Tíminn - 25.10.1980, Side 3

Tíminn - 25.10.1980, Side 3
Laugardagur 25. október 1980. 3 Stuttar fréttir.Stuttar fréttir..Stuttar fréttir..Stuttar fréttir LOÐNUBATARNIR MEGA SIGLA MEÐ SÍLDINA Sjávarútvegsráöuneytið hefur ákveðið að ioðnubátar þeir, sem ieyfi hafa til sildveiða á yfir- standandi sfldarvertið, megi sigla með sfldarkvóta sinn, sem er 150 lestir, til sölu erlendis. Eru útgerðaraðilar beðnir að snúa sér til ráðuneytisins, varð- andi veiðileyfi og tilkynna jafn- framt hvort þeir ætli að landa sildinni hér heima eða erlendis. ÓLAFI BOÐIÐ TIL BÚLGARÍU Utanrfkisráðherra, Ólafur Jó- hannesson, mun fara i opinbera heimsókn tii Búlgariu I byrjun nóvember n.k. I boði utanrikis- ráðherra Búlgariu, Petar Mlad- enov. í fylgd með ráðherranum verða frú Dóra Guðbjartsdóttir, kona hans, og Hörður Heigason, ráðuneytisstjóri og frú Sarah Helgason. Brautskráning kandídata frá Háskóla íslands Afhending pröfskírteina til kandídata fer fram við athöfn i hátiðasal háskólans i dag ki. 14.00. Rektor háskólans, prófess- or Guðmundur Magniisson, ávarpar kandidata en siðan af- henda deildarforsetar prófskir- teini. Aö iokum syngur Háskóla- kórinn nokkur lög undir stjórn Hjálmars Hagnarssonar. Að þessu sinni verða braut- skráðir 65 kandidatar og skiptast þeir þannig: Embættispróf i guð- fræði 1, embættispróf i lögfræði 1, B.A.-próf i heimspekideild 16, próf i Islenzku fyrir erlenda stúd- enta 4, lokapróf I rafmagnsverk- fræði 3, fyrrihlutapróf I efnaverk- fræði 1, B.S.-próf i raungreinum 15, kandidatspróf I viðskiptafræði 14, aðstoðarlyfjafræðingspróf 1, B.A.-Dróf i félagsvisindadeild 9. J JT Arangri i rikisfjármáium verði fyigt eftir næsta ár — Greiösluafgangur fjárlaganna 3,8 milljaröar, þrátt fyrir aö skattheimta verði ekki aukin Síldveiðar í reknet stöðvaðar Kás — Sjávarútvegsráðuneytið afturkailaði i gær öll leyfi til sild- veiða I rek- og iagnet frá og með hádegi nk. mánudag. Nú er búið að landa um 16.5 þús. lestum af sild úr þessum veiðafærum á þessari vertið, og bendir allt tii þess að heildarkvótinn, sem ákveðinn var 18 þús. lestir i haust, fyllist nú um helgina. Skuli þvi þeir bátar, sem sild- veiðar stunda i rek- og lagnet hafa dregið inn net sin fyrir' há- degi nk. mánudag. 17 ÁRA PILTUR BEIÐ BANA — I Hrauneyja- fossvirkjun 17 ára piltur beið bana i Hraun- eyjafossvirkjun I fyrradag er hann klemmdist milli véla i verk- stæði. Slysið varð með þeim hætti aö menn voru að lyfta upp stórri dráttarvél er einn iyftarinn gekk niður úr gólfinu og vélin seig á hiiðina. t sama mund mun piltur- inn hafa gengið þar hjá og varð hann á milli vélarinnar og disel- vélar sem stóð við verkstæðis- vegginn. Taliðer að hann hafi lát- ist samstundis. Pilturinn hét Björgvin Sig- valdason til heimilis að öldugerði 19 Hvolsvelli. • ' vVerulegur árangur hefur náðst i fjármálastjórn rikissjóðs á þessu ári. t fjárlögum ársins 1980 i var stefnt að nokkrum rekstrar- og greiðsluafgangi hjá rikissjóði. Horfur