Tíminn - 21.08.1980, Qupperneq 6
6
Útgefandi Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Ritstjórar: Þórarinn
Þórarinsson, Jón Heigason og Jón Sigurhsson. Ritstjórnarfull-
trúi: Oddur Ólafsson. Fréttastjóri: Eirfkur S. Eirfksson. Aug-
lýsingastjóri: Steingrfmur Gislason.
Ritstjórnarskrifstofur, f ramkvæmdastjórn og auglýsingar
Sfðumúla 15. Sfmi 86300. — Kvöidsimar blaöamanna: 86562,
86495. Eftir ki. 20.00: 86387. Verö f lausasölu kr. 250
Askriftargjald kr. 5000 á mánuði. Blaðaprent.
V______________________________________________________________J
Þá og nú
í dag eru tólf ár liðin siðan hersveitir Varsjár-
bandalagsins undir forystu Rauða hersins rúss-
neska réðust inn i Tékkóslóvakiu og brutu með
hrottaskap niður tilraunir þarlendra stjórnvalda til
að efla frjálsræði i landinu.
Það væri of mikið sagt að fullyrða að tékkó-
slóvakiski kommúnistaflokkurinn hafi ætlað að
koma á lýðræði eða einstaklingsfrelsi eins og tiðk-
ast á Vesturlöndum. En tilraunir Tékka og Slóvaka
til að losa um harðstjórnina og koma til móts við
óskir alþýðunnar um aukið frjálsræði voru samt of
djarfar fyrir Sovétstjórnina.
Þeir sem enn muna atburði i Tékkóslóvakiu
minnast þess einnig hvilik vonbrigði innrásin var
mönnum á Vesturlöndum. Hvar i flokki sem menn
stóðu fylgdust þeir af athygli og samúð með þróun-
inni i Tékkóslóvakiu, og meira að segja ýmsir
marxistar vestan járntjaldsins ólu með sér þá von
að þarna tækist loksins að sýna fram á að sósialismi
og frelsi gætu átt samleið.
Tékkar og Slóvakar fengu ekki tækifæri til þess
að leiða það i ljós hvort sósialismi og frelsi geta átt
samleið. Forystumenn Ráðstjórnarrikjanna voru
sannfærðir um að frjálsræðisþróunin hlyti að leiða
tii þess að kommúnisminn yrði undir og þeir hafa
ekki hugsað sér til þessa að biða slikrar niðurstöðu
aðgerðalausir.
i krafti hervalds og ofbeldis brutu þeir tilraunina
niður, og sama myrkrið lagðist yfir Austur-Evrópu
og áður hafði verið.
Þegar liða tók á sumarið 1968 urðu um það tals-
verðar umræður á Vesturlöndum hvort Rússar
myndu kæfa frjálsræðistilraunir Tékka og Slóvaka
eða ekki. Raunsæir menn töldu að Sovétstjórnin
hlyti að gripa i taumana þar eð hún ætti of mikið á
hættu. Hinir voru þó fleiri sem voru fullir bjartsýni
— og urðu íyrir ægilegum vonbrigðum.
Hafi kommúnisminn birst grimulaus i innrásinni
i Tékkóslóvakiu fyrir tólf árum, er það jafnsatt að
hann hefur ekki breytst siðan. Innrásin i Afganistan
er ekki fyrst og fremst sýnishorn eins hagkerfis
fremur en annars, en hún er þó staðfesting þess að
heimsvaldastefna ráðamanna i Kreml hefur ekki
breyst. Hvað sem liður skilningi annarra manna
hefur skilningur Sovétstjórnarinnar á þörfum og
hagsmunum kommúnismans i heiminum ekki
breyst hætishót.
Einmitt nú um þessar mundir eru Pólverjar að
berjast harðri baráttu fyrir mannréttindum og
frelsi sinu. Leiðtogi kommúnistaflokksins þar i
landi notaði það á dögunum sem hótun á landsmenn
sina að nágranninn i austri myndi ekki þolá þeim að
ganga uppréttir. Tæplega hefur hann komist svo að
orði ótilknúinn, enda lýsa ummælin ekki mikilli
stórmennsku eða sjálfstæði.
Það er of snemmt að spá nokkru um framvindu
mála i Póllandi eða lok mannréttindabaráttunnar
þar, en i ljósi þess sem hefur gerst og hefur verið að
gerast á yfirráðasvæði Ráðstjórnarinnar er þvi
miður litil ástæða til bjartsýni.
