Tíminn - 27.08.1980, Side 7

Tíminn - 27.08.1980, Side 7
Miövikudagur 27. ágúst 1980 7 Fj óspúkinn fitnar enn Að undanfömu hefur mikið verið deilt á landbiinaðarstefn- una en minna fariö fyrir raun- hæfum tillögum til úrböta, þvf fitnar fjóspúkinn enn. Land- búnaðarmál hafa verið óvinsæl hjá hinum almenna skatt- greiðanda og borgarbúa vegna sihækkandi útflutningsbóta i krónutölu. Hefur þessi tala hækkað mest vegna verðbólgu en ekki vegna aukningar á út- flutningsbótum hlutfallslega á milli ára né vegna verulegrar framleiðsluaukningar. Greina- höfundar hafa slegið um sig með stórum orðum á kostnað þess að landbúnaöarmál eru flókin og margur er illa I stakk búinn til að dæma slik skrif. Innflutningur Þeirsem deilt hafa hvað mest á landbúnaðarstefnu þá sem rikir benda á að það sé hægt að flytja inn landbúnaðarvörur á verði sem er mun lægra en framleiðslukostnaður þeirra hér. Rétt er aö heimsmarkaðs- veröerlágti dag. Reynslan hef- ur sýnt að sh'kt getur breyst og verð á landbúnaðarvörum þre- faldast ef uppskerubrestur verður t.d. á komi, en við það miðast verð á landbUnaðarvör- um að miklu leyti. Slikt verð getur haldist i mörg ár þar á eft- ir. Flestar Evrópuþjóðir greiða nú með landbúnaöarafuröum til útflutnings. Ef uppskerubrestur yrði eða erfitt yrði að fá land- búnaðarafuröir af öðrum ástæð- um t.d. ef til ófriðar drægi eða landið myndi einangrast af öðr- um ástæðum, er hætt við að ná- grannaþjóðirnar og aörar hugsuðu fyrst um sig og létu alla vinargreiða sitja á hakanum. Niður- greiðslur Niðurgreiðslur á land- búnaðarafurðum hér innan lands hafa verið notaðar af rikisstjórn sem hagstjórnar- tæki. Nú siðast til að ná niður verðbólgu. Einnig koma þessar niðurgreiðslur atvinnurekend- um til góða vegna minnkaös kostnaðar við launagreiðslur. Til að greiða niður eitt visitölu- stig þarf ca. 2.5 milljarða en um leið sparastS milljarðar i launa- greiðslur. Ætti atvinnurekend- um þvi að vera kappsmál að greidd séu niður sem flest visi- tölustig. Það er útbreiddur misskiln- ingur að niðurgreiðslur á land- búnaðarafurðum renni beint i vasa bænda. Niðurgreiðslur á landbúnaðarafurðum hafa eng- in áhrif til hækkunar á greiöslu fyrir framleiðslu bænda né áhrif á laun þeirra. Þau eru ákveöin með lögum. Ef niöurgreiðslur koma ekki til hækkar verö þeirra en salan minnkar. Niður- greiðslur hafa hins vegar hvetj- andi áhrif á neyslu almennings og koma honum þvi til góða i lækkuðu vöruverði. Aukin neysla minnkar útflutningsþörf. Astæðan fyrir þvi að land- búnaðarafurðir eru niður- greiddarert.d. sú að dreifikerfi landbúnaðarafurða er vel skipulagt og erfitt að gera ein- um framleiðsluaðila hærra und- ir höfði en öðrum. Aðrar vörur hafa verið niðurgreiddar svo sem fiskur og smjörliki en ekki gefist eins vel. Sjávarútvegur hefur meö timabundnum sveiflum átt i erfiðleikum. Liggja þar margar ástæður að baki, ýmist afla- brestur eða sölutregða. Ekki minnist maður annars en að rikisvald hafi hlaupið undir bagga með fyrirgreiðslur, gengisfellingar, afuröalán o.m.fl. Landsmönnum þykir sjálfsagt að slikt sé gert, enda um lifsafkomu þeirra að ræða. Gengisfelling styrkir