Tíminn - 16.11.1980, Side 8
Sunnudagun 16. nóvember 1980.
?8
tt
Auglýsing
IBM
um styrk úr Rannsóknarsjóði
v/Reiknistofnunar Háskólans.
Fyrirhugað er að úthlutun úr sjóðnum fari
fram i desember næstkomandi.
Tilgangur sjóðsins er að veita fjárhags-
legan stuðning til visindalegra rannsókna
og menntunar á sviði gagnavinnslu með
rafreiknum.
Styrkinn má meðal annars veita:
a. til greiðslu fyrir gagnavinnslu við
Reiknistofnun Háskólans.
b. til framhaldsmenntunar i gagnavinnslu
að loknu háskólaprófi
c. til visindamanna, sem um skemmri
tima þurfa á starfsaðstoð að halda til að
geta lokið ákveðnu rannsóknarverkefni
d. til útgáfu visindalegra verka og þýð-
inga þeirra á erlend mál
Frekari upplýsingar veitir ritari sjóðsins,
Páll Jensson, i sima: 25088.
Umsóknir, merktar Rannsóknarsjóður
IBM vegna Reiknistofnunar Háskólans,
skulu hafa borist fyrir 15. desember 1980 i
pósthólf 5330, 125 Reykjavik.
Stjórn sjóðsins.
Umboðsmenn Tímans
Suðurlandi
Staöur: Nafn og heimili: simi:
Vlk: Egillina S. Guðgeirsdóttir, Kirkjuv. 1 99-7186
Hvolsv öllur: Bára Sæmundsdóttir, Sólheimum 99-5172
Hella: Guörún Árnadóttir, Þrúðvangi 10. 99-5801
Selfoss: Þuriður Ingólfsdótir, Hjarðarholti 11. 99-1582
Stokkseyri: Sigurlaug Svemsdóttir, Bláskógum. 99-3343
Eyrarbakki: Pétur Gislason, Gamla-Læknishúsinu 99-3135
Þorlákshöfn: Franklin Benediktsson, Skálholtsbr. 3 99-3624
Hverageröi: Þórgunnur Björnsdóttir, Þórsmörk 9. 99-4235
Vestmannaeyjar: Guömundur Ingi Kristmundsson, Hólag. 18. 98-2358
Jón Þ. Þór
SKAK
Tvær Ólympíuskákir
1 næstu viku hefst Ólympiu-
skdkmótiö suður d Möltu og biða
skákunnendur tiöinda þaðan
með óþreyju. Islenska sveitin,
sem teflir á Möltu er skipuð
þeim Friðriki Ólafssyni, Helga
Ólafssyni, Jóni L. Arnasyni,
Margeiri Péturssyni, Jóhanni
Hjartarsyni og Inga R. Jó-
hannssyni. Þetta er óneitanlega
sterk sveit, þótt maður sakni
Guðmundar Sigurjónssonar,
sem ekki átti heimangegnt. Að
sogn mun Friðrik þó ekki geta
teflt nema takmarkað sökum
anna sem forseti FIDE og mun
þvi mæða óvenjumikið á vara-
mönnunum.
I tilefni ólympiumótsins
langar mig til þess að birta hér
tvær skemmtilegar Ólympiu-
skákir. Þær eru báðar stuttar,
>en bráðskemmtilega tefldar. Sú
fyrri var tefld á ólympiumótinu
i Moskvu árið 1956.
Hvítt: Kobatsch (Austurriki)
Svart: Bent Larsen
Hollensk vörn
1. Rf3-f5
2. e4
(Þessi leikur getur vel gengið i
hraðskák, en i kappskák á hann
þaö eitt erindi að koma andstæö-
ingnum i opna skjóldu).
2. -—fxe4
3. Rg5-e5
(Algengara mun 3. -Rf6, 4. d3 og
þá jafnar svartur taflið með 4.
