Tíminn - 03.10.1980, Blaðsíða 6
.•'rfl ■ '.r'i ) Ij : * r * r.»
Föstudagur 3. október 1980.
Útgefandi Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Ritstjórar: Þórarinn
Þórarinsson, Jón Helgason og Jon Sigurösson. Ristjórnarfull-
trúi: Oddur Ólafsson. Fréttastjóri Kristinn Hallgrimsson. Aug-
lýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur,
framkvæmdastjórn og auglýsingar Siöumúla 15. Sími 86300. —
Kvöldsímar blaöamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20: 86387. Verö í
lausasöiu kr. 280. Askriftargjald kr. 5500 á mánuÖi. Prentun:
Blaöaprent.
Valdiö
til fólksins
i þeim umræðum sem átt hafa sér stað um
endurskoðun stjórnarskrárinnar hefur það verið
tekið fram af fulltrúum allra stjórnmálaflokkanna
að meðal þeirra atriða sem stefnt skuli að sé jöfn-
un atkvæðisréttar kjósenda, en sem kunnugt er
hefur þróun busetu i kjördæmum landsins leitt til
þess að upp er komiö talsvert misræmi — eða ó-
jafnvægi — i þeim efnum.
En enda þoit verulega viðtæk samstaða hafi
þanmg náöst um paö sjónarmið að jafna beri at-
kvæðisrélUnn miili iandshlutanna, — og þar með
auka hlutiaiisiegan þingmannaf jölda á höfuðborg-
arsvæðmu, — hei'ur það margsinnis komið greini-
lega fram i ummæium fuiltrúa landsbyggðarinnar
að þeir telja a margan hátt hallað á hana i núver-
andi stjórnkerfi.
Askell Einarsson, framkvæmdastjóri Fjórð-
ungssambands Norðlendinga, ræddi þessi mál i
skýrslu sinni á Fjórðungsþingi Norðlendinga sem
haldið var á Akureyri i upphafi september. i
skýrslu sinni sagði Áskell m.a.:
„Kosningaréttur verður jafnaður. Það er mark-
viss þróun sem ekki verður stöðvuð, þótt halda
megi henni með réttsýni innan marka þjóðfélags-
legra aðstæðna á hverjum tima. Spurningin er:
Hvernig er mögulegt aö landshlutarnir fái aukna
meðferð á sinum málum, þrátt fyrir að hlutur
þeirra verði mmm á Alþingi en áður?”
Svar Askeis var þetta:
,,l þessu sambandi er ekki nema ein fær leið sem
er sú að auka verði heimastjórn og þar rneð verk-
efnatiltærslu frá hofuðborgarkjarnanum til lands-
byggðannnar. Það verður að skerpa að nýju
mörkin a milli löggjafarvalds og framkvæmda-
valds. l þvi sambandi hlýtur aukin valdsmeðferð
fólksins i landshlutum og sveitarfélögum að vega
mjög þungt á metaskálunum. Verkefnaskipting
má ekki vera eingöngu bundin við að saman fari
fjárhagsieg ábyrgö og stjórnun. Það verður að fela
fólkinu úti i landshlutunum meðferð verkefna sem
að öllu eru kostuð af rikinu og eru best leyst heima
íyrir. Með sama hætti þarf að tryggja heimaaðil-
um stjórnaraðild að rekstri opinberrar þjónustu á
sinum svæðum”.
Það verður ekki taliö undarlegt þótt mönnum
kunni að sýnast sitt hverjum um svo mikla breyt-
ingu á stjórnskipan landsins sem svar Áskels
Einarssonar ber með sér. Hitt fer ekki á milli mála
að dreifing valds og fjárhagslegt sjálfstæði
byggðanna á að geta orðið mjög eðlilegt svar við
þeirri þróun að skipan Alþingis miðist við jafnari
kosningarétt landsmanna en verið hefur.
i þeim umræðum sem standa yfir um endur-
skoðun stjórnarskrárinnar er þvi nauðsynlegt að
fólkið úti á landsbyggðinni hugleiði sérstaklega
þennan valkost. JS
Þórarínn Þórarinsson:
Erlent yfirlit
Eykur hjákonan sigur-
möguleika Gameiros?
Harðrí kosningabaráttu að ljúka i Portúgal
SIÐUSTU vikur hefur athygli
fjölmiðla beinzt að þingkosning-
unum, sem fara fram i Vest-
ur-Þýzkalandi á sunnudaginn
kemur. Litil athygli hefur hins
vegar beinzt að þvi, að sama
dag fara lram kosningar til
þingsins i Portúgal, sem geta
orðið miklu örlagarikari fyrir
Portúgala en kosningarnar i
Vestur-Þýzkalandi fyrir Vest-
ur-Þjóðverja.
í Portúgal er aðallega kosið
um það, hvort breyta skuli
stjórnskipan landsins. Stjórnar-
skráin, sem var sett upp úr bylt-
ingunni 1974, ber þess mjög
merki, að þar voru sósialisku
flokkarnir að verki. Hún leggur
verulegar hömlur á einkafram-
takið og gerir ráð fyrir miklum
afskiptum rikisins. Vinstri
flokkarnir, sem réðu mestu um
seinmgu hennar, vilja halda
henni óbreyttri, en þar er um að
ræða Sósialistaílokkinn og
Kommúnistaflokkinn.
Lýðræðisbandalagið svo-
nefnda, sem kom til sögunnar
fyrir þingkosningarnar i desem-
ber sfðastl., beitir sér fyrir stór-
felldum breytingum á stjórnar-
skránni, sem allar ganga i
hægri átt. Það hyggst svo fram-
íylgja stjórnarsteínu i samræmi
við það.
