Tíminn - 10.12.1980, Blaðsíða 3

Tíminn - 10.12.1980, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 10. desember 1980. U'ilil'lí Gjaldmiðilsbreytingin: Kostnaður Seðta,bank- ans t tui milljón gkr. 200 milljónir fást fyrir uppbræöslu gömlu myntarinnar JSG — Tómas Árnason, við- skiptaráðherra, gaf Alþingi i gær upplýsingar um hver kostnaður Seðlabankans verður vegna gjaldmiðilsbreytingar- innar um áramótin. Samtais er kostnaðurinn áætlaður 1041 milljón króna, en nær 75% hans er tilkominn vegna framleiðslu á nýrri mynt. Nánar skiptist kostnaöurinn þannig að undirbúningsvinna, hönnun, og fleira þvi tengt, nam 26 milljónum króna. Fram- leiðslukostnaður nýrrar mynt- ar, þar með talinn gröftur og gerð prent- og seðlamóta, en birgðirnar eiga að endast i tvö ár, er 793 milljónir. Dreifing nýja gjaldmiðilsins og eyðing hins gamla, er áætluð 63 milljónir. Þá nemur kostnaður við útgáfu og dreifingu bæklinga 39 milljónum, við auglýsingar i fjölmiðlum 75 milljónum, og við aðra kynningu 15 milljónum. Annar kostnaður er áætlaður 30 milljónir. Samtals er þvi kostnaðurinn 1041 milljón. Til frádráttar þeim beina kostnaði sem hér er tilgreindur kemur sala á gömlu myntinni til bræðslu, sem áætlað er að gefi 200 milljónir króna. Auk þess má reikna með afskriftum á seðlum og mynt sem ekki kem- ur til innlausnar. Að sögn viðskiptaráðherra er það álit Seðlabankans að þótt ekki hefði komið til gjaldmiðils- breytingar, hefði verið óhjá- kvæmilegt að endurskoða gjald- miðilinn frá grunni meö útgáfu nýrra seðla og myntar, og full- yrðir bankinn að sá kostnaður hefði verið svipaður og útgáfa nýju seðlanna og myntarinnar. Aeinhvern óskiljanlegan hátt birtist frétt um mótmæli við virkjun Blöndu sem myndatexti meö þessari mynd i blaðinu i gær. Réttur texti með myndinni er þessi: Um helgina stóð Æskulýðsráð ríkisins fyrir ráðstefnu um „Viðhorf i æskulýðsmálum". Ráðstefnan var haidin i Melaskólanum i Reykja- vik og sátu hana um lOOþátttakendur viðs vegar að af landinu. i upphafi ráðstefnunnar flutti Ingvar Gislason, menntamálaráð- herra, ávarp þar sem hann gat þess m.a. að hann heföi hug á þvi að skipa sérstaka nefnd á næstunni til að gera úttekt á ýmsum þáttum æskulýðsmála i landinu. Nánar verður sagt frá ráðstefnunni siðar i blaðinu. Timamynd: Róbert Frumvarp frá stjórninni: • • UMFRAMKARTOFLUM BREYTT í FRANSKAR í nýrri verksmiöju á Svalbarðsströnd? fellt niður JSG — Pálmi. Jónsson, land- búnaðarráðherra, skýröi frá þvi á Alþingi i gær, að vonir stæður til að ný verksmiðja til framieiðslu kartöf luflaga, franskra kar- taflna, sem i undirbúningi er að reisa á Svaibarðsströnd, muni nýta hluta af þvi umframmagni af kartöfluframieiðsiunni frá siðast liðnu sumri. Verksmiðjan tekur væntaniega til starfa siðar i vetur. Pálmi lét þessa getið i svari við fyrirspurn frá Agli Jónssyni um verslun með kartöflur, en Egill vildi meðal annars fá skýringu á innflutningi kartaflna i ágúst siðast liðnum. Ráðherra sagði innflutninginn hafa verið með sama sniði og undanfarin ár, til þess ætlaðan að veita neytendum val milli dýrra og ódýrra kart- Tveir öku- menn slasast í hörðum árekstri BSt — Rétt um klukkan hálftólf i gærmorgun varö harður bifreiða- árekstur á mótum Stjörnugrófar og Bústaðavegar. ökumenn voru einir i báðum bílunum og meidd- ust þeir og voru fluttir á slysa- deild. Biiana varð að flytja af slysstað með kranabíi og voru þeir taidir ónýtir. aflna. Ekki hefði þá verið ljóst hve mikil uppskeran yrði. Pálmi sagði að vonir stæðu til að rýmkaðist á mörkuðum i Evrópu siðar i vetur og möguleik- ar muni opnast fyrir útflutning. JSG — Rikisstjórnin hefur lagt fyrir Aiþingi frumvarp um að ný- byggingagjaid verði frá og með 1. janúar 1981 lagt niður. Gjaldið, sem stofnað var til með lögum i desember 1978, hcfur verið lagt á flest ný mannvirki, nema ibúðar- húsnæði. Þvi var meðal annars Stj órnarskrárnef nd blður eftir flokkunum „Reyknesingar geta ekki lengur unað óréttlæti kosningalaganna” sagði Jóhann Einvarðsson á Alþingi JSG — Gunnar Thoroddsen for- sætisráöherra, upplýsti á Al- þingi i gær að stjórnarskrár- ncfnd biöi þcss nú að þing- flokkarnir fjölluðu um þær tvær skýrslur sem nefndin sendi frá sér i sumar. Þegar flokkarnir hefðu lokið umfjöllun sinni myndi nefndin siðan taka ábendingar þeirra til meðferðar og byggja á þcim