Tíminn - 03.08.1980, Side 6

Tíminn - 03.08.1980, Side 6
 6 Ctgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Jóhann Ii. Jónsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Jón Helgason og Jón Sigurósson. Ritstjórnarfull- trúi: Oddur Ólafsson. Fréttastjóri: Elrikur S. Eiriksson. Aug- lýsingastjóri: Stelngrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, f ramkvæmdastjórn og auglýsingar Sfóumúla 15. Sfmi 86300. — Kvöldsimar blaðamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00: 86387. Verð f lausasölu kr. 250 Askriftargjald kr. 5000 á mánuði. í__Blaðaprent. y Þrjár stjóm- máiastefnur Það er einkenni talsmanna úreltra og misheppn- aðra stjómmálastefna, að þeir velja þeim ný vöru- merki og ný nöfn i von um, að þær verði útgengi- legri á þann hátt. Nú heitir kapítalisminn ekki lengur kapítalismi á máli fylgismanna hans, held- ur frjálshyggja eða frjálst markaðskerfi. Á sama hátt kallast marxismi, kommúnismi og sósialismi ekki lengur þessum nöfnum af fylgismönnum sin- um, nema endmm og eins, heldur er notað orðið félagshyggja, þótt það hafi miklu viðtækari og oft aðra merkingu. Þetta undanhald segir sina sögu. Kapítalisminn beið fullkomið skipbrot i heimskreppunni miklu. . Siðan hefur yfirleitt verið viðurkennt, að hann væri úrelt stefna og ætti ekki heima i þjóðfélagi, þar sem þegnarnir þurfa að hafa margvislegt samstarf i stað blindrar samkeppni og þjóðfélagið er knúið til að hafa forustu á mörgum sviðum, ef nokkurt réttlæti á að vera i lifskjörunum og jafn- vægi i efnahagsmálum. Það er kjarni kapítalismans, eða frjálsa mark- aðskerfisins, sem hann kallast nú, að hinir svoköll- uðu sterku einstaklingar eigi að hafa sem tak- markaminnst frelsi og rikið sem minnsta forustu og minnst afskípti. Afleiðing þessarar stefnu verð- ur ranglát tekju- og eignaskipting, þar sem gróða- sjónarmið augnabliksins móta uppbyggingu atvinnulifsins. Ofvöxtur hleypur i þær atvinnu- greinar, sem bera sig bezt, en samdráttur i hinar, þótt þær séu sizt ónauðsynlegri. Kapítalismanum eða frjálsa markaðskerfinu hefur oft verið lýst þannig, að þar væri um að ræða frelsi, án skipu- lags. Þar sem lög og skipulag vantar, myndast fyrr en varir ranglæti og óstjórn. Marxisminn (kommúnisminn og sósialisminn), sem nú er farið að spariklæða með nafngiftinni fé- lagshyggja, hefur beðið svipað skipbrot og kapítalisminn. Hann leggur megináherzlu á alveldi rikisins og strangt skipulag. Honum má iýsa sem skipulagi án frelsis. Þar sem hann hefur verið reyndur, hefur skapazt hið mesta ófrelsi og lifskjör eru þar lakari en i löndum með frjálsari stjórnarhætti. Sé dæmt af reynslu þjóðanna siðustu áratugina, verður niðurstaðan ótvirætt sú, að þeim þjóðum hefur farnazt bezt, sem hafa hafnað bæði kapítalismanum og marxismanum, en valið sér eins konar meðalveg milli þessara öfga. Segja mætti, að stefna þeirra hafi verið frelsi með skipu- lagi. Gleggst dæmi um þetta eru Norðurlönd, þar sem sósialdemókratar og umbótasinnaðir mið- flokkar hafa mótað stjórnarhættina. Þar hefur stefnu hinnar skefjalausu samkeppni verið hafn- að, en heldur ekki horfið til almáttugs rikisvalds. Reynt hefur verið að tryggja frjálsu framtaki hæfilegt svigrúm, en rikisvaldinu verið jafnframt beitt til að hafa forustu um jöfnuð og skipulegt stjórnarfar. Hvergi hefur náðst betri árangur, þótt margt standi enn til bóta. Það er tvimælalaust slik stefna, sem hentar ís- lendingum bezt. íslendingar eru i senn einstakl- ingshyggjumenn og félagshyggjumenn. Þeir vilja hvorki una ofriki rikisvalds né auðhringa og vilja njóta eðlilegs frjálsræðis, en þeir vilja einnig jöfn- uð og bræðralag. Hér hentar bezt, eins og hjá frændþjóðum okkar, frelsi með skipulagi, en hvorki frelsi án skipulags eða skipulag án frels- is. Þ.Þ. Sunnudagur 3. ágúst 1980 Kjartan Jónasson Erlent yfirlit Bandarísk stjómvold óttast uppþot meðal svertingja Með vaxandi atvinnuleysi og versnandi efnahag er nýtt og þó gamaltvandamálfari&að láta á sér kræla i Bandarikjunum, uppþot blökkumanna. 