Tíminn - 19.09.1980, Side 7
Föstudagur 19. september 1980.
7
Þóroddur Guömundsson:
Þorsteinn Stefánsson
söngur til konu
Du, som komer ljóðaflokkur i
8 köflum, mislöngum. Þetta er
annað bindi samnefndrar bókar
á dönsku, en fyrsta bindið kom
út í fyrra, eftir Þorstein
Stefánsson, og er tilkynnt, að
von sé á þriðja bindinu næsta ár.
Þetta er sérstæö og eftirminni-
leg bók, eins konar sambland
ástarljóöa og náttiírulýsingar,
dýröaróður um látna konu
höfundarins, Rigmor Birgitte
Hövring, og danska náttúru, þvi
að kvæðin eru i endurminninga-
og ferðalýsinga formi likt og
fyrsta bindið, þrungin trega og
átakanlegum söknuði.
Að vlsu eru kvæðaflokkarnir
mislangir, og hefði eflaust mátt
komast af með suma þeirra
talsvert styttri (sá lengsti, sem
heitir Alt som varer ved, er 52
bls., aðrir eru miklu styttri, t.d.
Det var der altaðeins 2 bls.) eru
miklu áhrifameiri, og þeir virð-
ast skipta meira máli. Margt og
misjafnt mætir þeim hjónum á
feröum þeirra, sem eru ævin-
týrarlkar og heillandi. I fyrsta
kvæöinu er þessi visa:
I stille venten
ligger
jorden nögen hen.
Et lille bakkehæld
og foran os
si^ bredte
var Anemone-
dal.
Annar kafli, Med himlens
pure guld, eru 15 erindi undir
sama hætti. Þar eru talin upp
mörg blóm, sem á vegi hjón-
anna veröa. Ein visan er svona:
Den skönne
Jakobsstige,
de ranke
kongelys,
det er vikker
vejbred, syre
og den, du ved — ?
Brunelle.
Og öll verða þau eins og vinir og
félagar á ferðinni. Þau halda
hátiðlegt afmæli hennar undir
hreinu gulli himinsins. Allt er
ólýsanlega fagurt á himni og
jörð. Svo er ferðinni haldið
áfram.
Ikaflanum Bláhat fandt Duer
liklega kynntur stærsti sigurinn,
sem bókin segir frá:
Men dine kære
stolt fortalte
pá fransk, pá hollandsk
kommet var.
Havde fáet
Danmarks
störste digters
Minde-Pris.
Seinna kemur svo kafli, sem
heitir: Mörkblá sten, der blink-
er. Elskendurnir halda saman
jól. Um þau segir i miðjum
kafla:
En ring, en ring
af guld! #
Mörkeblá sten,
der blinker.
Forventningsfuldt
pá dig jeg ser.
Dine öjne
— i tárer flyder.
Sa blev Sbnet
sidste gave,
som fra B
Til Th var:
En Islandsrejse
næste sommer,
hvis dig eilers
om det bryder. —!
Visurnar eru allt I einu farnar
að standa i hljóðstöfum. En af
þessu getur ekki orðið. örlögin
kalla að. Striðir stormar blása,
vonbrigöin eru þegar á næsta
Þorsteinn Stefánsson
leiti. Og þau eiga langa leið fy rir
höndum. Leiðin liggur suður til
Þýskalands, rik af vonbrigðum
og erfiðleikum. Lengsti kafli
bókarinnar, Alt, som varer ved,
tekur við.
Sibasta kvæðið i þessari bók,
Lille pige alting gjorde, endar á
þessum vísum, og mega þær
teljast lok þess:
Stille og roligt
du fortalte
om resultatet
af indgrebet,
at negativt
igen var blevet.
Lof-
Udelukket
hver en chance.’
Lammet stár jeg,
pá dig stirrer.
Stærker’, stærker’
körer, körer
karrusellen:
dagens gráhed,
luftens ráhed,
háblösheden.
Þessi kvæði eru framhald af
bók meö sama nafni, sem út
kom i fyrra. Lokabindið er
væntanlegt næsta ár, 1981. I
orðavali og samsetningi minnir
Þorsteinn á Aakjer, Bergstedt
og Stuckenberg, svo að nokkrir
séu nefndir, sem lifa i myndum
og máli. Þeir lifa enn i bóka-
skápum eldri kynslóðarinnar.
Orðin eru sótt til postulans Páls.
Undanfarandi visur eiga heima
i ljóðum sem sameiginleg eru,
og standa því fyrir sinu.
Það eru brennheit ástarljóö til
elskulegrar konu. stofnanda
bókaútgáfunnar á Helsing'já-
eyri, Birgittu Hövring, sem
hvarf héðan allt of snemrna.
Þau eru hversdagsleg I einfald-
leika sinum, jákvæð og einföld.
