Fréttablaðið - 13.06.2007, Side 12
13. JÚNÍ 2007 MIÐVIKUDAGUR4 fréttablaðið verk að vinna
Hinar dönsku HTH-innréttingar
hafa verið gríðarlega vinsælar
hér á landi undanfarin ár og
þykja mjög góðar. Skúli Her-
steinn, sölustjóri HTH hjá Orms-
son, segir ástæður þessara vin-
sælda fjölmargar.
„HTH hefur verið sterkt merki
á markaðnum í fjölmörg ár og
hefur fengist hér á landi í þrjátíu
ár,“ segir Skúli en Ormsson tók
við umboðinu árið 1999. „Síðan
þá höfum við náð mjög góðu sam-
komulagi við marga af stærstu
byggingaverktökum landsins.
Helstu ástæðurnar fyrir því eru
að við erum með góða vöru á fínu
verði og afgreiðsluöryggi,“ bætir
hann við.
Skúli segir HTH-merkið vera
tvískipt. „Það er annars vegar
rauða línan sem verktakar kaupa
og eru samsettar einingar en
hins vegar gula línan sem fæst
í Ormsson í Smáralind og fólk
setur saman sjálft,“ segir Skúli
og tekur fram að sömu gæði séu í
skápunum þó að útlitið geti verið
eitthvað breytilegt milli línanna.
Innréttingarnar frá HTH eru
mjög þægilegar í notkun og segir
Skúli þær vera með öllum þeim
búnaði sem prýði góðar inn-
réttingar. „Það eru skúffur með
dempurum og útdraganlegar
einingar í skápum. Síðan er það
mikill kostur að við bjóðum upp
á innréttingar í öll herbergi
hússins,“ segir Skúli og nefnir
þar eldhúsinnréttingar, fata-
skápa, innréttingar í þvottahús
og fleira.
Skúli tekur fram að verktakar
séu mjög ánægðir með þá aðstöðu
sem þeir geti boðið viðskiptavin-
um sínum upp á í Ormsson. „Fólk
getur komið til okkar, gengið um
salinn og skoðað bæði innrétt-
ingar og raftæki. Síðan er per-
sónuleg þjónusta við hvern við-
skiptavin fyrir sig. Hver og einn
getur gert breytingar frá þeirri
staðalinnréttingu sem verktakinn
leggur upp með og margir not-
færa sér þann möguleika,“ segir
Skúli og bætir því við að það hafi
líka mjög mikið að segja að fyr-
irtækið standi við allt sem sagt
er varðandi afhendingartíma og
annað slíkt. „Við erum einfald-
lega með góða vöru, gott verð og
góða þjónustu,“ segir Skúli.
sigridurh@frettabladid.is
Vinsælar í þrjátíu ár
Skúli Hersteinn er sölustjóri HTH hjá Ormsson. Hann segir innréttingarnar frá HTH hafa notið vinsælda hér á landi frá því þær
komu hingað fyrst en vinsældirnar aukist mjög á undanförnum árum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Fram undan eru húsbygging-
ar í Hólmavík eftir því sem fram
kemur á fréttavefsíðunni www.
strandir.is. Þar segir að skortur
hafi verið á íbúðarhúsnæði í þorp-
inu. Nýlega hafi sveitarstjórn
Strandabyggðar úthlutað síðustu
skipulögðu einbýlishúsalóðinni við
Lækjartún og einnig sé fyrirhugað
að stofnað verði félag sem hefur á
stefnuskránni að reisa einingahús
á Hólmavík. Að því félagi standi
Kaupfélag Steingrímsfjarðar,
Hólmadrangur ehf., Sparisjóður
Strandamanna og Trésmiðjan
Höfði ehf.
Eru taldar líkur á að félagið
hefjist handa við að reisa tvær til
fjórar íbúðir strax á þessu ári sem
fyrirhugað sé að selja.
Byggt í Hólmavík
Skortur hefur verið á íbúðarhúsnæði á
Hólmavík.
Skeifan 3
108 Reykjavík
Sími 588 5080
www.dynjandi.is
Eigum á lager bensín- og dieseldrifnar rafstöðvar
1-60 kw. Einnig fáanlegar í hljóðeinangruðum húsum.
Eigum á lager öflugar bensín- eða dieseldrifnar dælur
til allra verka – fyrir verktaka og aðra.
Afkastageta: 500-1800 lítrar á mínútu, 2-4 tommu.
Stuttur afgreiðslutími á sérpöntunum
ÖFLUGAR
RAFSTÖÐVAR OG DÆLUR
PGV ehf. ı Bæjarhrauni 6 ı 220 Hafnafjörður ı Sími: 564 6080 ı Fax: 564 6081 ı www.pgv.is
GLUGGI TIL FRAMTÍÐAR …
• ENGIN MÁLNINGAVINNA
• HVORKI FÚI NÉ RYÐ
• FRÁBÆR HITA OG HLJÓÐEINANGRUN
• FALLEGT ÚTLIT
• MARGIR OPNUNARMÖGULEIKAR
• ÖRUGG VIND- OG VATNSÞÉTTING