Tíminn - 16.11.1980, Síða 7

Tíminn - 16.11.1980, Síða 7
Sunnudagur 16. nóvember 1980. 7 Þórarinn Þórarinsson: Vexti verður að lækka og tryggja atvinnuöryggi Vaxtahækkun Eitt af þvf, sem siöasta vinstri stjórn gerði, var aö rétta hlut sparifjáreigenda meö hækkun vaxta. Alþýöuflokkurinn má eiga þaö, aö hann haföi vissa forustu um þessa leiöréttingu. Framsóknarflokkurinn og Al- þýðubandalagiö höfðu einnig fullan skilning á réttmæti hennar. Þaö geröi Sjálfstæðis- flokkurinn lika. Hann lagði blessun sina yfir hana, þótt hann væri i stjórnarandstööu. Vaxtahækkunin hlaut hins vegar aö draga dilk á eftir sér. Sá atvinnurekandi, sem ekki telur rekstur sinn vera að slig- ast vegna háu vaxtanna, er undantekning. Þaö má heita samhljóða álit þeirra, aö vaxta- byrðin sé oröin atvinnurekstrin- um um megn. Þetta er ekki ofmælt. Fyrir- sjáanlegt er aö mörg atvinnu- fyrirtæki muni draga saman seglin, eða jafnvel hreinlega gefast upp, ef vaxtabyrbin helzt óbreytt, hvað þá heldur, ef hún eykst. I kjölfar þess kæmi at- vinnuleysi, sem fljótlega gæti orðið tilfinnanlegt. Atvinnurekendur eru engan veginn þeir einu, sem hafa ástæðu til að kvarta undan háu vöxtunum. Háu vextirnir leggj- ast enn þyngra á margar efna- litlar fjölskyldur eða einstakl- inga, sem eru aö reyna aö eign- ast þak yfir höfuðið. Yfir fjöl- mörgum þeirra vofir að missa ibúð sina, ef engin lækkun veröur á vöxtunum. Það gæti veriö þrautalending- in hjá þessum aöilum að reyna að knýja fram kauphækkun i þeirri von, aö fá þannig tekjur til að vega á móti vöxtunum. Það yrði hins vegar skamm- góður vermir, þvi að aukin verðbólga fylgdi strax á eftir. Engin einföld lausn Vaxtamálin skapa orðib slikt efnahagslegt öngþveiti, að þing og rikisstjórn mega ekki láta þessi mál afskiptalaus lengur. Væntanlegt Alþýðusambands- þing verður einnig að láta þetta mál taka til sin. Þetta er hins vegar ekki neitt einfalt mál. Það verður ekki leyst með þvi einu, að bankarnir lækki vextina. Með þvi væri framið hið herfi- legasta ranglæti. Þá væri reynt að leggja herkostnaðinn við verðbólguna einhliða á spari- fjáreigendur. Þeir þeirra, sem eitthvaögætu, myndu þá fara að braska eins og aðrir og ávaxta fjármuni sina á þann hátt. Aukið fjör myndi færast i verð- bólguna. Bankarnir myndu fljótlega tæmast. Þar væri ekkert lánsfé að fá. Atvinnureksturinn yrði helzt að reyna að afla sér rekstrarfjár með þvi að bjóða i þaö á svokölluöum frjálsum markaði, eins og gert var ráð fyrir i leiftursóknarstefnu Sjálf- stæðisflokksins. Ekki myndu vextirnir lækka við þaö. Þeir myndu stórhækka, jafnvel tvöfaldast. Fá fyrirtæki myndu standast slika sam- keppni. Þá yrði atvinnuleysið óbærilegt. Raunhæf leið Raunhæf leið til að lækka vextina er ekki nema ein. Hún er fólgin i þvi að ráðast gegn verðbólgunni. Það strið verður að heyja gegn öllum þáttum hennar. Það læknar engin mein að snúast aðeins gegn einum þeirra, vöxtunum. Það verður að ná til fiskverös og búvöruverös og dýrtiðarbóta á laun. Það verður að ná til fjár- festingar opinberra aðila, fyrir- tækja og einstaklinga. Það verður að stefna aö þvi með samræmdum aðgerðum aö draga úr vaxtarhraöa verðbólg- unnar og reyna i áföngum að koma henni i svipað horf og er i þeim löndum, þar sem islenzkar útflutningsvörur eru seldar. Annars höldum við ekki til lengdar hlut okkar i samkeppn- inni þar. Þeir, sem ræða um að raun- verulega sé hægt að lækka vexti á annan hátt en þennan, eru óábyrgir glamrarar. Þeir eru að reyna aö afla sér fylgis með yfirboðum, sem þeir að ekki fá staðizt. Þeir starfa i þjónustu verðbólgunnar, enda ýmist verðbólgubraskarar eða póli- tiskir trúðar. Þjóðin má ekki ljá þeim eyra. Þá fer illa.f Fall Carters Það mætti vera lærdómsrikt fyrir islenzka stjórnmálamenn, aö daginn eftir að Carter beið ósigur i forsetakosningunum, átti hann viðræður við nokkra fréttamenn og snerust þær eðli- lega mest um kosningaúrslitin og orsakir þeirra. B®ði Carter og fréttamennirnir nefndu ýmsar ástæður, sem hefðu valdið ósigri hans. Meðal annars bar gislamálið á góma. „Auðvitað átti gislamálið sinn þátt i þessu”, sagði Carter, ,,en ég get ekki sagt hvort það skipti meira máli en háir vextir”. Stóraukin verðbólga i Banda- rikjunum i stjórnartiö Carters átti mikinn þátt i ósigri hans. Sennilega hafa vextirnir verið sá þáttur verðbólgunnar, sem hefur valdið