Fréttablaðið - 13.06.2007, Síða 22

Fréttablaðið - 13.06.2007, Síða 22
 13. JÚNÍ 2007 MIÐVIKUDAGUR14 fréttablaðið verk að vinna Smiðjuvegi 1 200 Kópavogur sími: 544 5700 http://www.polyhudun.is Þegargæðin skipta öllu máliþá vinnum við fyrir þig! Það er mikilvægt fyrir endingu allra málmhluta að þeir séu rétt meðhöndlaðir. Duftlökkun okkar veitir bestu fáanlegu vörn gegn tæringu auk þess sem áferð verður eins og best verður á kosið. Í boði eru hundruðir lita í mismunandi áferðum. Hafðu samband við okkur og sjáðu hvað við getum gert fyrir þig. Ekki mála þig út í horn... Við Gullengi 4 í Grafarvogi eru Ís- lenskir aðalverktakar að byggja þriggja hæða fjölbýlishús. Nýlega voru settar í sölu íbúðir við Gullengi 4. Húsið er þriggja hæða fjölbýlishús með þremur íbúðum á hverri hæð. Íbúðirnar eru þriggja til fimm herbergja og á bilinu 100 til 140 fermetrar að stærð. Þær verða afhentar tilbúnar án gólfefna nema á baðherbergi og þvottahúsi, sem verða flísalögð. Sér þvottahús er í hverri íbúð og einnig rúmgóð geymsla í kjallara. Innréttingar í íbúðunum eru spónlagðar og hægt að velja um þrjár viðartegundir. Heimilistæki eru frá AEG. Burðarkerfi hússins er forsteypt að stærstum hluta. Útveggir eru forsteyptar einingar og verða með steiningaráferð og klæddir harð- viði að hluta. Gluggar eru álklæddir timburgluggar. Húsið er því við- haldslítið. Sameign og lóð verða fullfrá- gengin og leiksvæði er á lóðinni. Hver íbúð hefur sérinngang og bílastæði við húsið verða átján. Byggingar- og söluaðili er Ís- lenskir aðalverktakar og húsið er hannað af Tekton arkitektum. Íbúð- irnar verða afhentar í maí 2008. - þeb Fjölbýlishús í grónu hverfi Hægt er að fá viðhaldslitla ein- ingabústaði sem veita ákveðið frelsi í hönnun þeirra. Smellinn hf. er eitt af þeim fyrirtækjum sem býður upp á slík hús. Einingahús verða sífellt vinsælli. Þetta á einnig við um sumarbústaði en Halldór G. Þorgeirsson, fram- kvæmdastjóri Smellins hf., segir að það færist stöðugt í vöxt að fólk velji sér steypt einingahús í stað hefðbundinna sumarbústaða. „Þetta er stöðugt að aukast en kröfur sumarbústaðabyggjenda eru að verða hinar sömu og þeirra sem eru að byggja íbúðarhúsnæði. Þeir eru að fara út í eitthvað sem er viðhaldsfrítt eða viðhaldslítið og þá er sá möguleiki skoðaður að byggja bústað úr forsteyptum ein- ingum,“ segir Halldór. „Fólk hefur stöðugt minni tíma til að sinna við- haldi og vill ekki fara beint í það að bera fúavörn á veggi er það kemur í bústaðinn. Það vill heldur eyða tímanum í eitthvað annað skemmti- legra.“ Einingarnar frá Smellnum eru steyptar og kostar bústaður úr slíku efni meira en hefðbundinn timburbústaður. „Það er líka mik- ill gæðamunur á þeim og það þarf ekki annað en að horfa á hefðbund- inn sumarbústað og íbúðarhús til að sjá muninn,“ segir Halldór. „Fólk eyðir stöðugt meiri tíma í bú- staðnum og það er farið að gera þá kröfu að hann sé jafn að gæðum og íbúðarhúsið sem það býr í heima. Þar að auki getur fólk leyft sér ýmsa hluti með einingahús sem annars væri ekki hægt.“ Þarna á Halldór við það frelsi í hönnun sem einingahús geta veitt. „Fólk er að láta arkitektúrdrauma sína ræatast,“ segir Halldór. „Það getur haft húsin sexhyrnd eða með fídusum sem það myndi aldrei hafa í bænum.“ Smellinn býður einnig upp á forsteypta sökkla sem hægt er að nota í grunn hefðbundinna sumar- bústaða. „Það getur verið ákveðið vandamál að fá fólk til að slá upp mótum og koma steypu lengst uppi í sveit,“ segir Halldór. „Þá er þetta ákveðinn kostur því þegar búið er að koma malarpúðanum undir bú- staðnum fyrir er sökklunum komið fyrir á sínum stað sem lokaverk- efni.“ Nánari upplýsingar um Smellinn er að finna á www.smellinn.is. tryggvi@frettabladid.is Framhlið hússins. Átján merkt bílastæði verða við Gullengi 4 en myndin er af sams konar húsi við Gullengi 6. Arkitektúr draumar rætast Forsteyptir einingabústaðir verða sífellt vinsælli en þeir hafa það fram yfir hefðbundna bústaði að viðhald er mun minna. MYND/THORSTEN HENN

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.