Fimmtudagur 21 ágúst 1980
Kjartan Jónasson:
Erlent yfirlit
Vestrænir bankamenn óró
legir yfir útistandandi
skuldum í Austur-Evrópu
Margir Vesturlandamenn
horfa nú með samblandi af óhug
og eftirvæntingu til Póllands —
en ekki vestrænir bankamenn.
Þeir spyrja fremur sjálfa sig
hvort þetta kreppuþjóðfélag
geti með nokkru móti komist til
móts við verkfallsmenn og þó
staðið i skilum með gifurlegar
skuldirsinar í vestrænum bönk-
um. Afborganir af þessum
skuldum nema á þessu ári um
7800 milljónum dollara. Og
svarið er að Pólverjar geta
þetta ekki án utanaðkomandi
aðstoðar ellegar frekarilántaka.
Þvi hafa pólsk stjórnvöld leit-
að eftir frekari lántökum, bæði i
Bandarikjunum og V-Þýska-
landi. Svar bandariskra banka
var, að slikt kæmi til greina en
aðeinsmeð þvi skilyrði að bank-
arnir fái að hafa náiö eftirlit
meö öllum fjármálum rikisins
auk þess sem pólsk stjórnvöld
breyttu um stefnu í launamál-
um, meira en orðiö er, sem meö-
al annars eru þær breytingar
sem verkfallsmenn nú mót-
mæla. Vestur-Þjóðverjar
reyndust liölegri og stjórnvöld
þar gengust meira að segja i
ábyrgð fyrir lántökum sem ný-
lega var gengið frá en það hékk
þó á spýtunni, að Pólverjar
munu selja til Vestur-Þýska-
lands kol á haigstæðu verði.
Við höfum áður fjallað um
efnahagsvandkvæöi Pólverja á
þessum vettvangi, og þaö ný-
lega, og skal sú umfjöllun ekki
endurtekin. En 20.000 milljón
dollara skuld Pólverja á Vestur-
löndum segir sina sögu um
efnahagsörðugleika Austur-
Evrópurikja, rikja Comecon.
Þessir örðugleikar og viðbrögð
Sovétrikjanna við þeim, eina
Comeconrikisins sem á i engum
vandræðum með að standa i
skilum meö erlendar skuldbind-
ingar sinar á fjármálasviöinu,
vekja þó ýmsar spurningar,
meðal annars i hugum vest-
rænna bankamanna. Þeir hafa
löngum huggað sig við „regn-
hlifarkenninguna”, sem sé þá,
aö Sovétrikin mundu frekar
koma Austur-Evrópurikjum til
hjálparheldur en aö horfa upp á
þá skömm að þau stæðu ekki i
skilum. Raunar er ekkert sem
bendir til þessa og hafa Sovét-
rikin fremur dregið úr aðstoð
sinni við riki Comecon en aukiö
hana. Það vekur einnig spurn-
ingu um hvort viðhorf Sovét-
rikjanna til þessara skjólstæð-
ingasinna hafa breyst eitthvað.
Hvað sem öðru liður eru vest-
rænir bankar farnir aö ugga að
sér i viðskiptum við riki Come-
con og það af allt öðrum ástæð-
um en vegna Afganistan eða
fyrirskipana stjórnvalda.
Bankamenn svo sem aðrir fé-
sýslumenn kjósa helst að halda
pólitlk utan við athafnir sinar og
raunar er það svo, að vestrænar
stjórnir hafa síöur en svo hvatt
til þess að lán verði stöðvuð
austur fyrir tjald.
Flest bendir einmitt til þess,
að þvi sé öfugt fariö og Sonnen-
feldtkenningin sé enn i fullu
gildi. Að minnsta kosti eru
heimildirfyrir þvi að stjórnvöld
i Bandarikjunum hafi lagt á-
herslu á þaö við þarlenda banka
að áfram yrði lánað til landa
eins og Póllands og Júgóslaviu.
Það er innan bankanna sjálfra
sem tekið er að bera á fyrir-
stöðu.
Skuldir Comeconrikja viö
vestræna banka eru taldar
nema nær 80 milljörðum dollara
og vanskil á slikum fjármunum
mundu ekkiaðeins valda stjórn-
málahræringum miklum heldur
og gifurlegum vandræðum hjá
vestrænum bönkum. Þvi er
kannski ekki nema von, að þeir
séu farnir að ugga að sér er þeir
horfa upp á undirölduna i Pól-
landi sem enn er ekki ljóst
hvar muni skola á land.
