Fréttablaðið - 13.06.2007, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 13.06.2007, Blaðsíða 25
H A U S MARKAÐURINN 9MIÐVIKUDAGUR 13. JÚNÍ 2007 Ú T T E K T fyrirtækja ársþingið Nofoma 2007 í ist hann sömuleiðis um nýsköpun, Þeir Árni Halldórsson og Gunnar Stefánsson segja lítið vitað um stöðu íslenskra fyrirtækja á sviði vöru- stjórnunar. Mun meira liggi fyrir um norræna markaðinn, sem hafi verið grannskoðaður. „Við vitum í rauninni ekki neitt um íslenska markaðinn,“ segir Árni. „Það eru samt til skoðanir einstakra stjórn- enda, en þær segja lítið til um hvernig ástandið er þegar á heild- ina er litið.“ „Það þarf að gera svipuð verkefni og hafa verð gerð á Norðurlöndum,“ segir Gunnar. Á meðal þess er að gera spurningalista og senda þá til fyrirtækja. „Svo þarf að greina vöru- stjórnunina og reyna að sjá þörfina og mynstrið hjá fyrirtækjum og neytendum,“ segir hann og bætir við að síðastliðin ár hafi orðið gríð- arleg breyting á vörustjórnun, ekki síst eftir að hlutverk heildsalans breyttist, auk þess sem gríðarlegar breytingar hafi orðið úti á landi. Málið sé því aðkallandi. „Það hefur mikið breyst frá því heildsalarnir keyrðu í verslanir og reyndu að selja verslunarfólki vör- urnar sem þeir fluttu inn sjálfir. Þetta hefur breyst mjög mikið,“ segir Gunnar. Árni tekur undir að hlutverk gamla heildsalans sé allt annað nú en áður. „Flutningafyrirtæki eru orðin miklu betri í því að koma vörunni frá A til B. Það þarf ekki lengur heildsala til að vaka yfir henni,“ segir hann og bendir á að stjórntæki innkaupa hafi þróast verulega og fólk sem sinni innkaup- um hafi meiri möguleika á þjálfun og menntun en áður. „Það sem er byltingarkenndast er að smásöluverslanir eru farnar að draga að sér vörur. Þær þurfa ekki að bíða eftir heildsalanum lengur,“ segir Gunnar og bætir því við að eftir að sjóflutningar lögð- ust af í kringum landið hafi orðið gríðarleg breyting á vörustjórnun. „Áður sigldu menn miklu magni af vörum á Akureyri og keyrðu þær síðan þaðan. Núna er öllum vörum ekið frá Reykjavík til Akureyrar á hverjum degi. Þaðan halda þær svo áfram. Akureyri er með þessu móti að hverfa sem miðstöð vörustjórn- unar fyrir Norður- og Austurland,“ bendir hann á og bætir við að hann spái því að Reykjavík verði stóra birgðastöð landsins á næstu árum. „Þetta gerðist fyrir fimmtán til tuttugu árum í Evrópu en hefur gerst á aðeins þremur árum hér!“ Spurðir hvort það hafi verið gott eða slæmt að strandsiglingar hafi hætt með tilheyrandi afleiðingum segir Árni það allt fara eftir spurn- ingunni. Gunnar bætir því við að þetta hafi verið gott út frá þjónustustiginu en slæmt ef horft sé á slit á vegum og með tilliti til mengunar. „Íslensk- ir vegir eru allt að því byggðir upp eins og hestaslóðar. Þeir eru ansi mjóir og óvíst hvort vegkantar þoli samtaka álag veðurfars og þunga flutningabíla. Þannig getur þetta aukið álag á vegakerfið við fyrstu sýn, en á hinn bóginn er ekki verið að flytja sömu vöruna fram og til baka á milli landshluta eins og var tilfellið fyrir nokkrum árum,“ segir Árni. „Það er mjög ódýrt að flytja vörur fjórðunga á milli og jafn- vel á milli landa,“ segir Gunnar. „Þetta er ekki nema nokkur pró- sent af heildarverðinu. Það breytir engu um samkeppnishæfni og þess vegna er þeim ekið út um allt í stað þess að geyma þær á mörg- um stöðum,“ segir hann en leggur áherslu á að umhverfismál séu ekki komin það langt að þau taki á meng- uninni sem skapist við flutningana. „Við getum samt haft áhrif ef við viljum. Ákvörðunin liggur alltaf hjá neytandanum á endan- um,“ segir hann. Árni samþykk- ir það en bendir á að upplýsingar vanti um íslenska markaðinn til að hægt sé að koma með tillögur að úr- bótum. „Það vantar upplýsingar um það sem virkilega þarf að fara með bílum og hvað mætti fara með skip- um. Slíkt myndi gera okkur auð- veldara fyrir,“ segir hann. Lítið vitað um íslenska markaðinn Lítil fyrirtæki geta farið úr sjón- línu stóru fyrirtækjanna. Þar geta þau vaxið hljóðlega