Tíminn - 25.10.1980, Blaðsíða 4

Tíminn - 25.10.1980, Blaðsíða 4
4 Laugardagur 25. október 1980. í spegli tímans Þær hafa áhrif á tískuna Jacqueline Bisset i fallegum sumarkjói frá tískuhúsi Armanis I Los Angeles. Um mörg ár hafa tiskuforkólfar gefið út lista yfir „best klædda” og „verst klædda” fólk i heimi. Sumir hafa tekið þetta alvarlega, en aðrir ekki, og sagt er að þeir sem komist á „verst klæddu”-Iistann séu oft engu siður montnir og ánægðir með sig en þeir á heiðursskránni yfir vel klætt fólk. Nýlega geröi banda- riskt blað könnun hjá tfskufólki um það, hvað hefði helst áhrif á fatasmekk almenn- ings. Svarið var svo til samhljóða hjá öllum sem spurðir voru: Það er vinsælasta fólkið i skemmtana- bransanum sem ræður þar mestu. Þetta fólk er myndað við öll möguleg tækifæri. Það vekur alltaf eftirtekt hvernig það er klætt, og margir vilja likja eftir kiæðaburði fræga fólksins. Tvær leikkonur voru tilnefndar sem dæmi- geröir tiskuáhrifa- valdar, leikkonurnar Jacqueline Bisset og hin barnunga Brooke Shields. Jacqueline Bisset var nú reyndar ekki I neinum tiskuklæðnaði þegar hún vakti mesta athygli, en það var i kvikmyndinni Djúpiö. Margir muna eftir henni þá i rennblautri bóm ullarskyrtu og stuttbuxum, þvi að hún var svo glæsilega vaxin. Nú segist Jacqueline hafa áhuga á kvenlegum fötum, svipuöum kjólnum, sem hún er I hér á myndinni. Donfeld fatahönnuður teiknaði fyrir hana fötin sem hún klæddist I kvik- myndinni „Grashopp- er” og fleiri myndum, og hún segir að hann hafi vakiö hjá sér ákveðinn smekk fyrir hvað væri klæðilegast. „Ég nota helst Ijós- brúnt, rjómalitt, hvitt og svart i fatavali minu, en kann ekki við mig i skærum litum. Brooke Shields I brókaöe-kjól og sam- stæðum siðbuxum á „rúlluskauta-diskói” Mér finnst gaman, að taka gömul föt og nota þau svo með einhverju nýju, — og fólk dáist að þessu og heldur að þaö sé nýjasta tiska, og svo er kjóllinn kannski 10 ára gam- all”! sagði Jacqueline er hún var spurð um fatasmekk sinn. Nýlega sáum viö Jacqueline i islenska sjónvarpinu sem blaðakonu I myndinni Svona margar (Stand up and be counted) Jacqueline er 36 ára og þykir með falleg- ustu konum i heimi. Bandariski tisku- kóngurinn ScavuIIo segir um Brooke Shield: „Þaö geislar af henni yndisþokkinn og sama er hverju hún klæöist, það veröur allt jafnsmart á henni. Þetta er eins og sér- stök guðsgjöf sem ein- staka konu er gefiö, að allt klæðir þær”, sagði Scavullo hrifinn, þeg- ar hann var spuröur um hverja hann vildi velja sem fulltrúa yngri kynslóöarinnar i tiskunni. — Ég vissi bara ekki hvar ég átti að byrja...svo ég byrjaði þá ekkert. krossgáta 3427. Lárétt 1) Hali. 6) Lýg. 8) Kassi. 10) Fum. 12) Keyr. 13) Stafrófsröö. 14) Gljúfur. 16) Málmur. 17) Strák. 19) Dýr. Lóðrétt 2) Beljur. 3) Byrði. 4) Gangur. 5) fáni. 7) Timi. 9) Maður. 11) Boröhaldi. 15) Veiöarfæri. 16) Efni. 18) Tveir eins. Ráöning á gæatu No. 3426 Lárétt 1) Rotta. 6) Fer. 8) Pan. 10) Éta. 12) Ok. 13) Op. 14) Rit. 16) Aga. 17) Ölu. 19) Klámi. Lóðrétt 2) Ofn.3) Te.4) Tré. 5) Sport. 7) Japan. 9) Aki. 11) Tog. 15) Tól. 16) Aum. 18) Lá. bridge Margir hafa gaman af aö fást við spila- þrautir. 1 dag er ein slik á boðstólum og hún er merkileg að þvi leytiað þetta mun vera fyrsta spilaloka þrautin sem búin var til i heiminum. Hún er eftir Englend- ingaönafni W.H. Whitfield og birtist fyrst árið 1885. En þrátt fyrir háan aldur er hún enn i fullu gildi. Norður. S. - - H. 87 T. G5 L. A2 Vestur. S. D7 H.-- T. D7 L.G3 Austur. S. G6 H. -- T. 1086 L. 8 Suður. S. 109 H. - T. AK9 L. 10 Hjarta er tromp. Suöur á út og þarf aö fá alla slagina. Lausn: Suöur tekur á tigulásinn og set- ur gosann i boröi til að geta svinaö seinna ef með þarf. Siöan trompar hann spaöa i boröi og spilar sföasta trompinu. Austur hendir laufi og suður einnig en vestur verður að henda spaöadrottningu. Ef hann hendir tiguldrottningu getur suður spilað tigli á niuna og ekki má hann henda laufi af augljósum ástæðum. En þá tekur suður á laufásinn i boröi og austur er þvingaöur. — Hvar fékkst þú þennan fimm þús- undkall, Þoriákur? — Kannski get ég hjálpað ykkur, ég er rafvikri...

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.