Tíminn - 16.11.1980, Page 11
.0801 I3dín9vön .81 “USfifcuflfliíS
Sunnudagur 16. nóvember 1980.
4
Úr endu rh æf i nga rd eild
sænks sjúkrahúss. Niu af
hverjum tiu, sem hér eru,
eiga við sigaretturnar að
sakast. Af sumum hefur
orðið aðtaka fætur til þess að
bjarga iifi þeirra. í staðinn
koma hjólastólar og
gervifætur.
að fara úr öskunni i eldinn. Þær
kunna að þykja bragðdaufari,
og útkoman veröur sú, aö
margir tvöfalda reykingarnar.
Og svo rennur upp sú stund,
að bakreikningurinn mikli er
lagður á borðið, og reikning-
skila er krafizt.
En það eru ekki lungnasjúk-
dómar einir, sem tóbaksreyk-
ingareigasök á. Mikið af hjarta
sjúkdömum og æðasjúkdómum
á einnig rót slna að rekja til
þeirra, og fjöldi liffæra er i
hættu, þegar hjartað gerist
tregt I þjónustunni við lilcam-
ann. Og Ur hjarta- og æðasjúk-
dómum, sem stafa af reyking-
um, beint eða óbeint, má gera
ráö fyrir, að fjórum sinnum
fleiri deyi árlega en úr lungna-
krabbameini, sem til er komið
vegna reykinga.
Endur fyrir löngu trúðu menn
þvi, að það hressti jafnvel upp á
heilsuna að nevta tóbaks. Lanet
en samt siðan það rann upp fyr-
ir læknum og heilsufræðingum,
að reykingar spilltu heilsufari
fólks og það er einnig langt
siðan lagðar voru fram fullgild-
ar sannanir þess, að þær voru
hinn mesti vágestur. Nú vita
menn, að skaðleg efni i sigarett-
um skipta hundruðum og þar á
meðal eru þrjátiu til fjörutiu
sem geta valdið krabbameini.
En tóbaksfyrirtæki, framleið-
endur og sölumenn, reyndu i
lengstu lög að villa um fyrir
fólki. Þau vefengdu orð lækn-
anna, rannsóknir þeirra og
skýrslur, vafalaust gegn betri
vitund, þvi aö hér sannaðist, það
enneinusinniaðþegargróði er i
húfi, er ekki skeytt um heill og
hamingju fólks. Það er sama
sökin og hergagnaframleið-
endur og eiturlyfjamiðlarar eru
undirorpnir. Of fjár var notað til
þess að magna auglýsingaher-
ferö, sem varpaði skugga á og
bar brigöur á visindalegar
niðurstööur læknanna, og
blekkja f ólk til þess að loka aug-
unum fyrir þeim.
Þegar sannanirnar hrúguðust
upp eigi að siður, gripu tóbaks-
fyrirtækin til annarra ráða.
Farið var að setja slur á sigar-
ettumar, og nú beindist áróður-
inn að þvi, að þessi nýja gerð af
sigarettum væri hættulaus.
Eftir sem áður var þó haldið
áfram að selja aðrar sigarettu-
tegundir, jafnvel þær, sem
sannazt hafði að væru sérlega
hættulegar, til landa, þar sem
fólk uggði ekki aö sér, kannski
ólæst og átti þess engan kost að
vita, hvað var verið aö bjóða
þvi.
Og það er þetta stímabrak,
sem enn stendur yfir. Tóbaks-
fyrirtækin beita öllum ráðum til
þess að halda viö sigarettureyk-
ingum og auka þær. Skattur af
sigarettusölu nemur viöa veru-
mxM®
.. STORTÆK
VOKVAPRIF1N
VERKFÆRI FRA STANLEY
Slöðluð fyrir hvers konar vinnuvélar
Hvers vegna vökvakerfi?
Þú þarft aðeins að ráða yfir vinnuvél, t.d.
venjuiegri dráttarvél eða vörubifreið, sem
búin er vökvakerfi og þá getur þú auðveldlega
tengt við það eitthvað af eftirfarandi
verkfærum: BROTFLEYG, SÖG, SKRÚFUVÉL,
HÖGGBOR, VATNSDÆLU, KEÐJUSÖG,
STEINBOR, SKOTHOLUBOR.
Allt verkfæri sem henta vel við iðnað og
verklegar framkvæmdir hvers konar og eru
lika fáanleg til notkunar neðansjávar.
Yfirburðir vökvadrifinna kerfa eru ótviræðir.
• Minni hávaði.
• Tengist á fljótan og auðveldan hátt
þeirri vinnuvél sem næst er hverju
sinni.
• Vökvakerfi'er tvöfalt aflmeira en
loftkerfi.
• Þú ert laus við að drattast með dýrar
og þunglamalegar loftpressur.
• Óhreinindi komast ekki inn í kerfið og
allir hlutir þess eru í stöðugu olíubaði.
Þ.a.l. minni viðhaldskostnaður.
• Skilar sama afli í vetrarkulda sem
sumarhita. Engin hætta af frosti.
• Vökvakerfið er léttara og kraftmeira og
leiðir þvi til betri árangurs á styttri tíma.
Einnig eru fáanlegar færanlegar
aflstöðvar sem tengjast þessum verkfærum.
Aflþörf aðeins 11 hestöfl.
STANLEY
stendur fyrirsínu!
Þú átt afl9jafann,við verkfærin!
inMnl
Verslun - Ráðgjöf- Viðgerðarþjónusta
TÆKNIMIÐSTÖDIN HF
Smiðjuvegi 66, 200 Kópavogi. Sími: (91)-76600.
Atvinna
— skrifstofustörf
Óskum eftir að ráða fólk til eftirtalinna
starfa á skrifstofu okkar:
Starfskraft fyrir tryggingaumboð okkar
sem annist jafnframt önnur ábyrgðar-
störf.
Starfskraft við skráningu á diskettu og al-
menn skrifstofustörf.
Samvinnuskóla eða hliðstæð menntun
og/eða starfsreynsla æskileg.
Upplýsingar hjá kaupfélagsstjóra.
Tíl þeirra sem óska
eftir aðstoð læknis
til að hætta reykingum
Læknir verður næstu vikur til viðtals á
skrifstofu reykingavarnanefndar að Lág-
múla 9, 5. hæð, þriðjudaga og miðviku-
daga milli kl. 17 og 18.30.
Timapantanir i sima 82531 milli kl. 14-16
alla virka daga nema föstudaga og
laugardaga.
KAUPFELAG VHUHVETNINGA
HVAMMSTANGA
Auglýsið t
Tímanum
Simi 86-300