Tíminn - 14.08.1980, Blaðsíða 7

Tíminn - 14.08.1980, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 14. ágúst 1980 7, A6 undanförnu hafa dagblöö og dálkahöfundar reynt aö gera sér mat úr þeim óhróöri, um kaupfélögin i landinu og sam vinnustarfiö á vegum þeirra sem höfundar kvikmyndarinn- ar, Óöal feöranna, hafa veriö svo smekklegir (!) aö færa inn i þá mynd af einkennilegri ástriöu, til aö draga þessi virku hagsmunasamtök almennings niöur i svaöiö. — Þvi er haldiö fra m aö kaupfélögin og þeir sem þeim stjórna, séu kúgunartæki og kaupfélagsstjórarnir harö- sviraöir drottnarar, sem einskis svifist i samskiptum sinum viö viöskiptamenn sina. — Hér er um visvitandi róg aö ræöa hjá þeim mönnum, sem aö þessum útleggingum standa. Þaö vitna hinar mörgu þúsundir manna, sem eiga viöskipti sin viö kaup- félögin um land allt, og einnig þeir sem þessa rógsiöju stunda. — Alþjíöublaöiö smjattar á þessum skáldskap myndarinnar i leiöara sinum þann 17/7, og heröir á róginum. Segir þaö aö hér sé ekki um skáldskap aö ræöa, heldur blákaldar staö- reyndir. Lengra er varla hægt aö ganga I ósvifninni. — Þannig tala og skrifa þeir menn, sem enga hugsjón eiga eöa hafa svikiö hana og lagst svolágt, aö leggja sig hundflata undir óhefta samkeppni þar sem sá fátæki má sin einskis og veröur aö vera kominn upp á náö þess, sem efnaöri er, og svo koll af kolli. Þeir menn, sem þannig tala og skrifa um kaupfélögin og samvinnustarfiö eins og gert er I þessum áminnsta leiöara og annarstaöar, vita vel aö þeir Lýst eftir vitnum fara meö staölausa stafi og hreina lygi af ásettu ráöi. — Undir sliku er ekki hægt aö liggja þegjandi. Viö hinir fjölmörgu einstaklingar og félagsmenn þessara samtaka, sem höfum áratuga reynslu af viöskiptum viö kaupfélögin og kaupfélagsstjóra þeirra getum ekki setiö þegjandi hjá þegar slik ósvifni er borin á borö um þá menn, sem viö vitum aö vinna öll sin verk af fyllstu sam- viskusemi og trúmennsku og leggja sig alla fram um aö vinna aö hagsmunum viöskiptamanna sinna á allan hátt. — Hvar sem farið er um landið blasa viö augum manna þau sönnunar- gögn, sem tala skýru máli gegn rógsiöju og lýgi þessarra manna, hverju nafni svo sem þeir nefnast. Um þaö vitna blómleg býli og bújarðir i sveit- um landsins, atvinnutæki alls- konar og þjónustumiöstöövar i þorpum og kauptúnum um allt land. Yfir öllu þessu svifur andi samvinnu og samhjálpar samvinnufélagsskaparins og samvinnuhugsjón hans, undir stjórn vökullar og skapandi þjónustulundar kaupfélags- stjóranna og þeirra, sem mál- um þeirra stjórna. Allt þetta og ótal margt fleira afsannar þá „kenningu” þessarrar kvik- myndar og túlkun Alþýöublaðs ins, og annarra álika, aö kaup- félögunum sé beitt sem ógnandi valdi gegn einstaklingum og fjöldanum. Þó þær ásakanir, sem hér eru gerðar aö umtalsefni, séu settar fram i ópersónulegu formi, er þó ærin ástæöa til aö lýsa eftir þeim mönnum, sem af eigin raun geta sannaö þann sakar- áburö, sem borinn er fram á einstaka menn og samvinnu- félögin i heild, i þeim óhróöri sem settur er fram I þessu afkvæmi sjálfskipaöra menn- ingarvita og aörir sjá sóma sinn I aö halda á lofti sem heilögum sannleika og algildri reglu eins og gert er i áðurnefndum leiöara Alþýöublaösins og aörir „sannleiks”! postular hafa taliö sér sæma. — Geti þeir ekki leitt þau vitni fram standa þeir uppi berir aö visvitandi rógi um mestu og bestu hagsmunasam- tök almennings. Hugsjón samvinnustefn- unnar: frelsi einstaklingsins, jafnrétti og bræðralag i öllum viöskiptum og samstarfi á ekki upp á pallboröiö I hinni kapitalisku ringulreiö nútimans, þar sem allt veöur á súöum fyrirhyggjulaust, þvi er spjótum beint aö henni. — Þó kemur þaö manni einkennilega fyrir sjónir þegar þeir menn, sem þykjast vera málsvarar þeirra manna er eiga allt undir þvi aö þessar hugsjónir séu i heiöri haföar I samskiptum manna, leggja sig fram um aö sverta i augum almennings þær stofnanir og félagssamtök, sem ókvikulast hafa haldiö þeim á lofti meö lofsveröum árangri i heila öld. — Fátt sýnir betur hvaö Alþýöuflokkurinn er kom- inn langt frá uppruna sinum, aö hann gengur fram fyrir skjöldu i þeirri niðurrifs starfsemi. Af þvi má ýmsan lærdóm draga. Bæ 20. júli 1980 Eyðimerkurganga með döprum hugsunum sínum Eitt af þvi versta sem mann- inum er gert, er það þegar hon- um er meinaður aðgangur að vinnu. Sá sem gengur atvinnu- laus, en