Tíminn - 09.07.1980, Blaðsíða 6
6
Miövikudagur 9. júll 1980.- -
Otgefandi Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Ritstjórar: Þórarinn
Þórarinsson, Jón Helgason og Jón Sigurösson. Ritstjórnarfull-
trúi: Oddur ólafsson. Fréttastjóri: Eirfkur S. Eiriksson. Aug-
lýsingastjóri: Steingrimur Gislason.
Ritstjórnarskrifstofur, f ramkvæmdastjórn og auglýsingar
SfOumúla 15. Simi 86300. — Kvöldsimar' blaöamanna: 86562,
86495. Eftir kl. 20.00: 86387. Verö í lausasölu kr. 250
\ Áskriftargjald kr. 5000 á mánuöi. i Blaöaprent.
Arásirnar á
Geir Hallgrímsson
Þar kom að þvi, að Morgunblaðið gat ekki orða
bundizt vegna hinna hörðu persónulegu ádeilna,
sem Geir Hallgrimsson hefur sætt i forustugreinum
. Dagblaðsins.
Siðastliðinn sunnudag snýst Morgunblaðið fyrst
til varnar og segir um þessa iðju Dagblaðsins, að
það hafi með „sérstökum hætti lagt formann Sjálf-
stæðisflokksins, Geir Hallgrimsson, i einelti og
fundið honum allt til foráttu”. Mbl. fordæmir þessi
skrif Dagblaðsins, en segir hins vegar Geir litið til
málsbóta. öllu léíegri gat vörn þess ekki verið.
Af þessu má draga þá ályktun, að Mbl. fylgir (Jeir
Hallgrimssyni með hálfum huga.
Það dróst hins vegar ekki lengi, að Dagblaðið
fengi óvæntan stuðning. Á mánudaginn (7. þ.m.)
birtir Visir forustugrein um ástandið i Sjálfstæðis-
flokknum og segir þar m.a.:
,,Geir Hallgrimsson hefur vissulega átt i vök að
verjast. 1 hans formannstið hefur sigið mjög á
ógæfuhliðina. Menn geta deilt um, hvort hann ber
þar alla sök, en ábyrgðin og afleiðingarnar hvila á
hans herðum”.
Siðar segir svo i forustugrein Visis:
,,Vera má að rás atburðanna hafi gert það nauð-
synlegt, að breytingar verði á forustuliði Sjálf-
stæðisflokksins, en þá verður að vona, að þeir
menn, sem hér hafa verið nefndir (þ.e. Geir Hall-
grimsson, Albert Guðmundsson og Gunnar
Thoroddsen) og aðrir Sjálfstæðismenn, sem til
trúnaðar hafa verið kallaðir, taki hagsmuni flokks-
ins fram yfir persónur sinar og metnað”.
öllu greinilegar getur Visir ekki sagt það, að rás
atburðanna geti gert það nauðsynlegt að Geir Hall-
grimsson viki úr formannssætinu.
Þannig eru nú siðdegisblöðin bæði sammála um
að vega að Geir Hallgrimssyni og Mbl. styður hann
aðeins með hálfum huga. Af þessu virðist mega
álykta, að andstaðan gegn formennsku Geirs Hall-
grimssonar sé orðin mögnuð innan Sjálfstæðis-
flokksins.
Það er að sjálfsögðu ekki verkefni andstæðinga
Sjálfstæðisflokksins að skipta sér af þessum deilu-
málum innan Sjálfstæðisflokksins. Vafalaust má
margt að formennsku Geirs Hallgrimssonar finna,
en af honum verður samt ekki haft, að hann er að
ýmsu leyti mætur maður, en honum hættir hins
vegar til að vera of talhlýðinn, þegar misjafnir
ráðunautar eiga i hlut.
Það verður þó ekki séð, að Sjálfstæðisflokkurinn
hafi öðrum hæfari manni á að skipa til formennsku
i flokknum en Geir Hallgrimssyni eftir að Gunnar
Thoroddsen hefur lýst yfir þvi, að hann sækist ekki
eftir formennsku. Þeir, sem hafa verið nefndir i
þessu sambandi, taka Geir ekki fram.
