Tíminn - 23.10.1980, Blaðsíða 11

Tíminn - 23.10.1980, Blaðsíða 11
breytt starf hjá KKI i vetur — Fatlaöir fá a spreyta sig Starfsemi Körfuknattleikssam- bands íslands verður með mesta móti i vetur frá þvi að sambandið var stofnað. Höfuðverkefnin verða tengd útbreiðslu auk deildakeppnanna og verkefna iandsliðsins. Af útbreiðslustarfseminni er það helst að frétta að i vetur verða haldið svokallað Meistara- mót grunnskóla en það var haldið i fyrsta skipti i fyrra og þótti tak- ast mjög vel. Keppt er i tveimur aldursflokkum pilta og einum flokki stúlkna. Sérstakar reglur hafa verið Utbúnar fyrir þessa keppni. Keppa má i iþróttasölum um land allt. Riðlakeppni á að ljúka i mars og úrslitakeppnin fer BIBSWT' IPklir um mánaðarmótin mars/april. Þá má einnig nefna keppni framhaldsskólanna en hún verður háð i þriðja sinn i vetur. Þá er framundan firmakeppni á vegum sambandsins. öllum iþróttahópum er heimil þátttaka en leikmenn liða i Úrvalsdeildinni og 1. deildinni eru ekki gjaldgeng- ir. Merkilegasta nýbreytnin i starfi KKI i vetur verður án efa sú að gefa fötluðum fækifæri á að leika körfuknattleik. Þessar æf- ingar eru upphafið á samstarfi KKI og Iþróttasambandi fatlað- ra. Körfuknattleikur er mjög vin- sæll meðal fatlaðra erlendis. Sig- urður Már Helgason er upphafs- maður samstarfs þessa og allar upplýsingar má fá á skrifstofu KKI og Iþróttasambandi fatlað- ra. Það kom fram á blaðamanna- fundi sem KKI boðaði til vegna starfseminnar i vetur að höfuð- áherslan verður lögð á að sinna sem flestum þeirra hópa sem leggja eða vilja leggja stund á körfuknattleik hvort sem þeir eru innan eða utan formlegra iþrótta- samtaka. — SK. „Ætium okkur ekkert annað en sigur", segir Gunnar Þorvarðar- son, fyrirliði Njarðvikinga. ,,Mér sýnist á öllu, að þetta gæti orðið hörku- spennandi leikur og ekki sist fyrir þær sakir að íR-ingar sigruðu Val i fyrradag”, sagði Gunn- ar Þorvarðarson fyrir- liði Njarðvikinga i ..Gefum ekkí tommu eftir” • segja segja fyrirliðar ÍR og UMFN • Njarðvíkingar fjölmenna á leikinn i rútum körfuknattleik en þeir mæta íR-ingum i Úr- valsdeildinni i körfu- knattleik i Hagaskóla i kvöld og hefst leikurinn kl. 20.00. „Við förum inn á leikvöllinn með það eitt i huga, að vinna sig- ur. Annað kemur ekki til greina hjá okkur. Sóknarleikurinn var ekki upp á það besta hjá okkur gegn KR en við þykjumst vita, að við séum búnir að lagfæra það en það kemur betur i ljós i leiknum i kvöld", sagði Gunnar. „Við erum staðráðnir i að gefa ekkert eftir. Sigurinn gegn Val virkar eins og vitaminsprauta á okkur og við munum gera allt sem i okkar vaídi stendur til að vinna sigur i leiknum gegn UMFN'", sagði Kolbeinn Kristins- son fyrirliði III er við slógum á þráðinn til lians i gær. Viðureignir 1R og UMFN hafa oft verið æði skrautiegar. Nægir i þvi sambandi að minnast leikja liðanna i deildinni i fyrra en þá sigruðu IR-ingar i báðum leikjun- um i Njarðvik ineð eins stigs mun og Njarðvikingar hefndu ófar- anna með tveimur sigrum i Hagaskóla. Njarðvikingar ætla sér að fjöl- menna á leikinn i kvöid og verða rútuferðir i gangi frá Njarðvik fyrir leikinn. Þeir eiga stóran hóp stuðningsmanna, sem munu ör- ugglega láta mikið i sér heyra i Hagaskólanum i kvöld. Leikurinn er ákafiega þýðingarmikiil fyrir bæði liðin sem unnu sigur i sinum íyrsta leik i ár, IR gegn Vai og UMFN gegn KR. En hvernig þessum hörkuieik lyktar og hvort liðið stendur uppi sem sigurveg- ari kemur ekki i ljós fyrr en i Hagaskóla i kvöld. — SK. „Við gefum ekkert eftir", segir Kolbeinn Kristinsson, fyrirliði IR-inga. Þróttur meistarí í 5. sinn í röð — sigraöi ÍS í úrslitaleiknum á Reykjavikurmótinu i blaki í gærkvöldi Þróttarar gerðu sér lítið fyrir og urðu Reykjavíkurmeistarar i 5. sinn í röð í blaki er þeir léku gegn Stúdentum í Hagaskóla í gærkvöldi. Leiknum lauk með sigri Þróttar 3:2 i æsispenn- andi leik. Þróttarar unnu fyrstu tvær hrinurnar 15:7 og 15:3 en þá fannst Stúdent- um nóg komiðaf svo góðu og sigruðu í næstu hrinu með 15:10 og einnig í þeirri næstu 15:6 og allt á suðupunkti í húsinu. En Þróttarar voru sterkari á endasprettinum i siðustu hrinunni og sigruðu 15:8 og hlutu þar með titilinn eftirsótta. Fram og Vikingur léku um þriðja sætið en leiknum var ekki lokið þegar blaðið fór i prentun. Þá tryggðu Vikingsstúlkurnar sér sigur i Reykjavikurmótinu eftir að hafa sigraö IS i úrslita- leik með 3:0. Úrslit i hrinunum urðu 15:8,15:12 og 15:12. Næsti leikur i blakinu verður háður annað kvöld og leika þá Fram og UMSE um 1. deildar- sætið lausa sem Völsungur skildi eftir sig en þeir tilkynntu sig úr 1. deild. Leikurinn fer fram i Vogaskóla og hefst hann klukkan 20.30 og verður þar örugglega hart barist. — SK. Björgvin Björgvinsson veröur fjarri góöu gamni f dag þegar tslendingar mæta Svium i fyrsta leiknum i Norðurlandamótinu. Landiim mætír Svíum i dag — í fyrsta leiknum á Noröurlanda- mótinu í handknattleik islendingar leika í dag kl. 17.30 gegn Svium í fyrsta leiknum á Norður- landamótinu i handknatt- leiksem fram fer í Noregi. Leikurinn er mjög mikil- vægur fyrir Islendinga því að ef sigur vinnst eiga Is- lendingar mikla möguleika á að hljóta eitt af efstu sætunum en ef leikurinn tapast verður róðurinn þungur i næstu leikjum. Allir íslensku leikmennirn- ir eru við hestaheilsu og til- búnir í slaginn. Næsti leikur Islendinga verður á morgun en þá verður leikið gegn Finnum og hefst leikurinn kl.17.00.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.