hefur bæði vilja og getu til að vinna, er dæmdur út úr eðlilegu samfélagi manna. Hætt er við að slikir einstaklingar brotni niður. Mörgum þeim sem ekki fá að vinna til að sjá fyrir sér og sinum með þeim hætti, verður það næst til ráða, að leggja i eyðimerkurgöngu með döprum hugsunum sinum. Margir eru þeir sem smám saman fyllast beiskju i garð samfélagsins og erlendis er það alþekkt staðreynd að atvinnu- leysi skapar margvisleg félags- leg vandamál. Viö Islendingar höfum átt þvi láni að fagna síöustu áratugina, að hér i landinu hefur verið næg atvinna, meö einni stórri og nokkrum minni undantekning- um þó. Þetta eru opinberar staðreyndir. En þessar stað- reyndir segja ekki alla söguna. Atvinnuleysi er skráð eftir vissu kerfi. Til þess að vera skráður atvinnulaus, þarf ein- staklingurinn að uppfylla viss skilyrði. Margir hafa ekki áttað sig á þessu. Það eru stórir hópar fólks i þjóðfélaginu, sem eru svo rétt- indalausir, að þeir geta ekki einu sinni fengið sig skráða at- vinnulausa, þó að þeir séu það raunverulega. Þessum hópum tilheyra til að mynda margar konur. Þær konur sem af marg- vislegum orsökum sitja inni á heimilunum án verkefna sem fullnægja þeim andlega og lik- amlega. Þessum hópi tilheyra einnig fatlaðir. Það eru atvinnu- mál hinna fötluðu, sem hér verður drepið á. Meðan þjoðfélagið okkar var einfalt bændaþjóðfélag, var fötlun manna nokkurs annars eðlis en nú er. Þá fötluðust menn vegna fæðingargalla eða sjúkdóma fyrst og fremst. Það er ekki fyrr en að tækniþjóðfé- lagið heldur innreið sina, að þessir hlutir fara að breytast. Þó að mænuveikinni hafi nú nánast verið útrýmt og læknis- fræðinni hafi fleygt fram, eru þó ennþá margir sem lamast eða fatlast. Læknisfræðin og fram- farir á þvi sviði hefur einnig haft það i för með sér, að miklu fleiri lifa, sem áður dóu vegna ýmissa fæðingargalla. Þess- vegna hefur þeim ekki fækkað sem fatlast af náttúrulegum ástæðum og sitja uppi með fötl- unsi'na.Enþað sem fjölgar fötl- uðu fólki mest, eru fylgifiskar tækninnar, vinnuslysin og um- ferðarslysin. Fötlun vegna slysa er oft á tiðum annars eðlis en önnur fötlun. Dag einn er fullfriskur einstaklingur hrifinn burtu ur daglegu lifi sinu vegna slyss. Og vegna framfaranna i læknis- fræðinni og endurhæfingunni og hæfni islensks hjúkrunarfólks og lækna, eru það mjög margir sem ná aftur heilsu sinni að öðru leyti en þvi að þeir eru fatlaðir, oftast hreyfifatlaðir eða með skemmda útlimi. Þetta fólk hefur þá sérstöðu aðverða að hefja nýtt lif i flest- um tilvikum. Margt af þvi getur ekki gengið inn i sama starf og áður. Til viðbótar öllum þeim sem fatlast af náttúrulegum orsök- um, kemur nú þessi hópur manna. Og þeir sem fatlast vegna slysanna, koma á færi- bandi inn f þjóðfélagið aftur. Varla liður sá dagur að einhver hljóti ekki örkuml af völdum slysanna. Vegna allra þessara stað- reynda, er það orðið eitt af stærri félagslegu verkefnum I þjóðfélaginu aö skapa fötiuðu fólki aðstöðu til vinnu til jafns við aðra. Þetta verkefni er hins vegar eitt af feimnismálum þeirra sem stjóma atvinnulifinu og þjóöfélaginu. Þeirsem hafa með rekstur að gera, eru yfirleitt á varðbergi gagnvart fötluðu fólki. Sú þjóö- saga er ótrúlega lifseig að fatl að fólk sé verri starfskraftur en aðrir. Reynsla annarra þjóöa sannar hins vegar hið gagn- stæða. Fyrir utan þetta, koma ytri aðstæður einnig mikið við sögu. Fatlaðir þurfa að komast á vinnustað og inn á vinnustaðinn. Oft þarf litlu að breyta til þess að fatlaðir komist auðveldlega að vinnu. 1 þeim þætti þessa máls, að fatlaðir komist á og af vinnu- stað, er raunar veriö aö gera merkilegahluti og myndarlega, hér I Reykjavik aö minnsta kosti. Þrátt fy rir það að ýmsir hlutir hnikist áfram á þessum sviðum, skulum við gera okkur grein fyrir þvi, að vandinn minnkar ekki, heldur vex. Við skulum gera okkur grein fyrir þeirri staðreynd strax, að venjulegur áröður og lagabálkar á bóka- söfnum, leysa máliö ekki. Þarna verður að koma til sterk yfirstjórn hins opinbera i fullri samvinnu við hina fötluðu. Þessir aðilar verða að hafa vald og vilja til að breyta þvi skipu- lagi i atvinnulifinu og annars- staðar, sem nauðsynlegt er til að hinir fötluðu hljóti almenn mannréttindi og þar með jafn- rétti til vinnu á móts við aðra. Starfsmaður i plastvinnustofu Múlalundar. Tfmamynd Róbert.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.