sinar endan- legu tillögur. Þessi ummæli forsætis- ráðherra komu fram i svari hans viö fyrirspurn frá Jóhanni Einvarðssyni um störf stjórnar- skrárnefndar. Jóhann spurði sérstaklega um hvort tryggt væri að tillögur nefndarinnar um breytingar á kjördæma- skipan og kosningafyrirkomu- lagi yrðu tilbúnar i tæka tið til þess að þær yrði hægt aö af- greiða fyrir lok kjörtimabilsins. Jóhann minnti á það við um- ræðurnar i gær aö samkvæmt málefnasamningi rikisstjórnar- innar ætti stjórnarskrárnefnd að ljúka störfum fyrir lok þessa árs. Hún heföi hins vegar aðeins sent frá sér safn hugmynda. ,,Ég ætla ekki.hér og nú að ræða efnislega þær hugmyndir, sem fram koma i áfangaskýrslu nefndarinnar eða koma með nýjar, ég vek einungis athygli á þvi aö ibúar Reykjaneskjör- dæmis geta ekki öllu lengur un- að við það mikla óréttlæti sem fram kemur i mjög misjöfnu vægi atkvæða eftir landshlut- um", sagði Jóhann. Jóhann Einvarðsson nefndi að frá þvi siðast voru gerðar breytingar á kosningalöggjöf 1959 hefur kjósendum i Reykja- neskjördæmi fjölgaö um 143%, en t.d. um 8% á Vestfjörðum, fjölgunin á öllu landinu hefur verið 49%. Forsætisráðherra kvað stjórnarskrárnefnd myndu miða við þrennt i tillögum sin- um um kosningalögin: Að jafna vægi atkvæða. að jafna vægi milli kjördæma og að gefa kjós- endum meira svigrúm til per- sónukosninga en áður. Nefndin yrði hins vegar að gefa flokkun- um tækifæri til ábendinga en ætlunin væri að hægt yrði að af- greiða tillögur fyrir lok kjör- timabilsins. ólafur Þ. Þórðarson varaöi alþingismenn við að kosninga- lögin ein yrðu tekin út úr vegna breytinga á stjórnarskránni, aðrar breytingar á skiptingu valds yrði að skoða um leið. ætlað að takmarka fjárfestingar i nýbyggingum. Nýbyggingarg jaldið mun væntanlega skila rikissjóði um 220 milljónum króna i tekjur, en hefði á næsta ári, ef það hefði ver- ið i gildi óbreytt, fært rikissjóði um 300 milljónir króna. Kisiliðjunni lokað um skammantíma vegna söluerfiðleika á eriendura mörkuðum KRI — Kisiliðjunni við Mý- vatn mun verða lokað um skammantíma á næstunnú eða frá 17. des. til 5. jan., vegna söluerfiðleika á er- lendum mörkuðum. Að sögn Hákonar Bjarnasonar fram- kvæmdastjóra Kisiliðjunn- ar þá hefur salan á fram- leiðslunni verið 15% minni i ár en þeir áætluðu en samhliða þessu hefur framleiðslan sjálf gengið vel þannig að miklar birgð- ir hefðu safnast. Hákon sagði ennfremur að þeir byggjust við áframhaldandi sölu- tregðu eftir áramótin eða fram á vorið en þá ætti markaðurinn að taka viö sér aftur. 112 af 325 sem mótmæltu Blönduvirkjun eru úr Akrahreppi Sem á ekki neitt land á Eyvindarstaöaheiöi — mótmælin gegn Blönduvirkjun voru villandi FRI — 1 Ijós hefur komið að 1/3 þeirra ibúa fjögurra hreppa sem skrifuðu undir mótmælaskjal til iðnaðarráðherra þar sem virkjun Blöndu var m.a. mótmælt eða 112 manns af 325 eru úr Akrahreppi en sá hreppur á engan upprekstur á Eyvindarstaðaheiði fyrir utan einn bæ, sem vegna gamallar heföar fær að hafa 5 ærgildi þar. — Akrahreppur á ekki eina ein- ustu þúfu á Eyvindarstaða- heiðinni og þess vegna á fólk þar ekki að vera að skrifa undir skjal þarsem stendur ,,við undirritaðir landeigendur...” og svo fram- vegis sagði Guðrún Lára Asgeirs- dóttir Mælifelli i samtali við Tim- ann en hún á sæti i hreppsnefnd Lýtingsstaðahrepps. — Þessi nöfn falla þvi niður. — Hinsvegar var i skjalinu einnig kveðið á um virkjun við Villinganes og ég veit mörg dæmi um að fólk var ekki að mótmæla Blöndu heldur að styðja þá virkj- un en hún er bara ekki með i þessu dæmi eins og fram hefur komið. Það var þvi ranglæti að blanda þessu tvennu saman og fjöldi þeirra sem skrifuðu undir gefur ekki rétta mynd af viðhorfi fólks til virkjunar Blöndu. —• Skipting lands á Eyvindar- staðaheiðinni er sem hér segir: Framhald á bls. 19 Fullkomið hjónaband Nýja Philips myndsegulbandiö, með átta klukkustunda kassettunni, og Philips 26" litsjónvarpið, eru aðdáunarvert parl Tærir litir og skýr mynd gera sjónvarpsþaettina þægi- lega og ánægjulega fyrir áhorfandann. Philips 2000 er eina kassettan á markaðnum, sem býður upp á 8 klst. af skýrum og áferðar- fallegum myndum, sem eru einkenni nýja Philips kerfisins. Philips kann tökin á tækninni! heímilistæki hf Hafnarstræti 3 — Sætúni 8. PHIUPS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.