Tíminn - 09.07.1980, Page 11
Miövikudagur 9. jú|i, 1980. i
IÞROTTIR
IÞROTTIR
H
r
Kæri Baldur Jónsson.
Þann 4. júli s.l. birtist i dag-
blaöinu Timanum viðtal við þig
Baldur um stangarstökksað-
stöðuna á frjálslþróttavellinum
I Laugardal.
Eftir að hafa lesið viðtaliö tel
ég mig tilneyddan að koma á
framfæri nokkrum spurningum
við þig. Þær fara hér á eftir á-
samt tilvitnunum I viðtalið við
þig I Tlmanum 4. júli.
Fyrstu fjórar tilvitnanirnar
eru svör þin við spurningunni
hvort í blgerð sé að endurbæta
aðstöðuna til stangarstökks I
Laugardal.
1. TILVITNUN. . „Nei það er
ekki á stefnuskránni, enda eru
þetta dýrustu og bestu uppistöð-
ur sem völ er á I heiminum I dag
og eru samskonar tegundir not-
aðar á Olympiuleikum I dag.”
Hér fullyrðir þú Baldur að: 1.
Uppistöðurnar eru þær dýrustu
sem völ er á I heiminum. 2. Uppi
stöðurnar eru þær bestu sem
völ er á I heiminum. 3. Uppi-
stöðurnar eru notaðar á
Olympiuleikum I dag.
Baldur Jónsson, ég fer þess
vinsamlega á, leit við þig að þú
sannir þessar fullyrðingar fyrir
lesendum þessa bréfs og fyrir
öllum þeim sem hlut eiga að
þessu máli. Ef þú getur þaö ekki
mælist ég til þess að þú dragir
þessar fullyrðingar þlnar til
baka og látir sannleikann koma
i ljós.
2. TILVITNUN. „Ég held aö
þeir sem eru að stökkva
stangarstökk geti ekki kennt að-
stöðunni um hvernig fór t.d. hjá
Þráni”.
Góði Baldur, ég heiti Þráinn
og þaö var ég sem lenti I umtöl-
uðu slysi. Af þessum orðum
IKS VANN FYLKI
:0
— i 8-liða úrslitum
bikarkeppninnar
i
Leikmenn knattspyrnufélags
Siglufjarðar, KS, gerðu sér litiö
fyrir og slógu Fyiki út úr Bikar-
keppni KSt I gærkvöldi, lokatölur
urðu 2:0.
Þaö voru þeir Björn Sveinsson
og Björn Ingimarsson sem skor-
uðu mörk KS sem var betri aö
ilinn I leiknum allan tímann.
KS er þvl komiö i undanúrslit I
Bikarnum og mæta Siglfirðing-
arnir Breiðabliki I undanúrslit-
um.
KS leikur I 3. deild, Fylkir I
2.deild.
—SK.
1. SPURNING: Baldur, er hægt
að kenna aöstöðunni um slys
þetta?
2. SPURNING: Baldur, var
dýnan i Laugardal lögleg sam-
kvæmt reglugerö um hvernig
stangarstökksdýnur eiga að
vera?
3. TILVITNUN. „Það er sann-
ieikurinn að þessir menn kunna
einfaldiega ekki að stökkva.”
Ég verð að fara fram á þaö
við þig Baldur að þú skýrir
þennan sannleik þinn. Einnig að
þú útskýrir hvaða mælikvarða
þú notar þegar þú dæmir um
hvort menn kunni að stökkva
stangarstökk eða ekki.
4. TILVITNUN. „Við getum t.d.
tekið Valbjörn Þorláksson sem
dæmi, en hann hefur ekki meitt
sig ennþá, ekki hvaö ég veit.
1. SPURNING: Myndi það
breyta einhverju i sambandi við
aðstöðuna ef Valbjörn Þorláks-
1. Spurning: Getur þú bent mér
og félögum minum á stangir
sem við gætum notað við iökun
okkar iþróttar, sem kæmi I veg
fyrir slys eins og að framan
■ greinir?
2. SPURNING: Við hvað miöar
þú Baldur þegar þú talar um
góða og lélega stangarstökkva-
ra? Miöar þú við hvaö menn
stökkva hátt eða miðar þú viö
hvort menn sleppa óslasaðir frá
keppni eða ekki?
Þvl spyr ég að þessu að þú
viröist miöa við seinna atriöið
þvi þú heldur þvl fram að sá
íslendingur sem hæst hefur
stokkið I stangarstökki og sá
sem hæst hefur stokkið á þessu
ári utanhúss kunni ekki að
stökkva stangarstökk.
8. Tilvitnun. „En aö lokum vil
ég segja það að ekki stendur til
aö breyta aðstöðunni þar sem
um er að ræða bestu og jafn-
framt dýrustu aðstöðutæki sem
til eru I heiminum I dag."
Eftir þessa endurteknu full-
•I
! Opið bréf til Baidurs Jónssonar
! vallarstj óra íþróttavalla R.vík.l
frá Þráni Hafsteinssyni tugþrautarmanni
þinum ræö ég það aö þú vitir llt-
ið sem ekkert um hvernig um-
rætt slys átti sér stað. Þvl ætla
ég að skýra stuttlega fyrir þér
hvernig fór.
í aðhlaupi I umræddu stökki
blés vindur skyndilega á móti,
sem varö þess valdandi að
stökkið misheppnaöist lltillega
og varð þaö til þess að ég kom
niöur úr stökkinu til hliöar við
stangarstökksstokkinn (þar
sem enda stangarinnar er beint
þegar stökk er hafið). En af þvl
aö slíkt kemur mjög oft fyrir I
stangarstökki var gert ráð fyrir
sllkum tilvikum þegar settar
voru alþjóðareglur um hvernig
stangarstökksdýnur skyldu
vera I laginu.
