Tíminn - 03.08.1980, Síða 11
Sunnudagur 3. ágúst 1980.
n
Kaflar úr bréfum forsetans
vegna kláðamálsins
neinu hnuggnari en ég var. Ég
hefi sannfærst um, a& ég hefi haft
rétt fyrir mér og mótstaðan var
frá hlift alþýöu ekki til neinna
riöa, — trassaskapar má maöur
vænta sér, meira eöa minna —
þar sem kláöinn var, en meiri þar
sem hann var ekki, og þaö er þá
mest i oröi. Ég játa aö þaö eina
sem mér hefir brugist er þaö, aö
Arnljótur skyldi ástæöulaust snú-
ast móti mér, jafnvel eins og sin-
um mesta fjandmanni, þar sem
ég hefi þó aldrei stigiö fæti nema
honum til góös. En guöi sé lof,
hvort sem hann heldur áfram þvi
sama eöa ekki, og hvort sem hon-
um tekst nokkuö aö spilla eöa
ekki, þá get ég rólegur látiö hann
sigla sinn sjó. Mér vill þaö til, aö
ég hefi aldrei sótt eptir neinu al-
þýöulofi, og þvi er ég ekkert gin-
keyptur fyrir þvi: þaö hefir frem-
ur hitzt svo á, aö eg hefi verið á
sama máli og fleiri aörir og hefi
talaö fyrir málinu á þann hátt, aö
þeir hafa ekki þótzt geta þaö bet-
ur, en þegar eg eba hver annar is-
lendingur er á ööru máli en þeir,
þá veröa þeir móti manni, og
kannske þó enda ekki siöur öörum
en mér. Þessu mega allir búast
við', og þaö er mér alls ekki óvænt,
en ég þykist i rauninni halda virö-
ingu minni enda hjá löndum min-
um eins eptir sem áöur, og vist er
það aö ekkert misjafnt orö sagöi
neinn viö mig, nema þaö sem þér
sjáið i Alþingistiðindunum og
Þjóðólfi, og er þó I Tiöindunum
pipraö meira hjá þeim en I ræöum
þeirra munnlega og er þaö til aö
sýna, að þeir hafa viljað sýna sig.
Helzt voru þaö samt Arnljótur og
Sveinn.
En látum oss sleppa þessu, þvi
ég vona samt aö menn geti haldiö
saman i hinum eiginlegu pólitísku
málum, og ég er ekki hefnigjarn,
ef ég fæ mitt fram, sem ég er von-
góöur um aö veröi fyr eöa siöar”.
Varla hægt að
biðja um lög-
gjafarvald handa
slíkum mönnum
t tilefni af tillögum amtsfundar
á Akureyri skrifaöi Jón Sigurös-
son sr. Sigurði Gunnarssyni á
Hallormsstað 31. ágúst 1858.
Elskulegi vin.
Haföu kærar þakkir fyrir seöil-
inn þinn þann i haust og allt annaö
gott. Héöan er ekkert sérlegt aö
frétta, nema aö Danir eru svona
fremur I beyglum, en halda þó aö
úr öllu muni ráöast. Ég er aö lesa
kláöalögin ykkar frá Akureyri.
Hvernig getur þú nú, elskan min
góö, svo skynsamur maöur, fall-
izt á annað eins, eöa hvernig get-
ur þú Imyndað þér, aö stjórnin
sem neitaöi frumvarpi alþingis i
fyrra, sem meö öllum sinum
mörgu og miklu vitleysum var þó
nær lagi en þessi ósköp, muni
samþykkja þetta? Heldur þú, aö
nokkur stjórn muni banna manni
aö lækna læknanlegan sjúkdóm?