Seint á sjöunda áratugnum
tóku pólsk stjórnvöld aö reyna
að kippa I liðinn bágum efnahag
rikisins, stuðla að aukinni iðn-
þróun og fjárfestingu. Ariö 1970
leiddu þessar aðgerðir til mik-
illar öldu verkfalla þar sem
stjórnvöld reyndu aö kosta upp-
bygginguna á kostnað tekna
þegna sinna. Til að bjarga eigin
skinni var þá tekið aö leita vest-
ræns fjármagns til að standa
undir framkvæmdunum, enda
höfðu þegnarnirsýntþaðaðþeir
yndu ekki tekjuskerðingu jafn-
vel þó ætlunin væri að hún skil-
aði sér siöar i bættum efnahag
rikisins.
Pólverjar og önnur riki Aust-
ur-Evrópu nutu þess á þessum
tima að á Vesturlöndum voru
bankar yfirfljótandi af fjár-
magni sem erfitt var að lána út
á viðunandi kjörum. Ennfremur
nutu þau þess álits að standa á-
vallt i skilum og það varö þvi
auðsótt að fá lán á Vesturlönd-
um.' Á stjórnsýslusviðinu varö
einnig Sonnenfeldtkenningin til
undir handarjaðri Kissingers,
samkvæmt henni munu aukin
viðskipti við riki Austur-Evrópu
tengja þau nánari böndum viö
Vesturlönd.
Framan af lofaði þetta góðu
ogallt lék i lyndi uns oliukrepp-
an árið 1973 setti allt úr skorð-
um. Aukin viöskipti Astur
Evrópurikja við Vesturlönd
urðu þá aðeins til þess að þau
tókuaðflytja inn verðbólgu sem
i ríkisbúskap þeirra varð óþol-
andi vegna niðurgreiðslnakerf-
isins. Vextir af lánum hækkuðu
og Austur-Evrópurikin kynntust
þvieins og íslendingar hvaö það
gat verið illt að eiga útistand-
andi skuldir i' erlendum gjald-
miðli á þessum tima. Svo kom
að þvi, að jafnvel Sovétmenn
hækkuðu óþyrmilega við þau
oliuna og samtimis brugðust
vonir þeirra um að komast i
auknum mæli með framleiöslu-
vöru sina inn á vestræna mark-
aði, bæði vegna kreppu á Vest-
urlöndum og eins vegna versn-
andi samkeppnisaðstööu þeirra,
hvoru tveggja vegna ónægra
gæða og kannski öllu' fremur
vegna hækkandi tolla og vernd-
arpólitikur.
Þvi má búast við þvi að ýmis-
legt sé nú i gerjun undir annars
köldu yfirboröi Austur-Evrópu.
A vissan hátt hafa bæði riki
Vestur-Evrópu og Sovétrikin
brugðist þeim þegar slst mátti
við. A siðasta ári til dæmis var
viðskiptajöfnuður Comecon til
dæmis hagstæður við útlönd um
200 milljónir dollara i staö þess
að hann var árið á undan óhag-
stæöur um fimm milljarða dolP
ara. En þannig stendur á þess-
um tölum aö viðskiptajöfnuöur
Sovétrikjanna er hagstæöur um
5,2 milljarða dollara en við-'
skiptajöfnuður annarra rikja
bandalagsins á sama tlma
óhagstæöur um 5 milljaröa doll-
ara. Vister þóum þaö að Sovét-
rikin hafa löngum stutt viö bak-
ið á þessum bandalagsþjóðum
sinum þó ekki sjáist þaö allt
glögglega en þó virðist fremur
draga úr þeirri aðstoö en hitt.
Allavega má búast viö ein-
hverjum tiðindum að austan en
hvort þau verði þau að Sovét-
menn keyri skriðdreka inn I
Pólland fremur en vörulestir
eins og sjónvarpsfréttamaður-
inn okkar er búinn aö lofa, skal
hér ekkert um spáð. Slikt ræðst
kannski ekki slst af Pólverjum
sjálfum.
r t; : '
f:
I ■ .•/! :/:
Brésnjef og Gierek takast f hendur. Hverrar aðstoðar skyldi aö vænta frá Moskvu?
JS