Tíminn - 03.10.1980, Blaðsíða 5

Tíminn - 03.10.1980, Blaðsíða 5
Föstudagur 3. október 1980. Haust- symng AB — Glæsileg og afar f jölbreyti- leg sýning FIM stendur nU yfir að Kjarvalsstöðum. Sýnd eru 140 verk eftir 40 höfunda. Fimm listamenn, sem sýna þarna sem gestir sýningarinnar, mynda þó nokkurs konar kjarna hennar. Það eru þau Ásgerður Búadóttir, Guömundur Bene- diktsson, Leifur Breiðfjörð, Val- týr Pétursson og Þórður Hall." Verk þessara listamanna eru afar ólik að sniðum. Asgerður sem sýnir þarna listvef nað á afar falleg verk á sýningunni. Eitt þeirra er stórt veggteppi sem hUn óf fyrir þessa sýningu og nefnir það „Sjö lifsfleti", en verk þetta sagðist Ásgerður hafa gert til heiðurs minningu sjö listakvenna sem allar voru annaðhvort félagar meö henni i FIM, eða Hér tná sjá eitt spegilverka Leifs Breiðfjörð, fremst á myndinni, og á veggnum fyrir aftan sjást verk Asgerðar Búadóttur, það stærsta er „Sjö llfsfletir". Tlmamynd — Róbert. Þetta eru þau sem nefnd eru kjarni sýningarinnar. Þau standa hjá einum koparskúlptúr Guðmundar Benediktssonar. Þau eru frá vinstri: Leifur Breiðfjörð, Þórður Hall, Asgerður Biiadóttir, Guðmundur Benediktsson og Valtýr Pétursson. Tlmamynd — Kóbert. Frá félagsstarfi eldri borgara að Lönguhlið 3. Fjölbreytt félagsstarf eldri borgara f Rvk BSt — 1 vetur verður á fjórum stöðum i Reykjavik félagsstarf- semi eldri borgara, þ.e. að Noröurbrún 1, Furugerði 1, Lönguhlið 3 og til áramóta aö Hallveigarstöðum við Tiingötu. A þessum stöðum er veitt til- sögn i alls konar handavinnu, svo sem útprjtíni, rya, smyrna, hnýt- ingu, vefnaði o.fl. Einnig f smiða- föndri og útskurði i bein og tré, leirmunagerð, smeltvinnu, leður- vinnu, enskukennslu o.s.frv. og einnig léttri leikfimi. Spiluð er oft félagsvist, — dagblöð, vikublöö spil og töfl eru einnig gestum til afnota. Bókaútlán á vegum Borgarbókasafns Reykjavfkur er vikulega á þessum stöðum, og dansaðir eru gömlu dansarnir einu sinni i mánuði. Hársnyrting og fótaaðgerða- þjónusta er þáttur félagsstarfs- ins, einnig verða væntanlega hóp- ferðir i leikhús, en skemmtiatriði verða auglýst hverju sinni meö fyrirvara. Selt er föndurefni, þeim er þess óska og strætisvagnafarkort Framhald á bls 19 samtimis henni i listnámi. Guðmundur Benediktsson sýnir þarna skúlptúr úr kopar og eir. ,,fcg hef undanfarið unnið mikið úrkopar. Verk mín hér, sem eru öll að einu undanskildu frá þessu ári, eru abstrakt, en þó gætir alltaf vissra áhrifa frá náttúr- unni," sagöi Guðmundur. Leifur Breiðfjörð sýnir spegil- verk og steindar glermyndir, „I verkum minum reyni ég að spegla umhverfið eða láta þau tengjast umhverfinu. Ég leita aö nýjum möguleikum m'eð steind gler. Það eru svo miklu fleiri möguleikar fyrir hendi en fólk vill vera láta. Glermyndir og reyndar einnig spegilmyndir geta verið fristandandi, hangið i lofti, verið sem nokkrus konar milliveggir o.s.frv." sagði Leifur. Valtýr Pétursson sýnir átta málverk á sýningunni. Valtýr sagði „Ég hef vinnuaðstöðu I Vesturbænum og bý þar einnig, þvi er Vesturbærinn mér afar hjartfólginn og þangað sæki ég mikið af upphafshugmyndum minum aö mtítifum, en þær breytast svo og þróast þegar ég fer að vinna verkin. Höfnin er mér lika hugleikin og þangað sæki ég marga hugmyndina." Ein mynd Valtýs nefnist „Fariö á miðin", en hUn var á sýningu i Paris og vakti þar mikla athygli og hrifningu. Valtýr lýsir mynd þessari svo: „Hún fellur vel inn i modernismann i dag. Þetta er svona nokkurs konar natur-ex- pressionismi." Myndlistarverk Þórðar Hall eru sáldþrykkmyndir og teikn- ingar. Þórður sagði um eigin verk, „ÉgvinnyfirleittUr náttUr- umótifum. í-:g reyni að tUlka samskipti mannsins við náttUr- una." Af þessum pistli ætti að vera ljóst að hér er um geysimarg- þætta og fjölbreytilega sýningu og ættu þvi allir myndlistarunn- endur að geta fundið eitthvað þar sem gleður auga þeirra. Uavid T. Haislip afhenti Siguröi Þorkelssyni, forstjóra tæknideildar Pósts og sima viðurkenningu frá bandarisku strandgæslunni. Frú Elsa Þorkelsson aðstoðar mann sinn við að festa heiðursmerkið I barm hans. íslendingum afhentar viðurkenningar — i bandariska sendiráöinu BSt — Við athöfn á skrifstofu sendiherra Bandarikjanna á Islandi voru íslenskum aðilum af- hentar þrennar viðurkenningar tvennar frá AMVER og eina frá bandarisku strandgæslunni. AMVER viðurkenningarnar voru veittar fulltrUum tveggja islenskra farskipa, Bakkafoss og Skaftafells, og fulltrUum Ut- gerðarfélaga þeirra, fyrir þátt- töku I AMVER kerfinu. Viðstaddir fyrir hönd skipafél- aganna voru:Guðni Langer, skip- stjóri á Skaftafelli, og Óskar Einarsson, yfirmaður starfs- mannadeildar skipadeildar Sam- bandsins, og Þór Elísson, skipstjóri á Bakkafossi, og Jón M. Magnússon, yfirmaður áhafnadeildar Eimskipafélags Islands. AMVER viðurkenningarnar voru afhentar af MR. Anthony S. Kochanek, Jr., sem nU gegnir störfum sendiherra i fjarveru hans. Þriöja viðurkenningin var af- hending U.S. Coast Guard Dist- inguished Public Service Award. Framhald á bls 19

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.