eöa heldur þú aö nokkur stjórn
seti á mann þrenn 27 vandarhögg,
þó hann verji eign sina? eöa held-
ur þú aö nokkur stjórn samþykki
aö gefa öörum eins heimskingja
eins og amtmanni Havstein,
eignarráö yfir öllu fé i Noröur-
landi og I Austurlandi? Þið eruö
enn einfaldari en forfeöur vorir I
Kópavogi 1662, en stjórnin veröur
nú aö hafa vit fyrir ykkur, og ég
er blóðrauður út undir eyru af aö
sjá til ykkar, og hugsa um, aö
maöur geti varla fyrir guöi og
samvizku sinni beöiö um lög-
gjafarvald handa slikum mönn-
um. Heföi þiö gefiö despotiskt
vald til aö lækna, þaö heföi ég
skiliö, en aö gefa slikt vald til aö
eyöa eignum manna, þaö er mér
óskiljanlegt. Ég veit reyndar, að
ykkur er vorkunn ef þiö hafið ekki
séö annaö en Noröra: en ég veit
ekki hvaö slikir menn eiga skiliö,
sem þykjast ætla aö fræöa public-
um og eru þá bæði fullir af
heimsku og hleypidómum.
En ég gizka á það veitti ekki af
hálfu ári til aö rlfast viö þig um
þetta, og þvi enda ég, og fel þig
forsjóninni og biö hana upplýsa
þig betur, samt meö sem minnstu
tjóni.
Þinn elskandi vin
Jón Sigurösson
Bréf Jóns Sigurössonar til séra
Sigurðar á Hallormsstaö 9.
september 1861
„Elskulegi vin.
Þó lángt sé siöan ég fór aö
hugsa til þin með bréf, þá hefir
ætiö oröið eitthvaö I vegi, svo nú
hugsar þú sjálfsagt aö ég sé meö
einhverjum andlegum pestar-
kláöa, en það er þó ekki, þvi ég
segi þér satt, aö mér er svo variö,
aö ég er ekkert vilsamur, þegar
ég hefi mina fullu og föstu sann-
færingu. Þó þiö bölviö og ragniö,
ásakiö mig fyrir vitleysu, þver-
höföaskap, ókunnugleik á lands-
ins hag, mútuþágur eöa hvaö sem
er, þá tek ég mér þaö létt, þvi ég
veitog hefi lengi vitaö, aö ég haföi
rétt fyrir mér I þessu máli. Þú
mátt nærri geta, aö ég er ekki sá
fauti, aö leggja úti þetta mál án
þess aö hugsa um þaö áöur, og
heföi ég haft vald til aö gripa inn i
þaö 1857, þá skyldir þú hafa séö aö
fariö heföi ööruvisi en eptir þann
usla sem gjörður var um tvö ár,
eptir allar lygafregnirnar til ykk-
ar, eptir aö búiö var aö koma
ykkur á trúna fasta, þá var ekki
gaman viö aö eiga, og þó ég eða
viö sem þú segir, heföum hopaö á
hæli, yfirunnir, þá heföi þaö ekk-
ert undur veriö. Þiö hrópuöuö
hvort sem var, aö hver kind
skyldi drepast, og þiö skyldiö
borga. En nú eru þau endalok, aö
ef satt skal segja, þá sýndum viö
lækningarnar eru bæöi mögu-
legar og gagnlegar. Viö
frelsuöum hérumbil 50.000 f jár —
meira var ekki til — sem annars
heföi veriö allt dautt nú og engin
kind drapst af sjúkdóminum.
Þegar viö fórum (eöa ég, I Novbr.
1859) var meö sanni aö segja eng-
inn háski lengur, nema af kláöa
sögum, sem voru annaöhvort
lognar hreint, eöa meö litilli til-
hæfu. Heföi minum ráöum veriö
fylgt frá upphafi, þá heföi allt
oröiö læknaö. Og kostnaöurinn viö
okkar ferö varö þó ekki fullar
20.000,- þar sem ætlaöur voru 30
þúsundir. En hvaö miklu dýrara
varö þaö þó ekki hjá þvi sem heföi
þurft, ef ég heföi mátt ráöa frá
upphafi. Og hvaö hafi þiö nú ekki
borgað? Jafnaöarsjóöur ykkar
hefir 14 ár borgaö nærri 20.000 rd.
auk skaðabóta. Sunnlendingar
hafa fengið fé sitt læknaö og
peninga aö auki. Svo hafiö þiö
ekkert unniö nema fellir: Sunn-
lendingar eiga betra fé en fyr, og
ef þeir halda áfram, þá veröa þeir
eins góöir eöa betri en Norö-
lingarnir.
