Tíminn - 23.10.1980, Blaðsíða 16

Tíminn - 23.10.1980, Blaðsíða 16
Gagnkvæmt tryggingafélag m <i KISIGNODE Sjálfvirkar bindivélar Sjávarafurðadeild Sambandsins Simi 28200 Fimmtudagur 23. október 1980 Bráðabirgðalög um 2% hækkun lægstu launa 1. des. 1979 ekki verið staðfest af Alþingi: Laun láglaunamanna hefðu átt að lækka um 2% í vor Kás — 1 Ólafslögunum svo- nefndu sem samþykkt voru i april á siöasta ári er kvcöiö svo á um aö viö útreikning verö- bótavísitölu skuli taka tillit til þess aö hluta ef viöskiptakjjör þjóöarinnar rýrni eöa batni. 1 bráðabirgöaarákvæöi sem fylgir kaflanum um verðbætur á laun segir þó að frádráttur frá verðbótavisitölu hinn 1. júni 1979 vegna rýrnandi viðskipta- kjara skuli hæst nema 2% af verðbótavisitölu, og honum skuli algjörlega sleppt á laun sem eru lægri en 210 þús. kr. Hins vegar stóð til að láglauna- menn sypu seyðið af þessari ráðstöfun 1. des. sama ár, þann- ig aö þeir fengu lægri verðbætur en aörir, sem svaraði þessari mismunun. Starfsstjórn Benedikt Grön- dals kom þó i veg fyrir það og gaf Ut lög um að allar verðbætur yrðu jafnháar 1. des. sl. Eins og vera ber voru þau bráðabirgöalög lögð fyrir Al- þingi eftir vetrarkosningarnar i fyrra til staðfestingar. En sam- kvæmt stjórnarskránni þá falla bráðabirgðalög úr gildi við þinglausnir sem ekki eru stað- fest af Alþingi á þinginu eftir aö þau eru gefin út. 1 bréfi sem Verslunarráð Is- lands hefur sent Gunnari Thor- oddsen, forstætisráðherra, segir að við athugun Verslunarráðs- ins á störfum Alþingis sl. vetur hafi komið i ljós, að frumvarp til laga um staðfestingu á bráða- birgðalögum um 2% hækkun lægstu launa hinn 1. des. 1979 hafi ekki orðið útrætt á þinginu. „Einungis var gengið frá nefndaráliti i fyrri deild, Neðri deild, þann 28.april árið 1980, þar sem lagter til að frum- varpið verði samykkt. Ef ákvæði frumvarpsins hafa ekki verið tekin upp i önnur lög, átti umrædd launahækkun að falla úr gildi þann 29.mai 1980,” segir i bréfi Verslunarráðsins. „Þegarlögin féllu úrgildi, féll einnig .niður sú launahækkun, sem lögin kveða á um. Af þess- um sökum hefðu laun þeirra, sem um getur i lögunum, átt að iækka um 1.96% þann 29.mai sl., viö þinglausnir. Svo varð þó ekki og þvi mun þeim aðilum, sem „lögin” taka til hafa verið ofgreidd laun frá sama tima.” Jaröskjálfti við Kröflu — Hraunrennsli hefur aukist, þó dregið hafi úr gosmekki KL — 1 gær um kl. 16 varð fólk i Mývatnssveit vart við jarð- skjálfta, en það teist tii tiðinda, þrátt fyrir yfirstandandi gos i Leirhnjúk. Jaröskjálftinn mæld- ist 2,7 stig á Richtermælikvarða. Að sögn Armanns Péturssonar á skjálftavaktinni hafa mælar þar sýnt stöðugt sig siðan aöíaranótt þriðjudags. Kemur það heim og saman við þá skoðun skoðunar- manna, sem aðsetur hafa i stöðv- um Norrænu eldfjallastöðvarinn- ar, að hraunrennsli muni hafa aukist, þrátt fyrir það, að dregið hafi úr gosmekkinum. 1 gær var tekinn inotkun vegspotti fram hjá Skúlatorgi i framhaldi af Sætúni inn á Skúlagötu, þannijg að biðin viö Skúlatorg er úr sögunni fyrir þá sem aka um Sundin úr Breiðholtinu niöur ibæ. Timamynd: Róbert. Ólga I Alþýöuflokknum Gegn Benedikt - hvað það kostar sem Það er talið fullvist, að hver sem er, geti sigraö Benedikt f kosningunni. Þetta er ástæðan til þess, að Kjartan gefur nú kost á sér. Þessa skýringu gefa margir alþýöuflokksmenn á þvi að Kjartan Jóhannsson hefur nú gefið kost á sér i kjöri um for- mann Alþýðuflokksins gegn Benedikt Gröndal. Það fylgir sögunni, að Kjartanhafi i fyrstu alls ekki ætlaö aö keppa við Benedikt, en eftir aö hann sá fram á