Hið rétta i þessum málum er lika það að það skipt-
ir engu höfuðmáli hver formaður Sjálfstæðisflokks-
ins er, þegar ekki er um neinn sjálfsagðan forustu-
mann að ræða. Meginmáli skiptir undir slikum
kringumstæðum hver stefna flokksins er.
Ógæfa Sjálfstæðisflokksins er sú, að fyrir siðustu
þingkosningar tók hann upp nýja stefnu, leiftur-
sóknina. Geir Hallgrimsson lét undan misvitrum
ráðgjöfum og dró leiftursóknina að hún. Meðan
Sjálfstæðisflokkurinn fylgir leiftursóknarstefnunni
skiptir ekki máli, hvort formaðurinn heitir Geir, Al-
bert, Birgir, Þorsteinn, Jónas eða einhverju öðru
nafni. Leiftursóknin er slik öfgastefna, að þjóðinni
ber eindregið að hafna henni.
Þórarinn Þórarinsson:
Erlent yfirlit
Samvinna Frakka og
Þjóðverja mikilvæg
Giscard og Schmidt kemur vel saman
Giscard segir frá nevtrónusprengjunni
SENNILEGA hefur fótt eða
ekkert gerzt merkilegra siðan
siðari heimsstyrjöldinni lauk en
bætt sambúð þeirra stórvelda,
sem áður börðust um yfirráðin I
Evrópu og urðu þannig valdar
að tveimur heimsstyrjöldum á
þessari öld. Hér er að sjálfsögðu
átt við Þjóðverja og Frakka.
Þaö var lán beggja þessara
þjóða, að þær eignuðust mikil-
hæfa og framsýna leiðtoga, sem
réðu mestu um stjórnmál þeirra
fyrstu tvo áratugina eftir
styrjöldina. Þessir leiðtogar
voru þeir Adenauer og de
Gaulle.
Báöum var þeim ljóst, að
ætti Vestur-Evrópa ekki að vera
áfram orustuvöllur með tilheyr-
andi ógnum og þjáningum, yrðu
Frakkar og Þjóðverjar að taka
höndum saman og vinna að þvi
aö tryggja friðinn i Evrópu.
Samvinna þeirra væri sá grund-
völlur, sem friðurinn i Vest-
ur-Evrópu yrði að byggjast á
öðru fremur.
Þeim Adenauer og de Gaulle
varð mikið ágengt i þvi, að
draga úr gamalli tortryggni
þessara þjóða og ótta þeirra
hvorrar viö aðra. Fyrir atbeina
þeirra skapaðist nýtt andrúms-
loft i Evrópu.
1 framhaldi af þessu og sam-
hliða þvi, var unnið að þvi aö
koma á fót Efnahagsbandalagi
Evrópu, sem átti að stuðla að
þvi með viðtækri efnahagslegri
samvinnu að sambúð þeirra yrði
betri og nánari og friðurinn
treystur á þann hátt.
Arftakar þeirra Adenauers og
de Gaulle hafa i meginatriðum
fylgt þessari stefnu, en þó engir
betur en þeir Helmut Schmidt
og Giscardd’Estaing. Astæða er
til að minna á þetta, þegar
Giscal-d er staddur 1 opinberri
heimsókn i Vestur-Þýzkalandi,
en aðeins einusinni áður hefur
franskur þjóðhöfðingi heimsótt
Þýzkaland á þann hátt. Þaö var
de Gaulle er hann kom i opin-
bera heimsókn til Þýzkalands
1962, eða ári áður en valdaferli
Adenauers lauk.
ÞAÐ fór vel á með þeim
Adenauer og de Gaulle, en þó
hefursamvinna þeirra Giscards
og Schmidts orðiö enn nánari.