Lýðræðisbandalagið saman-
stendur aðallega af þremur
flokkum, flokki sósialdemó-
krata, sem hefur verið talinn
hægri sinnaður miðflokkur,
flokki miðdemókrata, sem
hefur verið talinn hægri flokkur,
og flokki konungssinna. I þing-
kosningunum 1976 fengu þessir
flokkar um 40% greiddra at-
kvæða. Þeir fengu svipað at-
kvæðamagn i desemberkosn-
ingunum i íyrra, en vegna sam-
eiginlegs framboðs nýttist at-
kvæðamagn þeirra betur og þeir
fengu þvi meirihluta á þingi.
Sósialistaflokkurinn varð
stærsti flokkur landsins i þing-
kosningunum 1976. Hann fór
meðstjórn landsins næstu miss-
erin á eítir, unz ósætt komst á
milli Soaresar, loringja hans, og
Eanesar forseta. Vegna upp-
lausnar, sem fór i kjölfarið,
efndi Eanes til desemberkosn-
inganna. Klokkurinn tékk 35%
atkvæðanna 1976, en ekki nema
27,4% i desemberkosningunni i
fyrra.
Kommúnistaflokkurinn fékk
14,5% i kosningunum 1976, en
um 19% i desemberkosningun-
1 SAMRÆMl við kosningaúrslit-
in i desember, myndaði
Francisco Sa Uarneiro, loringi
Lýðræðisbandalagsins og flokks
sósialdemókrata, rikisstjórn i
janúarmánuði siðastl. Stjórn
hans hefur aðeins tengiö niu
mánaöa starfstima. par sem
sa Uarneiro og Snu Abecassis.
bar að láta kosningar fara fram
i haust.
Þessa niu mánuði hefur Car-
neironotað vel til að sýna stefnu
sina i verki. Gripiö hefur verið
til ýmissa sparnaöarráðstafana
og spornað gegn veröbólgu á
ýmsan hátt. Hún hefur þvi færzt
niður i 15% úr 25% á siðastl. ári,
Hins vegar hefur atvinnuleysi
aukizL en var þó mikið fyrir.
Efnahagsástandið er mjög
bágborið i Portúgal og batnaði
ekki i stjórnartið vinstri manna.
Portúgalar eru taldir tátækasta
þjóðin i Vestur-Evrópu, en ár-
legar þjóðartekjur á mann eru
taldar þar 810 sterlingspund. Til
samanburðar eru þær taldar
2.466 sterlingspund i Bretlandi
og 4.350 i Frakklandi.
Kosningabaráttan hefur mjög
einkennzt af þvi aö vera eins
konar einvigi milli Lyðræðis-
bandalagsins og Kommúmsta-
flokksins. Foringjar Lýðræðis-
bandalagsins segja, að valiö sé
milli lýðræðis og kommumsma,
en kommúnistar segja, að valið
sé milli lýðræðis, sem tryggt sé
með núgildandi stjórnarskrá, og
fasisma.
Sósialistar hafa lent i eins
konar millistöðu. Þeir vara viö
öfgum til beggja handa og telja
lýöræöið þvi aðeins tryggt, að
Sa Carneiro aö greiða atkvæöi I desemberkosningunum.
t'ylgi þeirra eflist.
Það kann að styrkja stöðu
Sósialistaflokksins, að hann
hefur lýst stuðmngi viö Eanes
forseta, en forsetakosningar
fara fram eftir röska tvo mán-
uði. Lýðræðisbandalagið hefur
lýst ákveðinni andúð á Eanes og
býður fram gegn honum aftur-
haldssaman hershöfðingja,
Antonio Soares Carneiro. Þótt
nafn hans gæti bent til þess, er
hann hvorki i ætt við Carneiro
forsætisráðherra eða Soares
foringja sósialista.
TALIÐ er, að katólska kirkjan
hafi mjög stutt að sigri Lýð-
ræðisbandalagsms i fyrra, en
hún lýsti þá ákveönum stuðningi
við það. Aður hafði hún ekki tek-
ið afstöðu i kosnmgum.
Stuðningur kirkjunnar viö
Lýðræðisbandaiagið i kosmng-
unum nú er talinn erfiðleikum
bundinn. Astæðan er sú, að
kvennamál Carneiros eru ekki i
samræmi við siðalög kirkjunn-
ar.
Carneiro hefur siöustu fjögur
árin búið með danskættaðri
konu, Snu Abecassis, sem er
fráskilin og þriggja barna móð-
ir. Carneiro er hins vegar ekki
fráskilinn. Kona hans býr i
Lissabon, ásamt fimm börnum
þeirra.
Samkvæmt portúgölskum
venjum, mun ekki tekiö strangt
á þvi, þótt eiginmenn haldi
framhjá konum sinum, en það
verður að vera nokkurn veginn
leynilegt. Hitt þykir hneyksli,
þegar giftur maður og ófráskil-
inn, fer að búa með hjákonu
sinni.
Það þykir sýna kjark Carneir-
os, að hann reymr ekkert til að
halda framhjáhaldi sinu leyndu.
Siðan hann varð forsætisráð-
herra, hefur hann oft komið
fram opinberlega með hjákon-
una sér við hlið. Þannig tóku
þau bæði á móti Kosalynn Cart-
er.
Sumir fréttamenn telja, að
þessi kjarkur kunni jafnvel að
styrkja Carneiro. Andstæðingar
hans hafa lika ekki gert þetta
opinberlega að árásarefni á
hann, enda þekkja þeir regluna :
Sá yðar, sem syndlaus er, kasti
fyrsta steininum.