og skotist upp á yfirborðið þegar minnst varir. Með þessu móti geta þau orðið stærri en stóru keppinautarnir, að sögn Richards Lamming, deildarforseta og prófessors í innkaupum og að- fangastjórnun við Southampton- háskóla í Bretlandi. Lamming var aðalræðumaður á Nofoma-ráðstefnunni í síðustu viku og fjallaði þar um nýsköpun fyrir- tækja með sérstakri áherslu á þá þætti er varða sambönd birgja og viðskiptavina þeirra. Hann sagði fyrirtæki verða að leita allra leiða til að halda lífi í hörðum heimi viðskiptanna. Þar skipti nýsköpun miklu máli. Í nýsköpun felst truflun á nú- verandi aðstæðum, að hans sögn. „Sjáðu lággjaldaflugfélögin fyrir tíu árum,“ segir Lamming afslapp- aður og rólegur að ræðu sinni lok- inni í hádegishléi. „Þegar lággjalda- flugfélögin komu fram sögðust þau ekki ætla að bjóða upp á neitt. Hvorki mat, kaffi né annað. Stóru félögin, British Airways, SAS og fleiri töldu þau ekki ógn við sig. Það má því segja að lággjaldaflug- félögin hafi farið úr sjónlínu stóru fyrirtækjanna og vaxið þar. Raunin varð sú að flestir kusu ódýr flug- fargjöld umfram þægindi,“ segir Lamming og bendir á að flugfloti lággjaldaflugfélaganna hafi stækk- að hægt og bítandi í skjóli smæð- arinnar. Hafi mörg þeirra verið orðin stór þegar stóru félögin ætl- uðu að bregðast við samkeppninni. Stóru flugfélögin hafi goldið afhroð vegna viðhorfs síns, sum orðið að sameinast öðrum flugfélögum til að komast af. Lamming tekur Kodak sem dæmi um fyrirtæki sem hafi orðið undir í samkeppninni, en fyrirtækið stóð fast á því að stafrænar myndavél- ar myndu aldrei verða vinsælar. „Kodak var í raun langt á undan öðrum og átti mikið af einkaleyfum fyrir stafrænar myndavélar allt frá sjöunda áratug síðustu aldar. Þeir þróuðu tæknina þess vegna ekk- ert,“ bendir Lamming á og leggur áherslu á að hefði Kodak snúið sér alfarið að þróun stafrænna mynda- véla hefði það hrist harkalega upp í filmuframleiðslu fyrirtækisins, sem skilaði Kodak miklum hagnaði. Hann segir að í stað þess að fylgja öðrum fyrirtækjum eftir í þróun stafrænna myndavéla hafi Kodak þvermóðskast og talið sér trú um að filmurnar myndu lifa. „Þeir gerðu ráð fyrir mikilli aukningu í notkun filmuvéla í Asíu, sérstak- lega í Kína, og byggðu upp miklar birgðir af filmum. Þær spár rætt- ust ekki þar sem flestir keyptu sér stafrænar myndavélar í stað filmu- véla,“ segir Lamming en bendir þó á að erfitt sé að sjá fyrir breyting- ar sem þessar. Alltaf sé hægt að vera vitur eftir á. En það geti verið dýrkeypt. Menn verði því ævinlega að vera á varðbergi og fylgjast vel með ætli þeir að komast af. „En fyrirtækjum er stjórnað af fólki. Og það er fólkið sem ýmist stendur í vegi fyrir breytingum eða fleytir þeim áfram,“ segir Lamm- ing. Lítil fyrirtæki vaxa undir sjónlínu hinna stóru við rekstur fyrirtækja. Þar er það líka allt- umlykjandi enda fyrirtækjum beinlínis lífs- nauðsynlegt að halda utan um vöru með öllum hætti, bæði til að ná henni í hús og koma henni sem fyrst á áfangastað með sem ódýrustum hætti, hvort sem það er neytandi eða þriðji aðili (þ.e. annað fyrirtæki eða verslun) sem tekur á móti henni. Þá má nýta vörustjórnun með góðum árangri til að hindra ónauðsynleg afföll af vöru á lager og halda utan um veltu- hraða og birgðahald svo eitthvað sé nefnt. Allir þessir þættir geta sparað fyrirtækjum drjúg- an skildinginn. Margvísleg vörustjórnunarkerfi og -tól eru til og fara þau allt eftir stærð og umfangi fyrirtækja, fjölda birgja sem þau tengjast og þeim fyrirtækjum sem eiga í viðskiptum. Síð- ari ár hafa fjölmörg fyrirtæki endurskoðað stefnu sína innan vörustjórnunar, sem hefur leitt til þess að sum hver skilgreina stjórnsvið hennar sem „stjórnun aðfangakeðjunnar“; or- sakir vandamála og leiðir til árangurs er ekki að finna einungis innan veggja eigin fyrir- tækis, heldur þarf oft að vinna náið með út- völdum birgjum og viðskiptavinum til þess að komast skrefi framar en keppinauturinn.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.