Tíminn - 16.11.1980, Qupperneq 24
32
Sunnudagur 16. nóvember 1980.
STURTUVAGNAR
OG TÆTARAR
5 tonna — Verð kr. 2.300 þús.
7,5 tonna — Verð kr. 3.250 þús.
60 verð c.a. kr. 510 þús.
70” verð s.a. kr. 690 þús.
Góð greiðslukjör
Allar stærðir af
dráttarvélum fyrirliggjandi
VCIABCCG
Sundaborg 10 — Símar 8-66-55 & 8-66-80
Útboð - Jarðvinna
Stjórn verkamannabústaða i Reykjavik
óskar eftir tilboðum i jarðvegsskipti i hús-
grunna i hluta af 3. byggingaráfanga á
Eiðsgranda.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu
VB Suðurlandsbraut 30 gegn 50.000 kr.
skilatryggingu.
Tilboðin verða opnuð á sama stað
þriðjudaginn 25. nóv. kl. 15.
Stjórn verkamannabústaða Reykjavik.
^ÍJ.R.J.Bifreiöasmiðjanhf.
Varmahlið, £
Skagafirði
Simi 95-6119.
Yfirbyggingar á Toyota 4x4 picup. Viö bjóíum upp á 4
gerftir yfirbygginga á þennan bfl. Hagstætt verö. Yfir-
byggingar og réttingar, klæöningar, sprautun, skreyting-
ar, bflagler.
Sérhæfö bifreiöasmiöja i þjóöleiö.
Silfurbrúðkaup:
Þorbjörg Jakobsdóttir
og Páll Jakob Daníelsson
Palli er fæddur á Frakkastíg 6
hér i borg hinn 16.nóvember 1915,
foreldrar hans voru hjónin Arn-
björg Sigmundsdóttir frá Kambi
i Flóa f. 24. mai 1875—d. 26.
desember 1958 og Daniel Jóhann
Danielsson frá Sellátrum á Eski-
firði f. 2. ágúst 1881—d. i april
1959.
Palli ólst upp á Frakkastign-
um hjá foreldrum sinum, ásamt
bróður sinum Magnúsi f. 3. mars
1913. Auk þess átti Arnbjörg
dóttur af fyrra hjónabandi Guð-
jónu Guðjónsdóttur f. 12. október
1906.
Arið 1935 hóf Palli nám i járn-
smiði og lauk þvi fjórum árum
siðar eða 1939, en það sama ár
veikist hann af berklum og
leggst inn á Vifilstaði. Hefst þá
ein mesta og hetjulegasta bar-
átta við erfiðan sjúkdóm, sem ég
þekki. Má segja að hefði Palli
ekki haft sitt einstæða skap og
sérstæðu lund hefði hann varla i
gegnum það allt komist.
Bobba er fædd á Hamri á
Barðaströnd hinn 15. febrúar
1931, foreldrar hennar voru
hjónin ölöf Pálsdóttir f. 24. fe-
brúar 1905—d. 10. október 1955 og
Jakob Jakobsson f. 15. febrúar
1904—d. 14. desember 1935. Hun
ólst upp á Hamri hjá móður sinni
og stjúpa Guðmundi Jónssyni.
Einn albróður á hún Pál f. 13.
september 1933 og tvo hálf-
bræður Jónas Guðmundsson f.
17. april 1939, og Pál Sigurvin
Guðmundsson f. 7. mai 1944.
Um átján ára aldur kemur hún
hingað til Reykjavikur, veikist
þá fljótlega af berklum og leggst
inn á Vifilstaði.
A Vifilstöðum hefjast kynni
þeirra Bobbu og Palla og þar
með upphaf eins farsælasta
hjónabands sem ég þekki. Þau
giftu sig 16. nóvember 1955.
Fyrstu árin áttu þau sitt heimili
með foreldrum Palla á Kiappar-
stig 27, þar sem þau dvöldu
næstu ár, þegar ekki var dvalið á
sjúkrahúsum, sem var æði oft.
Arið 1958 fluttu þau að Tungu-
vegi 62 þar sem þau hafa átt sitt
heimili siðan. Gömlu hjónin, for-
eldrar Palla, fluttu með þeim og
áttu hjá þeim farsælt og ánægju-
legt ævikvöld og mun leitun á
öðru eins ástriki og fórnfýsi og
þau Bobba og Palli sameiginlega
sýndu þeim allt til hinstu
stundar.
