Fréttablaðið - 13.06.2007, Side 1
Rekjanleiki sjávarafurða
Skiptir stöðugt
meira máli
14
Bjórframleiðandinn Fuller
Kemur reykinga-
fólki til hjálpar
4
Sögurnar... tölurnar... fólkið...
F R É T T I R V I K U N N A R
Vörustjórnun
Blóðrás fyrirtækjanna
8-9
Fá A+ | Japanska matsfyrirtækið
Rating and Investment Informat-
ion (R&I) hefur gefið Kaupþingi
banka hf. lánshæfiseinkunnina
A+. Að mati fyrirtækisins eru
horfur fyrir lánshæfiseinkunn
bankans stöðugar.
Eignast þriðjung | Sander-
son ehf., félag í eigu Tryggva
Jónssonar, fyrrverandi eiganda
og forstjóra bifreiðaumboðsins
Heklu, hefur keypt 28 prósenta
hlut í Humac sem meðal annars
rekur Apple á Íslandi.
Mikil velta | Mest velta var með
hlutabréf Glitnis á fyrstu fimm
mánuðum ársins. Heildarvelta
með bréf félagsins nam um 334
milljörðum króna, ríflega helm-
ingi hærri upphæð en hjá Kaup-
þingi sem er í öðru sæti.
Kaupa Innovate | Eimskip hefur
gengið frá kaupum á öllu hlutafé
í Innovate Holdings. Kaupverð er
um fjórir milljarðar króna. Greitt
er með útgáfu nýs hlutafjár og
verða eigendur Innovate meðal
stærstu hluthafa Eimskips.
Magnús stærstur | Eignar-
haldsfélagið Imon, sem er í eigu
athafnamannsins Magnúsar Ár-
manns, er orðið stærsti stofnfjár-
eigandinn í Byr sparisjóði með
um 9,59 prósenta hlut. Hlutur
þessi er metinn á rúma 3,4 millj-
arða króna.
Vilja Vinnslustöðina | Bræð-
urnir Guðmundur og Hjálmar
Kristjánssynir í Stillu hafa lagt
fram samkeppnistilboð í allt
hlutafé Vinnslustöðvarinnar. Til-
boðsgengið hljóðar upp á 8,5
krónur á hlut.
Of lágt | Stjórn Actavis telur
yfirtökutilboð Björgólfs Thors
Björgólfssonar í félagið of lágt.
Það endurspegli hvorki virði
né framtíðarmöguleika þess.
Stærstu hluthafar hafa ekki tekið
ákvörðun um hvort þeir selji.
Líklegt er að hluthöfum í Actavis
muni berast nýtt yfirtökutilboð
frá Novator fyrir vikulok. Form-
legt tilboð Novators tók gildi 5.
júní og stendur opið til 3. júlí. Í
skilmálum þess kemur fram að
ef breyta eigi tilboðinu innan til-
boðsfrestsins verði að gera það á
fyrstu tveimur vikum hans. Ella
bætist tvær vikur við heildar-
frestinn. Talið er að Novator vilji
síður lengja ferlið um tvær vikur.
Lagt verði kapp á að ákvarða
næstu skref sem fyrst.
Á föstudaginn gaf stjórn Acta-
vis út álit þar sem hún réði hlut-
höfum frá því að samþykkja til-
boð Novators á þeim grundvelli
að verðið væri of lágt. Byggði hún
álit sitt á ráðgjöf alþjóðlega fjár-
festingabankans JP Morgan. Á
milli Novators og bankans standa
nú yfir viðræður um forsendur
þeirrar ráðgjafar.
Gengi bréfa Actavis hefur
hækkað um rúm tólf prósent frá
því fréttir af yfirtökuáhuga bár-
ust. Mikil viðskipti með bréfin
gefa til kynna að margir fjárfestar
búist við að hærra tilboð eigi eftir
að berast frá Björgólfi.
Tilboð Novators hljóðaði upp á
0,98 evrur á hlut, sem nemur um
84 krónum. Sérfræðingar telja
líklegt að nýtt tilboð verði á bilinu
níutíu til 95 krónur á hlut. Líkurn-
ar á að þriðji aðili komi inn í ferlið
og geri hærra tilboð í félagið eru
taldar hverfandi. - hhs / sjá síðu 6
Líkur á nýju
tilboði í vikunni
Sími 511 1234 • www.gudjono.is
Vistvæn
prentun
www.trackwell .com
Flotaeftirlit – tækjanotkun
og aksturslagsgreining
FORÐASTÝRING
Fagfjárfestum og öðrum stórum
fjárfestum býðst að kaupa um 80
prósent þess hlutafjár sem fær-
eyska landsstjórnin ætlar að selja
í hlutafjárútboði Føroya Banka
sem hófst í þremur löndum á
mánudaginn. Almenningur og
aðrir smærri fjárfestar fá því um
fimmtungsskerf í sinn hlut en ís-
lenskum fjárfestum stendur til
boða að kaupa hlutabréf í útboð-
inu í gegnum Landsbankann.