-e5. Hins vegar ekki 4. -exd3??,
5. Bxd3-d5??, 6. Rxh7-Rxh7, 7.
Dh5+-Kd7, 8. Dxd5+-Ke8, 9.
Bg6 mát).
4. d3?
(Nú var betra aö leika 4. Rxe4).
4. —e3!
5. Bxe3-Rc6
6. Dh5 + -
(Betra var 6. Rc3).
6. -—g6
7. DÍ3-DÍ6!
8. Dg3-Rge7
9. Rc3-h6
10. Rge4-Df7
11. Rb5
(Þessari árás ef árás skyldi
kalla, hrindir svartur auðveld-
lega).
11. —-Rf5
12. Df3-d5!
(Fórnar hrók, sem hvitur
þiggur).
13. Rf6 + -Dxf6
14. Rxc7 + -Kd8
15. Rxa8-e4
16. dxe4-Dxb2
17. Ddl
(Eða 17. Hdl-Bb4+, 18.
Bd2-Rcd4 og svartur hefur af-
gerandi frumkvæði).
17. —-Rxe3
18. fxe3-Dc3 +
19. Kf2-Bc5 og hvitur gafst upp
enda stutt i mátið.
Siðari skákin var tefld á
Olympiumótinu i Leipzig 1961.
Hvítt: Letelier (Chile)
Svart: Bobby Fischer
Kóngsindversk vörn
1. d4-Rf6
2. c4-g6
3. Rc3-Bg7
4. e4-0-0
(Framundir þetta léku menn
undantekningarlaust 4. -d6 til
þess að hindra e4-e5. Hvitur
gripur tækifærið, en Fischer
hefur bruggað honum ill ráð).
5. e5-Re8
6. f4?
(Hér gengur hvitur of langt.
Betra var 6. Bf4-d6, 7. h3-Rd7, 8.
Rf3-c5, 9. dxc5-dxe5, 10. Bxe5
Bronstein — Rytov, Tallinn
1973).
6. —d6
7. Be3-c5!
(Nú fer að bresta i hinu glæsi-
lega miðborði hvits).
8. dxc5-Rc6
9. cxd6?
(Nauðsynlegt var 9. Ri3).
9. -—exd6
10. Re4?
(Enn var 9. Rf3 nauðsyníegur
leikur).
10. —-Bf5!
11. Rg3-Be6
12. Rf3-Dc7
13. Dbl-dxe5
14. f5-e4.
15. fxe6-exf3
16. gxf3-f5!
17. f4
(Svartur hótaöi f5-f4. Nú nær
svartur öllum tökum á e-linunni
og gerir út um skákina á
snaggaralegan hátt).
17. —-Rf6.
18. Be2-Hfe8
19. Kf2-Hxe6
20. Hel-Hae8
21. Bf3-Hxe3!
22. Hxe3-Hxe3
23. Kxe3-Dxf4 + !! og hvitur
gafst upp. Eftir 24. Kxf4 kæmi
Bh6 mát.
Jón Þ. Þór.
í&vie^n.
I
I
Cationnw^so Canonfwpiso
■ bekkir og sófar ■
1 til sölu. — Hagstætt vrrð.
Sendi I kröfu, ef óskað er. I
Stórlækkun
l'pplysingar að óldugötu 33 I
^ slmi 1-94-07.
Fengum nokkrar vélar á ótrúlega góðu
verði.
Aðeins kr. 1.790 þús.
Enginn á markaðnum i dag getur boðið
Ijósritunarvélar sem Ijósrita á venjulegan
pappir á svipuðu verði.
Nú er tækifærið,
sem býðst ekki aftur
tUJ UstóS? zS'-'Sí
Sþiriffélin hf
Suðurlandsbraut 12
Simi 85277
rrrtóó'3
Orei
Innilegustu þakkir fyrir margvislegan
heiður mér auðsýndan á niræðisafmælinu
12. nóv. s.l.
Guð blessi ykkur Óll
Anna Stefánsdóttir
frá Berustööum