Tíminn - 25.10.1980, Qupperneq 9
Laugardagur 25. október 1980.
13
Minning:
Elin M. Einarsdóttir
Breáðabólsstað á Siðu
Fædd 14. desember 1923 — Dáin 18. október 1980
Siðast liðinn laugardag andað-
ist húsfreyjan á Breiðabólsstað á
Siðu á gjörgæsludeild Borgar-
spitalans i Reykjavik eftir
skammvinna baráttu við hættu-
legan sjúkdóm, og fer útför henn-
ar fram frá Prestbakkakirkju á
Siðu i dag.
Elin Magnea Einarsdóttir
fæddist i Búlandsseli i Skaftár-
tungu þann 14. desember 1923.
Foreldrar hennar voru Einar
Gisli Sigurösson frá Orrustustöð-
um, bóndi i Búlandsseli og kona
hans Þuriður Anesdóttir frá
Hruna. Elin var þriðja barn
þeirra hjóna af fimm, og eina
dóttirin. Bræður hennar voru:
Sigurður Anes, sem lést i
bernsku, Sólmundur, smiður og
bilamálari i Kópavogi, Karl,
húsasmiðameistari i Kópavogi og
Andrés Sigurður, snúöur og bóndi
á Hruna.
Þegar Elin var á niunda ári
missti hún föður sinn, en hann
drukknaði i sjóróðri frá Vik i april
1932. Stóð þá móðir Elinar uppi
með fjögur börn, 2ja—11 ára og
hlaut að bregða búi i Búlandsseli.
Fluttist hún þá að Hruna og bjó
þar i skjóli bróður sins með börn-
unum næstu tólf árin.
Æsku sina lifði Elin þvi á sömu
slóðum og foreldrar hennar höfðu
gert, enda sýndi hún æsku-
stöðvunum ætið mikla tryggð.
Þann 13. mai 1944 giftist Elin
Matthiasi ólafssyni, Bjarnasonar
frá Hörgsdal og hófu þau þá bú-
skap að Breiðabólsstað á Siðu þar
sem þau hafa búið siðan. Þau
komu þar upp fimm börnum, sem
öll hafa erft hina góðu kosti
foreldranna og eru nú stoö og
stytta föður sins við hinn mikla
missir hans. Börn þeirra eru:
Erna Þrúður, fædd 1945 og Sigrið-
ur Ólöf, báðar búsettar i Kópa-
vogi, Bjarni Jón og Sigurjóna
búsett á Klaustri og Ragna heim-
ilisföst á Breiöabólsstað en við
nám i Reykjavik. Barnabörn
Elinar eru nú orðin sjö.
Þuriður, móðir Elinar, fluttist
með henni að Breiöabólsstað og
dvaldisthjá henni uns hún lést ár-
ið 1970. Aðra fullorðna konu,
Ragnhildi Jónsdóttur, sem fyrr-
um hafði verið vinnukona á æsku-
heimili Elinar i Búlandsseli og á
Hruna, tók Elin inn á heimili sitt
og dvaldi hún þar i nær tvo ára-
tugi, uns hún lést i hárri elli.
Báðum þessum öldruðu konum
sýndi Elin eðlislæga umhyggju og
hjúkraði þeim af nærfærni er
þrek og heilsa dvinaði.
Fjöldi barna og ungmenna varð
þeirrar gæfu aðnjótandi að mega
dveljast sumarlangt i sveit á
Breiðabólsstað og þiggja þar
veganesti til manndóms og
þroska hjá þeim góðu hjónum
Elinu og Matthiasi.
Elin á Breiöabólsstað var kona
frið sýnum, fremur há, grann-
vaxin og stælt. Hún var iðin og af-
kastamikil og bjó sér og slnum
fallegt heimili, þar sem snyrti-
mennska og reglusemi sátu i
fyrirrúmi. Hún var áhugasöm og
Aðeins bað besta
er nógu gott handa börnunum okkar, og
þar sem það er einnig ódýrast er sjálfsagt
að kaupa það.
Allt i unglingaher-
bergið bjóðum við á
bestu afborgunar-
kjörum.
(J fíildshöfða 20 - S (91)81410-81199
Sýningahöllinni - Artúnshöfða
Konan min og móðir
Guðfinna Benediktsdóttir
frá Erpsstöðum
Laugateig 8,
andaðist á Landspitalanum 19. okt. Jarðarförin fer fram
frá Fossvogskirkju mánudaginn 27. okt. kl. 3.
Gunnlaugur Jónsson
Móeiður Gunnlaugsdóttir.
Móðir min og tengdamóðir
Steinunn Sigurðardóttir
frá Hofsnesi, öræfum,
Laugalæk 1,
andaðist á Borgarspitalanum fimmtudaginn 23. okt.
Sigrún Þorsteinsdóttir, Viggó Jósefsson.
natin við ræktun og prýddi um-
hverfi sitt úti og inni með blóm-
um, runnum og trjágróðri langt
umfram það sem almennt gerist.
