Tíminn - 11.09.1980, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 11. september 1980
7
Finnbogi Hermannsson, Núpi:
Brautryðj andi kvaddur
eða frjálshyggjan étur börnin sín
Brautryðjandi kvaddur, svo
hljóðar minningargrein um Flug-
leiðir i bandariska vikuritinu
Time, þann 8. september. Þar er
fjallað um félagið sem brautryðj-
anda i lágum fargjöldum yfir
Atlantshaf, þá gömlu góðu daga
áður en Freddie Laker fór á stúf-
ana, og siðan dauðastriö félagsins
eftir að Carter Bandarikjaforseti
létti hömlum af flugi og flugfar-
gjöldum 1977, — þá tið, þegar
blankir stúdentar og aðsjálir
kaupsýslumenn sátu hlið við híið i
gömlu stimplavélunum og
græddu fé með þvi að vera örlitið
lengur á leiðinni.
,,We are lower but slower —
just relax and save a couple of
dollars". Þannig hljóðaði gamla
auglýsingin I Newsweek meðan
allt lék I lyndi.
Loftleiöir voru ekki i IATA, al-
þjóðasambandi flugfélaga.og fé-
lagið réð þvi sjálft fargjöldum
sinum, en samningur er milli Is-
lands og Bandarikjanna um
gagnkvæm lendingarleyfi sbr.
fréttina um að North-West Orient
hyggðist taka upp flug hingað.
Eftir aö Carter létti hömlum á
flugi og flugfargjöldum, eins og
Sður er að vikið 1977, fór að
halla undan fæti og óþarfi að lýsa
siðustu atburðum.
Það er athyglisvert, að i síðustu
hörmungum hefur forstjóri Flug-
leiða, sem er kunnur fyrir annað
en sósialisma, tekið sér I munn
í hita
umræðunnar
Finnbogi Hermannsson.
orðatiltæki tamt sósialistum þess
efnis, að samkeppni á Norð-
ur-Atlantshafi sé háð lögmálum
frumskógarins. Batnandi manni
er best að lifa, eða hvað, en hér
mætti heimíæra upp á gamalt
slagorð „lýðræðissinna” um bylt-
inguna sem étur börnin sin. Nú er
það hins vegar sjálf frjálshyggj-
an sem er að matreiða barn sitt,
hið volaða félag Flugleiðir og
enginn fær gert við þvi.
Hitt er ef til vill brennandi
spurning og þar sem menn grein-
ir á um svar: Reka einhver flug-
félög Atlantshafsflugið með
gróða?
Það hefur Sigurður Helgason
forstjóri Flugleiða ekki viljað
viðurkenna, enda þótt Freddie
Laker segist reka flug sitt með
umtalsverðum hagnaði. 1 þvi til-
felli er rétt að benda á, að farþeg-
ar þeir, sem áður voru uppistaðan
hjá Flugleiðum, hafa svissað yfir
á Laker, en bókað sig til vara hjá
Flugleiðum, ef „flugrúta” Lakers
skyldi vera full sem sjaldnast er.
Að þessu er einnig vikið i
Time-greininni og talið mjög hafa
skaðað Flugleiðir. 1 sömu grein er
einnig minnst á erfiðleika vegna
DC-lOþotunnar sem var „jörðuð”
I 37 daga eftir flugslysíð mikla i
Chicago. Tapið á þeirri vél einni
nam fjórum milljörðum isl. króna
á siöasta ári.
Það er hins vegar hvergi vikið
að þvi i Time-greininni hvernig
rekstri flugfélags sé varið þar
sem geisar 50-60% verðbólga, eða
að hinu hvernig flugliðar hafa
leikið félagið með löngum og
stundum fyrirvaralausum verk-
föllum.
Það er ef til vill þetta sem
Lúxemborgarmenn hafa i huga,
þegar þeir vilja aðsetur hugsan-
legs sameignarfélags til
Lúxemborgar með aðsetursstað,
en ekki verðbólgna Reykjavik,
þar sem flugliðið hringir kannski
einn góðan veðurdag og segist þvi
miður vera með skitu og eigi ekki'
heimangengt. Þetta hét að visu á
máli sumra verkalýðsleiðtoga,
„að verja kjörin” og ég er ekki al-
veg viss um, að mönnum liðist
„að verja kjörin” á þann hátt I
Luxemborg.
Menn verða einnig að gæta að
þvi, að flugrekstur á Atlantshafs-
leið er útflutningsatvinnuvegur,
rétt eins og frystiiðnaðurinn. Við
hyllumsttil að fira genginu niður
þegar hann á i öröugleikum.
Flugið hefur ekki þótt það mikil-
vægur póstur, að sérstakar ráð-
stafanir i gengismálum bæri að
gera þess vegna. Flugleiöir hafa
heldur ekki haft þá einstæðu að-
stöðu eins og margar liðnar rikis-
stjórnir að geta prentað fleiri
seðla til að fleyta sér yfir örðug-
leikatimabil: — þess vegna fór
sem fór. Ég er hræddur um, að
allar vonir um flug sem útflutn-
ingsgrein verði að setja i salt þar
til eitthvað rofar til I islensku
efnahagslifi.
