Tíminn - 15.11.1980, Side 6
6
Laugardagur 15. nóvember 1980.
Útgefandi: Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Auglýsingastjóri:
Steingrimur Gfslason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdótt-
ir. Afgreiöslustjóri: Siguröur Brynjólfsson. —Ritstjórar: Þórar-
inn Þórarinsson, Jón Helgason, Jón Sigurösson. Ritstjórnarfull-
trúi: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjóri: Kristinn Hallgrimsson.
Blaöamenn: Agnes Bragadóttir, Atli Magnússon, Bjarghildur,
Stefánsdóttir, EUsabet Jökulsdóttir, Friörik Indriöason, Friöa
Björnsdóttir (Heimilis-Timinn), Heiöur Helgadóttir, Jónas Guö-
mundsson, Jónas Guömundsson (Alþing), Kristin Leifsdóttir,
Ragnar örn Pétursson (Iþróttir). Ljósmyndir: Guöjón Einars-
són, Guöjón Róbert Agústsson. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir.
Prófarkir: Flosi Kristjánsson, Kristin Þorbjarnardóttir, Marla
Anna Þorsteinsdóttir. — Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar:
Slöumúla 15, Reykjavik. Simi: 86300. Auglýsingasimi: 18300.
Kvöldsimar: 86387, 86392. — Verö I lausasölu: kr. 280. Askriftar-
gjaldá mánuöi: kr.5500.— Prentun: Blaöaprent hf.
Þing Alþýðusam-
bands íslands
Vaxandi athygli beinist að þingi Alþýðusam-
i bands tslands, sem kemur saman siðar i þessum
mánuði.
Þetta þing Alþýðusambandsins kemur saman á
erfiðum timum. Viðskiptakjörin hafa verið þjóð-
inni óhagstæð siðustu misserin og það leitt til rýrn-
unar á þjóðartekjum. Þótt framleiðslan verði auk-
in, er ekki vist, að það muni nægja til að mæta
tekjumissinum, sem hlýzt af verri viðskiptakjör-
um, a.m.k. ekki fyrst um sinn.
Þingið verður að hafa hliðsjón af þessu. Mikil-
vægt er, að það fái sem gleggstar upplýsingar um,
hvernig ástandið er og hvers megi vænta.
Tvö mál hljóta að vera efst á baugi á þinginu
undir þessum kringumstæðum. Annað er að
tryggja afkomuöryggið. Hitt er að tryggja kaup-
mátt launa.
Hvort tveggja þetta er i mikilli hættu, ef ekki
tekst að ná fastara taumhaldi á verðbólgu.
Þótt náðst hafi aukið viðnám gegn verðbólgunni
á þessu ári, mun það endast skammt, ef ekkert
frekar verður gert. Verðbólgan mun þá aukast að
nýju og er ekki talið ósennilegt að nún komist i
80-90% á næsta ári, að óbreyttum aðstæðum.
Það er augljóst mály að svo mikil verðbólga mun
kippa fótum undan atvinnurekstrinum. Mörg
fyrirtæki munu stöðvast eða draga saman seglin.
Atvinnuleysið er þá skammt undan.
En jafnvel þótt hægt væri að afstýra verulegu
atvinnuleysi, myndi óbreytt stefna leiða til skerð-
ingar á kaupmætti láglaunafólks. Núgildandi visi-
tölubætur nægja þvi ekki til að fá verðhækkanimar
bættar að fullu.
Strax núna um mánaðamótin tapar láglaunafólk
nokkrum hluta grunnkaupshækkunarinnar, þvi að
visitölubæturnar nægja þvi ekki til að mæta verð-
hækkununum, sem hafa orðið á þvi timabili, sem
útreikningarnir ná til.
Áframhaldandi verðbólga myndi eyða grunn-
kaupshækkunum láglaunafólks með öllu og raunar
meira til á næsta ári, ef hún fær að vaxa með sama
hætti og nú horfir.
öðru máli gegnir um hátekjufólk, sem fær verð-
hækkanirnar miklu meira en bættar, þvi að það „
fær margfaldar þær verðbætur, sem visitölukerfið
mælir láglaunafóiki.
