Tíminn - 20.09.1980, Page 5
Laugardagur 20. september 1980.
5
EFNID 06 ANDINN
Sýning
Vilhjálms Bergssonar
V'ilhjálmur Bcrgsson sýnir
málverk og teikningar undir
vöruheitinu LJÓS og VÍDDIR aö
Kjarvalsstöðum dagana 13.-21.
september, en um þaö bil tvö og
hálft ár eru siöan hann sýndi
seinast og þá á sama staö, ef ég
man rétt.
Þetta er stór sýning, þvi
myndimar eru rúmlega sjötiu
talsins, þar af 63 oliumálverk,
en teikningar eru tiu.
Einn á ferð.
Vilhjálmur Bergsson er
nokkurs konar einfari í Islenskri
myndlist. Hann er þó ekki lista-
stefnuhöfundur, þannig séö. Er-
lendis eru menn til sem aðhyll-
ast svipaða vinnu, þótt þeir séu
á annarri leið, frá vissu sjónar-
miðia.m.k.,ogmánefna nöfn ef
þvi er að skipta. En innan þess
ramma er Vilhjálmur þó furðu
sjálfstæður, og myndir hans
skera sig þvi úr islenskri mynd-
list á mjög eindreginn hátt.
Myndefni Vilhjálms Bergs-
sonar er sérstök veröld. Dular-
full og óræð i senn. Eru þetta
fjarviddarmyndir úr óendan-
legum geimnum, ellegar upp-
stækkaðar örverur, veröld sem
ekki sést nema i smásjá, eða
hugsanir, eða dulskynjanir? Þvi
er ekki auðvelt að svara. Lista-
maðurinn hefur þó sagt frá þvi
opinberlega, að hann hafi tals-
verðan áhuga á þessu sviöi.
önnur sérkenni eru siðan þau,
að hann notar aðra málningar-
tegund en hinir málararnir
nota, gamlar miöaldauppskrift-
ir, er gjöra litinn „sjálflýs-
andi”, eða hlaða hann birtu, án
þess að unnið sé að þvi að
skerpa ljós.
Jón bóndi i Möðrudal komst
að ýmsu á Möörudalsöræfum,
meðan hann reisti kirkju og
málaði Hólsfjallakrist, sem
rennir sér niöur brekkuna eftir
Fjallræðuna. Hann komst aö
þvi, að ekki væri hægt að mála
almennilega fyrr en búið væri
aðfinna upp liti er hlaðnir væru
ljósi. Fyrr yröu málverk ekki
góð, eöa samboðin fyrirmynd-
inni aö teljandi marki.
Ef til vill hefðu uppskriftir
þær frá fyrri öldum, er Vil-
hjálmur Bergsson notar, getað
komið þessum fjallabónda, þvi
þeir eru svo sannarlega ljósinu
hlaðnir og skera sig frá orku-
daufum efnum terpentinu-
manna, er nota venjulegt efni,
þurrkara og tinktúrur.
Það er örðugt að meta þróun i
veröld sem maöur ekki þekkir
að marki. Þess vegna er ekki
svo auðvelt fyrir áhorfandann
að vita hvernig miðar hjá mál-
ara er vinnur jafn skipulega og
einhæft, eins og Vilhjálmur
Bergsson gjörir, en með orðinu
einhæft, er i hér átt viö hið
þrönga svið er hann tileinkar
sér. Það er helst að bera saman
eldri myndir á sýningunni,
myndir frá 1965 og 1966. Þá sér
maður aö þróun hefur orðiö,
einkum og sér i lagiá teikningu
og myndrænni hugsun.
Auðvelt er aö sjá þetta með
þvi að skoða teikningar, þvi þá
sést aö i þessum myndum skipt-
irteikningin ekki minna málien
liturinn og efnin.
Efnið og andinn
Einn af sterkustu eölisþáttum
I vinnubrögöum Vilhjálms
Bergssonar ef efnisnotkunin.