mestri óánægju, enda mörgum miklu tilfinnan- legri en hækkanir á vöruverði. Hækkun vaxtanna hafði átt þátt i þvi að leggja mörg at- vinnufyrirtæki að velli, ekki sizt þau smærri. Hækkun vaxtanna hvildi þungt á öllum þeim, sem ráðizt höfðu i ibúðakaup og höfðu þurft að taka ian i þeim tilgangi. Þannig mætti rekja þetta áfram. Það vill oft verða, að menn kenna þeim, sem völdin hafa, um þaö, sem miður fer. Háu vextirnir voru skrifaðir á reikn- ing Carters að sumu leyti rétti- lega, en að öðru leyti ranglega, þvi að verðbólgan stafaði að verulegu leyti af óviðráðanleg- um orsökum, t.d. oliuverðs- hækkuninni. Vandi atvinnu- rekenda Til viðbótar vaxtabyrðunum þurfa atvinnurekendur að horf- ast i augu viö það um næstu mánaöamót, að þeir verða að greiöa um 20-25% hærri laun en um mánabamótin siöustu. Sum- part stafar þetta af nýju kjara- sámningunum og sumpart af verðbótum, sem þá koma til sögunnar samkvæmt visitölu- kerfinu. Þeir atvinnurekendur munu margir, sem sjá nú illa fram úr þvi, hvernig þeir eiga að leysa þennan vandann. Yfirleitt er ekki um það að ræða, að fyrirtækin hafi eigið fé, sem hægt er að gripa til i skyndi. Sé um eitthvert eigið fé að ræða, hefur það þegar verið bundið i rekstrinum. Um stór- aukin lán hjá bönkum og spari- sjóðum er vart hægt að ræða, þar sem þessar stofnanir þurfa aö stefna að þvi aö draga úr út- lánum. Vonandi leysist þessi vandi þó með einhverjum hætti hjá fyrir- tækjunum i þetta sinn. En hvað lengi geta þau risið undir auk- inni skuldasöfnun og sivaxandi vaxtabyrði? Hér er vissulega ekki um vanda atvinnurekenda einna að ræða. Ef grundvöllur atvinnu- rekstrarins brestur og atvinnu- fyrirtækin stöövast, mun það öðrum fremur bitna á starfs- mönnunum, sem missa atvinn- una. Þessi vandi stafar ekki af þvi, nema þá aö litlu leyti, að laun- þegar hafi knúiö fram óeðlilega miklar kauphækkanir. Kröfur þeirra hafa sjaldan verið hóf- samari, þegar á allt er litið. Þetta iskyggilega útlit stafar ekki heldur af þvi, að núverandi rikisstjórn hafi haldiö verr á málum en fyrirrennarar hennar. Stöðvun eftir ára- mótin? Efnahagsvandinn stafar af þvi, að verðbólgan er i tvo ára- tugi búin að vera miklu meiri hérlendis en i nokkru nágranna- landi okkar, og að ekki er hægt að halda þannig áfram enda- laust. Fyrr eða siöar hlaut stöðvun að koma, ef ekkert nægilega róttækt væri gert. Þessi stöðvun blasir nú við okkur upp úr næstu áramótum, ef ekki verður gripið til róttækra aðgerða. Ef til vill væri hægt að fresta stöðvuninni um stundarsakir meö nýjum stórfelldum gengis- fellingum, en eins og komið er veröur ekki haldið áfram á þeirri braut, nema skamma stund. Þess vegna má ekki lengur dragast að hefjast handa. Það verður að bjarga atvinnuörygg- ingu. Það verður að hafa al- geran forgangsrétt. Atvinnuörygginu verður ekki bjargað, nema snúizt sé með einbeitni gegn verðbólgunni og stefnt að þvi að færa hana niður i áföngum. Næsta þing Alþýðusambands tslands þarf að fjalla um það öðru fremur, hvernig atvinnu- öryggið skuli tryggt meö að- gerðum gegn verðbólgunni. Engir eiga hér meira i húfi en félagsmenn þess. Þar mega ekki ráða óraunsýni og óskhyggja. Það verður að horf- ast i augu við veruleikann. Fjárlaga- frumvarpið Það má segja margt gott um fjárlagafrumvarpið fyrir 1981. 1 stórum dráttum er það byggt á þeim grundvelli, sem lagður var i fjármálaráðherratið Tómasar Arnasonar. Þá voru sett þau markmið, að rikisreksturinn yrði hallalaus, skuldir rikisins lækkaðar, en tekjuöflun haldið innan vissra marka, miöaö við þjóöarframleiðslu. Það verður hins vegar að viðurkenna, aö við frumvarpið er eitt stórt spurningarmerki. Frumvarpið er byggt á þeirri undirstööu ,,að verölagshækk- anir frá miðju ári 1980 til miðs árs 1981 verði um 42%”, en það er mun minni verðbólga en veriðhefur hér um skeið. Takist ekki aö ná þessu marki, mun fjárlagagerðin reynast byggö á 'sandi. Það má heita augljóst, að þessu takmarki verður ekki náð að óbreyttri stefnu. Til þess þarf mun róttækari aögeröir I efna- hagsmálum en að undanförnu, þótt verðbólguunni hafi verið veitt nokkuð aukið viðnám. Svo miklu skiptir, aö þessu marki verði náð, að ella mun ekki aöeins grundvöllur fjár- lagagerðarinnar hrynja, heldur grundvöllurinn, sem atvinnu- reksturinn hvilir á. menn og málefni

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.