Tíminn - 25.10.1980, Side 6
6
Laugardagur 25. október 1980.
Útgefandi Framsóknarflokkurinn.
'Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Ritstjórar: Þórarinn
Þórarinsson, Jón Helgason og Jón Sigurösson. Ristjórnarfull-
trúi: Oddur Ólafsson. Fréttastjóri Kristinn Haligrlmsson. Aug-
lýsingastjóri: Steingrlmur Glslason. Ritstjórnarskrifstofur,
framkvæmdastjórn og auglýsingar Slðumúla 15. Sfmi 86300. —
Kvöldsfmar blaöamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20: 86387. Verð f
lausasölu kr. 280. Áskriftargjald kr. 5500 á mánuöi. Prentun:
Blaðaprent.
Nýtum tækifærið
Eins og forsætisráðherra tók fram i stefnuræðu
sinni i fyrrakvöld er gjaldmiðilsbreytingin, sem
verður um næstu áramót, fyrst og fremst form-
breyting. Út af fyrir sig felur hún það aðeins i sér að
tvö núll verða felld niður úr öllum fjárhæðum, en
siðan hefst aftur ný lota hinnar stöðugu skriðu niður
á við — ef ekkert er að gert sérstaklega i efnahags-
málum.
Á'hinn bóginn, og það hefur aftur og aftur komið
fram af hálfu rikisstjórnarinnar, er gjaldmiðils-
breytingin óvenjulegt tækifæri til þess að brjóta i
blað i islenskum efnahags- og fjármálum. Þetta
tækifæri er svo sérstakt og einstakt að það væru
söguleg mistök ef stjórnvöld nýta það ekki til að-
gerða. Reynsla annarra þjóða, svo sem t.d. Frakka
og Finna, hnigur eindregið i þá átt að slikt tækifæri
megi nýta með mjög góðum marktækum árangri.
Reynsla ísraelsmanna hefur á hinn bóginn orðið
sú, að gjaldmiðilsbreytingin ein skiptir litlu sem
engu, ef ekkert annað fylgir með. I ísrael var fyrir
skemmstu skipt um gjaldmiðil, bæði núll strokið af
og skipt um nafn, en það kom fyrir ekki vegna þess
að efnahagsstefna rikisstjórnarinnar gerði ekki ráð
fyrir þvi að gripið yrði i taumana. Þar i landi er
verðbólga nú yfir 130% og nýi gjaldmiðillinn hrapar
stöðugt.
Forsætisráðherra hitti naglann á höfuðið þegar
hann sagði i stefnuræðu sinni að samhliða gjald-
miðilsbrey tingunni um áramótin þyrfti að höggva á
þá sjálfvirku vixlverkun sem verið hefur einkenni
óstjórnarinnar i islenskum efnahagsmálum.
Um þetta sagði dr. Gunnar Thoroddsen m.a.:
„Þessi sjálfvirkni og vixlhækkanir eiga sinn
mikla þátt i verðþenslunni”. Og hann tók það fram i
stefnuræðunni að þau sjálfvirku tengsl sem skera
þyrfti á snertu verðlag, vexti, kaupgjald, lán og
önnur atriði,
Það er vissulega mikils um vert að i fjárlaga-
frumvarpinu er gert ráð fyrir verulegri fjárhæð til
að mæta efnahagsaðgerðum. Ragnar Arnalds fjár-
málaráðherra minntist á það i ræðu sinni i útvarps-
umræðunum að til greina kæmi að þessi fjárhæð
yrði nýtt sem skattalækkanir eða fjölskyldubætur
til að draga úr vixlhækkunum.
Slikt úrræði er góðra gjalda vert og skal ekki litið
úr þvi gert. Hins vegar nægir það ekki til þess að
brjóta i blað. Það er aðeins timabundin ráðstöfun.
Það sem gera þarf er að móta nýja stefnu, niður-
talningarstefnu, og koma i þvi skyni á nýju efna-
hagskerfi.
1 þessum punkti gefa ummæli forsætisráðherra
góð fyrirheit um raunhlitar aðgerðir um áramótin.
Steingrimur Hermannsson vék einnig að þessu i
ræðu sinni og sagði m.a.:
„Sú töf sem hefur orðið merkir að sjálfsögðu að
vinna verður betur á næsta ári. Okkur Fram-
sóknarmönnum sýnist að nú eigi að vera unnt að
skapa til þess grundvöll. Á næstu tveimur árum
munum við þvi leggja höfuðáherslu á niðurtalningu
verðbólgunnar”.
JS
Þórarinn Þórarinsson:
Erlent yfirlit
Óttast kommúnista-
rfldn spennuslökun?
Hvers vegna
HV f 111
u Austuríjóðvajar gjaldey
ÞANN 13. þ.m. gekk I gildi
mikil hækkun á gjaldeyris-
skiptum, sem Vestur-Þjóðverj-
ar verða að inna af höndum,
þegar þeir heimsækja Austur-
Þýzkaland. Hækkun þessi hefur
verið mikið umræöuefni fjöl-
miðla viða um lönd að undan-
förnu og túlka þeir hana á mis-
munandi vegu.
Fram til 13. oktöber urðu
Vestur-Þjóðverjar við komuna
til Austur-Þýzkalands aö skipta
á 13» vesturþýzkum mörkum og
I3austur-þýzkum mörkum fyrir
hvern dag, sem þeir ætluðu að
dvelja i landinu. Vestur-Ber-
linarbúar þurftu aðeins að
skipta á 6.50 mörkum. Ellilif-
eyrisþegar og böm þurftu engu
að skipta.