En allt um það, þá er það dóm-
ur Time, að Flugleiðir séu búnar
að vera, ferðum fækkað úr 23 i 2 á
viku og Utförin framundan.
Þá virðist ekki annað eftir en
minnast orða dr. Bjarna Guðna-
sonar prófessors þegar hann
staulaðist inn i kennslustofuna,
skipreika Ur pólitikinni, svo mæl-
andi: „Jæja piltar, úti er ævin-
týri”.
Fyrirsögn á frétt Times.
Heimir Sveinsson tæknifræðingur:
Fyrirhuguð fj arvermaveita í Neskaupstað
Það hafa fleiri reiknimeistar-
ar en Verkfræðistofa Sigurðar
Thoroddsen reiknað á fyrirbær-
inu R/O. I mars 1980 var settur
á laggirnar vinnuhópur á veg-
um Rafmagnsveitna rikisins og
Landsvirkjunar, þar sem sæti
áttu starfsmenn þessarra fyrir-
tækja ásamt Verkfræðistofu
Helga Sigvaldasonar h.f.
Markmið verkefnisins taldi
vinnuhópurinn vera eftirfar-
andi:
Að leggja fram valkosti um
það, hvernig háttað skuli verð-
lagningu á raforku frá Lands-
virkjun inn á rafskautskatla
R/O-veitna, sem Rafmagns-
veitur rikisins munu væntan-
lega reisa á næstu árum.
Að athuga fjárhagslega af-
komu Rafmagnsveitnanna ann-
ars vegar og Landsvirkjunar
hins vegar, út frá magni af-
hentrar raforku I breytilegum
vatnsárum.
Þessi samstarfshópur datt i
sama brunninn og VST hvað aft-
urábak-útreikninginn snertir,
en lentu þaðan aftast á merina
og beindu kröftum sinum i að
reikna út verö á afgangsraforku
frá Landsvirkjun, hlut sem
varla skiptir máli úr þessu, og
er einungis brot af allri hitinni,
hvort verðið verði 0 kr./kwh eða
4 kr./kwh getur varla skipt höf-
uðmáli lengur.
Út í hött
Allt tal varðandi þjóðhagslegt
gildi fjarvarmaveitna er út i
hött, bein rafhitun leysir ná-
kvæmlega sama hlutinn miklu
betur eöa 100%, og með mun
minni tilkostnaöi og mun minni
orkutöpum. Hinir og þessir
rugludallar hafa haldið þvi
fram að bein rafhitun sé þjóö-
hagslega óhagkvæm, en hins
vegar hafa þessir sömu menn
viljað nota sömu orkuna v/fjar-
varmaveituapparats sem skatt-
leggur hverja kilowattstund um
ca. 12-14 kr.
Orsökin meðal annars fýrir
háu verði er mikil fjárfesting á
litinn orkuflutning.
Smásölugjaldskrá RARIK
hefur verið i endurskoöun frá
siðastliðnu vori og stendur
frammi fyrir miklum breyting-
um, vegna breyttra aðstæðna
eins og það heitir, enda var sú
gamla orðin ansi gömul. Megin-
sjónarmið við gerö hinnar nýju
gjaldskrár var, að nú sé ekki
lengur þörf á afltakmarkandi
töxtum, hins vegar riki nú orku-
skortur og verði þvi að verð-
leggja hverja kilowattstund á
sannviröi. Með öðrum oröum,
nægt afl til I kerfinu en minna af
orku (það gæti stafað af lekan-
um, sem kemur nú fram á svæði
Landsvirkjunar).
Nú, gott og vel með það, en
fari menn hins vegar i fjar-
varmaveitufötin, þá snýst dæm-
ið við: NU er aflskortur i kerf-
inu, en nægar birgðir af ónýttri
afgangsorku, sem fjarvarma-
veitur einar geta nýtt.
Er hægt að ætlast til að venju-
legir menn nái upp i svona vit-
leysu? RangtUlkun hinna og
þessa rugludalla (innan Orku-
stofnunar og Landsvirkjunar) á
islenskum orkumálum hefur nú
þegarvaldið þjóðinni skaða sem
nemur mörgum tugum mill-
jarða króna og fleiri tugir eiga
eftir að fara, ef þetta ástand á
eftir aö vara.
Samanlagður kœtnaöur hinna
6fyrirhugaöra fjarvarmaveitna
er liklega nálægt 6 milljöröum
króna a núgildi. Fyrir þá upp-
hæð má virkja vatnsafl, t.d. I
Fjarðará I Seyðisfiröi, að stærð-
argráðu 20 MW og fá Ut úr henni
orku sem næmi ca. 120 Gwh/ár
eða jafn mikla orku og staöirnir
6 koma til meö að nota v/fjar-
varma árið 1993, og jafn mikla
orku og hin tilbúna afgangsraf-
Heimir Sveinsson, tæknifræö-
ingur.
orka nemur árið 2000 i sam-
bandi við jarvarmaveitur og
liklega nálægt 100% bein rafhit-
un ef hún kæmi I staðinn fyrir
R/O áriö 2000.
