Tíminn - 22.10.1980, Síða 16

Tíminn - 22.10.1980, Síða 16
Gagnkvæmt tryggingafélag WSIGNODE Sjálfvirkar bindivélar Sjávarafurðadeild Sambandsins Simi 28200 Miðvikudagur 22. október 1980 Grafiskir ákveða atkvæðagreiðslu um allsherjarverkfall frá 5. nóv. n.k.: „Grafiskir ætla að taka að sér forystuna” — „og taka upp merkið þar sem hinir skildu það eftir”, segir formaður félagsins HEI — Stjórn og trúnaöar- mannaráö Grafiska sveinafé- lagsins samþykkti i gær aö láta fara fram allsherjaratkvæöa- greiöslu innan félagsins um hvort boöa skuli til verkfalls frá og meö 5.nóvember n.k. Þar meö fara grafiskir ekki i verk- fall 2!t.okt. frekar en hin tvö prentiönaðarfélögin. Félagsfundur i Grafiska sveinafélaginu i fyrradag hafði samþykkt áskorun til stjórnar og trúnaöarmannaráðs um að boða til allsherjarverkfalls frá og með 29. des. auk þess að fella niður áður samþykktan fyrir- vara um að fara þvi aðeins i verkfall, að hin prentiðnaðarfé- lögin geröu það lika. En þar sem ekki var nema um helmingur félagsmanna á fundinum i fyrradag og margir þeirra sátu hjá, var þessi ákvörðun um alls- herjaratkvæðagreiðslu tekin, að sögn formanns Grafiskra, Ar- sæls Ellertssonar. Arsæll var spurður hvort ekki væri slæmt að rjúfa samstöðu þessara þriggja prentiðnaðar- féíaga, sem til stendur að sam- eina endanlega i eitt félag um n.k. áramót.,,Hugmyndin er alls ekki að kljúfa neitt. Þetta er eingöngu spurning um það, hvaða félag hefur mestu stétt- arvitundina. Það er ljóst að for- ysta HIP er ekki nógu samstiga og þvi ætlar Grafiska sveinafé- lagið með þessu að taka að sér forystuna og taka upp merkið þar sem hinir hafa skilið það eftir”, sagði Arsæll. Arsæll benti á, að sameigin- legur fundur allra þriggja félag- anna fyrir nokkru hafi sam- þykkt að standa fast á þeim þrem punktum, sem mest hafa verið ræddir i sambancu vio skermavinnuna á dagblöðun- um, þ.e. um takmarkaða inn- skriftblaðamanna á skerma um að útlitshönnun á skerma heyri alfarið undir prentara og að fólk sem vinnur á skermum i auglýsingadeildum sé prent- iðnaðarfólk. Taldi hann öruggt að prentiðnaðarfólk standi ekki upp frá samningum nema að þessir punktar verði „allir okk- ar megin” eins og hann sagði. Minnst var á, að sumir teldu þegar búið að semja um a.m.k. 1. punktinn, varðandi blaða- menn. Það sagði Arsæll nú kannski mesta glæpinn, að sum- ir samningamannanna virðast hafa gengið þvert á vilja hins al- menna félagsmanns. Það laus- lega samkomulag sem lægi fyrir varðandi innskrift á skermana væri i algerri óþökk alls Grafiska sveinafélagsins og áreiðanleg meirihluta HÍP, þótt samninganefndin virðist hafa ætlað að versla með þetta atriði. Vegna þessa máls mun Magnús E. Sigurðsson, sem val- inn var sem talsmaður allra prentiðnaðarfélaganna i samn- ingaviðræðunum hafa sagt þeirri stöðu af sér. Arsæll sagði ljóst.af málflutn- ingi Magnúsar i Iðnó i fyrradag, að ef ekki verði farið i allsherj- arverkfall jafngildi það þvi, að ekki verði gengið fram af fullum krafti i þvi að ná fram fyrr- nefndum þrem punktum. Magn- ös telji sig ekki geta unnið með þeim mönnum sem séu reiðu- búnir til þeirra „spönsku versl- unarhátta” að prðtta og versla með þá. BANDARÍSKT FYRIRTÆKI METUR VÉLAR FLUGLEIÐA FRI — 1 máli Ragnars Arnalds fjármálaráðherra um skýrslu sa mgöngum á la ráöherra á Alþingi I gær kom fram aö fengnir hafa veriö menn frá bandarísku fyrirtæki til þess aö meta flugvél- ar fyrirtækisins og komu þessir menn til landsins á mánudags- morguninn. Jafnframt þvl sem þeir kanna flugvélar, og varahlutaeign félagsins munu tveir menn, Sveinbjöm Hafliðason lögfræö- ingurúrSeðlabankanumog Pétur Stefánsson verkfræöingur hafa verið fengnir til þess að meta aðrar eignir félagsins. Fjármálaráðherra sagði að von væri á þvl aö þessari úttekt lyki um næstu mánaðamót. Andstæöingar Höfðabakkabrúar: Hafa kært byggingu hennar til ráðherra Aðstandendur undirskriftarsöfnunar- innar gegn Höfðabakka- brúnni hafa enn ekki gefið upp alla von um að geta komið i veg fyrir byggingu brúarinnar, þrátt fyrir að borgar- stjórn hafi samþykkt hana, þvi nú hafa þeir kært byggingu hennar til Svavars Gestssonar, fé- lagsmálaráðherra, sem æðsta stjórnvalds skipu- lagsmála i landinu. Telja þeir að með byggingu brúarinnar séu borgaryfirvöld að fara af ásetningú I kringum Aðal- skipulag Reykjavikur sem hlaut staðfestingu skipulagsyfirvalda rikisins árið 1967 og sem þeir telja nú i fullu gildi. Vitna kærendur m.a. til ákvæða skipulagslaga um aðfélagsmálaráöuneytinu beri aö hlutast til um að mannvirki, sem tvimælalaust brjóti i bága viö gildandi skipulag, veröi fjarlægö á kostnað sveitarsjóðs. 1 yfirlýsingu frá andstæöingum Höföabakkabrúarinnar segir m.a.: „Þeir aðilar hjá Reykjavikur- borg, sem að skipulagsmálum vinna hafa sterklega og itrekaö Framhald á bls 19 \ ist er oröiö haustlegt i Reykja- vík, þó aö Reykvikingar hafi ekki þtirftaöglima viö snjóþyngsli enn scnt koinið er. Þegar hafa veriö nokkrar frostnætur og dugir þaö til þess, að á Tjörnina er koniiö mvndarlegasta skautasvell. A sólfögrum oglygnum dögum, eins og þeint, sent Reykvikingar hafa átt aö fagna aö undanförnu, er alveg kjörið aö fá sér smáskauta- sprett á Tjörninni. Það er ekki viö þvi að búast, að fólk sé komið i æfingu á fyrsta skautasvelli vetrarins, en það er um aö gera aö gefast ekki upp, þó aö stundum vilji jafnvægið bregöast. Timamvnd: Róbert Fleiri og fleiri fá sér TIMEX mest selda úrið

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.