Frá 13. október hefur orðið aö
skipta á 25 mörkum fyrir hvern
dvalardag. Þetta nær jafnt til
Vestur-Þjóðverja, Vestur-Ber-
linarbúa, ellilifeyrisþega og
barna.
Þessi hækkun hefur mælzt illa
fyrir í Vestur-Þýzkalandi. Eink-
um þykir þetta koma illa viö
ellilifeyrisþega, sem margir
hafa heimsótt ættingja og vini i
Austur-Þýzkalandi.
Miklar umræöur hafa orðið
um hvaða ástæður valdi
hækkuninni, bæöi i Vestur-
Þýzkalandi og öörum löndum
vestantjalds.
Fjölmiðlar i Austur-Evrópu
hafa ekki látið sinn hlut eftir
liggja.
AF HALFU austur-þýzkra
stjórnvalda er haldið fram, að
hækkunin stafi einfaldlega af
fjárhagslegum ástæðum. Gjald-
ið hafi verið of lágt og það hafi
þvi leitt til svartamarkaös-
brasks meö gjaldeyri.
Hiö siðara er engan veginn
ótrúlegt, þegar þess er gætt, að
á svörtum markaöi muni oft
vera hægt að fá 4-5 austur-þýzk
mörk fyrir eitt vestur-þýzkt.
Austur-þýzkir fjölmiðlar mót-
mæla þvi að tilgangurinn með
hækkuninni sé að draga Ur
ferðalögum Vestur-Þjóðverja til
Austur-Þýzkalands, heldur sé
eingöngu verið aö koma þeim i
það horf, að þau valdi Austur-
Þjóðverjum ekkióeðlilegu efna-
hagslegu tjóni.
Þeim fullyröingum vestur-
þýzkra fjölmiðla að aörar og
annarlegri hvatir liggi hér til
grundvallar, er harðlega mót-
mælt i fjölmiðlum austantjalds.
Tónninníþessum mótmælum er
mun hvassari en verið hefur um
skeið, þegar um samskipti
þýzku rikjanna hefur verið rætt.
Nú er t.d. rifjað upp itarlegar
en áður, að Vestur-Þýzkaland
Erik Honecker.
hafi enn ekki veitt Austur-
Þýzkalandi fulla stjórnmála-
lega viðurkenningu þar sem enn
hafi ekki verið skiptzt á sendi-
herrum milli rikjanna. Erfitt sé
fyrir Austur-Þýzkaland að þola
þetta til lengdar.
Þá fái Austur-Þjóöverjar
strax vestur-þýzkan borgara-
rétt viö komuna til Vestur-
Þýzkalands. 1 þessu felist, að
ekki sé litið á Austur-Þýzkaland
sem fyllilega sjálfstætt riki.
Þvert á móti sé hér reynt að við-
halda þeirri firru, að Vestur-
Þýzkaland nái til beggja þýzku
rikjanna.
I FJÖLMIÐLUM i Vestur-
Þýzkalandi er hækkunin á
gjaldeyrisskiptunum einkum
túlkuð á þann veg, aö austur-
þýzk stjórnvöld séu að draga úr
samskiptum þýzku ríkjanna og
þegna þeirra af ótta við að það
geti ýtt undir svipaö ástand i
Austur-Þýzkalandi og rikir nú i
Póllandi. Til þess að sporna
gegn þvi, þykir orðið nauðsyn-
legt aö draga úr spennuslökun
ogkæla andrúmsloftið, þótt ekki
sébeinlinis stefnt aö köldu striöi
á ný.
Þetta eigi lika að vera viðvör-
un til Pólverja. Það sé veriö aö
gefa þeim til kynna, að spennu-
slökun geti horfiö úr sögunni
með tilheyrandi afleiöingum, ef
frjálsa verkalýðshreyfingin
gangi of langt i kröfum sinum.
1 þessu sambandi er stundum
vitnað til ummæla, sem Erik
Honecker, leiðtogi austur-
þýzkra kommúnista, lét nýlega
falla i ræðu þess efnis, aö Pól-
land myndi alltaf verða sósfal-
iskt riki og Austur-Þjóðverjar
hlytu aö fylgjast með þvi, sem
þar geröist, þvi að það gæti
skipt þá verulegu máli.
Sumir vestrænir fjölmiðlar
hafa reynt að túlka þessi um-
mæli eins og hótun.
Þessir fjölmiðlar telja að
Rússar standi hér að baki
Austur-Þjóðverjum, jafnvel
ráði þeir feröinni. 1 þvi sam-
bandi er vakin athygli á, aö
frjálsa verkalýðshreyfingin er
öllu meira gagnrýnd i tékknesk-
um og ungverskum fjölmiðlum
enrússneskum. Rússarkjósi að
gagnrýni komi fremur frá
öörum en þeim.
Af hálfu vestur-þýzkra
stjórnarvalda hefur veriö
ákveðið að svara hækkuninni á
gjaldeyrisskiptunum ekki með
mótaðgerðum að sinni, þótt
þeim hafi veriö mótmælt.
Af hálfu þeirra verður hins
vegar fylgzt náið með þvi, hvort
hér sé um aö ræða upphaf þess,
aö Sovétrikin og fylgirlki þess
ætli aö draga úr spennuslökun
sökum þess, að hún hafi átt þátt
i að skapa pólska ástandið og
muni gera það enn frekar, ef
henni er fylgt áfram. Hér sé að-
gætni þörf, en ekki megi rasa
um ráð fram.
Einnig beri aö taka tillit til
þess, að efnahagsástandiö sé
slæmt og fari versnandi austan-
tjalds og geti það leitt til vand-
ræöaráðstafana eins og
hækkunarinnar á gjaldeyris-
skiptunum.
Checkpoint Charlie f Austur-Berlfn, þar sem flestir skipta gjaldeyri.