Þetta er nú sannleikurinn, og ég
álit mig eiga skiliö fyrir frammi-
stööuna aö þiö allir saman opin-
berlega þökkuðuð mér einkan-
lega og viöurkenndiö sannleikann
og ég hefði fylgt réttu máli og
góöu og ykkar velferöarmáli og
skyldi þiö nú ætiö hér eptir hlýöa
minum ráöum og fylgja mér fús-
lega. — Þetta ætti ég nú skiliö en
ég vænti samt ekki eptir þvi. Mér
er nóg hér, einsog i verzlunar-
málinu aö hrákar og spott
heimskingjanna og óvina minna
og þeirra sem þeim fylgja vilj-
andi eöa óviljandi festir ekki á
mér, og aö þaö fer svo á endan-
um, sem ég hefi spáö, aö seinast
veröur niöurskuröurinn álitinn
eins mikil heimska, einsog
lækningarnar nú.
Þú hefir vist ekki séö mikiö af
kláöa fyrst þú getur undrazt yfir
skýrslum „kláðakónganna”, aö
þeir skyldi meöal annars tala um
kláöa fyrir austan. Viö sögöum
ekki annaö en þaö sem beint
stendur I embættisskýrslum
sýslumanna, þvi bæöi segja þeir
frá kláða, og frá aö kláöakindur
hafi veriö drepnar kláöa vegna.
Hvort þér eöa ykkur, eöa öörum
„kláöameisturum” þóknast að
kalla þaö drepkláöa eöa ekki, þaö
get ég ekki aö gjört, ég veit það
einúngis, aö einsog börn ykkar
geta fengið kláöa og geitur, eins
getur fé ykkar fengiö það og þarf
ekki aö flytja frá Englandi: enda
er lika eins hægt að lækna hvort-
tveggja meö réttri aöferð, og aö
gjöra þaö aö drepkláöa meö
rángri aöferð. Abyrgöin er
þeirra, sem þykjast hafa nóga
skynsemina og hafa hana lika en
láta eitthvaö villa sér sjónir —
kannske þeir sé of kunnugir svo
aö þeirra of mikli kunnugleiki
gjöri þá ærða. Þeir sjá ekki skóg-
inn fyrir tómum trjám.
Nei, en aö þessu slepptu og öll-
um skömmum viö þig, sem ég
ekki meina neitt meö, sizt þar ég
þykisthafa gjört gagn samkvæmt
tilgángi minum, og þér satt að
segja okkar á milli meö meiri
heppni en ég vonaði eptir, — þá
þykir mér mestu varöa um
Félagsritin, þvi ég þykist viss
um, aö þau hafi gjört gagn og að
þurfi á þeim aö halda ef við vilj-
um vinna þjóðfrelsi okkar. Þess-
vegna biö ég þig fyrir þau og vil
feginn i eiga þig að, svo þau geti
haldizt viö. Mér þykir nú, satt aö
segja, ekki vorkunn fyrir allt
landiö aö borga til ritanna svo
sem 200 rd. á ári fyrir prentun og
pappír, þegar viö ritum fyrir ekk-
ert og ég fyrir mitt ieyti get með
sanni sagt, aö hverja stund sem
ég hefi afgángs og hvern skilding
sem ég ekki þarfnast gef ég út til
þess, sem ég held geti orðið Is-
landi aö gagni, og það hefi ég ætiö
gjört. Eigi aö siöur erum viö I
skuld fyrir prentun og pappir nú
og i fyrra sem er hérumbil 400 rd.