Alþýðusambandsþingið þarf að taka djarft og
helzt einhuga á verðbólgumálinu. Ef vel væri, ætti
að reyna að forðast pólitiska flokkadrætti. Þeir
geta ekki gert annað en að veikja samtökin.
Um nokkurt skeið hefur verið eins konar þjóð-
stjórn i Alþýðusambandinu, þótt nokkuð væri
reynt að skekkja hana á siðasta Alþýðusambands-
þingi. úr þvi þarf að bæta. Það væri vel, ef þing
Alþýðusambandsins einkenndist meira af sam-
stöðu en sundrung.
Þ.Þ.
Þórarinn Þórarinsson:
Erlent yfirlit
Reagan verður stjóm-
samari en Carter
Rússar vona að hann líkist Nixon
Nýju forsetahjónin skemmta sér
AF HALFU fjölmiöla vlöa um
heim er nú fylgzt meö þvi meö
athygli, hvernig Tússnesku
valdhafarnir bregöast viö sigri
Reagans I forsetakosningunum.
Hingaö til hafa rússneskir
rætt meö varfærni um Reagan
siöan hann var kjörinn forseti,
og mun gætilegar en þeir geröu
áöur.
Einkum þykir þaö koma
fram, aö þeir telji þaö Reagan
til framdráttar, aö menn viti
hvar þeir hafa hann, en Carter
hafi veriö óútreiknanlegur.
Þegar allt komi til alls, geti
þetta talizt kostur.
Þaö kemur fram i skrifum
margra rússneskra fjölmiöla,
að Reagan kunni aö llkjast Nix-
on. Nixon hafi veriö haröur and-
kommúnisti, en samt unniö aö
spennuslökun.
Þetta kemur fram i grein eins
af fréttaskýrendum APN,
Vladlen Kuznetsov, en kaflar úr
henni fara hér á eftir:
„VIÐ VITUM ekki mikiö um
Ronald Reagan sem stjórn-
málamann. Viö vitum jafnvel
enn minna um hann sem leið-
toga nýrrar rikisstjórnar repú-
blikana, lykilmann I heims-
stjónmálunum á niunda ára-
tugnum. Þaö mun liöa nokkur
timi áöur en viö komumst aö
raun um þaö, hvaöa hlutverk
fertugasti forseti Bandarikj-
anna mun leika á sviöi stjórn-
málanna i heiminum.
Ronald Reagan tekur við
stjómvelinum i þann mund, er
Bandarikin veröa aö ákveöa,
hvert þau ætla aö stýra fleyi ut-
anrikisstefnu sinnar, i átt til
spennuslökunar eftir þeirri sjó-
leiö, sem hreinsuöhefur verið af
mörgum tundurduflum á árun-
um eftir styrjöldina, eöa í átt til
blindskerja hernaöarandspænis
og hafdjúpa áhættu og óvissu.
Eneitter allavega vist: Nýifor-
setinn mun halda styrkar um
stjónvölinn en fyrirrennari
hans. Þegar Jimmy Carter var
viö stýriö, hjó skipiö mjög, og
hjá þvi gat ekki farið, aö sökum
þessa veltings bliknaöi mjög
mynd herra Carters i augum
kjósenda.
Fráfarandi forseti gat ekki
forðast tviveörung i' afgerandi
málum varðandi strið og friö.
Eftir aö hafa undirritaö annan
sovézk-bandariska samninginn
um takmörkun árásarvopna-
búnaöar i Vin sumariö 1979,
lagöi Jimmy Carter hann á hill-
una veturinn eftir og lýsti meö
dramatiskum hætti sovézkri
hjálp viö Afganistan sem alvar-
legustu ógnun viö friöinn frá
lokum siöari heimsstyrjaldar-
innar. I úrslitatilraun til þess aö
sigra i kosningabaráttunni
greip hann til Salt-2 samnings-
ins eins og björgunarbeltis og
lofaöi aö staöfesta hann, ef hann
yröi endurkosinn. Þaö var þó
oröiö of seint.
