Fréttablaðið - 13.06.2007, Side 16
13. JÚNÍ 2007 MIÐVIKUDAGUR
Mest hefur hafið sölu á granít-
steypu sem hefur ýmsa kosti
umfram hefðbundna steypu.
„Í fyrsta lagi eru eingöngu innflutt
fylliefni í steypunni, sem upp-
fylla íslenska staðla um fylliefna-
framleiðslu. Þessi efni eru þéttari
í sér og sterkari en hefðbundin ís-
lensk fylliefni,“ segir Daði Þor-
björnsson, hjá rannsóknar- og
þróunardeild Mest, um nýja gerð
af steypu, svokallaða granít-
steypu, sem fyrirtækið hefur nú
hafið sölu á.
„Þetta skilar sér í því að tölu-
vert minna vatn þarf í steypuna,“
heldur Daði áfram. „Efnin eru því
líklegri til að geta framleitt eins-
leitari steypu á milli daga, vegna
þess að breytileikinn í fylliefn-
unum er minni en í hefðbundinni
steypu.“
Minna vatn þýðir enn fremur
að minna magn er af fínefnum í
granítsteypunni. Rýrnun í steyp-
unni verður þar af leiðandi minni,
sem dregur töluvert úr líkum á
sprungum.
Eins og Daði bendir á þornar
granítsteypan fyrr vegna minna
vatnsinnihalds. Það flýtir aftur
fyrir ferlinu, þegar standsetja á
húsnæði. Hægt er að leggja gólf-
efni og mála veggi mun fyrr en
væri um venjulega steypu að
ræða, svo dæmi séu nefnd.
„Síðan er svo sem ekkert sér-
staklega hollt að búa í glænýju
húsi, með rennblautri steypu,“
bendir Daði síðan á. „Maður er að
miklu leyti laus við allan þann raka
sem fylgir nýjum húsum, með
notkun granítsteypunnar, þannig
að þetta er ein besta steypa sem
völ er á í heilsufarslegu tilliti.“
Að lokum nefnir Daði til sög-
unnar gott veður- og slitþol granít-
steypunnar, en það þykir sannað
með rannsóknum að hún henti ein-
staklega vel við íslenskar aðstæður
og þoli mikla áníðslu. Bendir síðara
tilvikið til þess að granítsteypan
henti vel á svæðum eins og bíla-
stæðum þar sem umferð er mikil.
roald@frettabladid.is
Engin venjuleg steypa
Daði Þorbjörnsson segir granítsteypu hafa ýmsa kosti umfram hefðbundna steypu. Þess má geta að verið er að framleiða 340.000
rúmmetra af steypunni á Reyðarfirði. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Sími 557 9300 Fax 567 9343
www.jso.is Netf: jso@jso.is
í i
.j .i j j .i