Bobba og Palli eru um margt
einstakt fólk. Þeirra áralanga
veikindastrið hefði löngu bugað
marga, en þau eru alltaf jafn létt
og kát, og umfram allt samhent
á hverju sem gengur. Alltaf jafn
indæl heim að sækja, hjá þeim
finnur maður sig frjálsan og
óþvingaðan og alltaf velkominn.
Allt sem þetta góða fólk hefur
Ávarp friðarþings og ákall til Norðurlandaþjóða:
Þjóðir heims
slegnar ótta
Heimsþing friöarsinna var
haldiö i Sofiu dagana 23.—28.
september sl. Þátttakendur voru
frá 134 löndum, auk fulltrúa frá
yfir 100 alþjóöa samtökum. 2.260
fulltrúar sátu þingiö. Þessir
fulltrúar samþykktu einróma að
beita öllum sinum kröftum i sam-
eiginlegri baráttu til að koma i
veg fyrir kjarnorkustyrjöld.
Ávarpiö, sem þingið samþykkti,
er eftirfarandi:
„Þjóðir heims eru alvarlega
óttaslegnar. Hættan á kjarnorku-
styrjöld hefur aldrei verið eins
mikil og nú. Framieiðsla
kjarnorkuvopna og dreifing
hættulegra drápstækja er komin
á mjög hættulegt stig. Aframhald
slikrar þróunar myndi hafa i för
með sér hættu á tortimingu alls
mannkyns.
Reynt er að blekkja þjóðirnar
með hinni ,,nýju kjarnorku-
stefnu”, þeim er sagt að trúa þvi
að hægt sé að reka takmarkað eða
svæðisbundiö kjarnorkustrið, án
þess að það orsaki helför alls
heimsins i kjarnorkustyrjöld. Við
höfnum algjörlega þessari hættu-
legu og ómannúölegu kenningu.
Akureyri
Nýr umboðsmaður Tímans
Viðar Garðarsson,
Kambagarði 2, Akureyri.
Sími 24393
Auglýsingasimi Timans
86-300
Þjóðir heims, sem hafa með
fórnfúsri baráttu sinni komið i
veg fyrir styrjöld i meira en þrjá
áratugi, og hafa lagt svo mikið af
mörkum fyrir afvopnun og slök-
un alþjóölegrar spennu, neita aö
taka þátt í þessum hættulegu her-
væöingaráformum. Þær krefjast
þess að endi veröi bundinn á vig-
búnað og vopnaskak, og þær
krefjast þess að látið verði af
árásarstefnu og hernaðarlegum
þvingunum, þær krefjast þess að
hættunni af kjarnorkustyrjöld
verði bægt frá dyrum mannkyns-
ins.
Við skirskotum til heilbrigðrar
skynsemi og ábyrgðartilfinningar
stjórnmálamanna og þjóðarleið-
toga, heitum á rikisstjórnir að
draga til baka fyrirætlanir sinar
um nýjan vigbúnað: Stöðvið
framleiðslu á nýjum tegundum
gereyöingarvopna, þar með talið
kjarnorkueldflaugar,
nifteindarvopn, eiturefnavopn, og
hvers kyns önnur vopn. Viö heit-
um á rikisstjórnir heimsins:
Minnkiö- birgðirnar, bannið
kjarnorkuvopn og hefjið samn-
ingaviðræður. Það er eina leiðin
sem fær er nú.
Við beinum ákalli okkar til
allra þeirra sem annt er um friö-
inn: 1 dag er ekki nóg að iáta i ljós
áhyggjur. Að vera skelkaður er
ekki nóg. Þjóðirnar hafa I hendi
sér varðveislu friöarins, sem er
þeirra réttur. Hefjumst handa!
Leggjum allan skoðanaágrein;
ing á hilluna. Sameinumst i ötulli
baráttu gegn kjarnorkustyrjöld.
Stöðvum þá sem eru að reyna að
hrinda mannkyninu nær þver-
hnipi kjarnorkutortimingar. Lát-
\