Þaö mun nánast vera hægt aö
tala um þá sem vini. Þeir hafa
hitzt mörgum sinnum við ýmis
tækifæri og ræðast iðulega viö
símleiðis, þegar vanda hefur
borið aö höndum.
Það hefur stutt að þvi að gera
samvinnu þeirra nánari, að þeir
virðast vera nokkurn veginn
sammála um stefnuna I al-
þjóðamálum. Þeir eru báðir
eindregiö fylgjandi slökunar-
stefnunni, en vilja þó gæta fullr-
ar vöku.
Það er táknrænt um þetta, að
nokkru eftir að Giscard fór i
hinn umdeilda leiðangur til
Varsjár, þar sem hann ræddi
við Brésnjef, tilkynnti hann, að
Frakkar hefð.u gert tilraunir
með nevtrónusprengju og gætu
hafizt handa um framleiðslu
hennar, ef þurfa þætti.
Staða þeirra Giscards og
Schmidts er á ýmsan hátt önnur
og betri en þeirra Adenauers og
deGaulles. Vestur-Evrópa var
enn i sárum eftir striðið, þegar
vegur þeirra Adenauers og de
Gaulles var mestur, og naut
góðrar aöstoöar Bandarikj-
anna. Þess vegna var hún um
margt háö þeim. Bandarikin og
Sovétrikin voru þá óumdeilan-
lega risaveldin I heiminum.
Siöan hefur Vestur-Evrópa
eflzthlutfallslega meira en bæöi
Bandarikin og Sovétrikin og þau
eru ekki slik risaveldi og fyrr.
Það sannaöist, hvað snerti
Bandarikin i Vietnam, og er aö
sannast i Afganistan, hvað
varðar Sovétrikin. Afram eru þó
Bandarikin og Sovétrikin valda-
mestu rikin.
Ef Vestur-Evrópa beitir sam-
eiginlegu afli sinu, getur hún
hins vegar ráðið miklu, og
miklu meira en fyrst eftir
heimsstyrjöldina. Ef til vill velt-
ur nú heimsfriðurinn mjög á
því, að Vestur Evrópa finni
þennan mátt sinn og beiti hon-
um á réttan hátt.
Margt bendir til, að þeir
Giscard og Schmidt geri sér
fulla grein fyrir þvi hlutverki,
sem Vestur-Evrópa getur gegnt
til að vinna að bættri sambúð og
eflingu friðar i heiminum, t.d. i
Austurlöndum nær.
EN ÞOTT Vestur-Evrópa geti
þannig orðið sjálfstæðari og ó-
háðari, mega forustumenn
hennar ekki gleyma þvi, að
viöreisn sina eftir styrjöldina á
hún ekki sizt vestrænu sam-
starfi að þakka. Vestrænt sam.
starf er enn jafn nauðsynlegt og
áður. Innan þess getur Vest-
ur-Evrópa hins vegar gegnt
stærra hlutverki en fyrr.
Þetta er ekki sizt nauðsynlegt
á timum, þegar stjórnin i
Washington er i hálfgerðu
lamasessi vegna langvinnrar
kosningabaráttu, ein og nú. Þá
getur hún freistast til þess, að
láta kosningasjónarmiðin vega
meira en góðu hófi gegnir. Vest-
ur-Evrópa getur þá beitt áhrif-
um sinum innan vestræns sam-
starfs til þess að koma i veg fyr-
ir, að mistök gerist.
Það er óneitanlegt, að þeir
Giscard og Schmidt hafa haft
heppileg áhrif á gang alþjóða-
mála að undanförnu. Þeir hafa
haldið leiðinni til áframhald-
andi spennuslökunar opinni,
þegar stefndi i harönandi átök
milli risaveldanna.
Það er ánægjuleg þróun, að
Frakkar og Þjóðverjar eyða
ekki lengur kröftum sinum til aö
berjast um yfirráöin i Evrópu,
heldur beita sameiginlegum
áhrifum sinum til að tryggja
heimsfriðinn.
Þ.Þ.
Þ.Þ.
Giscard og Schmidt.