Jakob Fink, verkefnastjóri hjá
Handelsbanken Capital Markets
í Kaupmannahöfn, segir það al-
vanalegt fyrirkomulag við frum-
skráningar að meira falli í skaut
fagfjárfestum en almennum fjár-
festum. „Að jafnaði fá almennir
fjárfestar um 10-15 prósent í sinn
hlut við frumútboð í Vestur-Evr-
ópu og Skandinavíu. Þannig að 20
prósent er því nokkru meira en
venjan er.“
Færeyska ríkið hyggst selja
allt að 6,6 milljónir hluta eða um
66,6 prósent hlutafjár. Heildar-
virði útboðsins gæti því orðið allt
að 14,3 milljarðar íslenskra króna
miðað við að útboðsgengi verði
189 danskar krónur að lokinni
áskriftasöfnun (book-building).
Tæpir 2,9 milljarðar koma því
til skiptanna hjá almennum fjár-
festum í þremur löndum ef allt
hlutafé Føroya Banka selst. - eþa
Fagfjárfestar sitja að hluta-
fjárútboði í Føroya Banka
Tuttugu prósent hlutafjár munu falla almennum fjárfestum í skaut.
Jón Aðalsteinn Bergsveinsson
skrifar
Vísitala neysluverð hækkaði um 0,52 prósent frá
maí og jafngildir því að verðbólga lækkar úr 4,7
prósentum í 4,0 prósent á ársgrundvelli í þessum
mánuði, samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands
sem birtir voru í gær. Hækkunin er í lægri kantin-
um en spár flestra greiningardeilda viðskiptabank-
anna hljóðuðu upp á en þær gerðu ráð fyrir allt frá
0,4 til 0,8 prósenta hækkun á vísitölu neysluverðs á
milli mánaða.
Kostnaður vegna eigin húsnæðis jókst um 1,9
prósent á milli mánaða og skrifast það á hækkun
markaðsverð á húsnæði. Þetta er samhljóða spám
greiningardeildanna, sem sögðu óvissuþættina
verða húsnæðisliði og verð á eldsneyti, sem geti
sveiflast á milli mánaða.
Bankarnir spá því að verðbólga muni lækka
nokkuð á haustdögum en mjakast svo upp á ný.
Verðbólga muni þó vera yfir verðbólgumarkmiði
Seðlabanka Íslands fram á næsta ár. Þetta er nokkuð
samhljóða áliti Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um stöðu
efnahagsmála sem kynnt var í byrjun vikunnar.
Í álitinu segir að þvert á væntingar hafi ekki
dregið nægilega úr innlendri eftirspurn. Er því
búist við 2-3 prósenta hagvexti á árinu og eins
prósents hagvexti á næsta ári. Verði hann drifinn
áfram af einkaneyslu og stórauknum útflutningi.
Samdráttar muni svo gæta á næsta ári og greiðslu-
byrði aukast.
Lúðvík Elíasson, sérfræðingur hjá greiningar-
deild Landsbankans, segir eftirspurnarhliðina á
markaðnum ótrúlega sterka, ekki síst á fasteigna-
markaði. Þótt öðru hverju sé útlit fyrir að draga
ætli úr eftirspurn sé ætíð eitthvað sem hamli.
„Það kemur alltaf eitthvað nýtt inn,“ segir hann
og bendir á ýmsa lánamöguleika sem fasteigna-
kaupendum bjóðist, jafnt í innlendum og erlendum
gjaldmiðlum. Ekki bæti Íbúðalánasjóður úr skák en
hann hafi komið til móts við hugsanlega hægingu á
fasteignamarkaði með ýmsum aðgerðum.
Lúðvík undrast engu að síður þær tölur sem Al-
þjóðagjaldeyrissjóðurinn setur fram. „Ég veit ekki
hvar þeir sjá hagvöxtinn,“ segir Lúðvík en grein-
ingardeild Landsbankans gerir ráð fyrir 0,5 pró-
sentustiga hagvexti á þessu ári. Ég held að þeir
séu að reikna með því að krafturinn í innlendu
eftirspurninni haldi áfram. Við reiknum hins vegar
með að aðeins fari að kreppa að hjá fólki og draga
úr neyslu á þessu ári,“ segir hann.
Jón Bjarki Bentsson, sérfræðingur hjá greiningar-
deild Glitnis, er sammála Lúðvík að annað hljóð
sé í strokki Alþjóðagjaldeyrissjóðsins en heyrst
hafi fram til þessa. Greiningardeild Glitnis spáði
1,5 prósenta hagvexti á þessu ári en 3,5 prósenta
á næsta ári. „Þeir gætu hæglega haft nokkuð til
síns máls því okkur sýnist að miðað við þróunina
frá í mars hafi hagkerfið kólnað hægar en gert
hafi verið ráð fyrir. Þá má gera ráð fyrir að lok
hagsveiflunnar færist aftar í tíma en við spáðum,“
segir Jón og bætir við að óvissan í hagspám árs-
ins sé upp á við. Því geti hagvöxtur hæglega orðið
meiri en upphaflega var talið.
Ólík sýn á hagvöxt
Verðbólga lækkaði í takt við spár greiningardeilda bank-
anna. Þær segja spá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins veglega.