Fréttablaðið - 13.06.2007, Síða 6

Fréttablaðið - 13.06.2007, Síða 6
MARKAÐURINN 13. JÚNÍ 2007 MIÐVIKUDAGUR6 F R É T T A S K Ý R I N G inn 10. maí tilkynnti Björgólf- ur Thor Björgólfsson, stjórn- arformaður Actavis, að hann vildi yfirtaka félagið. Sagðist hann ætla að formbreyta Act- avis. Hann ætlaði að stytta og einfalda ferli ákvarðana. Félagið yrði meðal annars skráð af markaði. Þetta teldi hann félag- inu mikilvægt svo það héldi áfram að vaxa hratt og vera samkeppnishæft á grimmum markaðnum með samheitalyf. Yfirtökutilboð Novators tók gildi 5. júní og stendur opið til 3. júlí. Það hljóð- aði upp á 0,98 evrur á hlut sem nemur um 84 krónum á hlutinn. Miðað við það gengi yrði heildarkaupverðið rúmir 174 millj- arðar króna. Síðastliðinn föstudag mælti stjórn Act- avis gegn því að hluthafar tækju tilboði Novators í félagið. Það kom af stað nýrri bylgju vangaveltna um hvernig þeirri at- burðarás lyktar sem svo margir fylgjast nú náið með. SÖGUR Á KREIKI Ómögulegt er að loka augum og eyrum fyrir öllum þeim sögum sem sprottið hafa upp í kringum tilboðsferlið. Margir álíta ferlið allt eitt stórt sjónarspil. Telja þeir ekki ólíklegt að Björgólfur Thor hafi vitað frá upphafi að hann yrði að hækka upphaf- legt boð sitt í félagið. Meðal margra fjárfesta gætti efasemda um hæfi stjórnar Actavis til að meta til- boðið frá Novator, jafnvel þótt hún hygð- ist leita til óháðs banka eftir hjálp. Þeir Andri Sveinsson, fjármálastjóri Novators, Róbert Wessman forstjóri og að sjálfsögðu stjórnarformaðurinn Björgólfur sögðu sig frá því ferli af skiljanlegum ástæðum. Eftir stóðu þeir Sindri Sindrason, Magn- ús Þorsteinsson og Baldur Guðnason. Allir hafa þeir á einn eða annan hátt töluverð viðskiptatengsl við Björgólf. Magnús fjár- festi meðal annars með þeim Björgólfs- feðgum í bjórverskmiðjunni Bravo í Rúss- landi sem lagði grunninn að auðæfum þeirra. Þá er hann jafnframt stærsti hlut- hafi í Eimskipafélaginu þar sem Björgólf- ur Thor er einnig stór hluthafi. Baldur er forstjóri Eimskipafélagsins. Sindri er fyrrverandi forstjóri Pharmaco og náinn viðskiptafélagi föður Björgólfs Thors, Björgólfs Guðmundssonar. Það kom því mörgum á óvart að stjórnarmennirnir þrír skyldu hafa metið yfirtökutilboð Björgólfs Thors of lágt og ráðlagt fjárfestum frá því að samþykkja það. Jafnvel eftir það heyr- ast þó þær raddir að álit stjórnarinnar sé enn eitt útspilið í yfirtökuleik Björgólfs. FENGU GÖGNIN AFHENT Mat stjórnarinnar virtist jafnvel koma Novator-mönnum á óvart. Þegar þangað var leitað eftir viðbrögðum við áliti stjórn- arinnar fyrir helgi fengust þau svör að fé- lagið skorti upplýsingar til að tjá sig frek- ar um álit stjórnarinnar og næstu skref. „Okkur hefur ekki gefist tækifæri til að ræða við stjórn Actavis. Yfirlýsingin frá henni er ekki mjög ítarleg. Þar kemur ekki fram hvaða forsendur liggja að baki ákvörðuninni,“ sagði Ásgeir Friðgeirsson, talsmaður Novators, við það tækifæri. „Við munum skoða stöðuna þegar þær upplýsingar liggja fyrir.“ Sindri Sindrason, einn stjórnarmannanna þriggja, segir aftur á móti að Novator hafi borist gögn og forsendur frá stjórn- inni og JP Morgan, áður en álitið var gert opinbert á föstudag. „Við vorum búin að hittast og fara yfir málin. Ég tel því að ekkert hafi átt að koma þeim á óvart í út- gáfu álits okkar. Það lá fyrir að okkur þætti þetta tilboð ekki ásættanlegt.