Fréttablaðið - 13.06.2007, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 13.06.2007, Blaðsíða 8
MARKAÐURINN 13. JÚNÍ 2007 MIÐVIKUDAGUR8 Ú T T E K T ó að öllu jöfnu fari lítið fyrir hugtak- inu vörustjórnun er það mikilvægt fyrir fyrirtæki, ef ekki lífsnauðsyn- legur hluti af rekstri þeirra. Lítið hefur farið fyrir vörustjórnun í ís- lensku viðskiptalífi. Einungis þrír Íslend- ingar flagga doktorsgráðu í þessum geira. Tveir þeirra skipulögðu árlega ráðstefnu á sviði vörustjórnunar (www.nofoma.org) í síðustu viku, þeir dr. Árni Halldórsson, dós- ent við háskólann í Southampton í Bretlandi og stundakennari við Háskólann í Reykja- vík, og dr. Gunnar Stefánsson, dósent við verkfræðideild Háskóla Íslands og stunda- kennari við Chalmers-háskólann í Gauta- borg í Svíþjóð. Sá þriðji heitir Sveinn Viðar Guðmundsson og starfar í Toulouse í Frakk- landi og hefur meðal annars unnið að ráð- gjafastörfum fyrir flugvélasmiðjur Airbus í Evrópu. Nofoma-ráðstefnan var haldin í samvinnu HR og HÍ og kynntar voru tæp- lega 100 ritrýndar greinar eftir fræðimenn frá ýmsum háskólum Norðurlandanna ásamt fræðimönnum frá Kanada, Bandaríkjunum, Portúgal, Austurríki, Bretlandi og Þýska- landi. VÖRU HVAÐ...? Með vörustjórnun er átt við stjórnun á flæði birgða og upplýsinga. Hugtakið er nokkuð víðtækt enda getur það átt við allt frá kaup- um fyrirtækja af öllum stærðum og gerðum á vöru frá birgjum til dreifingar vörunnar með sem hagkvæmustum hætti. Að sama skapi getur hugtakið sömuleiðis náð til stjórnunar á hjálparsendingum frá einu landi með sem skjótustum og skilvirkustum hætti til þeirra sem eru í nauð. Þótt vörustjórnun hafi ekki verið ofarlega í hugum fólks upp á síðkast- ið er hún ævaforn og, líkt og svo margt annað sem þarf að ganga með sem skilvirkustum og árangursríkustum hætti, upprunnið í hernaði. Talið er að sögu vörustjórnunar megi rekja allt til daga Grikkja og Rómverja en í þá daga voru uppi sérstakir herforingjar, logistikas, sem höfðu þann starfa einan að sjá um birgða- stýringu á fjármagni og fæðu handa hermönn- um á meðan á stríði stóð. Mikilvægi stjórnunar sem þessarar í hern- aði hefur síst minnkað eftir því sem nær nú- tímanum hefur dregið. Það kom vel í ljós í seinni heimsstyrjöldinni. Tafir á afhendingu stríðstóla gátu haft alvarlegar afleiðingar enda skiptu þar mannslíf máli. Með góðri vörustjórnun tókst því að koma í veg fyrir óþarfa mannfall úr röðum hermanna. VÖRUSTJÓRNUN Í NÝJUM HÆÐUM Brautargengi vörustjórnunar óx mjög í kjöl- far heimsstyrjaldarinnar og festi rætur í við- skiptalífinu á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar. Upp frá því hefur það þróast talsvert, ekki síst vegna tilkomu betri samgangna í lofti sem á láði og alþjóðavæðingarinnar sem hefur orðið til þess að þrýst er á fyrirtæki að þau leiti allra leiða til að lækka kostnað eða heyra ella sögunni til. Efalítið á alþjóðavæðingin og þróun í upp- lýsingatækni stóran þátt í sívaxandi mikil- vægi vörustjórnunar. Þörfin fyrir lækkandi rekstrarkostnað hefur kallað á flutning á framleiðslu fyrirtækja til staða og landa þar sem vinnuafl er ódýrara. Það hefur aftur kall- að á viðamikla skipulagningu og skilvirkari afgreiðslu. Þetta fer þó allt