Tíminn - 20.09.1980, Page 6
6
Laugardagur 20. september 1980.
Erlent yfirlit
Þórarinn Þórarinsson:
Nýjar deilur í
Sjálfstæðisflokknum
Deilur halda áfram að magnast i Sjálfstæðis-
flokknum. Svo virðist sem nýleg ráðning á fram-
kvæmdastjóra flokksins ætli að fá sögulegan eftir-
mála.
Geir Hallgrimsson fékk það verkefni sem for-
maður Sjálfstæðisflokksins um eða eftir áramótin
að svipast um eftir nýjum framkvæmdastjóra, þvi
að Sigurður Hafstein hafði sagt starfinu lausu.
Geir gekk ekki hratt til verks frekar en hans er
siður, enda þótt ástæða til að lita á þetta mál alvar-
legum augum, þvi að hér er um að ræða lykilstöðu i
flokknum.
Seint og um siðir fann þó Geir mann, sem var
honum að skapi, Kjartan Gunnarsson herfræðing.
Hér skal ekki dæmt um þetta val Geirs, en hitt er
nú uppvist, að leiðtogar Sambands ungra Sjálfstæð-
ismanna töldu þetta val ekki heppilegt. Fram-
kvæmdastjórn Sambandsins mótmælti ráðningunni
opinberlega, en það hafði Geir að engu. Valið á
Kjartani var formlega samþykkt á miðstjórnar-
fundi Sjálfstæðisflokksins fyrir nokkru. Enginn
greiddi atkvæði gegn þvi, en margir sátu hjá.
Formaður Sambands ungra Sjálfstæðismanna,
Jón Magnússon lögfræðingur, hefur talið sig ekki
geta skilizt svo við þetta mál, að hann gerði ekki
nánari grein fyrir afstöðu framkvæmdastjórnar
SUS: í grein, sem hann birti i Mbl. 18. þ.m., gefur
hann til kynna, að Geir Hallgrimsson hagi sér eins
og Sjálfstæðisflokkurinn væri einkafyrirtæki hans.
Geirsarmurinn i Sjálfstæðisflokknum virð-
ist ætla að taka þetta óstinnt upp. Næsta dag (19.
þ.m.) fór Einar K. Guðfinnsson fram á ritvöllinn i
Mbl., þar sem hann deildi hart á framkvæmda-
stjórn SUS og telur hana hafa brotið lög þess. Jafn-
framt vikur hann ómildum orðum að Jóni Magnús-
syni.
Ótvirætt kemur fram i grein Einars, að hann er
mikill Geirsmaður, en hann kemst þó ekki hjá þvi
að viðurkenna, að Gunnar Thoroddsen og skoðana-
bræður hans eiga mikið fylgi i Sjálfstæðisflokknum.
Einar K. Guðfinnsson segir m.a.:
„Það má lika benda á fjölda manna, er gegna
trúnaðarstöðum fyrir Sjálfstæðisflokkinn, og hafa
aðra afstöðu til núverandi rikisstjórnar en formað-
ur flokksins”.
Furðuleg krafa
Morgunblaðið reynir að snúa út úr ummælum,
sem einn blaðamanna þess hefur haft eftir Ingvari
Gislasyni menntamálaráðherra um veitingu skóla-
stjórastöðunnar i Garðabæ.
í viðtalinu sagði ráðherrann, að hann teldi báða
mennina, sem til greina komu, vel hæfa. Persónu-
legt mat sitt væri það, að sá, sem fékk stöðuna, væri
hæfari, og þar sem valdið væri i höndum mennta-
málaráðherra, hefði honum borið að fara eftir þvi.
Vitanlega er það skylda menntamálaráðherra,
eins og annarra ráðamanna, að beita valdi sinu á
þann hátt, sem hann álitur réttastan. Það er furðu-
leg krafa hjá Mbl. að ráðherrar eigi ekki að beita
valdi sinu samkvæmt þvi, sem þeir álita réttast.
Þ.Þ.
Hershöf&ingjarnir vi& hátf&lega athöfn f grafhýsi Kemals Ataturks strax eftir valdatökuna. Evren er
lengst til vinstri, en Saltik iengst til hægri.
EITT fyrsta verk hershöfö-
ingjanna, sem tóku völdin í
Tyrklandi aö morgni hins 12.
þ.m., var aö fara til grafhýsis
þess, sem geymir jaröneskar
Íeifar Kemals Ataturks, og vera
viöstaddir sérstaka helgiathöfn
þar.
Meö þessu munu þeir hafa
viljaö árétta, aö þeir myndu
fylgja fram stefnu Ataturks,
sem fólst i þvi aö taka upp
frjálslyndari stjórnarhætti og
styöjast viö fordæmi vestrænna
þjóöa i staö þess aö fylgja
Islömskum strangtnlnaöi.
Þaö er I samræmi viö þetta,
aö liklegt er taliö aö málaferli
veröi hafin gegn Erbakan, leiö-
toga Hjálpræöisflokksins, sem
er vinstri sinnaöur strangtrúar-
flokkur, og Turkes, leiötoga
öfgafulls þjóöernisflokks, en af-
staöa þessara tveggja flokka
hefur átt mikinn þátt I aö gera
þingiö óstarfhæft, og aö ýta und-
ir ógnaröldina i landinu.
