Tíminn - 28.11.1980, Blaðsíða 2

Tíminn - 28.11.1980, Blaðsíða 2
2 Föstudagur 28. nóvember 1980. Erlendur Einarsson forstjóri Sambandsins: .HAVAXTASTEFNAN ER KOMIN í BLINDGÖTU” og virkar sem olía á veröbólgubáliö í staö þess aö vera stjórntæki til að draga úr því FRI — Erlendur Einars- son forstjóri Sambands islenskra samvinnufél- aga flutti á kaupfélags st jóraf undinum sem haldinn var fyrir skömmu itarlegt yfirlit yfir rekstur Sambandsins á fyrstu niu mánuðum þessa árs en í því kom m.a. fram að í áætlunar- grundvelli Sambandsins fyrir árið I980hafði verið gert ráð fyrir 58% hækkun meða Ivísitölu f ra m f ærslukostnaðar, 62.9% meðalhækkun launakostnaðar og að meðalgegni Bandarikja- dollars fyrir fyrstu mánuðina yrði kr. 448.30/ en raunstærðir í sömu röð reyndust 59.7%, 53.5% og 451.40 kr. Heildarvelta Sambandsins fyrstu 9 mánuöi ársins reyndist röskir 110 milljarðar kr. og hafði hækkað um 50.7% frá fyrrra ári. Útflutningur reynd- ist nema tæpum 46 milljörðum kr. að FOB verömæti eöa 47.6% hækkun. 1 máli sinu gat Erlendur Einarsson þess einnig að við athugun á rekstri 45 kaupfélags- verslana fyrstu 9 mánuði ársins heföi komið i ljós aö aukning vörusölu heföi numið 65% miðaö viö sama tima i fyrra, en hækkun kostnaöarþátta þar á meöal vaxta, launga og fleira virðast gera afkomu verslunar- innar enn verri heldur en á fyrra ári. Dreifbýlisverslunin er sýnu verr sett en verslun i þéttbýli vegna sérstaks birgðahalds og lækkun sölulauna landbúnaðar- vara i smásölu aukið áhyggju- efni. Timinn hafði samband viö Erlend Einarsson og innti hann fyrst eftir þvi hver væri megin ástæða þessara erfiðleika. — Það er barnalærdómur aö hækkun vaxta úr 12%, sem þeir voru i þegar prósentuálagning sú er nú gildir i verslun var ákveðin, i 48-50% sem vextir eru nú í hafi veruleg áhrif á afkomu verslunar sem verður að fjár- magna vörubirgðir, sagði Erlendur Einrsson. — Auövitað hefur afkoman stór-versnað með tilkomu hávaxtastefnunnar og þá sér- staklega afkoman hjá versl- unum út á landsbyggðinni þar sem vöruveltan er hægari og vörubirgöir tiltölulega miklar. — Nú hafa margir viljaö kenna verðbólgunni um háu vextina. Er ekki raunhæft að segja að beint samband sé þar á milli? Það bætir ekkert atvinnu- reksturinn að kenna verðbólg- unni um hávextina. Atvinnu- fyrirtækin verða aö greiða þá ef restur einn á ekki að lenda i strandi. Það vita allir sem vilja setja sig inn i málin að i flestum tilfellum koma tekjurnar sem nægja til þess að standa undir háu vöxtunum. Hávaxtastefnan er komin i blindgötu og verkar Erlendur Einarsson. Timamynd: Róbert. sem olia á verðbólgubáliö en ekki sem stjórntæki til þess að draga úr verðbólgunni. — Þvi miður mun reynslan sýna að svigrúmið er nú miklu minna til þess að ná verðbólg- unni niður á skömmum tima vegna þess hve þjóðin er orðin föst i háu vöxtunum. Raunveru- leg eiginf jármyndun fer siminnkandi i flestum greinum atvinnurekstur og það er að sjálfsögöu mikið alvörumál. Hvaða áhrif hefur þetta ef horft er fram i timann? — Þaö dregur vaxtarbroddinn úr fyrirtækjunum og kemur i veg fyrir að þau geti tekið virk- ann þátt i nýrri atvinnuupp- byggingu til dæmis iðnþróun en menn ræða að vonum mög um það aö tslendingar þurfi sjálfir að byggja upp atvinnurekstur sinn. — Samvinnuhreyfingin hefur á stefnuskrá sinni að vera virkur aðili i iðnþróun og annari atvinnuuppbyggingu framtiðar- innar. Rekstrarstaðan og háu vextirnir gera það hinsvegar að verkum að hætta er á stöðnun i atvinnuuppbyggingunni hjá sambands félögunum og spurn- ingin getur jafnvel orðið sú hve lengi menn halda út núverandi rekstri, þvi þeim fyrirtækjum sem hafa tapreksturog veröaað fjármagna hann með nýjum lánum, sem kosta 50% vexti, blæðir út á skammri stundu. — Við erum þarna komnir i vitahring sem verður