Tíminn - 23.10.1980, Blaðsíða 6

Tíminn - 23.10.1980, Blaðsíða 6
- (Jtgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Jón Helgason og Jón Sigurösson. Ristjórnarfuli- trúi: Oddur ólafsson. Fréttastjóri Kristinn Haligrimsson. Aug- lýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og auglýsingar Siöumúla 15. Sfmi 86300. — Kvöldsfmar blaöamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20: 86387. Verö I lausasölu kr. 280. Askriftargjaid kr. 5500 á mánuöi. Prentun: Biaöaprent. Eru viðræður Iraka og írana að hefjast? Áætlun um iönþróun á Vesturlandi Allir þingmenn Vesturlandskjördæmis hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar i Sameinuðu þingi þess efnis, að rikisstjórnin láti gera áætlun um iðn- þróun á Vesturlandi. í greinargerð fyrir tillögunni segir á þessa leið: „Á102. löggjafarþingi var mál þetta flutt af þing- mönnunum Davið Aðalsteinssyni, 3. þm. Vestur- lands, og Alexander Stefánssyni, 1. þm. Vestur- lands. Flutti Davið Aðalsteinsson framsögu um málið, sem visað var til nefndar en hlaut ekki af- greiðslu fyrir þinglok. Málið er nú flutt að nýju af öllum þingmönnum Vesturlands. Hér er um þýðingarmikið mál að ræða sem varð- ar miklu um framtið byggða á Vesturlandi. Flutningsmenn gera ráð fyrir að áætlun þessi verði jafnhliða stefnumótun rikisvaldsins og heima- manna um æskilega framtiðarþróun atvinnulifs á Vesturlandi. Horfur um þróun mannf jölda og mannafla annars vegar og þá ekki siður fyrirsjáanlegar breytingar á atvinnuskiptingu hins vegar hafa grundvallar- þýðingu fyrir mótun atvinnumálastefnu næstu ára. Framkvæmd slikrar atvinnumálastefnu getur haft veruleg áhrif á byggð viðs vegar um landið næstu árin, enda ráðast fólksflutningar milli byggða- svæða að verulegu leyti af atvinnuástandi á hverju svæði. Með tillögu þeirri til þingsályktunar sem hér er lögð fram, er annars vegar reynt að leggja áherslu á þátt iðnaðar i mótun atvinnumálastefnu næstu ára og hins vegar að tryggja Vesturlandi eðlilegan þátt i framkvæmd þeirrar stefnu. Ýmsar ástæður má nefna fyrir þörfinni á eflingu iðnaðar á Vesturlandi. Þar ber hæst að hlutdeild Vesturlands i heildarfjölda landsmanna fer enn lækkandi, þótt verulega hafi dregið úr þeirri lækkun hin siðari ár i kjölfar uppbyggingar, m.a. i sjávarútvegi. Fjöldi ibúa i dreifbýli er þar hlutfalls- lega meiri en almennt gerist á landinu i heild og at- vinnulif er viðast hvar mjög einhæft. Á hinn bóginn eru ýmsar aðstæður fyrir hendi i landshlutanum, sem gefa fyrirheit um fjölþætta iðnþróun, ef skipulega verður að málum staðið og stuðningur veittur til þess að stuðla að raunhæfum framkvæmdum. Þar má til nefna að Vesturland er i tiltölulega góðum samgöngutengslum við stærsta markað landsins, þar er stutt i meginorkuflutnings- linur, og i landshlutanum er fyrir hendi nægur jarð- varmi, sem auðveldlega mætti hagnýta. Af framansögðu má vera ljóst, að á Vesturlandi er bæði veruleg þörf á átaki i eflingu iðnaðar og ýmsar ákjósanlegar aðstæður fyrir hendi sem á mætti byggja”. í lok greinargerðarinnar segir, að um nokkurt skeið hafi byggðadeild Framkvæmdastofnunar rikisins unnið markvisst að gerð byggðaþróunar- áætlana fyrir einstök byggðasvæði á Vesturlandi. Eðlilegt væri að fela Framkvæmdastofnun gerð þeirrar áætlunar um þróun iðnaðar i landshlutan- um sem hér er fjallað um, enda er þar um verkefni að ræða, sem útfæra þyrfti i hinum almennu byggðaþróunaráætlunum fyrir einstök byggða- svæði innan landshlutans. Enn sem fyrr verði að telja æskilegt, að áætlunin verði unnin i nánu sam- ráði og samvinnu við Samband sveitarfélaga i Vesturlandskjördæmi. Þ.Þ. Risaveldin hafa ekki sömu áhrif og áður Ali Rajai forsætisráöherra trans. NOKKRAR horfur virðast nú á þvi, að viðræður hefjist milli trans og lraks um friðar- samninga. Samkvæmt siðustu fregnum, hafa rikisstjórnir beggja rikjanna fallizt á aö skipuö veröi nefnd fulltrúa frá hlutlausum rikjum, sem vinni að þvi að koma á vopnahléi, og takistþaö verði hafizt handaum friðarsamninga. Samkvæmt þessum fregnum hafa Frelsissamtök Palestinu- manna haft forustu um að hleypa þessum viðræðum af stokkunum. Forustumenn þeirra hafa unnið markvist aö þessu siðan styrjöldin hófst. Þau hafa lagt áherzlu á þann málflutning, að áframhaldandi styrjöld væri jafn óhagstæð báð- um aöilum og væri engum til hags nema Israelsmönnum og Bandarikjamönnum. Styrkur beggja rikjanna væri svipaður og útilokað væri aö annað hvort þeirra gæti unnið sigur. Þau gætu ekki haft annað en tjón af áframhaldandi styrjöld. 