aö „hver sem er” eöa þvi sem næst gæti sigrað, hafi hann taliö, aö nú væri tækifærið eöa einhver annar gripi það ella. Þeir aörir sem einkum hafa veriö nefndir i sambandi viö formannskosninguna á væntan- legu flokksþingi Alþýöuflokks- ins eru Sighvatur Björgvinsson, Jóhanna Sigurðardóttir og Magnús H. Magnússon. En það fylgir sögunni, aö svo mikill áhugi sé á því, að boöið veröi fram gegn Benedikt, aö þaö sé taliö fullvist innan Al- þýöuflokksins, aö kjörinn veröi nýr flokksformaður — næstum þvi hvaö sem það kostar. Innan Alþýöuflokksins hefur þessi framvinda mála valdiö talsverðum úlfaþyt. Fylgis- menn Benedikts Gröndal halda þvi mjög á lofti aö Jón Baldvin Hannibalsson ritstjóri standi aö baki „aöförinni” gegn formann- inum. Benda þeir á, aö Jón sé varaþingmaöur fyrir Reykja- vikurkjördæmi og ætli sér aö hreppa þingsætiö ef Benedikt hrekst út i kuldann. NTTT LÁGMARKSVERÐ Á SÍLD 0G NÝR VERÐMÆTAKVÓTI AB — A fundi yfirnefndar Verö- lagsráðs sjávarútvegsins f fyrra- dag var ákveðið nýtt lágmarks- verð á sild til söltunar, er giidir frá l.okt. til 3i.des.l980. Veröið er frá 87 krónum fyrir kilóið af sild (25 cm. að 27 cm) upp 1202 krónur fyrir kilóiö af siid (33 cm. og þar fyrir ofan). Stærðarflokkunin framkvæmist af Framleiðslueftirliti sjávaraf- urða. Verðiö er miðað við sildina upp til hópa komna á flutnings- tæki viö hlið veiðiskips og skal sildin vegin islaus. Verðið var ákveðiö af odda- manni og fulltrúum kaupenda gegn atkvæðum seljenda. Odda- maöur var Ólafur Davíbsson, Jón Þ. Arnason og Margeir Jónsson voru fulltrúar kaupenda, en Agúst Einarsson og Ingólfur S. Ingólfsson voru fulltrúar selj- enda. í gær var ákveöið á fundi Verð- lagsráös að sama verð skuli gilda fyrir sild til frystingar framan- greint timabil. Vegna þessa nýja sildarverðs hefur sjávarútvegsráðuneytið ákveöiö aö verðmætakvóti sild- veiðibáta, eftir l.okt. miðist við 42 milljónir krón, en hverju skipi er þó óheimiit að veða meira en 275 lestir af sild. Aflakvóti loðnubáta, sem stunda sildveiðar veröur óbreytt- ur eða 150 lestir af sild. Brúarfoss seldur Hf. Eimskipafélag islands hef- ur selt Ms. Brúarfoss fyrirtæki i Bandarikjunum og er gert ráð fyrir að skipið fari til niðurrifs. Sem kunnugt er lenti skipið I harkalegum árekstri við Panamaskip undan Nova Scotia þann 18. september sl. Hélt skipið áfram ferðinni til Gloucester, Cambridge og Portsmouth og los- aði farm sinn þar, en skipið var hlaðið frystum fiski. Viðendanlega skoðun á skipinu kom i ljós, aö viðgeröarkostnaður þessyröi verulegur. Var þvi sú á- kvörðun tekin að selja skipið ó- viðgert, en vátryggingafélagið greiðir Eimskip áætlaðan við- gerðarkostnaö skipsins. Sölu- verðmæti skipsins að viðbættum tryggingabótum nemur álika uþphæð og markaðsverð aö lokinni viðgerð. Var skipiö selt fyrirtæki i Brownsville i Texas og er nú á leið þangað. Verkefni þau, sem Ms. Brúar- foss var i, verða leyst með breyttu skipulagi i flutningunum, auknum gámaflutningum og með aukinni söfnun með minni frysti- skipunum Ms. Ljósafossi og Ms. Bæjarfossi i stærri frystiskip fé- lagsins, en það styttir lestunar- tima þeirra hérlendis. Ms. Brúarfoss er 20 ára gamall, smiöaður i Aalborg Værft i Dan- mörku og afhentur árið 1960. Hann er 4065 burðarlestir að stærð og smiðaður til frystiflutn- inga. Systurskip hans Ms. Selfoss, sem smiðaður var árið 1958, verður áfram I frystiflutningum og öðrum flutningum á vegum Eimskips. Var gerð á honum 4 ára klössun á sl. sumri. Fleiri og fleiri fá sér TIMEX mest selda úrið

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.