aö brjóta upp ef ekki á illa að fara, sagöi Erlendur að lokum. Landssamtök Þroskahjálpar: HAFA 0PNAÐ GISTIHEIMILI — fyrir börn og foreldra þeirra sem þurfa aö dvelja i Reykjavík EKJ — Landssamtökin Þroska- hjálp boðuðu til blaöamannafund- ar að Melgerði i Kópavogi I gær, til að sýna húsnæði sem samtökin hafa nýverið fest kaup á. Húsiö sem er mjög rúmgott og hið hlý- legasta er ætlaö fyrir börn og for- eldra þeirra, til dvalar i skemmri tima á meöan börnin þurfa aö gangast undir rannsóknir i höfuö- borginni. ,,Við keyptum húsið um mánaðamótin ágúst-sept. og tók- um það strax i notkun", sagði Eggert Stefánsson formaður Landssamtaka Þroskahjálpar. ,,Hér eru 4 góö herbergi þar sem er aðstaða fyrir eitt barn og for- eldri, eitt herbergi er fyrir hjón með barn. Siðan er sameiginleg aöstaða til eldhúsverka og þvotta, svo og setustofa. Húsiö er mjög ákjósanlegt fyrir okkur, á ró- legum stað, engar tröppur og garöur i kring". „Aðstaða sem þessi hefir verið ákaflega brýn og við búumst við aö hér verði full skipað allt árið um kring", sagði Eggert „áður var svipuð aðstaða að Brautar- holti 4, þar sem „Foreldrasamtök barna með sérþarfir’’ leigðu tvö herbergi, en siöan var leigan orðin alltof dýr, og eins var hús- næöiöuppi á annarrihæö ogmjög óheppilegt. Þegar þetta hús var tekið i notkun, þá gáfu Foreldra- samtökin allt innbú sem áður var I Brautarholti, húsgögn, þvotta- vél og fleira”. „Nú, það eru tryggingarnar sem greiöa daggjald fyrir hvert barn, sem þarf á rannsóknum og aðhlynningu hjá sérfræðingum að halda, kr. 12.500 en Þroskahjálp reynir siðan að koma á móts við foreldra hvað varðar kostnað. Þetta húsnæði er náttúrulega hugsað sem athvarf fyrir lölk ut- an af landi, sem ef til vill á ekki ættingja i Reykjavik, ellegar eng- in aðstaöa hjá ættingjum, og bæði dýrt og illómögulegt er fyrir fólk að dvelja á hóteli meö börn sin", sagði Eggert. „Stærsta vandamál þroska- heftra barna og foreldra þeirra er kennsluaðstaða i skólum úti á landsbyggðinni. Oskjuhliðarskól- inn er eini sérskólinn á iandinu, en það er að visu að aukast að skólar úti á landi hafi á að skipa kennurum sem geta annast kennslu þroskaheftra barna, en enn er langt i land". „Það er oft svo að íoreldrar neyðast til að flytja utan af landi til að börn þeirra geti fengið viðunandi kennslu i öskjuhliðar- skólanum", sagði Eggert, ,,en við höfum einnig auglýst eftir„fósturforeldrum” barna ut- an af landi. Það fólk tekur börnin að sér einn vetur eða fleiri. Við höfum auglýst eftir heimilum fyrir börnin, sem hefur gengiö vonum framar og i haust voru að- eins 2 eöa 3 börn, sem ekki gekk nægilega vel aö finna heimili. En þaö er ómetanlegt öryggi fyrir Húsið aö Melgerði 7 i Kópavogi. Timamynd —GE börnin aðgeta dvalið á heimili og kanr.ski sama heimilinu ár eftir ár, meðan þau eru i skólanum". Jóhanna Jóhannesdóttir hefur umsjón með heimilinu i Kópa- vogi. Hún býr i Kópavogi og hægt er að hringja til hennar i sima 43652, ef fólk hefur áhuga að kom- ast að með börn sin. „Þaðer öruggast að fólk hringi með góðum íyrirvara, sagði Jó- hanna, ”, við höfum ekkert aug- lýst starfsemina fyrr en nú, en þetta er fljótt að spyrjast út og tvær konur hafa verið hér um tveggja mánaða skeið. Mér finnst húsið alveg kjörið, hér er góður garður i kring, sem hægt er að nota yfir sumartimann, sund- laugin er skammt undan og stutt i allar búðir. Það hafa ymsir orðið til að gefa gjafir i tileíni þess að við tókum húsið i notkun”, segir Jóhanna og bendir á vingjarnleg pottablóm sem prýða borö og gluggasillur. „Þessi blóm voru gefin af Blómaborg i Hveragerði og eins var gefið kassettutæki til hússins sem Bjarni Stefánsson gaf”. Setustofan, sem eins og sjá má er hin vistlegasta. Tlmamynd______GE.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.