sjávarút- veginn en hefur öfug áhrif á landbúnað. Vélar og aðrar vör- ur sem þarf til að stunda land- búnað verða dýrari. Einar G. Haröarson: . i Útflutnings- bætur Einn tilgangur útflutnings- bóta landbúnaðarafurða er að tryggja að alltaf sé nægilegt framboð þeirra á innanlands- markaði. Felstar þjóðir Evrópu greiða stórar upphæðir til út- flutningsbóta á landbúnaöaraf- urðum. Tilgangurinn er að vera sjálfum sér nógur ef til ófriðar kemur eða ef þjóðin einangrast á annan hátt. Svfar rækta t.d. 3 milljónir hektara af korni. Eðli- leg þörf er þó ekki nema af 2.4 milljónum hektara. Ef hins veg- ar drægi til ófriöar eða innflutn- ingur stöövaðist af öörum mat- vælum þá er talið aö neysla korns aukist upp i ræktun af 3 milljónum hektara. Bóndi i Sviþjóð fær 1,10 skr, fyrir kg. af korni, sem er hins vegar selt út á 50 aura. Kostaði þetta eitt um 70 milljarða áriö 1979. Svlarhafa meira notaö þá að- ferð að styrkja bændur f frum- framleiöslunni og gera þannig landbúnaðarafurðir ódýrari t.d. með endurgreiöslu á öllum vöxtum, greiðslu á flutnings- kostnaði, styrkjum til húsbygg- inga o.fl. Þar sem við búum i eyríki ættum við að gefa þvi gaum að við getum á auöveldari máta einangrast en aörar þjóðir sem ekki búa við slikar aðstæð- ur. Svisslendinpar sem eru herlaus þjóð eins og við eigum aö heita, taka alvarlega tillit til þessara möguleika þegar þeir ákváðu framleiðslumagn (of- framleiðslu) sinna land- búnaðarafuröa. Fleiri svipuð dæmi mætti nefna frá nágrönnum okkar. Undanhald skólastj órans Þorvarður Eliasson skóla- stjóri læst gera leiðréttingar við grein mina sem birtist 12. ágúst. 1. Hann ber af sér að hafa sagt að ráðherrar séu ekkert annað en vandamálaframleiöendur en kannast við að hafa sagt að ráð- herrar sem stjórni meö ákveðn- um hætti séu ekkert annað. Þeir ákveðnu stjórnarhættir skilst mér að eigi við alla ráðherra sem setið hafa á Islandi siðustu áratugi. Hér er maðurinn að reyna að fela undanhald sitt. Aldrei sagði ég að hann hefði sagt að enginn ráðherra væri eða hefði verið annað en vandamálaframleið- andi. Hitt get ég sagt Þorvarði I leiðinni að I efnahagsmálum er sjaldan um annmarkalausa lausn að ræða. Þvi verður öröugt i reynd að leysa eitt vandamálán þess að kalla fram annað. Menn verða að velja skásta kostinn. Þetta vona ég að Þorvarður skilji, þó siðar verði, er honum græöist þroski, við- sýni og hófsemi. 2. Skólastjórinn kallar það leiö- réttingu á minu máli að taka það fram að hann sé mér sam- mála. Ég skil ekki þá rökfræöi. Hann þurfti ekki endilega aö taka til sin er ég sagði: „Það er mikill misskilningur ef menn halda aö vandi landbúnaðarins sé einangrað fyrirbæri”. 3. Maðurinn vill ekki kannast við aö fram komi i viðtali hans við Mbl. að hann telji mjög til bóta ef bændur færu að selja dreifingarfyrirtækjum fram- leiöslu sina. Það er þó eina breytingin sem hann nefndi þegar leysa skyldi úr þvi hvað verða mætti til bóta. 4. Skólastjórinn hyggur mikla ábyrgö hvila á frystihúsunum og talar um vanda sem þau verði sjálf að leysa i sambandi við framleiðslu og sölu svo að þau geti staðið á eigin fótum. Samt eru það aðeins óvitar I þjóðfélagsmálum sem ekki gera sér ljóst að hér væri fyrir löngu lokiö öllum frystihúsarekstri ef ekki heföu þrásinnis komiö til opinberar aögerðir honum til bjargar. Ég sé ekki að gengis- fall sé minni eignatilfærsla en niðurgreiðsla. 