Tíminn - 20.09.1980, Blaðsíða 3

Tíminn - 20.09.1980, Blaðsíða 3
Laugardagur 20. september 1980. 3 Nýtt hlutafélag með 625 hluthöfum: Fiskeldi h/f hefur starfsemi við Húsavík BSt — Nýtt hlutafélag var stofnaö I Reykjavik 17. april sl. vor, hlutafélagiö Fiskeldi h/f.. Stofnhluthafar voru 625 talsins úr 53 sveitarfélögum á landinu og hlutafé 104,5 millj. kr. A stofn- fundinum var stjórn félagsins veitt heimild til aö tvöfalda hluta- féö, og veröa ráöstafanir til þess geröar i febrúar á næsta ári. Tilgangur félagsins er aö kanna líffræðilega, tæknilega og fjárhagslega möguleika á fiskeldi hér á landi, og einnig markaösmöguleika, og hefja siöan fiskeldi þegar hagkvæmt þykir. Ennfremur aö vinna aö fullvinnslu framleiösluafuröa á neytendamarkaö. Nú þegar hefur félagiö byggt klak- og fiskeldishús i landi, sem Húsavikurbær hefur úthlutaö undir starfsemi Fisk- eldis h/f I Haukamýrargili viö Húsavik. Þar segja forstööu- menn þessa félags aö sé alveg tilvalinn staöur. Kemur margt til. Þarna er gott aö ná vatni, bæöi heitu og köldu, aöeins er viö einn aöila aö semja, bæöi um land og vatnsréttindi, þ.e.a.s. Húsavikurbæ. Ekki sakar þaö, aö áhugi er þar um slóöir á þessari starfsemi og m.a. hlut- hafa er Húsavikurbær. Tvö önnur sveitarfélög eru einnig hluthafar, þ.e. Ólafsfjöröur og Kelduneshreppur i N.-Þing. Þessi klakstöö, sem er aö taka til starfa nú í haust, er ekki hugsuö sem keppinautur ann- arra seiöasölustööva, heldur segja forráöamenn aö þeir hugsi gott til samvinnu viö slik fyrirtæki önnur, sem og laxa- bændur. Fyrst veröur byrjaö á laxaklaki og seiöarækt, en starfsemin færö út er tímar liöa. Stefnt er aö fiskeldi og siöan fullvinnslu afuröanna i neytendaumbúöir, ef fram- leiöslan gengur aö óskum. Aformaö er aö fyrirtækiö veröi alfariö i eigu Islendinga, en stjórnendur sögöust ekki mundu hafa á móti erlendu lánsfé, ef þaö fengist, og væri aöallega hugsaö til Norræna fjárfestingabankans I þvi skyni. Framkvæmdastjóri Fiskeldis h/f er Jón G. Gunnlaugsson viöskiptafræöingur. Stöövar- stjóri hefur einnig veriö ráöinn aö stööinni viö Húsavlk, en hann hefur kynnt sér slika starfsemi i Noregi, bæöi meö skólagöngu þar og störf viö fiskeldisstöö. Stjórn félagsins hefur hugsaö sér aö beita sér fyrir fiskeldi á fleiri stööum á landinu og er veriöaö rannsaka nokkra staöi i þeim tilgangi. Þegar hafa veriö sett 3000 seiöi i Eiöisvatn á Langanesi. Þar er afrennsli til sjávar og má þvi reyna þar svo- kallaöa hafbeit, en árangur á eftir aö koma i ljós. Island þykir sérlega vel falliö til fiskræktar, segja sér- fræöingar i þeim málum, þvi aö þar má fá heitt vatn, sem i öörum löndum veröur aö kaupa dýra orku til aö hita. Einnig hefur þaö mikiö aö segja fyrir fiskeldiö, aö hér viö land eru laxveiöar algjörlega bannaöar i sjó, og ætti þvi aö ganga betur meö endurheimtuna. í stjórn Fiskeldis h/f eru: Formaöur Jón Gauti Jónsson viðsk.fr., varaform. Jón Friöjónsson, verkfr. Bjarni