Hér er reiknað með virkjun-
arkostnaði 300 þús. kr./kw en
meðaltal fyrir stórvirkjanir er
nálægt 250 þús. kr./kw.
Eftirmáli:
NU stendur fyrir dyrum hjá
bæjarstjórn I Neskaupstað aö
taka afstöðu til R/O-veitu,
sennilega hjá hinum lika
(Stykkishólmur, Grundarfjörð-
ur og Olafsvik), en þaö þekki ég
bara ekki til.
Þá vil ég benda bæjarstjórn á
eftirfarandi atriði:
a. 1 sept. 1980 getur verð út úr
dreifikerfi engan veginn verið
undir 20 kr./kwh, mjög trú-
lega mun hærra.
b. Þetta verð hækkar meö al-
mennu verðlagi i landinu: hér
aö framan sló ég á 3,6% á
mánuði eða 43,2% á ári.
c. Þyrsti bæjarsjóð i peninga til
að sýsla með f nokkra mán-
uði, ber að afla þeirra tii ann-
arra nytsamari hluta en að
framan greinir.
d. Hagur bæjarbúa hlýtur að
vera f fyrirrúmi: litla trú hef
ég á að þeir taki þvi þegjandi
að þurfa aö greiöa 4-falt til 5-
falt verð miöað t.d. við ibúa i
Reykjavik, f upphafi og siðan
margfaldast munurinn.
e. Rafhitunartaxti (42) Raf-
magnsveitna rikisins kemur
nú I fyrsta sinn I dagsins ljós
óháður Rotterdamskráningu
á oliuverði. Samkvæmt gjald-
skrá frá 1. ág. er verðið ca.
18,30 kr./kwh og samkvæmt
minu mati er þetta verð alltof
hátt. Þaö ætti ekki að vera
flókinn Utreikningur fyrir
ráðamenn orkumála að koma
þessu verði niður i ca. 70%
eða 12,80 kr./kwh, með sömu
reikningsforsendum og fyrir
fjarvarmaveitur. Þetta verð
ætti að geta orðið tiltölulega
stöðugt, þannig að unnt væri
að eygja von um aö húshitun-
arkostnaður á Islandi smám
saman jafnaöist út, hvar sem
er á landinu.
f. Vilji svo óliklega til að bæjar-
stjórn samþykki R/O-veituna
og geti á grundveUi laga um
oliustyrk, þrælað þeim sem
oliukyndingu hafa inn á veit-
una eða ca. 40% Ibúa, þá get
ég ekki séð með hvaöa rökum
á að ná hinum sem raftúbur
hafaeða ca. 19% Ibúa: sjáan-
legt er að þeir þurfa aö borga
vænar fúlgur fjár með sér.
Ekki þekki ég nein lög sem
heimila að þvinga þá til teng-
ingar.
g. Varaafl R/0-veitna er ekki
sambærilegt við annað vara-
afl t.d. disilafl. Þið getiö ekki
notað það til neinna annarra
hluta en að hita þau hús sem
tengd eru veitunni svo fram-
arlega, aötilsé rafmagntil að
dæla þvi til þeirra. Við erum
staddir á nákvæmlega sama
stað meö öll önnur tæki. Sé
hins vegar varaaflið i formi
disilafls getum við miðlað
þvi innan staðarins á hvaða
tæki sem er, sent það til ann-
arra staða, sem oft áður.
Þannig get ég ekki sætt mig
við þann hugsunarhátt sem
virðist rikjandi á Norðfirði að
disilstöðin sé eitthvað prfvat
fyrir Norðfirðinga eina, hún
er og hefur alltaf verið vara-
stöð fyrir allt Austurland, og
hefur gefið okkur öllum birtu
og yl. Siðan er til annað vara-
afl, sem hvort sem er kemur
innan tiðar, þ.e. önnur lina
(sú gamla er ónýt, þ.e.a.s.
þarf aðendurbyggjasteftir að
ný lina veröur komin).
h. Samkvæmt áætlun RARIK
verður bæjarkerfið að fullu
uppbyggt 1983 til að geta ann-
að 100% rafhitun. Iðnaðarráð-
herra á að hafa fengið áætlan-
ir frá RARIK, sem til-
greina þau markmið.
i. Er ekki skynsamlegt að doka
við og sjá hvort Seyöfiröingar
krafla sig upp úr brunninum,
áöurenþið farið að flana ofan
íhann?
Eftirmáli
Að lokum vil ég benda ykkur á
að lesa fram komin gögn i mál-
inu, svo sem Frumathugun 2 frá
VST, helstu sjónarmiö varðandi
gjaldskrá R/O-veitna og Verð-
lagningu á raforku til
R/O-veitna frá RARIK. Það
þarf engan sérfræðing til að sjá
vitleysuna sem þar er á ferð-
inni.
Ég vil lika benda ykkur á
grein á forsiðu dagblaðsins
Timans 2. sept. varðandi Hita-
veitu á Hellu og Hvolsvelli.
Þá vona ég að ákvörðun ykkar
verði öllum Norðfirðingum
gæfurik I komandi framtið.