5. Ég mun láta Þorvarð um að skýra hvernig það geti farið saman að selja dreifingarfyrir- tæki framleiðslu á föstu veröi og eiga hana sjálfur þar til hún er seld neytendum. Getur nokkur átt það sem hann hefur selt? 6. Mér virðist að frystihúsa- menn telji margir aö takmörk séu fyrir þvi hve mikiö frjáls- ræði um sölu megi veita hverj- um einstökum og held ég að þaö sé eðlilegt viðhorf. Svo þakka ég Þorvaröi fyrir viðleitni hans að svara mér. H.Kr. Athugasemd við Reykjavíkurbréf Morgunblaðsins 13. ágúst Höfundur Reykjavikurbréfs- ins tilgreinir ljóðlinur um Grim Thomsen, sem urðu til við jarð- arför Jóns Sigurössonar, for- seta, út af þvi, að Grimur hafði mætt við jarðarförina á gráum frakka. Hann telur þessar ljóð- linur vera svohljóðandi: „Grimur fylgdi á gráum kufli gamla Jóni hreysiköttur konungsljóni” Ég tel þetta rangt og skal nú skýra það. Fyrir mörgum árum ræddi ég við gamlan ljóöelskan mann, sem fylgdist með þvi, sem gerðist hér þá i bókmennt- um o.fl., Hann tjáöi mér að ljóð- linurnar hefðu veriö og ættu að vera svona: „Grám i kufli Grimur fylgdi gamla Jóni, hreysiköttur konungsljóni” Það er skáld sem mælir þaö siðara, en tæpast það fyrra. En hvernig sem nú ljóölinurn- ar eru, þá eru þær mjög ómak- legar i garð Grims. Þá tel ég rangtað skáldið hafi notað orðiö konungsljón. Skáldiö likti manninum in casu Jóni Sigurös- syni við konunglegt ljón enda ljónið oft kallaö konungur dýr- anna, og var þvi likingin eðli- legri konungljón. Svo er og hitt, að þetta konungljón hafði aldrei verið konungs eign. Ég er sammála höfundi bréfs- ins að æskilegt væri að rann- saka heimildir að ævisögu Grims, sérstaklega um lif hans og störf i Danmörku. Það er margt sem bendir til þess, aö Grímur hafi verið fremri flest- um samtiðarmönnum sinum þar i þekkingu og skilningi á heimsbókmenntum. Að siðustu, hefur höfundur Reykjavikurbréfsins öruggar heimildir fyrir þvi að Matthias Jochumsson, skáld hafi mælt fram umræddar ljóðlinur? Mér láðist að spyrja minn aldna vin um það atriði, en ég tel liklegt, að hann hafi vitað það, en nú er hann löngu dáinn. Með þökk fyrir birtinguna Jón ólafsson, lögfr. Eftirmáli Þar sem Morgunblaðið hefur ekki enn birt þessa athugasemd, geri ég ráð fyrir, að hún verði ekki birt þar, og þvi biö ég Tim- ann að birta hana, um leið og ég óska þess, að fræðimenn, sem fróðir eru um kvæði og þess háttar segi álit sitt á þvi, hvað sé I þessu efni og hvenær og hvernig ummælin komu fyrst fram. Ég vil geta þess, að einhvern tima tjáði mér ónafngreindur maður, að séra Björn i Laufási væri höfundurinn. Það gæti staðizt timans vegna, þvi aö séra Björn mun ekki hafa dáiö fyrr en um tveimur árum eftir andlát Jóns Sigurðssonar, og hæfni hans má meöal annars dæma eftir hinni kunnu visu: ,',Mér er um og ó um Ljót” o.s.frv. Mér finnst skemmtilegra að vita hið rétta. J.ó.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.