Það er að segja þær ströngu
kröfur er hann gerir til þeirra
lita og bindiefna er hann notar i
oliumálverkin. Þar gætu margir
lslenskir myndlistarmenn tekið
hann sér til fyrirmyndar. Ekki
þaö að þeir noti endilega hinar
sjálflýsandi miðaldauppskriftir,
heldur noti meira af bindiefnum
I litinn i' stað terpentinu. Það er
mála sannast að gömul islensk
oliumálverk eru iðulega illa
leikin bara af þvi að hanga á
vegg, jafnvel á góðum staö.
Smám saman molnar liturinn
og springur, þvi bindiefnin
vantar. Málverk eiga aö geta
enst um aldir — en þá verða
réttar efnablöndur að vera i
litnum. Annars er voðinn vis. Þá
er rétt að vara við nýefnum
ýmsum, er sumir eru býsna
óragir við að nota i myndir, t.d.
alls konar „syntetisk” lökk i
þykkum lögum, sem enginn veit
hvernig mun vegna i sambúð-
inni við eillföina.
Vilhjálmur Bergsson hefur
lýst þvl hér I blaðinu (i viötali),
hvernig hann undirvinnur sinar
myndir, eða grunnar léreftin, en
það er einnig eitt af grundvall-
arboöorðum i varöveislu lista-
verka.
Jónas Guömundsson.
Vilhjálmur við eina mynda sinna, Mögnun.
(Timamynd Róbert).
NÝJAR BÆKUR FRÁ IÐUNNI
AB — Nú i ár, sem önnur ár,
verður geysimikil útgáfustarf-
semi hjá Bókaforlaginu Iðunni.
Ekki eru samt öll kurl komin til
grafar með það hvaða bækur
veröa útgefnar,
A meöal frumsamdra skáld-
sagna verða bækur eins og „Ljós-
tollur”, eftir Ólaf Gunnarsson,
(höfund „Milljón prósent
menn”), „Læknamafían”, eftir
Auði Haralds, og bók númer tvö
um Margeir rannsóknarlögreglu-
mann, eftir Gunnar Gunnarsson,
og nefnist hún „Margeir og
spaugarinn”.
Nýtt bindi i ritverkinu „Aldir-
nar” er væntanlegt. Það er
„öldin 16. fyrrihluti (1501-1550),”
oghefur Jón Helgason tekið hana
saman.
Heildarútgáfa á ljóðum
Sigfúsar Daðasonar kemur út nú i
ár, með myndskreytingum
Sverris Haraldssonar. Einnig
kemur út 2. bindi I safni endur-
minninga, valið af Gils Guð-
mundssyni, er „Mánasilfur”
nefnist.
Nýlega er komin út bók eftir
Stefán Unnsteinsson er ber titil-
inn „Stattu þig drengur. Þættir af
Sævari Ciesielski”.
„Heimkynni við sjó”, ný ljóða-
bók eftir Hannes Pétursson
kemur út nú I vetur. Iöunn gefur
einnig út „Greinasafn”, eftir As-
geir Hjartarson og hefur Ólafur
Jónsson séö um efnisval.
Iöunn mun einnig gefa út
nokkrar frumsamdar barna-
bækur, og er um fjölgun að ræöa
hjá fyrirtækinu á þvi sviöi. Meðal
barnabókanna verður bók eftir
Ragnheiði Jónsdóttur, „Dóra i
Alfheimum”, (endurútgáfa),
Ragnheiður Gestsdóttir mynd-
skreytti. Ný bók frá Guðrúnu
Helgadóttur um þá kumpána Jón
Odd og Jón Bjama kemur nú út,
með myndskreytingu Sigrúnar
Eldjárn. Sigrún Eldjárn sendir
einnig frá sér bók þar sem hún
bæði semur texta og gerir
myndir. Bókin heitir „Allt i
plati”. „Krakkarnir i Krumma-
vlk” nefnist barnabók eftir
Magneu frá Kleifum. Ný saga
eftir HreiðarStefánssonsem sem
nefnist „Grösin I Glugghúsinu”,
kemur út nú I ár.