Astin leitar ekki síns eigin,
gengur ekki úr gildi, reiðist
ekki, tilreiknar ekki hið illa,
gleðst ekki yfir óréttvisinni,
samgleðst sannleikanum, breið-
iryfirallt, vonar og umber allt.
Finnbogi Hermannsson:
Veröld sem var
(í hita umræðunnar)
„Sá sem hefur sett sér það
markmiö, að draga upp eins
óljúgfróða og skýra mynd af
samtiö sinni og unnt er, verður
aðhafa kjark tilaö svipta menn
rómantiskum hugmyndum. Og
mér virðist ekkert einkenna
betur nútimabyltingar og tækni
þeirra en þaö, hversu litinn
vettvang þær hasla sér innan
hinna viðáttumiklu stórborga
nútlmans, þannig aö þær veröa
flestum ósýnilegar”.
Svo farast orð Stefáni Zweig I
sjálfsævisögu sinni „Veröld sem
var”. En atburðir sem þarna er
lýst eiga sér hliðstæöur á öllum
timum. Zweig er að tala um
febrúardagana 1934 þegar ófull-
burða bylting var gerð I Vin, en
orö hans eiga sér enn gildi og
einmittá þessum vikum riöur á,
að menn geri sér óljúgfróða
mynd af samtiö sinni og raði
hlutum i rétt samhengi.
Viö þurfum fyrst og fremst að
gera okkur grein fyrir, að við
erum ekki lengur einöngruð af-
dalabyggð i þjóðahafinu og sá
timi er liðinn að litið sé á okkur
einsog Disneyþjóðfélag sem
borðar úr úr lófa herveldis eins-
ogtil gekk lengi framan af eftir
strið og meöan hernámið stóð
einsogfleinn gegnum þjóðina og
skipti henni I tvær andstæðar
fylkingar. Þegar Atlantshafs-
flug Loftleiða hófst, þetta
„ævintýri ungra ofurhuga” var
það óhugsandi nema fyrir sér-
stakar ivilnanir Bandarikja-
manna. Nú hefur hinum frjálsu
markaðslögum verið sleppt
einsogljónum inn á hringsviðið i
Róm til forna. Flugleiðir er eitt
af fyrstu fdrnarlömbunum, en
þvierlengurað blæða út en öör-
um vegna sögulegra og tilfinn-
ingalegra forsenda. Flugsagan
hjá smáþjóð einsog íslending-
um skipar þar sérstakan sess og
er hjúpuð rómantiskum dýrðar-
ljóma frá fyrstu tið. Efnahags-
legar forsendur skipta kannski
minna máli, enda ekki eins
áþreifanlegar hjá almenningi.
Siöustu umræður um örlög
Flugleiða hafa leitt þetta I ljós
og sjónarmið af llkum toga
komu fram fyrir tveimur árum,
þegar Ólafur Ragnar Grimsson
sagði sannleikann um ástand
mála á Norður-Atlants-
hafi og vildi að Flugleiðir
gerðu grein fyrir stöðu
sinni þegar þær fóru fram á rik-
isábyrgö varöandi áhættuflug.
Þjóðin brást ókvæða við að fá
þvilikt og annað eins framan i
sig, þetta var kölluð árás á fé-
lagið sem „haföi dafnað við
brjóst hins unga lýöveldis” og
þarna væri á ferðinni landráða-
maður. Þennan veikleika þjóö-
arinnar hafa svo forráöamenn
félagsins notað allt fram á
þennan dag og stjórnmálamenn
þeir sem nú hafa líf félagsins
nánast I hendi sér vita aö hljóm-
grunnur er hjá kjósendum að
lengja lífdaga þess enda þótt
það kosti skattgreiðendur
ómældar fúlgur. Þarna rofnar
samhengiskeðjan I vitund al-
mennings. Nú verður væntan-
lega varið mörgum milljörðum
til að reyna að rétta reksturinn
af, sem þýöir með öðrum oröum
aö við greiðum nið
ur fargjöld fyrir Þjóðverja og
Amerlkana og stefnir i, að þeir
geti feröast og nærst kostnaðar-
litiö, setið i makindum I ferðum
niðurgreiddum af islenskum al-
menningi, etið dilkakjöt niður-
greitt af islenskum almenningi
og haft ost sem álegg niður-
greiddan af íslenskum almenn-
ingi.
Auðvitaö er ljóst, að með falli
Altandshafsflugsins er mikil-
væg undirstaða brostin i
islensku efnahagslifi likt og
þegar sildarstofninn féll. A
þeim vigstöðvum biða menn þó
enn eftir Godot og ég bendi
mönnum á, aö fletta upp I slma-
skránni undir Sildarútvegs-
nefnd og athuga hvers þeir
verða visari.
Ýmsar aörar myndir eru
huldar rómantiskum skýjahjúpi
i samtlðinni og ekki vinsælt að
draga þær fram I heiðrikjuna.
