Tíminn - 16.11.1980, Qupperneq 25
Sunnúdagur 16. nóvémber 1980.
gert fyrir mig og mina verour
ekki upp taliö og aldrei full-
þakkað að verðleikum. Allar
ferðirnar þeirra til hennar
mömmuog allir biltúrarnir, sem
þau hafa farið með hana i. Það
sannast á þeim að þeir, sem
minnst eiga gefa oftast mest.
Ég veit þau yrðu alveg bál-
vond ef þau vissu aö ég væri að
skrifa eitthvert hól um þau,
það er svo sannarlega ekki i
þeirra anda. Ekki get ég þó stillt
mig um að geta hér um atvik
sem er kannske eitt hið mikil-
vægasta i minu lifi. Þegar ég
kom hér i bæinn árið 1967 var al-
mennt atvinnuleysi og ekki
hlaupið i vinnu, allra sist fyrir
sveitastelpu utan af landi. Þá út-
vegaði Bobba mér vinnu og ég
frétti seinna hvernig henni tókst
það. Vinnuveitandi minn hugsaði
með sér að hann þekkti fáar ráð-
vandari og betri konur og það
sem frá henni kæmi og væri
henni skylt hlyti aö vera gott.
Ekki veit ég hvort mér hefur tek-
ist að uppfylla þær vonir, en
þetta sýnir betur en margt annað
hvers trausts hún nýtur, hjá
þeim er hana þekkja.
Börn þeirra Bobbu og Palla
eru þrjú: Daniel Jakob f. 3 mai
1953 K. Dagrún Linda Garðars-
dóttir frá Akranesi f. 26. október
1956þau eiga einn son Pál Þóri f.
7. janúar 1979, Ólöf Gerður f. 2.
október 1954. M. Gunnar Albert
Ottósson f. 20. júli 1945, þau búa i
Ólafsvik og eiga tvö börn er heita
Þorbjörg Kristin f. 6. júli 1977 og
Arni Freyr f. 27. ágúst 1979,
Unnur Björg f. 2. október 1954
hún á einn son Sigurþór Dan f.
11. janúar 1972. Hann hefur alist
upp hjá þeim Bobbu og Palla.
Ég vil enda þessar linur með
þvi að árna Bobbu og Palla allra
heilla nú og um alla framtið og
biðja þess aö sú gæfa, sem þau
hafa skapað sér, þrátt fyrir erf-
iða lifsbaráttu, megi vara sem
lengst.
Rúna Knútsdóttir.
um rödd okkar hljóma hærra en
nokkru sinni fyrr.”
Avarpi þessu fylgdi svolátandi
ákall til Noröurlandaþjóða frá
norrænum fulltrúum á friöar-
þinginu:
,,Við norrænir þátttakendur á
heimsþingi friðarsinna i Sofiu,
Búlgariu, 23,—27. september 1980,
viljum vekja athygli Norður-
landabúa á þeirri alvarlegu þróun
sem á sér stað um þessarmundir
og snertir öryggi okkar heims-
hluta. Löngum hefur verið litið á
Norðurlöndin sem friðsamlegan
og rólegan hluta Evrópu. Hin
nýja þróun mála ógnar þessu.
Hið óörugga ástand sem nú rik-
ir og áætlanirnar um að staðsetja
ný kjarnorkuvopn i Evrópu, gera
tillögu Kekkónens Finnlandsfor-
seta um kjarnorkulaus Norður-
lönd brýnni en nokkru sinni fyrr.
Akvörðun NATO um að framleiða
og staðsetja nýjar og fullkomnar
meðaldrægar eldflaugar i Vestur-
Evrópu hefur einnig mjög nei-
kvæð áhrif á öryggismál Noröur-
landa, þar sem þessar eldflaugar
fara um loftiö yfir löndum okkar.
Bandarikin þrýsta nú á Noreg
og Danmörku um að fá að stað
setja i þessum löndum bandarísk
kjarnorkuvopn og herdeildir, —
einnig á friðartimum. Bandarikin
krefjast þess einnig að þessi lönd
auki hernaöarútgjöld sin. NATO-
lierstöðin á íslandi hefur einnig
skipt um eðli. Hún er nú stjórn-
stöð fyrir kjarnorkuvigbúnaö
Bandarikjanna i Norður-Atlants-
hafi og þar meö skotmark fyrir
kjarnorkuárás ef til styrjaldar
kemur.
Þjóðir Norðurlanda verða að
sameinast i baráttu gegn þvi að
utanaðkomandi öfl breyti heims-
hluta okkar i vigvöll hernaöar-
legrar ævintýramennsku. Þess
vegna heitum viö á þjóöir
Norðurlanda: Við verðum aö
stööva þessa þróun, sem felur I
sér ógnun við framtið okkar. Það
sem við þörfnumst nú er breiðara
samstarf einstaklinga og sam-
taka. Þess vegna skorum við á
Norðurlandabúa: Til sameigin-
legrar baráttu til að:
— halda Norðurlöndum utan við
áætlanir um kjarnorkustrið,
— gera hugmyndir Kekkónens
um kjarnorkulaus Norðurlönd
að raunveruleika.
Tökum til okkar ráða — áður en
vopnin taka af okkur ráðin!!!
33
Mesum
vic5 l<ynna
stretch-flannel buxur frá Terra.
Stretch-flannel er nýjung, sem flæðir
yfir alla Evrópu. Efnið hefur þá eiginleika
að laga sig eftir líkamanum. Það gefur eftir og
teygist án þess að pokar eða hrukkur myndist.
Situr þétt og þægilega og
heldur brotum mjög vel.
\m\m
SNORRABRAUT 56 - SlMI 13505
Sem blandað er í yfirboð gólfsins
um !eið og það er pússað.
THORO STÁLGÖLF margfaldar
slitþol gólfsins og höggstyrkur eykst
um 50%. Hentar þetta efni best á gólf,
þar sem er t.d. þungaiðnaður,
á verksmiðjur, bifreiðaverkstæði,
bílageymslur, vélsmiðjur, hleðslupalla,
brýr, hafnargarða ofl.
THORO KVARS (hraðsteypa) er hentar
best fyrir matvælaiðnað og léttan
iðnað, s.s. frystihús, fiskvinnslu-
stöðvar, sláturhús.mjólkurstöðvar o.fl.
P&W GÓLFHERÐIR er settur á gólfið
eftir að þau hafa verið steypt. Hann
þrefaldar slitþol gólfsins og högg-
styrkur eykst um 25%.
THORO GÓLFHERSLUEFNIN fást í
litum.
Leitið nánari upplýsinga, það er þess
virði að kynnast THORO efnunum nánar.
Smiðshöfða 7, gengið inn frá Stórhöfða, sími 83340
VARIST STEIN-
SKEMMDIR
OG LEKA
KLÆÐIÐ MEÐ BLIKKI. FRAMLEIÐUM
ALLAR GERÐIR BLIKKHLÍFA.
&BUKKVE. 2)hp
Skeljabrekka 4 - 200 Kópavogur - Sími: 44040. Hrísmýri 2A - 802 Selfoss - Sími: 99-2040
Sérð þú <
það sem
ég sé?
Börn
skynja hraða
og fjarlægðir á annan
hátt en fullorðnir.
yUMFEROAR