“ STJÓRNIN FYLGIR JP MORGAN Sindri segir stjórnina hafa verið samstiga í áliti sínu sem gefið var út á föstudaginn. Einhugur hafi ríkt allt frá byrjun meðal allra stjórnarmanna um að leita ráðgjafar erlends matsaðila sem væri vel þekktur. Í kjölfarið hafi verið samið við JP Morgan. Eins og komið hefur fram mat bankinn til- boðið svo að verðið sé ekki nægilega hátt og endurspegli ekki virði félagsins. Sindri segir að berist annað tilboð frá Novator muni sama ferli fara í gang. Stjórnin muni áfram fylgja ráðlegging- um JP Morgan. „Það tilboð sem við getum mælt með verður að hafa fengið jákvæða umsögn frá JP Morgan. Bankinn telur að verðið þurfi að liggja á ákveðnu bili. Það er ljóst að tilboðið sem nú liggur fyrir hefur ekki legið á því.“ Hann segir álit JP Morgan ekki hafa komið stjórninni sér- staklega á óvart og hafa verið í ætt við það sem hún sá fyrir. NÝTT TILBOÐ Í VIKUNNI? Á milli Novators og JP Morgan standa nú yfir viðræður um forsendur þess mats sem stjórnin byggði álit sitt á. Almennt er búist við að þær viðræður muni ekki taka langan tíma. Formlegt tilboð Novat- ors tók gildi 5. júní og gildir til 3. júlí. Í skilmálum þess kemur fram að ef breyta á tilboðinu innan tilboðsfrestsins verður að gera það á fyrstu tveimur vikum hans. Ella bætast tvær vikur við heildarfrest- inn. Við því er að búast að Novator vilji síður lengja ferlið um tvær vikur og leggi því kapp á að ákvarða næsta skref fyrir lok þessarar viku. HÆRRA TILBOÐS VÆNST Gríðarmikil velta hefur verið með bréf í Actavis á undanförnum vikum. Gengi bréfanna hefur hækkað úr 78,2 krónum á hlut, sem var lokagengi daginn áður en óformlegt tilboð var lagt fram þann 9. maí, í 88 krónur á hlut, sem var upp- hafsgengi bréfa félagsins í Kauphöll Ís- lands í gær. Það er rúmlega tólf prósenta hækkun. Viðskiptin með Actavis gefa til kynna að margir fjárfestar búist við því að hærra tilboð eigi eftir að berast frá Björ- gólfi. Viðbrögð stærstu hluthafa í félag- inu hafa að öllum líkindum styrkt fjár- festa í trúnni um að tilboðið hafi verið of lágt. Enginn þeirra hefur lýst yfir bein- um stuðningi við það. Nokkrir af lífeyris- sjóðunum sem halda utan um stóra hluti hafa sagt að tilboðið þyrfti að vera tölu- vert hærra til að þeir séu tilbúnir að segja skilið við Actavis. Sérfræðingar hjá greiningadeildum bankanna, innlendum sem erlendum, virðast einnig búast við að næsti kafli Actavis-sögunnar muni snúast um hærra tilboð frá Novator. Er talið líklegt að það verði á bilinu níutíu til 95 krónur á hlut. Líkurnar á að þriðji aðili komi inn í ferl- ið og geri tilboð í félagið eru taldar hverf- andi. Sjálfur hefur Björgólfur Thor sagt að hann muni ekki selja sinn 38,5 prósenta hlut, berist annað tilboð í félagið. Staða hans er sterk. Virðast flestir sammála um að hann stjórni ferðinni í raun. Hærra tilboðs vænst frá Novator Allt annað en lognmolla hefur ríkt í kringum Actavis frá því yfirtökutilboð barst frá Novator í maí. Ákvörðun stjórn- ar félagsins á föstudag um að mæla gegn tilboðinu glæddi umræðuna og viðskipti með bréf í félaginu nýju lífi. Hólmfríður Helga Sigurðardóttir spáir í næstu kafla Actavis-sögunnar. G ra fik a

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.