Sú bylting sem orðið hefur i
landbúnaði á Islandi hefur
skapað offramleiðsluvanda sem
enn er ekki leystur. Varðandi
landbúnaðinn þá hafa myndast
tveir andstæðir hópar sem ekki
geta talast viö heldur hrópast á.
Báðir hafa nokkuö til sins máls.
Annars vegar ganga öfgarnir út
á aö menn setja samasemmerki
milli sauðfjárræktar og byggða-
stefnu, hinar vilja leggja is-
lenskan landbúnað niö
ur. Þaö þarf auðvitaö ekki að
endurtaka það hér, aö Islenska
sauðkindin hefur fætt okkur og
klætt gegnum tiöina, en breytir
ekki þeirri staöreynd, aö þjóðin
hefur komist upp á lag með aö
neyta annars kjötmetis, svo
sem svinakjöts, nautakjöts,
hænsna og s.frv. Það viröist
skoöun allmargra bænda i svo-
kölluöum „hefðbundniyn ”
greinum sauöfjárrækt og mjólk-
urframleiðslu, aö framleiðsla á
fyrrnefndu kjöti sé af hinu illa
og aörir tekið svo djúpt i árinni
að tala um svinarækt sem út-
lendan atvinnuveg. Menn verða
einfaldlega að sætta sig við, að
þjóöin lætur ekki segja sér fyrir
verkum um hvað hún leggur sér
til munns, hvorki Stéttarsam-
band bænda eða aöra aðila.
Þetta er orðinn hluti af okkar
matarvenjum, auk þess sem
hótelin verða að hafa annaö kjöt
enkindakjötá boöstólum handa
útlendingum sem fæstir leggja
sér kindakjöt til munns, þvi
miður. En þessum staðreyndum
loka bændur I .Jieföbundnum”
búgreinum augunum fyrir. Hót-
fyndnin um að það sé nógu gott i
kjaftinn á þeim breytir bara
engu hér um.
Svo rótgróin er trúin á bless-
aða sauökindina, að litlum rök-
um verður við komið þegar
þessi mál eru rædd, þar bera til-
finningarnar rökin oft ofurliði
og allar umræður meira og
minna i véfréttarstil. Þessu
veröur að breyta og koma á
samkomulagi og þarna stend
ur hnífurinn I kúnni varð-
andi þá togstreitu sem skapast
hefur milli byggöar og borgar.
Landbúnaðurinn leggur miklar
byrðar á herðar almennings I
landinu, það er ómótmælanlegt,
en hann veitir einnig mörgum
höndum atvinnu í úrvinnslu
landbúnaðarafurða. Þaö er
krafa um betri úttekt á málefn-
um landbúnaðarins I landinu,
sem gæti dregið úr tortryggni á
báða bóga og nú ber mikiö á.
Ég vil að lokum lýsa þeirri
skoðun minni, að það hefur ekki
veriö markmiö stjórnmála-
manna i seinni tið að draga upp
óljúgfróða mynd af samtíð sinni
og getið er hér aö framan.
Þannig hafa Flugleiöir og mál-
efni þeirra ekki veriö dregin
fram I dagsljósið sem skyldi, en
verið notuö sem pólitiskt hrá-
skinn og almenningur i landinu
fiflaöur daglega bæöi af ríkis-
fjölmiðlum og öðrum. Um land-
búnaðinn er helst þagað þunnu
hljóði og fáir vilja viöurkenna,
aö þar rikja enn lögmál
veraldar sem var.
Almenna Bókafélagið
gefur út:
Bernska
mín
í Rússlandi
AB — úterkomin hjá Almenna
Bókafélaginu bókin Bernska min
i Rússlandi, eftir tatarakonuna
Guysel Amalrik. Guysel Amalrik
er fædd árið 1942 og ólst hún upp i
Moskvu.
Bókin fjallar um uppvöxt henn-
ar, þar sem fátækt og skortur,
strangt uppeldi, ómanneskju-
legurskóli þar sem rikjum ræður
stéttaskipting og misrétti, verður
hlutskipti . þennar. Hún flýr úr
skólanum, leitar á vit drauma og
lifsfirringar. Fyrir tilviljun
kemst hún i kynni við listmálara,
sem kemur strax auga á listræna
hæfileika hennar og býðst til að
kenna henni að mála.
Bernskusögu hennar lýkur
þegar hún er orðin sjálfstæður
listmálari. Þá tekur við hjóna-
band hennar og rithöfundarins
Andrej Amalrik og deila þau
örlögum — útlegð i Siberiu.
Bókinni lýkur á sendibréfi
Guysel til vinkonu sinnar, en þar
skrifar hún um llfið I siberfsku
þorpi, þar sem meiri hluti Ibú-
anna eru þrælkunarfangar.
Þau AmalrikTijónin eru nú i
hópi sovéskra útlaga á
Vesturlöndum.
Bókin er þýdd úr þýsku af Bergi
Björnssyni.