— Þú sér þess vegna, að viö þurf-
um á góöum presti aö halda, til aö
tala okkar mál. Nú verö ég aö
visu aö játa þaö aö ég segi sann-
leikann hver sem I hlut á, en þú
veröur lika aö hafa traust á mér,
að ég hugsi um allar kringum-
stæöur og þvi ætti enginn aö kasta
óheyrt þúngum steini á mig.
Stundum má ég þola aö vera svik-
inn i miöjum kliöum, svosem af
Arnljóti og Gisla I hitt eö fyrra og
enda Jóni Guömundssyni rétt af
tómri hræðslu eöa litilmennsku.
Allt þetta gjörir, aö ég þarf mikils
fylgis meö sem ekki bregzt við
hvern þytinn. Ef það tekst að
halda hóp, þá er ég viss um með
guös hjálp aö viö náum réttindum
okkar, þá lángt sé aö biöa þess, en
þaö veröur þvi skemmra sem
menn styrkja mig betur og þann
litla hóp sem meö mér er. Fram-
yfir allt þá megiö þiö ekki láta
hvern þyt blaöanna eöa lausar
fregnir og getgátur trufla ykkur.
Ég hefi nú aldrei þurft aö biöja
þig eins forláts eins og fyrir þenn-
an seöil en þin einlægni hvetur
mig tii aö svara i sama tón.
Ég er ætiö þinn einlægur elsk-
andi vin.
Jón Sigurösson.
Þessir bréfakaflar sýna vel aö
þaö er rétt sem Jón segir hér aö
hann talaöi fyrir málum svo aö
fáir þóttust geta þaö betur. Ef til
vill vekja þeir athygli einhverra á
þvi aö bréf forsetans eru bók-
menntir sem vert er aö kynna sér.
Ekki mun annars staðar fást
jafn glögg og stutt greinargerö
fyrir þvi hvers vegna Jón
Sigurösson varö erindreki dönsku
stjórnarinnar. Hitt þarf ekki aö
nefna aö Jón var sannspár þegar
hann sagöi, aö niöurskuröur
vegna fjárkláöa yröi álitin jafn-
mikil heimska og lækningarnar
þá.
Úrvals dekk - Einstakt verð
Gerið verðsamanburð
Fólksbíladekk:
600x12 (Daihatsu-Corolla). 23.700,-
615/155x13
(Mazda-Lada-Subaru) .23.700.-
645/165x13
(Mazda-Lada-Subaru) . 29.600,-
560x13 .25.500.-
590x13 .26.800.-
600x13 .29.900.-
640x13 (Mazda-BMW .28.700.-
B78xl4 (Skoda-BMW) . 30.000.-
BR78xl4 (Mazda-Taunus) .... .33.000.-
Jeppadekk:
HR78X15
(Willys-Bronco-Scout) ..46.000.-
LR78xl5 (Willys-B. onco-Scout) 48.000,-
700x15 (Willys-Bronco-Scout) .. 48.000.-
700x16/6 ...............62.250.-
750x16/6 ...............65.350.-
10x15/6 ................78.400,-
D78xl4 (Volvo-Toyota-Datsun) 37.900.-
E78xl4.......................42.900.-
F78xl4.......................38.000.-
G78xl4..................... 40.500.-
H78xl4.......................40.900.-
195/75Rxl4
(Volvo-Toyota-Datsun)........39.500,-
205/75Rxl4 (Chevrolet-Ford) ..40.900.-
600x15 (Saab-VW-Volvo) ......34.000.-
195/75Rxl5
(Citroen-Saab-VW-Volvo)......41.300.-
FR78xl5 (Oldsmobil diesel) ... 42.000.-
HR78xl5......................43.700.-
10x15
Sóluð og ný vörubíladekk í úrvali
Sóladir hjólbarðar í flestum stærðum
Sendum gegn póstkröfu um land allt.
GÚMMÍVINNUSTOFAN
Skipliolti 35 Simi 31055.
BL1KKVER
BUKKVER
SELFOSS1
Skeljabrekka 4 - 200 Kópavogur - Sími: 44040. Hrísmýri 2A - 802 Selfoss - Sími: 99-2040.