1 fréttum ekki alls fyrir löngu voru óeirð- unum i Miami gerö góð skil, en þau eru þó ekki einangrað fyrir- bæri heldur aðeins það umfang- mesta af mörgum hliðstæöum undanfarna mánuði. I Miami létust 16 manns og 400 særðust auk þess sem eignatjón varö mjög mikið. Um svipaö leyti kom til bardaga milli lögregl- unnar og 300 svartra Ibúa fá- tækrahverfis er hún reyndi aö handtaka svertingja þar i hverf- inu. I átökunum létust og særöust 61 manns. Og enn um sama leyti urðu slikar óeirðir I Wrightsville aö senda varð her- menn til að skakka leikinn. Þannig mætti lengi telja en raunin er þó sú að uppþotum sem þessum er einatt gerð litil skil I fjölmiölum. Mörgum eru minnisstæöar blökkumannauppreisnimar á sjöunda áratugnum, en um þaö er þeim lauk höfðu svartir menn i Bandarikjunum unniö nokkuö á i réttindabaráttunni. Siðan hefur litið miöað eða jafn- vel aftur á bak og nú eru uppþot farin að brjótast út á nýjan leik. Óliklegter aöaðstæðurnar núna verði til að kynda jafnt undir of- beldi og á áratug róttækling- anna og hippanna, en stjórnvöld I Bandarikjunum gera sér þaö þó 1 jóst að versnandi efnahagur, • sem fyrst og sárast bitnar á fá- tækum, svertingjum, getur kveikt neistann er hleypir öllu 1 bál og brand. Það eru ekki einungis hug- myndir blökkumanna heldur tala tölur þar skýru máli um að hagur þeirra hefur ekki batnað siöan á sjöunda áratugnum. Sá fjóröungur þeirra sem þá höfðu náð millistéttarstigi hefur ekki vaxið, og sá fjóröungurinn sem býr við örbirgð hefur heldur ekki oröiö fámennari. Þá er at- vinnuleysi hlutfallslega iang- mest meðal svertingja, og hefur aukist um helming siðan áriö ' 1969 og er nú um 14% og eykst enn. Geigvænlega stór hluti svartra ungmenna gengur at- vinnulaus, fólk sem er einmitt á þeim aldri að vera liklegt til óyndisúrræða, fólk sem ekki hefur neina reynslu af þvi hvert uppþotin leiða. „Leikur afturhaldsmannanna i þessu landi með efnahagsúr- Blökkumenn i ham. ræði sin er enginn leikur fyrir hina svörtu”, segir Andrew Young, einn helsti málsvari blökkumanna i Bandarikjunum i dag, sá maður sem stjómvöld sendu á sinum tima til Miami til að reyna að skakka leikinn. „Hann er visbending til þessara ungmenna um að láta nú til skarar skriða: Látum ekki svelta okkur I hel. Deyjum held- ur eins og menn — i' bardaga.” Ein helsta ástæöan fyrir þvi hversu Miamiuppþotin fengu mikið rúm í fjölmiölum um all- an heim var sú staöreynd að þá var fjöldi fréttamanna staddur á Miami vegna flóttamanna- straumsins frá Kúbu. En Kúbu- fólkið og aðrir kynþættir en hvitir menn og negrar I Banda- rikjunum kynda lika á vissan hátt undir blökkumannavanda- málinu. Þaö að uppþotin urðu i Miami einmitt á sama tlma og Kúbuflóttamannavandamálið var i sviðsljósinu talar sinu máli. Blökkumenn vita að von- laust er að bera hagi sina saman viðhinna hvitu en kröfur þeirra um að njóta réttlætis á við aöra kynþætti veröa þeim mun ákaf- ari. Þeir telja sig verða að berjast um bitann viö þessa kynþætti. Þingmaðurinn Diane Edith Watson frá Los Angeles lét til dæmis hafa eftir sér: „Fólkið þarna á götunni veit vel að þaö nýtur ekki sömu umönn- unar og Kúbanarnir. 1 þeirra hlut koma aðeins auknar þreng- ingar og vaxandi reiöi”. Þrátt fyrir vaxandi tilhneig- ingu til ofbeldis af hálfu svartra þegna Bandarikjanna eru við- horf hins almenna blökkumanns andvigari uppþotum og ofbeldi en fyrir rúmum 10 árum. 1 skoðanakönnun Newsweek lýsti 41% svertingja er spurðir voru yfir þvi áliti sinu að Miami upp- þotin hefðu ekki átt rétt á sér. 25% voru ó,ákveðnir og 27% töldu þau réttlætanleg. Þaö er aftur spurning hvaö „almenningsa'litið” meðal svertingja hefur að segja ef kreppan sem Bandarikin og raunarheimurinn allur siglir nú hraðbyri inn i þrengir virkilega að högum hinna bágstöddustu. Andrew Young og fleiri blökku- mannaleiðtogar hafa þegar varaðviðþviaðástandið nálgist hættumörk og enginn megi búast viö þvi að hægt verði að halda svörtum á mottunni með þvi að senda leiðtoga þeirra gegn þeim. Vara þeir eindregið gegn þvi að halda lengra og benda á nauösyn félagslegra umbóta. Löggjöf á þeim vett- vangi hefur þó verið á miklu undanhaldi hin slðari ár og við- leitni forseta Bandarikjanna og þingsins til þess að ná jöfnuði á fjárlögum hefur leitt til veru- legs niðurskurðar á félagslega sviðinu. Stjórnvöld i Bandarikjunum eru þó meðvitandi um vandann og hafa meðalannars sett i gang rannsókná liklegum „suðupott- um”, svæðum þar sem búast megiviðaö uppþot brjótist fyrst út. Hvort meðvitund þeirra nái þaö langt aö reyna aö létta álagið af væntanlegri kreppu á hina fátækustu er enn eftir aö vita. Svipmynd frá Miami I Bandarikjunum.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.