Fréttablaðið - 13.06.2007, Qupperneq 20
13. JÚNÍ 2007 MIÐVIKUDAGUR12 fréttablaðið verk að vinna
Byggingariðnaður, mannvirkja-
gerð, skipulags- og orkumál verða
í fyrirrúmi á sýningunni Verk og
vit sem verður haldin í íþrótta- og
sýningarhöllinni í Laugardal dag-
ana 17.-20. apríl 2008.
Þetta er í annað sinn sem Verk
og vit verður haldið á Íslandi, en
síðast gerðist það 2006 og var hún
þá sett upp á sama stað. Vegna
þess hve vel tókst til, var ákveðið
að endurtaka leikinn en þó með fá-
einum breytingum.
Sem dæmi um breytingu verð-
ur sýningarsvæðið með öðruvísi
sniði og má í því samhengi nefna
breytt gólfskipulag, eftir ábend-
ingu frá Slökkviliði höfuðborgar-
svæðisins.
Þeim sem tóku þátt í fyrri sýn-
ingunni verður boðið að forskrá
sýningarsvæði að þessu sinni,
áður en sýningin verður kynnt.
Forskráningu lýkur 10. júlí 2007,
en þá tekur við almenn skráning.
Tíu prósenta afsláttur er veittur
af fermetraverði á sýningarými
þeim sem skrá sig fyrir 1. október
2007.
Nánar á verkogvit.is - rve
Efnt til
stórsýningar
Sýningin Verk og vit verður haldin í
annað sinn í íþrótta- og sýningarhöllinni
í Laugardal.
Ljósastaurar gegna stóru hlutverki í borg-
um og bæjum. Fyrirtækið Sandblástur og
málmhúðun á Akureyri er eini framleiðandi
slíkra staura hér á landi. „Form ljósastaur-
anna hefur aðeins breyst í tímans rás,“ segir
Tómas Ingi Jónsson, framkvæmdastjóri
fyrirtækisins Sandblástur og málmhúðun að
Árstíg 6 á Akureyri. „Staurarnir voru lengi
vel samsettir úr nokkrum mismunandi sver-
um rörum en nú mjókka þeir jafnt og þétt
upp þannig að smíðin er aðeins einfaldari.“
Í Sandblæstri og málmhúðun eru um 50 manns
við störf. „Þetta er framleiðslufyrirtæki,
stálheildsala, sandblástur og zinkhúðun,“
segir Tómas Ingi. „Við þjónustum málmiðn-
aðinn frá a til ö. Það helsta sem við framleið-
um eru ljósastaurarnir en líka vegrið og iðn-
aðargirðingar.“
Hann segir aðal samkeppnina í ljósa-
staurabransanum koma frá innflutningi eins
og staðan sé í dag. „Nú er til dæmis dálítið
stór pakki í útboði hjá Samorku, innkaupa-
fyrirtæki rafveitna. Við buðum í hann ásamt
fimmtán erlendum aðilum og verðum bara
að vona það besta.“ - gun
Lýsa upp heiminn
Smiðirnir í fyrirtækinu Sandblástur og málmhúðun
kunna lagið á ljósastaurunum enda eru þeir einir um
að framleiða þá hér á landi. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIDA.IS
Handbók byggingariðnaðarins,
www.habygg,is, veitir upplýsingar
um heimilisstörf, heimilistæki og
heimilishald á rafrænu formi, fyrir
atvinnumenn jafnt sem fagaðila.
Um ræðir gagnsafn sem byggir
á niðurstöðum úr rannsóknum, at-
hugunum og efni unnu úr ýmsum
gögnum Iðnaðarráðuneytisins.
Bókin er hluti af verkefni
iðnaðarráðuneytisins „Opnir
gagnagrunnar í þágu atvinnulífs,
almennings og skóla“. Tilgangur-
inn með handbókinni var meðal
annars að gera áður birtar upplýs-
ingar frá ráðuneytinu enn aðgengi-
legri en áður, samtímis því að gefa
út nýtt efni sem hentaði betur á
rafrænni útgáfu.
Á síðunni má þannig finna
greinagóðar upplýsingar um við-
hald húsa, húsbyggingatækni,
lagnir, vegagerð og svo framvegis.
Sjá www.habygg.is
Handhægar
upplýsingar
Á vefsíðunni www.habygg.is er handbók
byggingariðnaðarins.