Erbakan hefur viö ýmis tæki-
færi látiö i ljós andúö sina á
Ataturk og t.d. aldrei mætt viö
helgiathafnir, sem hafa veriö
tileinkaöar honum. Hann hefur
lýst sig andvigan versturveld-
unum og þátttökunni i Nató.
-Sennilegtþykir, aö leiötogar
stóru flokkanna, Ecevit og
Demirel, muni sleppa viö
réttarhöld, þótt enn hafi ekki
neitt veriö íátiö uppi um þaö.
KENAN EVREN, sem haföi
forustu um byltingu hersins og
fer nú meö forsetavald, hefur
veriö talinn hæglátur maöur,
sem ekki léti skerast I odda fyrr
en á siöustu stundu.
Hann hefur varaö stjórnir
Ecevits og Demirels viö þvi, aö
herinn gæti ekki sætt sig viö
hina vaxandi hryöjuverkaöldu
og hlyti þvi fyrr en siöar aö
gripa I taumana, ef engin breyt-
ing yröi til hins betra.
Drátturinn á þvi, aö herinn
skarst i leikinn, þykir benda til
þess aö Evren sé seinþreyttur
til vandræöa, þvi aö aörir hers-
höföingjar eru taldir hafa viljaö
gera þaö miklu fyrr.
Evren er fæddur 1918 og gekk
strax i herinn, þegar hann fékk
aldur til. Hann lauk námi viö
herskólann I Istanbul 1938 og
geröist siöar liösforingi i stór-
skotaliöinu.
Þegar Sameinuöu þjóöirnar
skárust i leikinn i Kóreustyrj-
öldinni, sendu Tyrkir þangaö
herliö, sem baröist undir merkj-
um S.Þ. Herliö þetta var mjög
rómaö fyrir framgöngu sina.
Evren stjórnaöi stórskotaliös-
deild þess. Siöan er hann talinn
Kenan Evren
hlynntur Bandarikjamönnum.
Eftir heimkomuna frá Kóreu
hækkaöi Evren i tign og hefur
stööugt veriö aö færast upp
valdastigann, unz hann var
skipaöur yfirmaöur herráösins
1977, en þaö er æösta staöan i
hemum. Aöur haföi hann veriö
varaformaöur herráösins.
Evren hefur veriö talinn
fylgjandi þátttöku Tyrklands i
Atlantshafsbandalaginu. Hann
hefur sem varaformaöur og for-
maöur herráösins dtt mikil
samskipti viö þá hershöföingja
Nató, seni hafa gegnt störfum i
Tyrklandi.
Evren hefur einnig haft nokkur
samskipti viö RUssa. Hann var
formaöur nefndar hernaöarsér-
fræöinga, sem fór til Moskvu
19751 tilefni af þvi, aö Bandarik-
in höföu stöövaö vopnasölu til
Tyrklands vegna innrásar
Tyrkja i Kýpur.
EVREN hélt blaöamannafund
siöastl. þriöjudag, þar sem hann
skýröi frá þvi, aö herinn myndi
samkvæmt fyrri fordæmum
koma aftur á lýöræöislegri
stjórn, eins fljótt og hann ætti
þess kost.
Aöur en til þess kæmi, yröi
sett ný st jórnarskrá. Taliö er aö
hershöföingjarnir hafi sérstak-
an áhuga á aö auka vald forset-
ans, likt og er t.d. I Frakklandi.
Heyrst hefur, aö þeir ætli sér-
stöku stjórnlagaþingi að fjalla
um þetta mál.
A blaöamannafundinum sagöi
Evren, aö Tyrkir myndu standa
viö allar skuldbindingar sinar
viö Nató.
Hann kvaö sérstakt öryggis-
ráö hersins fara meö æösta
vald. Sjálfur væri hann formaö-
ur þess og mun formennskan I
þvi jafngilda forsetastarfi.
Ritari ráösins væri Haydar
Saltik hershöföingi, sem er
sagöur mikill vinur Evrens.
Sumar heimildir telja Saltik
„sterka manninn” i öryggisráð-
inu.
Evren sagöi, aö fljótlega yröi
mynduö borgaraleg rikisstjórn,
sem yröi eingöngu skipuö
óbreyttum borgurum. Hún
myndi fara meö hina venjulegu
stjórn landsins undir leiðsögn
öryggisráösins.
Evren taldi, aö mikilvægustu
verkefnin á næstunni væru aö
koma á lögum og reglu og aö
rétta viö efnahag landsins. t
stórum dráttum yröi fylgt þeirri
efnahagsstefnu, sem stjórn
Demirels heföi mótað aö ráöi
efnahagsráöunauts hans,
Turgut Ozal, en hann veröur
efnahagsráöunautur öryggis-
ráös hersins.
ftP <S>
Ctgefandi Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Ritstjórar: Þórarinn
Þórarinsson, Jón Helgason og Jon Sigur&sson. Ristjórnarfull-
trúi: Oddur ólafsson. Fréttastjóri Kristinn Haligrimsson. Aug-
lýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur,
framkvæmdastjórn og augiýsingar Si&umúla 15. Simi 86300. —
Kvöldsimar blaöamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20: 86387. Verö I
lausasölu kr, 280. Askriftargjald kr. 5500 á mánu&i. Prentun:
Blaöaprent.
Stefna Ataturks er
leiðarljós Evrens
Hún er andvíg strangtrúnaðarmönnum