eru nú á að rikissjóður verði hallalaus á ár- inu, bæði hvað varðar rekstrar- jöfnuð og greiðsluafkomu". Svo segir i nýbirtri Þjóðhags- áætlun rikisstjórnarinnar. En stjórnin ætlar ekki að láta hér staðarnumið, og I áætluninni seg- ir svo um áformin fyrir árið 1981. „Stefnan i rikisfjármálum á næsta ári er fyrst og fremst sú að styrkja enn fjármálastjórnina, þannig að rikisfjármálin verði .virkur þáttur i heildarstjórn efna- hagsmála i þvi skyni að draga úr verðbólgu i stað þess að kynda undir hana, eins og oft hefur gerst. 1 þessum tilgangi er að þvi stefnt, að fjárlög verði afgreidd með nokkrum rekstrar- og greiðsluafgangi eins og fram kemur i fjárlagafrumvarpi. 1 frumvarpinu er gert ráð fyrir, að tekjuöflun verði i heild svipuð og á þessu ári i hlutfalli viö hvort tveggja, þjóöarframleiðslu og tekjur almennings. Þvi er ekki stefnt aö aukinni skattheimtu. Heildartekjur eru áætlaðar 533,6 milljarðar króna eða um 28,5% af þjóðarframleiöslu, en heildar- gjöld 526,5 milijaröar króna. Tekjur umfram gjöld nema þvi röskum 7 milljörðum króna. Af- borganir af eldri lánum umfram nýjar lántökur og greiðsla við- skiptaskulda eru áformaðar 3,3 milljarðar, og greiðsluafgangur yrði þvi um 3,8 milljarðar. 1 út- streymi á lánahreyfingum er meðtalin afborgun lána til Seðla- banka aö fjárhæð 10 milljaröar króna. Samkvæmt þessu er stefnt að þvi, að rikissjóöur bæti stöðu sina við bankakerfiö um tæpa 14 milljarða króna á árinu 1981. Jafnframt verður kappkostað aö draga enn frekar en þegar hefur tekist úr þensluáhrifum rikisf jár- málanna framan af ári, bæði meö miklu aðhaldi i rikisútgjöldum og markvissari timasetningu á lán- tökum og afborgunum rikissjóös og rikisstofnana.” Auglýslð í Tímanum Skólanemendur safna fé i Afríkuhjálp 1980 KL— Aö undanförnu hef- ur farið fram um land allt almenn söfnun á veg- um Rauða krossins til Afríkuhjálparinnar 1980/ eins og alþjóð er kunnugt. Hefur sú söfnun gengið mjög vel. En mörgum hefur ekki þótt nóg að gert/ og hafa víða verið safnanir i gangi á vinnu- stöðum/ i skólum o.s.frv. Nemendur 8. bekkjar Heppuskóla á Höfn í Hornafirði tóku sig til og gengu í hús þar í bænum og söfnuðu fé. Alls söfn- uðust kr.939.360/ en íbúa- f jöldi á Höf n er um 1500. I Heppuskóla eru 120 nem- endur í 5 bekkjardeildum. Nemendur i Vighólaskóla i Kópavogi hafa lagt sitt af mörkum. Hafa þeir undanfarna daga verið að safna fé innan skólans og eru búnir að skila af sér á skrifstofu RKl 1,7 milljón krónum. Nemendur Vighólaskóla eru um 500, á aldrinum 13-17 ára. Að sögn skólastjóra þeirra, Sveins Jóhannssonar, tóku nemendur þátt i söfnuninni af lifi og sál, og kvað hann þau hafa hlotið auk- inn þroska við að kynnast eymdinni i þriðja heiminum. Að öðru leyti sagði hann þetta litið til að guma af. Nemendur 8. bekkjar Heppuskóla. Skeljabrekka 4 - 200 Kópavogur - Simi: 44040. Hrísmýri 2A - 802 Selfoss - Sími: 99-2040.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.