Fréttablaðið - 13.06.2007, Qupperneq 27
MARKAÐURINN 11MIÐVIKUDAGUR 13. JÚNÍ 2007
S K O Ð U N
Margir hafa lent í þeim aðstæð-
um að svo mikið er að gera við
vinnu að ekki gefst tími til þess
að borða hádegismat. Þá er e.t.v.
gripið í samloku eða skyrdós við
skrifborðið og hádegishléð jafn-
vel stytt í tíu mínútna hlé með
litlum samræðum við samstarfs-
menn. Þessi menning er víða í
Evrópu og hafa þá rannsóknir
vísindamanna um að á skrifborð-
um sé 400 sinnum meira af bakt-
eríum en á meðalklósetti lítið að
segja því að 47 prósent af að-
spurðum Bretum vilja borða há-
degismatinn við skrifborðið.
Starfsmenn í Austur-Evrópu
virðast helst leyfa sér að fara
í hádegismat og eiga þar góða
stund. Yfir 60% starfsmanna
í Tékklandi taka sér góðan
hádegismat og kemur á óvart
að í löndum þar sem matarhefð
er mikil eins og á Ítalíu, Frakk-
landi og Sviss vilja 53%, 47%
og 46% af starfsmönnum koma
sér þægilega fyrir í hádeginu
og borða góðan mat. Aðeins
20% breskra starfsmanna koma
sér vel fyrir í hádeginu, 8%
sænskra og aðeins 6% af dönsk-
um starfsmönnum hafa tíma til
að setjast niður og borða góðan
hádegisverð.
Alls voru um 17.302 evrópskir
starfsmenn spurðir spurningar-
innar: „Hvað felst í því að fara
í hádegismat?“ Svarmöguleik-
arnir voru: Samloka við borðið/
Göngutúr til að ná sér í bita/
Setjast niður og koma sér vel
fyrir með hádegisverð/ Ég borða
ekki hádegismat.
Þeir sem helst sleppa því að borða
hádegismat eru Pólverjar (21%)
og Ungverjar (18%) en þeir sem
eru síst líklegir til að sleppa há-
degismat eru Bretar (9%), Hol-
lendingar (5%) og Frakkar (4%).
Í rannsókninni kemur í ljós að
þó að siðir og vinnuhefðir geti
verið álíka í mörgum Evrópu-
ríkjum er menningin í kringum
matinn ólík, einkum þegar um er
að ræða að fara frá vinnustað og
borða annars staðar.
Þeir sem eru duglegastir að
hreyfa sig í hádeginu og fara í
göngutúr um leið og þeir finna
sér bita eru Finnar (58%) og
kemur fram í rannsókninni að
hollt sé öllum starfsmönnum að
hreyfa sig í hádeginu. Það auki
líka úthald starfsmanna að vera
vel nærðir og þeir verði skil-
virkari fram eftir degi eftir úti-
veru og góða næringu. Bent er á
að þeir sem aldrei sjá sér fært
að fara frá skrifborðinu og í há-
degismat gætu líka farið á nám-
skeið til að bæta stjórnunarhæfi-
leika sína. (Heimild: www.onrec.
com)
Sif Sigfúsdóttir
MA í mann-
auðsstjórnun
Hádegismaturinn við skrifborðið?
S T A R F S M A N N A M Á L
Ég hef setið sveittur við það
þessa vikuna að skrá hvert ein-
asta andskotans snitti í allri ætt-
inni fyrir hlut í Færeyjabank-
anum. Meira segja þeir sem eru
óstaðsettir í hús samkvæmt þjóð-
skrá ætla að kaupa.
Þetta verður fínt, en þeir í Lans-
anum hafa ekki verið að auðvelda
manni lífið við þetta. Krafan um
að menn eigi vörslureikning hjá
þeim fyrir rafrænu viðskiptin
var algjörlega fáránleg og kost-
aði þvílíka aukavinnu fyrir greið-
vikna menn eins og mig sem eru
að kaupa fyrir heilu ættirnar.
Jæja, allavega á maður von á
því að gengið á þessu hækki og
ekki ólíklegt að kjölfestan í bank-
anum myndist fljótt. Kæmi mér
ekki á óvart að einhverjir móg-
úlar með vörslureikning í Lands-
bankanum yrðu fljótir að koma
sér í lykilstöðu. Ég er ekki viss
um að Færeyingar muni eiga
bankann lengi í viðbót. Nema
svona kallar eins og Jákúp í Rúm-
fatalagernum og einhverjir slíkir
sem hafa grætt pening í útlönd-
um láti til sín taka.
Jæja, þá græðir maður bara
á því eins og því að hafa keypt
áfram í Actavis. Það kemur pott-
þétt hærra tilboð frá Bjögga í
bréfin. Ég held að þetta sé leikrit
þar sem löngu er búið að skrifa
handritið. Bjöggi mun svo senni-
lega skuldsetja félagið hraustlega
og selja það síðan með góðum
hagnaði. Hann er fjandi glúrinn
strákurinn, en hlutverk manna
eins og mín er að vera glúrnir
líka og græða á því þegar þeir
stóru leika leikina sína. Þannig
virkar maður eins og verndar-
hjúpur fyrir litlu hluthafana, sem
er hlutverk sem fellur vel að
minni manngerð.
Spákaupmaðurinn á horninu
S P Á K A U P M A Ð U R I N N
Frændgarður
í Færeyjum