Ég tel þaö atriöi kosr.ingabar-
áttunnar mjög mikilvægt, aö
báöir forsetaframbjóöendurnir
leituöust viö aö skapa af sér
mynd sem friöarstilli. Kjarni
málsinser sá, aö bæöi.Carter og
Reagan hafa lengi látiö berast á
þeirri bylgju hægri sinnaörar
afturnaldsstefnu, sem virtist
vera aö flæöa yfir Bandarikin.
Hún geröi það þó ekki. Ég held,
aö bæöi i herbúöum demokrata
og repúblikana hafi menn van-
metið friöaröflin i bandarisku
þjóðfélagi. Um siöir geröu þau
sig gildandi. Báöir flokkarnir
fundu, aö kjósendur vildu siöur
fá ,,hauk” fyrir forseta.
I sjónvarpseinvigi við keppi-
naut sinn sagöi komandi forseti,
aö þaö væri mikilvægasta verk-
efniö aö varöveita friö um heim
allan, og aö beiting herafla væri
alltaf siðasta úrræöi, ef allt ann-
aö brygöist og öryggi þjóöarinn-
ar væri I veöi. Þetta er vilji
bandarisku þjóöarinnar. Aö
þessari afstöðu stuölaöi einnig
veruleiki þeirrar kjarnorkuald-
ar, sem viö lifum á, svo og
reynslan, sem fengin er af
spennuslökunarstefnunni. Ef
þessi afstaöa reynist ekki aöeins
slagorö, og veröi henni fram-
fylgtí reynd, mun allt fara vel.”
EINS OG fleiri rússneskir
fréttaskýrendur, tekur Kuznet-
sov Nixon til samanburöar og
segir:
„Égvil reynaaö dæma um per-
sónuleika nýja forsetans og þá
stefnu, sem hann ráögerir aö
fylgja, hleypidómalaust og án
fordóma. Þótt samanburöur sé
ekki alltaf réttlátur eöa viöeig-
andi, þá má minna á, að Rich-
ard Nixon, sem lengi hafði veriö
álitinn eitilharður andkommún-
isti og hægrisinnaöur öfgamaö-
ur, undirritaði meiriháttar
samninga um spennuslökun,
vigbúnaöareftirlit og samvinnu.
Leiötogi getur veriö svo eöa
svo ihaldssamur, og einn kann
að vera haröari i horn að taka
heldur en annar, en hvað svo
sem hann er, þá veröur hann að
viöurkenna staöreyndir, ef hon-
um er ekki sama um afleiðingar
stefnu sinnar. Hann getur ekki
virt aö vettugi þaö sem er aö
gerast umhverfis hann og búiö i
glerhúsi. Hann getur ekki held-
ur byggt stefnu sina á hugarór-
um og treyst á, að Sovétrikin
muni leyfa hverjum sem vill aö
, ná hernaðaryfirburðum, setja
þeim ný samningsskilyröi eöa
knýja þau til örmögnunar i víg-
búnaöarkapphlaupi.
óskhyggja er hættulegur
ávani í stjórnmálum. Snjall
stjónmálamaður veröur að vera
raunsær, og það er uppörvandi
staöreynd, aö i Bandarikjunum
eru til öfl, sem eru fær um aö
skilja raunveruleikann.
Þaö er engin tilviljun aö New
York Times skrifaöi nýveriö I
ritstjórnargrein, aö stjórnmál I
Bandarikjunum væru minna
háöpersónu forsetans eöa utan-
rikisráöherrans heldur en aug-
ljósum alþjóölegum aðstæöum,
sem setja stefnu Bandarikjanna
skoröur. Ef maöurinn i Hvita
húsinu er þess umkominn aö sjá
þessar aöstæöur og laga sig eftir
þeim, þá mun allt vel fara.”
HÉR lýkur útdrættinum úr
grein Kuznetsov. Ljóst viröist af
henni, aö Sovétmenn ætli ekki
aö taka Reagan illa aö fyrra
bragöi.Þvertá móti hamra þeir
á þvi, sem þeir telja aö hafi ver-
iö jákvætt í málflutningi hans
fyrir kosningarnar.
Nixon var nýlega I Washington og var m.a. I slödegisdrykkju I
rússneska sendiráöinu 7. nóv.