Tíminn - 16.11.1980, Blaðsíða 27

Tíminn - 16.11.1980, Blaðsíða 27
Surinud'agur 16. nóveriibéi* 1980. 3$ Ingólfur Daviðsson: Byggt og búið í gamla daga 309 Hestur krafsar eftir grasi i Reykjavík Litum á mynd óskars Sig- valdasonar af krafsandi klár i Reykjavik. Ekki er langt siðan að útigönguhestar snöpuöu kringum hús i Reykjavik og reyndu aö ná einhverju ætilegu úr sorptunnunum. Heima f sveitinni voru vetrar- loönir útigönguhestar, berjandi gaddinn, algeng sjón. Þeim viröistlíöa sæmilega ef þeirná i eitthvaö aö bita, gras, mosa og jafnvel lyng og viði. Séö hef ég þá naga börk af hrislum. Eldis- hestar voru mikið fööraðir inni eins og nú, en hinum gefiö úthey inni eöa úti, þar sem skjól var, þegar meö þurfti. Talsvert fengu þeir af moöi, afgang af fóöri kinda og kúa og stundum saltaöá sild. Þeir komu þá aö tunnunni á vissum tima. Mikill munur er á hrossum hve harðfenglega og skynsam- lega þau ganga á beit. Hryssan Kengála i Grettissögu er frægt dæmi. Heima var Gamla Rauðkalengi dugmesta úti- gönguhrossið og óumdeildur foringi sem valdi beitarlandið. Hin fylgdu henni. Gamla- Rauðka var góö fyrir kerru og undir klyfjum, en löt og körg til reiðar! Illmögulegt var aö giröa á henni, þvi aö hún belgdi sig Ut og lágu gjaröirnar lausar á eft- ir, ef ekki var sætt lagi. önnur mynd sýnir heyflutning að vorlagi austur á Noröfiröi. Bóndi riöur á undan og teymir hest með stórum, vel i troönum heypokum. Björn Björnsson mun hafa tekiö myndina. Sh'kir flutningar voru algengir fyrrum á heyi, kaupstaöarvarningi o.fl. Margir hafa séö hest, eða heila lest, undir böggum. Klárarnir, nýteknir af grasi, rembdust undir þungum klyfjum, sbr. vis- una: „Hátt fretar Jörp með hripin sin, heyrast i Manga sköllin. Baröi meö klóru móöur min mykju niður i völlinn”. Þarna er höfðaö til gamalla vinnubragða. Hrip voru eins konar grindakassar sem eldi- viður o.fl. var flutt i á hestum. Klóra, meö þunnum, breiöum haus á löngu skafti, var langt fram á 19. öld algengt verkfæri til aö mylja húsdýraáburö og berja hann niður i grassvöröinn á túnunum á vorin. Seinleg og erfiö vinnubrögð! Svo leysti taö- kvörnin klóruna af hólmi og siðan gaddaslóöi og herfi. Sverrir Runólfsson léði mynd af nokkrum kolakyntum togur- um, þeirra timi er nú liöinn a.m.k. I bráö. Þarna öslar einn þeirra, Otur, I þungum sjó og legguraftur af honum kolareyk- inn. Man ég vel siglingar slíkra togara á Eyjafiröi um sildveiöi- timann. Sviöi GK 7 viröist á hægri ferö, sér i reyk annars togara álengdar. Kolareyknum slær niður á GK 3 aftanverðan. Oft hafa þessir togarar dregiö vörpur sinar meö vænum feng. Vinnan var hörö á togurunum i gamla daga og vökur stundum miklar en þaö voru þær lika i aflahrotum bátaflotans. „Jó- hannes gamli” var að gera að fiski eftir langar vökur. Allt I einusteyptist hann niður i fiska- hrúguna og bærði ekki á sér. Við fórum að stumra yfir honum, en karl var bara steinsofandi! Unglingar litu upp til duglegra sjómanna — og gera enn — þá dreymdi um að veröa skipstjór- ar eöa stýrimenn. Góðir dráttarmenn á handfæri voru lika mikils virtir. En ein stétt sjómanna þótti strákunum auð- viröilegust allra. Þaö voru kola- mokarar! Kamarmokarar voru þó taldir enn lltilmótlegri! tseinni tiö heyrist oröiö varpa eöa botnvarpa sjaldan i fjöl- miölum og sögnin að lyfta virðist nær gleymd. En þeir „hifa sitt troll”! Fara bráðum aö hifa skeiðina aö munninum. Ath. „Blaövillupúkinn” brá sér á leik i siöasta þætti. Hann skipti á textum undir myndum, klæddi konu i vörður i staö váöa, refti kofa meö bjarkarilm o.s.frv. Togarinn Sviöi Togarinn GK 3. Hvaö hét hann? Heyflutningar austur á Norðfiröi 1937. (Björn Björnsson) vinnsla landbúnaðarafurða vinnsla sjávarafurða allt í einu númeri 2 na oq gefur samband viö allar deildir kl. 9-18 KAUPFÉLAG EYFIRÐINGA AKUREYRI ....—.... Þetta fallega og vandaðarúm er smiðað úr harðviði og bólstrað með dýrasta velour sem völ er á, bjóðum við meðan birgðir endast. Verö aöeins kr. 695 þús. m/bestu dýnum. 130 þús. út og fyrsta afborgun 60 þús. i janúar. r>o HUdihöjia 20 - S (9101410-81199 Svnini’ahrillinni - Arlúnshri/da æfingaskór • Léttir — sterkir — Superverð. • Litur: Hvítir m/bláum röndum •Stærðir: 34-44 Verð aðeins kr. 11.800. Eflum Tímann POSTSEIMDUM Sportvöruvers/un Ingólfs Óskarssonar \ Klapparstig 44 — Simi 11783. /

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.