Auk áður nefndra barnabóka
kemur út fjöldi þýddra barna-
bóka, þ.á.m. sex bækur um
„Herramenn”, eftir Roger Har-
greaves, en bækur þessar eru nú
mest seldu barnabækurnar á
Bretlandseyjum, i Noregi og i
Sviþjóð. Þrándur Thoroddsen
hefur þýtt þessar bækur.
Ekki verða unglingarnir út-
undan hjá Iðunni. Sjö þýddar
unglingabækur koma út hjá for-
laginu I ár, þ.á.m. bók eftir E.W.
Hildick, og nefnist hún „Liðið
hans Lúlla”, en bók þessi fékk
H.C. Andersen-verðlaunin.
A meðal annarra þýddra bóka
má nefna „Kvennaklósettið”,
eftir Marlyn French, I þýöingu
Elisabetar Gunnarsdóttur
„Rancas-, þorp á heljarþröm”,
eftir Perúmanninn Manuel
Scoraz, i þýðingu Ingibjargar
Haraldsdóttur, og þá má geta
afar sérstæðrar bókar er nefnist
„Grænlensk dagbókarblöð”, sem
er um daglegt lif grænlensks
veiðimanns i máli og myndum.
Þetta er dagbók sem Thomas
Frederiksen hélt um nokkurra
ára skeið og Gyldendal uppgötv-
aði siöan. Þessi bók er gefin út nú
hjá Iðunni um leið og hún kemur
út hjá Gyldendal i Kaupmanna-
höfn og þýðingu annaðist
Hjálmar Clafsson.
^ J.R.J. Bifreiðasmiðjan
Varmahllð,
Skagafirði. 4
Simi 95-6119.
Yfirbyggingar á Toyota 4x4 picup. Við bjóðum upp á 4
gerðir yfirbygginga á þennan bil. Hagstætt verð. Yfir-
byggingar og réttingar, klæðningar, sprautun, skreyting-
ar, bilagler.
Sérhæfð bifreiðasmiðja I þjóöleiö.
Laus staða
Staða skattstjóra Norðurlandsumdæmis
vestra er laus til umsóknar. Umsækj-
endur þurfa að fullnægja skilyrðum 86. gr.
laga nr. 40/1978 um tekjuskatt og eignar-
skatt.
Umsóknir ásamt upplýsingum um mennt-
un og fyrri störf sendist fjármálaráðu-
neytinu fyrir 20. október n.k.
Fjármálaráðuneytið, 17. september 1980.
Laus staða
Laus er til umsóknar staða á Skattstofu
Suðurlandsumdæmis.
Umsækjandi þarf að hafa próf i viðskipta-
fræði eða lögfræði eða haldgóða þekkingu i
bókhaldi og reikningsskilum.
Umsóknir ásamt upplýsingum um mennt-
un og fyrri störf sendist skattstjóra Suður-
landsumdæmis, Hellu fyrir 24. október
n.k.
Fjármálaráðuneytið, 17. sept. 1980.
BUKKVEft
200Kópavogur - Sími: 44040.
BIIKKVER
SELFOSSI
Hrismýri 2A - 802 Selfoss - Sími: 99-2040.
Skeiiobrekka 4 -
Deildarverkfræðingur
Rafmagnsveita Reykjavikur vill ráða raf-
orkuverkfræðing til að veita verkfræði-
deild forstöðu.
Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar
fást hjá starfsmannastjóra, Hafnarhúsinu
v/Tryggvagötu 4 hæð simi 18222.
Umsóknarfrestur er til 30. september
1980.
RAFMAGNSVEITA
REYKJAVÍKUR