Elin var að eðlisfari glaðvær og
félagslynd og tók mjög virkan
þátt I íélagsmálastarfi sveitar
sinnar svo sem i Kvenfélagi,
kirkjukór og öðru safnaðarstarfi.
Hún var trúuð kona, hófsöm i
skoðunum en rökföst og lét engar
dægurflugur villa sér sýn.
Hún var með afbrigðum greið-
vikin og trygglynd og vildi leysa
hvern þann vanda, sem aö henni
var beint.
Þessir sterku eðliseiginleikar
Elinar, atorkan, hjalpfýsin,
tryggðin og hógvær glaðværð,
gerðu henni kleyft að inna af
hendi óvenjumikið starf á
skammri ævi.
Fráfall hennar er mikið áfall
fyrir vandamenn hennar og vini
og fyrir byggðarlag hennar allt.
Við slikan atburð er okkur sorg-
in efst i huga, en i samræmi við
lifsstil Ellu ber okkur að láta
þakklæti fyrir lif hennar og starf
verða sorginni yfirsterkara.
Sérstakar þakkir vil ég bera
fram fyrir hönd þeirra ung-
menna, sem notið hafa umhyggju
hennar og leiðsagnar sumarlangt
undanfarna áratugi, og fyrir þá
einstöku vináttu og tryggð, sem
ég og fjölskylda min höfum orðið
aðnjótandi frá upphafi okkar
kynna.
Matthiasi bróður mlnum, börn-
um þeirra Elinar og barnabörn-
um, svo og bræðrum hennar flyt
ég einlægar samúðarkveðjur.
Megi minningin um Ellu sefa sorg
þeirra.
Björn ólafsson
nitjánda áriö”, svo tekið sé upp
orðalag höfundar á einum stað I
bókinni. Söguformiö er laus-
legur minningaþráöur, sögu-
maður upprennandi rithöfundur
staddur á háskalegum mótum
gamals og nýs. Handleiðsla höf-
undar er mildileg og asalaus, en
gerö frásagnarinnar sver sig i
ætt við hreina skáldsögu: hér er
hvergi talinn fram dauður né
sjálfsagður fróðleikur.
Hins vegar er sagan full af lif-
andi myndum úr lifi sins tlma
og dýrleg heimild um marga
tisku i máli og hugmyndum fyrr
á öldinni. Hún er lfka að sjálf-
sögðu bókmenntasöguleg
Halldór Laxness.
Ný bók Halldórs Laxness:
Grikklandsárið
Ot er komið „Grikklands-
árið”, ný bók eftir Halldór Lax-
ness. Þessi bók er framhald
þeirra frásagna og hugleiöinga
um æsku og unglingsár skálds-
ins sem þegar höfðu birst i bók-
unum „1 túninu heima”,
„Ungur ég var” og „Sjö-
meistarasagan”. 1 þessari bók
er og nafnaskrá sem tekur til
allra bókanna fjögurra.
Innan á bókarkápu segir
Kristján Karlsson bókmennta-
fræðingur svo um bókina nýju:
„Grikklandsárið snýst um
„yndislegasta ár lifsins
heimild að þvi leyti sem vér sjá-
um hana i ljósi frá ritverkum
Halldórs Laxness I fimmtiu ár.
Og af mörgum góölátlega
fyndnum mannlýsingum i bók-
inni er sjálfslýsing höfundarins
fyndnust og jafnframt hlifðar-
lausari en aðrar. Til viðbótar
óðrum og frægum sagnapersón-
um sinum hefur Halldór Lax-
ness skapað eina enn, sem ber
ótviræö merki langlifis og er
sjálfsmynd af honum sjálfum”.
Bókin „Grikklandsárið” er
256 bls. gerð i Vikingsprenti, en
Helgafell gefur út.
s
S
I
J.R.J. öifreiðasmiöjan hf.
Varmahlíð,
Skagafiröi. í
Simi 95-6119.
Yfirbyggingar á Toyota 4x4 picup. Viö bjóöum upp
geröir vfirbygginga á þennan bil. Hagstætt verö. Yfir-
byggingar o"g réttingar, klæöningar, sprautun, skreyting-
ar, bilagler.
Sérhæfö bifreiöasmiöja l þjóöleiö.
bínn kíll
M IHTBOWriÓNAL
CARGOSTAR
Fjölhœfni og afkastageta CARGO-
STAR vörubifreiða er ekkert leyndar-
mál, enda fjölmargar slíkar í notkun
hér á landi.
Sterkar en léttbyggðar grindur skipta
miklu máli í landi þungatakmarkana,
INTERNA TIONA L dieselvélar,
165—210 hö.
— allt eftir þörfum hvers og eins.
Vel hannaður stjómbúnaður, sérstak-
lega stýri, skipting og hemlar.
Véladeild
Sambandsins
Ármúla 3 Reykjavik Simi 38900