Tíminn - 25.10.1980, Qupperneq 15

Tíminn - 25.10.1980, Qupperneq 15
Laugardagur 25. október 1980. 19 Vinna verður o að fullyrða, aö þessar greinar munu stöðvast fljótlega, ef þær fá ekki kostnaðarhækkanir bættar. Sára litlar likur eru til þess, aö það gerist með veröhækkun á er- lendum mörkuðum, alveg á næst- unni. Þá er ekkert eftir annað en gamla ihaldsúrræðið, gengisfell- ing. Er mönnum ekki að veröa ljóst, hve gagnslaus þessi visitöluleikur er og reyndar skaðlegur? Hver er bættari eftir? Ef svo fer um næstu áramót, sem ég hef nú rakiö, verður að sjálfsögðu að skapa aö nýja traustan grundvöll fyrir atvinnu- vegina áður en niðurtalning verð- bólgunnar getur hafist af nokk- urri alvöru. Þessu verða menn að gera sér grein fyrir. Það getur orðið erfiður biti að kyngja. Þvi er nauðsynlegt og skynsamlegt að gripa til aögeröa fyrir 1. desem- ber, sem draga úr þeirri hækkun, sem þá verður að öörum kosti, þannig að leiðrétting sú á stöðu atvinnuveganna, sem á eftir fylgir geti orðið sem minnst. Stjórnarandstaðan hefur undanfarið haft það að megin iðju i athafnaleysi sinu, að gera mönnum innan rikisstjórnarinnar upp ágreining. Staðreyndin er sú, að starfsandinn innan þessarar rikisstjórnar er ólikt betri en i þeirri rikisstjórn, sem ég hef áður þekkt, á s.l. ári. Nú hittast menn og ræöast við um vandamálin og ég veit ekki betur, en allir hafi fullan skilning á þvi, sem ég hef nú rakið. Aherslur geta að sjálf- sögðu veriö eitthvaö mismun- andi, sem von er, á milli flokka, en markmiðiö er það sama, að koma veröbólgunni niður i svipað og i nágrannalöndunum 1982. Sú töf, sem hefur á þessu orðið, merkir að sjálfsögöu, að vinna verður betur, á næsta ári. Okkur framsóknarmönnum sýnist, að nú eigi að vera unnt að skapa til þess grundvöll. A næstu tveimur árum munum við þvi leggja höfuð- áherslu á niðurtalningu verðbólg- unnar. Viö tslendingar eigum til mikils að vinna. Að öllum likindum er- um viö betur I stakk búnir en flestar aðrar þjóðir til að mæta þeim orku- og hráefnaskorti sem virðist vera framundan. Við eig- um gjöfult land og auðugan sjó, sem geta jafnvel i vaxandi mæli orðið grundvöllur verömætrar og eftirsóttrar matvælaframleiðslu. Við eigum orku i fallvötnum og jarðvarma, sem á að gera okkur kleift aö verða að verulegu leyti óháöir innfluttri orku og auðvelda okkur að skjóta fleiri stoðum undir okkar atvinnu- og efna- hagslif, t.d. með orkufrekum iðnaði I okkar eigu og viö okkar hæfi. Verkefnin eru mörg og brýn við að nýta allan þennan auð af skynsemi til bættra lifskjara og betra mannlifs. Allt er þetta þó háð þvi aö viö kunnum fótum okkar forráð i efnahagsmálum og stillum kröfum okkar i hóf. Við þökkum hvorir öörum gagn- kvæmatillitssemi í umferðinni. yUMFERÐAR RÁÐ flokksstarfið Almennur stjórnmálafundur verður haidinn i samkomusal Hótel Heklu Rauðarárstig 18 fimmtudaginn 30. okt. kl. 20.30. Guðmundur G. Þórarinsson alþm. hefur fram- sögu um stjórnmálaviðhorfið. Framsóknarfélag Reykjavlkur. Viðtalstimar alþingismanna og borgarfulltrúa verða iaugardaginn 25. okt. kl. 10-12 að Rauðarárstíg 18. Til viðtais verða: Haraldur Olafsson varaþingmaður og Páll R. Magnússon stjórnar- maður i verkamannabústöðum og i atvinnumálanefnd. Aðalfundur FUF i Árnessýslu verður haldinn mánudaginn 27. okt. kl. 20.30 að Eyrarvegi 15, Sel- fossi. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Afundinnkoma alþm. Jón Helgasorr og Þórarinn Sigurjónsson. Stjórnin. Kjördæmisþing framsóknarmanna á Austur- landi verður haldið á Djúpavogi 25.-26. okt. nk. Þingsetning i barnaskólanum laugardaginn 25. okt. kl. 14. Aðalumræðuefni: Stjórnmálaviðhorfið Tómas Arnason Staðan i atvinnumálum Halldór Asgrimsson Frjálsar umræður og venjuleg þingstörf. Stjórn kjördæmissambands framsóknarmanna ó Austurlandi. Aðalfundur FUF i Árnessýslu verður haldinn mánudaginn 27. okt. nk. kl. 20.30 að Eyrarvegi 15, Selfossi. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. Félag framsóknarkvenna Basarvinna að Rauðarárstig 18, laugardaginn 25. okt. kl. 2-5. Mætið vel. Basarnefndin. Hádegisfundur SUF verður haldinn á Hótel Heklu miðvikudaginn 29. okt. kl. 12.00 Gestur fundarins: Tómas Árnason viðskiptaráð- herra. Allir velkomnir. Framsóknarvist i Reykjavik Framsóknarfélag Reykjavikur gengst fyrir spilakvöldi að Rauðar- árstig 18, Hótel Heklu mánudaginn 27. okt. kl. 20.00. Mjög góð verðlaun, kaffiveitingar i hléi. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Hótel Hekla er mjög vel staðsett, aðeins nokkur skref frá Hlemmi, Miðstöð Strætisvagna Reykjavikur. Miðapantanir i sima 24480. Akureyri Aðalfundur Framsóknarfélags Akureyrar verður haldinn laugar- daginn 25. október kl. 14.00 að Hafnarstræti 90. Fundarefni: Venjuleg aöalfundarstörf. Kosning fulltrúa á kjördæmisþing. Önnur mál. Þingmenn flokksins i kjördæminu mæta á fundinn. Stjórnin. Suðurland Kjördæmisþing Framsóknarfélaganna i Suðurlandskjördæmi verð- ur haldið I Vestmannaeyjum dagana 8. og9. nóvember nk. Aðildarfélög þurfa að kjósa fulltrúa og tilkynna þátttöku til for-' manns Kjördæmasambandsins ásamt skýrslu um starfsemina. FUF i Reykjavik hefur ákveöið aö hafa viötalstíma viö stjórnar- menn á laugardögum ki. 10-12. Laugardaginn 25. okt. verða til viötals: Björn Blöndal ritari og Svavar Kristinsson meöstjórnandi. Rangæingar — Rangæingar Framsóknarfélag Rangæinga gengst fyrir almennum fundi um orkumál héraðsins fimmtudaginn 30. okt. i félagsheimilinu Hvoli kl. 9.00. A fundinn mætir fulltrúifrá Rafmagnsveitum rikisins og þingmenn- irnir Jón Helgason og Þórarinn Sigurjónsson. Allir velkomnir. Stjórnin. Félagsmálaskóli Framsóknarflokksins Námskeið i fundarsköpum og ræöumennsku mun hefjast sunnudag- inn 26. okt. nk. Þeir, sem áhuga hafa á þátttöku, vinsamlegast hafiö samband viö skrifstofu Framsóknarflokksins, simi 24480. Rangæingar Rangæingar Aðalfundur Framsóknarfélags Rangárvallasýslu verður haldinn i Gistihúsinu Hvolsvelii mánudaginn 3. nóv, kl. 9 e.h. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf. A fundinn mæta alþm. Jón Helgason og Þórarinn Sigurjónsson. Munu þeir ræða stjórnmálaviðhorlið og svara fyrirsDurnum. Stjórnin. Norðurland eystra Kjördæmisþing Framsóknarmanna i Norðurlandskjördæmi eystra verður haldið á Húsavik dagana 8. og 9. nóvember n.k. Aöildarfélög eru hvött til að kjósa fulltrúa á þingið hiö fyrsta og til- kynna þá til skrifstofunnar að Hafnarstræti 90, Akureyri, Simi 21180 fyrir 1. nóv. n.k. Stjórnin Suðurland Kjördæmisþing Framsóknarflokksins i Suðurlandskjördæmi verður i Vestmannaeyjum dagana 8. og 9. nóvember nk. Aðalfundarstörf: Lagabreytingar Umræður um iðnaðarmál. Framsaga: Páll Zophaniasson og Böðvar Bragason Landbúnaðarmál Framsaga: Hákon Sigurgrimsson og Einar Þorsteinsson Sjávarútvegsmál Nánar auglýst siðar. Félögin eru kvött til að kjósa fulltrúa sem fyrst og tilkynna þátt- töku. Flogið verður frá Bakka A-Landeyjum og Skógum A-Eyja- fjallahr. ef veður leyfir, annars fariðmeðHerjólfi frá Þorlákshöfn á hádegi. Stjórnin. Kópavogur Halló krakkar. Freyja heldur BINGO laugardaginn 25. október kl. 3 I Hamra- borg 5. Komið með foreldra og vini. Skemmtinefndin. Framsóknarfélag Sauðárkróks Fundur i Framsóknarhúsinu fimmtudaginn 30. okt. kl. 20.30. Frummælandi: Halldór Asgrimsson alþm. Allir velkomnir. Stjórnin. F.U.F. Reykjavik — Skólamál Almennur fundur á vegum FUF i Reykjavik, verður haldinn miðvikudaginn 29. okt. kl. 20.30, að Rauðarárstig 18, kaffiteriu. A dagskrá fundarins er m.a. starf ungra fram- sóknarmanna i skólum borgarinnar og tengsl FUF viö þá. Einnig verður starfsemi félagsins kynnt og rætt um framtið þess. Steingrimur Hérmannsson fyrrv. formaöur FUFkemuráfundinn. Stjórnin.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.