöurbætisverð fyrir,” sagði Óli að lokum. Rangárvallasýsla Geysigóð spretta — en þurrkinn hefur vantað JSS —„Þaðeru nær allir byrjaöir aö slá hér i minni sveit. Hér er feikna gras, en það hefur háö mönnum, aö það hefur verið deyfa, þar til I gær. í dag var svo ljómandi góöur þurrkur”. Þannig fórust Magnúsi Finn- bogasyni bónda á Lágafelli I Rangárvallasýslu orð, er Timinn ræddi við hann i gær. Sagði Magnús, að líklega væri um hálf- ur mánuður siðan fyrstu bændur hófu slátt og hefðu þeir fyrstu náö dálitlu heyi. Ekkert hefði gengiö alla siðustu viku, vegna ótiðar. „Nú stendur bara á þurrkinum, sagði Magnús. Ef hann kemur ekki fljótlega þá liggur þetta und- ir skemmdum þvi sprettan er svo óvenjumikil á þessum tima. Slátturinn er miklu fyrr á ferðinni nú en i fyrra og það er miklu meira gras”. Heilisgerði i Hafnarfirði er einn fegursti skrúðgarður landsins enda er Ilkt og náttúran hafi gert ráð fyrir skemmtigarði þarna, alveg frá þeim tima þegar Reykjaneshraunið rann. Ljósmyndarinn • okkar rakst á þennan hóp aldraðra borgara, sem nutu þessarar framsýni guðanna á gangi, milli blómabeða i skjóli hraunveggja I gær. Hitaveita Reykjavíkur: Vill 60% gjaldskrárhækkun — vantar 800 millj. kr. þó allar framkvæmdir verði skornar niður Kás — A fundi borgarráðs I gær var samþykkt að fara þess á leit við iðnaðarráðuneytiö, aö gjald- skrá Hitaveitu Reykjavikur yrði hækkuð um 60% frá 1. ágúst nk. að telja. Hitaveita Reykjavlkur haföi áður farið fram á 58% hækkun á gjaldskrá sinni frá 1. mai sl., en aðeins fengið 10% hækkun að til- lögu gjaldskrárnefndar. Siðan fór Hitaveita Reykjavikur fram á það I bréfi til forsætisráð- herra, að hún mætti hækka gjaldskrá slna frá 1. júli sl. um 50%, en ekkert svar hefur feng- ist viö þeirri beiðni. Ef fallist veröur á þessa 60% hækkun á gjaldskrá Hitaveitu Reykjavikur, er samt ljóst, aö skera verður niöur fram- kvæmdir á þessu ári, á hennar vegum. 1 byrjun siðasta mánaðar fór borgarstjóri fram á viðræöur við rlkisstjórnina um gjaldskrá- mál Hitaveitunnar, en ekkert svar hefur fengist við þvi erindi. Engin formleg ákvörðun hef- ur veriö tekin I stjórn veitu- stofnana Reykjavlkur um hvernig brcgðast eigi við ef um- beðin gjaldskrárhækkun nær ekki fram aö ganga. Þó er ljóst að verulegur samdráttur verður i framkvæmdum Hitaveitunnar á þessu ári, þannig að kynda veröur nýbyggð hús með ollu, nema að Hitaveitan gripi til þess ráös að lýsa einhliða yfir gjaldskrárhækkun I trássi við stjórnvöid, til að hægt verði aö halda áfram eölilegum rekstri fyrirtækisins. t dag vantar Hitaveitu Reykjavikur um 800 millj. kr. I rekstur sinn þó allar fram- kvæmdir á vegum hennar verði skornar niöur á þessu ári. Er- lendar skuldir Hitaveitunnar munu nema nokkrum milljörð- um króna. BSRB lagði fram gagntilboð i gær Ekki grundvöllur til samningsgerðar — segir formaður samninganefndar rikisins JSS — Samninganefnd BSRB lagöi i gær fram gagntilboð I samningaviðræðum BSRB og rikisins. 7 manna nefnd hafði áð- ur mótað þær tillögur sem tilboðið er byggt á og voru þær sambvkktar samhljóða á fundi samninganefndar I gær. 1 tilboðinu er um verulegar til- slakanir að ræða frá upprunalegri kröfugerð BSRB varðandi hækk- un grunnlauna eins og fram kom i Timanum I gær. Er þar gert ráð fyrir að lægstu launaflokkar hækki um 20% I stað 39% áöur en hinir efri um 9% i staö 18% áður. Timinn hafði i gær samband við Þorstein Geirsson formann samninganefndar rikisins og spurði hann hvort hann teldi að þetta tilboð væri grundvöllur til samningagerðar milli BSRB og rikisisns. ...Kvaðst Þorsteinn ekki telja aö svo væri, þar sem svo miklu munaði milli gagntilboðs fjármálaráðherra og þessa til- boðs BSRB varðandi hækkun grunnlauna. „Þetta gagntilboð verður kynnt fyrir rikisstjórninni en ég reikna ekki með neinum við- brögöum frá henni i þessari viku”, sagði Þorsteinn. Baráttuhópur farandverkafólks: „Stóðum ekki aðmótmælaaðgerðunum” HEI — „Ég kannast ekki við aö neinir áhangendur hafi fylgt hljómsveitinni „Utangarðs- menn” til Vestmannaeyja og þvi siöur að þeir hafi tekið þátt i innbroti i verbúö Vinnslustöðvar- innar I Eyjum”, sagði Bubbi Morthens i gær er hann hafði samband við Timann vegna við- tals viö Stefán Runólfsson i blað- inu i gær. Hljómsveitin hefði spil- að á föstudagskvöldið og farið þaöan með Herjólfi kl. 7 á laugardagsmorguninn. 1 tilkynningu frá Baráttuhópi farandverkafólks, er þvi einnig visað á bug, aö hópurinn hafi á nokkurn hátt staðið aö baki mót- mælaaðgerðunum i Vinnslustöð- inni. Hinsvegar styðji hópurinn þær af heilum hug. Hópurinn úr Reykjavik hafi að visu fengið skilaboö um nóttina frá þvi farandverkafólki er staðiö hafi i aðgeröunum, um aö koma tafarlaust til verbúðar- innar. Þrjú úr hópnum hafi orðið viö þeim tilmælum og hafi þau hvatt hið baráttuglaöa fólk til að standa á rétti sinum, en siðan haldið á brott, þar sem aðgerðirn- ar hafi verið i höndum ibúanna og aðkomufólki verið ofaukiö á staðnum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.