Til þess að þú Baldur og les-
endur þessa bréfs geri sér grein
fyrir hvað við er átt fylgir hér
teikning af löglegri stangar-
stökksdýnu og dýnunni eins og
hún leit út I Laugardal þegar
umrætt slys átti sér staö.
Kross er merktur inn á báöar
myndirnar sem sýnir hvar
undirritaöur lenti þegar slysið
varö. Eins og þú Baldur getur
séð lenti ég fyrir utan dýnuna á
Laugardalsvellinum en hefði
komið niður á mjúka svamp-
dýnu, hefði verið um löglegar
aöstæður að ræða.
Stangarstökksdýnur séðar ofan frá
Stangarstökksdýna eins og sagt er til um að
hún eigi að vera i alþjóðlegri reglugerð,
alþjóðafrjálsiþróttasambandsins.
la. Stangarstökksstokkurinn
lb. Atrennubrautin
lc. Gras, malbik eða annað efni utan við
dýnuna.
• Þar sem lending hefði orðið við lögleg-
ar aðstæður.
Stangarstökksdýnan eins og hún ieit út I
Laugardal þegar umrætt slys átti sér stað.
2. Stangarstökksstokkur.
2b. Litlir svampkubbar ca. 80-100 cm að
lengd og sama á breidd séð ofan frá.
2c. Atrennubraut.
2d. Mold fyrir utan dýnurnar.
• Þar sem iending átti sér stað I um-
ræddu slysi.
son yrði fyrir slysi i keppni i
stangarstökki i Laugardal?
2. SPURNING. Notar þú Baldur
þann mælikvarða á aðstöðuna
til stangarstökks hvort Valbjörn
Þorláksson hefur slasast við
iðkun þessarar greinar I
Laugardal eða ekki?
3. SPURNING: Ef svar þitt er
játandi við siðustu spurningu,
við hvern ætlar þú að miða
þegar Valbjörn hættir keppni.
Ef svarið er neitandi við spurn-
ingu tvö, hvað miðar þú þá við?
Slðari hluti viötalsins I
Tlmanum er svar þitt við spurn-
ingunni: „Telurþú aðstöðuna til
stangarstökks I Laugardag lifs-
hættulega?
5. TILVITNUN. „Hún er það
alls ekki.”
1. SPURNING: Telur þú Baldur
að þú hafir það miklu meira vit
á stangarstökki og aðstöðunni
sem þarf, að þú getir fullyrt að
ummæli bestu stangarstökkv-
ara landsins séu tómt þvabur og
ósannindi?
6. TILVITNUN. „Þeir eru sjálf-
ir lifshættulegir stangarstökkv-
ararnir sem eru að stökkva.”
Ég krefst þess aö þú rökstyðj-
ir þessa fullyrðingu, þvl mér
hefur ekki verið borið það á
brýn áöur að vera lifshættuleg-
ur maður.
7. TILVITNUN. „Það er alls
ekki grindunum að kenna
hversu árangur þeirra er slak-
ur, heldur einungis það, að þeir
valda ekki þeim stöngum sem
þeir eru að nota i það og það
skiptið.”
Ekki man ég eftir þvl að ég
eöa félagar mlnir hafi kennt
uppistööum viö stangarstökkið
um slæman árangur I stangar-
stökki. En hitt hefur komið
fram, og meira að segja þú hlýt-
ur að skilja, að menn ná ekki
góðum árangri I stangarstökki
meöan þeir eru frá æfingum
vegna meiðsla sem þeir hafa
hlotið vegna lélegrar aðstöðu.
yrðingu ættir þú ekki að vera I
vandræðum með að upplýsa
mig og lesendur þessa bréfs um
eftirfarandi.
1. SPURNING: Hvað kostuðu
þessar dýrustu uppistööur sem
hægt var aö fá I heiminum?
(uppistöðurnar I Laugardal.)
2. SPURNING: Hvað kostuðu
dýrustu og bestudýnurnar sem
völ var á I heiminum og hvaban
eru þær keyptar og hvar hann-
aðar, (dýnurnar i Laugardal)?
3. SPURNING: Var mikill verð-
og gæðamunur á þeim áhöldum
sem keypt voru I Laugardalinn
og þeim áhöidum sem næst best
teijast I heiminum I dag?
4. spurning: Hvaðan hefur þú
þann fróðleik að uppistöðurnar
og dýnurnar i Laugardal séu
þær bestu og dýrustu i heimin-
um I dag?
5. SPURNING: Getur þú Baldur
Jónsson vallarstjóri tþrótta-
valla Reykjavikur staðið viö
þau orð þin að aöstaðan sé sú
fullkomnasta og dýrasta i heim-
inum i dag og gert þar með orð
eftirtatinna aðila ómerk um að
aðstaöan sé ófullnægjandi: 1.
Stór hópur frjálsiþróttamanna
að meðtöldum öllum stangar-
stökkvurum landsins. 2. Stjórn
frjálsiþróttadeildar 1R. 3. Ars-
þing IBR. 4. Stjórn Frjáls-
iþróttasambands islands?
Ég spyr enn, stendur þú við
þau orð, sem gera álit allra
þessara aðila að innantómu
hjali?
Að svo mæltu lýk ég bréfi
þessu og vonast eftir skýrum
svörum opinberlega á næstu
dögum.
Með bestu stangarstökkskveðj-
um,
Þráinn Hafsteinsson
tugþrautarmaður úr tR
Mávahllð 29,
Reykjavlk.