1 viðtali, sem blað i Libanon birti um helgina við Abu Iyad, sem gengur næst Yassir Arafat aðvöldum innan frelsissamtaka Palestinumanna, lýsti hann þeirri skoðun, aö vopnahlé kæmist ekki á, nema her traks yrði dreginn til baka til landa- mæranna, sem samið var um i Alsir 1975 eöa landamæranna sem samið var um 1913 I Konstantinópel, en það eru þau landamæri sem traksstjórn seg- ist vilja fá aftur. traksher hefur viða sótt alllangt inn fyrir þau landamæri. Vopnahléð myndi þannig byggjast á þvi aö traksher yrði dreginn verulega til baka i báð- um tilfellum. Komið gæti lika til mála aö vopnahléslinan yrði dregin milli landamæranna frá 1913 og 1975. ÞAÐ STYÐUR þær ágizkanir, að samkomulag geti náðst um slikt vopnahlé, að Saddam Hussein, einræðisherra lraks, fiutti ávarp til irösku hermann- anna siðastl. sunnudag, þar sem hann lýsti þvi að viðnám trans væri öflugra en búizt hafði verið viö. Hussein sagöi m.a. að her trans væri fjölmennari en her traks og flugvélakostur Irans meiri. Frá tran væri ekki nema 75 milna flugleið til Bagdad, en frá trak væri 500 milna flugleið til Teheran. Þá er sagt, aö aðalerindi iranska forsætisráðherrans til New York á dögunum hafi ekki verið aö flytja ræöu i öryggis- ráöinu, eins og látiö var i veðri vaka, heldur að ræða við Kurt Waldheim framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna um hugsanlegt vopnahlé og friðar- samninga, sem hlutlaus riki heföu forgöngu um. Eins og málum er komið, mæla öll skynsamleg rök með þvi að striðsaöilar setjist að samningaborði. Hvorugur getur vænzt sigurs i náinni framtið, heldur muni svipaö þóf halda áfram og verið hefur undanfarið til óbætanlegs tjóns fyrir báða. Þeireinu sem græða á þessu eru andstæðingar þessara rikja. Þvi yrði fagnaö um heim allan ef vopnahlé kæmist á og friðar- viöræöur hafnar. Mikil hætta er á þvi, ef styrjöldin heldur áfram, að hún geti færzt út og fleiri riki dregizt inn i hana. Svo gæti farið að risaveldin tvö, Bandarikin og Sovétrikin teldu sigekki getasetiðhjáogþá væri orðiö skammt til þess, aö þeim gæti lent saman. STYRJÖLDIN I tran hefur leitt I ljós, að áhrif risaveldanna hafa mjög minnkaö síöan fyrst eftirheimsstyrjöldina siðari. Þá hefðu þau skakkaö leikinn, ef slik styrjöld heföi komið til sög- unnar. Nú keppast bæði viö aö vera hlutlaus og biða átekta. Hvorugt þeirra hefur treyst sér til að lýsa yfir stuðningi með öðrum hvorum aöilanum. Ef niöurstaöan verður sú, að vopnahlés- og friðarviðræður hefjast munu báðir aöilar sennilega leggja kapp á, að risaveldin komi þar hvergi nærri. Sennilega er það hagstæðara Rússum en Bandarikjamönnum ef styrjöldinni lýkur fljótlega. Rússar hafa leikið þann leik aö reyna að eiga vingott viö báða strlðsaöila. Þeir hafa vináttu- sáttmála við traka, en höföu tengsli við tran gegnum þriðja aðila, þ.e. Sýrland og Libýu. Þvi lengur sem striðið stendur mun þeim reynast örðugra að halda áfram þessum leik. Fyrir tsrael myndi löng styrj- öld milli lraks og Irans vera .óbeinn ávinningur og á þann hátt ávinningur fyrir Bandarik- in. Það myndi einnig geta ýtt arabisku Persaflóarikjunum til nánara samstarfs við Bandarik- in. Gegn þessu vegur hins vegar- sú áhætta að styrjöldin gæti breiðzt út og oliuflutningar stöðvazt frá Persaflóa. Frá þvi sjónarmiði er þaö ekki aðeins ávinningur fyrir Bandarikjamenn heldur alla, ef friöur kemst á milli Iraks og trans. Friöarsamningar gætu lika auðveldaö lausn gisladeil- unnar, ef þeir yröu til að styrkja hin hófsamari öfl i tran. Saddam Hussein og Hussein konungur, sem lýst hefur fullum stuðningi við nafna sinn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.