Aöalgeirsson, bæjarstj. Eyjólfur Friögeirsson, fiskifr., Jakob V. Hafstein, lögfræöingun Hilmar Helgason stórkaup- maöur og svo framkv.stjórinn Jón G. Gunnlaugsson viöskiptafr. Varastjórn skipa Ingimundur Konráösson framkv.stj., Pétur Rafnsson, forstjóri, Skúli Johnsen, læknir, Snorri Pétursson, viösk.fr.. Nokkrir af forstööumönnum Fiskeldis h/f kynntu blaöamönnum tilgang félagsins. Þeir eru, taliö f.v. Arni ól. Lárusson, Jón Friöjónsson, Jón Gauti Jónsson og framkv.stj. félagsins, Jón Gunnlaugsson. (Timamynd: Róbert). 500 ferm. klak-og eldishús byggt á einum mánuöi! Framkvæmdir hófust 20. ág. en nú stendur húsiö full- byggt- (Ljósm.: Hákon Aöalsteinsson) Tenging Stekkjabakka við Reykjanesbraut: Enn ekki hafist handa Kas— Eins og komið hefur fram í fréttum hefur það verið eitt rifrildismálanna i borgarráði og borgar- stjórn síð-sumars á hvern hátt ætti að tengja Stekkja- bakka í Breiðholti Reykja- nesbraut. Var mikið kapp lagt á það af hálfu emb- ættismanna borgarinnar að ákvörðun yrði að taka snemma, ef auðnast ætti að Ijúka verkinu fyrir veturinn. Gekk það meira að segja svo langt að hafist var handa við verkið áður en lögformleg ákvörðun hafði verið tekin. Nú bregöur svo viö aö borgar- ráö tekur endanlega ákvöröun um aö Stekkjabakki skuli tengdur svokallaðri beinni tengingu viö Reykjanesbraut á fundi sinum á föstudaginn fyrir rúmri viku siöan, en aö visu veröur sá val- kostur ofaná sem embættismenn- irnir hefðu siöur kosiö. Hvaö svo sem gerst hefur siðan liggur ljóst fyrir aö ekki hefur enn veriö hafist handa viö verkiö, þ.e. tenginguna. Ingi Ú. Magnússon, gatnamálastjóri borgarinnar, sagöi í samtali viö Timann i gær, aö drátturinn stafaöi fyrst og fremst af þvi aö ekki heföi tekist aö fá vélar til aö vinna verkiö. „Viö byrjuðum aöeins á þessu, en siöan varð aö stööva verkiö, þar sem önnur verkefni kölluðu á verkfærin”, sagöi Ingi O. Sagöist gatnamálastjóri þó vona aö eftir helgina yröi hægt aö hefja framkvæmdir viö teng- inguna á fullum krafti. Ef það tækist, ætti aö vera hægt aö ljúka þvi á mánaöartlma. Þaö er þvi i fyrsta lagi um mánaöamótin okt,—nóv. sem samgöngubótin i Breiðholti veröur tekin I notkun. Jónas hjá einu vcrka sinna. J0NAS SYNIR I N0RRÆNA HUSINO BSt — Jónas Guðvarðsson opnar i dag, laugard. 20. sept., sýningu í kjallara Norræna hússins. Þar sýnir hann um 70 lág- myndir og skúlptúra. Myndirnar eru unnar i tré, og allar gerðar á sl. 2 árum. Sýningin verður opin kl. 16—22 virka daga en 14—22 um helgar. Jónas Guðvarðsson stundaði nám i Myndlista- skólanum i Reykjavík 1963—1968. Síðan í lista- skólum á Spáni 1968—70. Hann hefur fimm sinnum sýnt á Haustsýningum F.I.M. á undanförnum árum. Einnig hefur hann sýnt á samsýningum á Spáni og á sýningunni Skagfirzkir málarar á Sauðárkróki 1971. Þetta er 5. einkasýning Jónasar, en síðasta einka- sýning hans var í Norræna húsinu 1978.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.