eftir stærð fyrir- tækjanna og umfangi þeirra. Algengasta merking vörustjórnunar í nú- tímanum er komin langt út fyrir herfræðileg- an þankagang og einskorðast nær eingöngu Vörustjórnun - Blóðrás f Ýmist má kalla vörustjórnun hjarta eða lífæð fyrirtækja. Jón Aðalsteinn Bergsveinsson leit inn á norræna á vörustjórnun og drakk í sig þekkingu á því sem skilur á milli feigs og ófeigs í rekstri fyrirtækja. Þar frædd sem er fyrirtækjum nauðsynleg ætli þau að komast af í hörðum og síbreytilegum heimi. Að öðrum fyrirtækjum ólöstuð- um hefur bandaríski verslanar- isinn Wal-Mart markað braut á sviði vörustjórnunar í rúm fjöru- tíu ár. Fyrirtækið hefur staðið sig vel við innleiðingu á upplýsinga- tækni til að fylgjast með birgða- flæði í vöruhúsum auk þess sem miðlægt dreifikerfi fyrirtækis- ins þykir til fyrirmyndar. Hafa mörg stórfyrirtæki fetað í fót- spor bandaríska risans jafnt hér- lendis sem í Evrópu. Dreifikerfi Wal-Mart er þannig að fyrirtækið hefur byggt upp sínar eigin dreifingastöðvar. Vörur eru keyrðar inn í vöruhús fyrirtækisins í Bentonville í Ark- ansas í Bandaríkjunum og dreift þaðan áfram til smærri miðstöðva og verslana. Með flutningi á eigin vörum falla niður margir milli- liðir, svo sem heildsalarnir. Með því að selja vöruna svo í stór- um einingum fæst enn meiri hag- kvæmni. Mörg fyrirtæki í smá- sölugeiranum hafa tekið þetta upp eftir Wal-Mart, svo sem Að- föng, stærsta og fullkomnasta birgða-og dreifingarstöð landsins sem kaupir inn og sér um birgða- hald og dreifingu fyrir matvöru- verslanir Haga. TÆKNIVÆTT WAL-MART Árið 1987 varði Wal-Mart háum fjárhæðum í fjárfestingar á tæknibúnaði til að samtengja allar starfsstöðvar og vöru- hús keðjunnar um allan heim. Nýtti keðan sér gervihnetti til að tengjast höfuðstöðvunum í Bentonville. Með þessu móti var hægt að hafa auga með vöru- veltu og koma skilaboðum áleið- is á augabragði. Tækninni hefur fleytt fram og í dag er vörustjórnun í vöruhúsi Wal-Mart í Bentonville sjálfvirkt kerfi sem nemur strikamerkingar á vöru frá þeim þúsundum birgja sem keðjan verslar við. Vörur frá birgjum fara úr flutningabíl- um inn á rúllubretti sem flytur þær innar í vöruhús Wal-Mart. Annað rafauga nemur þær og flytur þær á sinn stað. Svona gengur ferlið þar til varan endar í hillu verslunar. En þar með er aðeins hálf sagan sögð því þegar viðskiptavinur kaupir fyrir vöruna er henni rennt framhjá enn einu rafaug- anu við kassann. Þaðan fara skila- boð um kerfi Wal-Mart og enda á borði birgisins, sem byrjar á ný að senda vörur áleiðis til Wal- Mart. Kerfið er hárnákvæmt og sér til þess, að nokkuð jafnt vöru- flæði skapast í vöruhúsum Wal- Mart og verslunum. Wal-Mart: Leiðandi í dreifingu og tækni Þótt vörustjórn- un hafi ekki verið ofarlega í hugum fólks upp á síðkastið er hugtakið æva- fornt og, líkt og svo margt annað sem þarf að ganga með sem skilvirkustum og árangursríkustum hætti, upprunnið í hernaði. Talið er að sögu þess megi rekja allt til daga Grikkja og Rómverja en í þá daga voru uppi sérstakir herforingjar, logistikas, sem höfðu þann starfa einn að sjá um birgðastýringu á fjármagni og fæðu handa her- mönnum á meðan á stríði stóð.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.